Morgunblaðið - 19.04.2006, Page 31

Morgunblaðið - 19.04.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 31 MINNINGAR ✝ Helgi Jóhannes-son fæddist á Hafþórsstöðum í Norðurárdal 11. október 1915. Helgi lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ að morgni 11. apríl síðastliðins. Hann fluttist barnungur með foreldrum sín- um að Svínhóli í Mið- dölum þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru Jóhannes Ólafsson, bóndi og kennari, lengst af á Svínhóli í Miðdölum, f. 11. júlí 1885, d. 24. febrúar 1950, og Hall- dóra Helgadóttir húsfreyja, f. 10. janúar 1885, d. 25. ágúst 1956. Helgi var fjórði í röð 8 systkina. Hin eru Guðný, f. 1907, Ólafur, f. 1912, Guðbjörg, f. 1913, Jón, f. 1917, Ragnheiður, f. 1919, Óskar, f. 1921 og Kristín, f. 1922. Þau eru öll látin nema Ragnheiður. Helgi kvæntist 17. ágúst 1946 Þóru Þorleifsdóttur, f. í Reykjavík 23. apríl 1927. Foreldrar hennar voru Þorleifur Eyjólfsson arkitekt og Margrét Halldórsdóttir hús- freyja. Börn Helga og Þóru eru: 1) Halldóra Margrét íþróttakennari, f. 11. júní 1946, maki Þorbergur Atlason skrifstofumaður, f. 24. des- ember 1947. Börn þeirra eru: a) Helgi Þór, f. 9. júní 1968, maki Marcia Abreu, f. 20. febrúar 1966. Þau eru búsett í Bras- ilíu. b) Þórhildur, f. 1. september 1971, maki Hallgrímur Sæ- mundsson, f. 21. apríl 1971. Börn þeirra eru Hekla, f. 20. ágúst 1996 og Þór, f. 4. febrúar 2002. 2) Hörður Óskar skóla- meistari, f. 28. febrúar 1949, maki Sigrún Sigurðardóttir læknaritari, f. 4. febrúar 1948. Börn þeirra eru: a) Sigurður Már, f. 7. maí 1969. Sonur hans er Maríus Máni, f. 1. júlí 2002. b) Orri, f. 12. desember 1972. Helgi var við nám í Héraðsskól- anum að Laugarvatni og í Sam- vinnuskólanum. Hann flutti til Reykjavíkur árið 1939 og starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í rúm fjörutíu ár, þar af seinni hlut- ann sem aðalgjaldkeri fyrirtækis- ins. Helgi var einn af stofnendum Breiðfirðingafélagsins og starfaði mikið fyrir Starfsmannafélag Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Útför Helga verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Í dag kveðjum við elskulegan föður og tengdaföður. Eftir standa ljúfar og góðar minningar, þakklæti fyrir alla hjálpsemi við okkur. Það var alveg sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, alltaf var hann kominn til þess að aðstoða, með verkfærakass- ann eða málningardótið. Gott var að fá hann, því vandvirkni og snyrti- mennska var hans eiginleiki og höfum við lært mikið af því. Snyrtimennskan var í fyrirrúmi svo um var talað, hvergi mátti sjá óþarfa rusl, þá var það tekið upp. Pabbi var mjög barn- góður og nutu börnin okkar góðs af því, ófáar voru ferðirnar sem hann sótti börnin þegar þau voru lítil, fór með þau í sund eða út í sveit. Í þeim ferðum var rætt um umhverfið og hve mikilvægt það væri að halda því hreinu. Elsku mamma, aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með umhyggjusemi þinni og aðstoð við pabba í veikindum hans, sem sýnir samheldni ykkar öll árin. Fyrir það erum við ævinlega þakklát. Dýrmætt er fyrir okkur að vera komin í Aðallandið sem þið ræktuðuð saman og var ykkar draumastaður. Hvíl í friði, elsku pabbi. Guð geymi þig. Halldóra Margrét og Þorbergur. Látinn er elskulegur tengdafaðir minn Helgi Jóhannesson. Helgi var fallegur maður, ekki bara útlits heldur einnig hið innra. Hann hafði góða kímnigáfu og gat gert góðlátlegt grín þegar það átti við og skemmti mér oft með því. Helgi var einstaklega hjálpsamur og verður aldrei fullþakkað það sem hann gerði fyrir mig og mína fjöl- skyldu og veit ég að þeir voru margir sem hann hjálpaði á svipaðan hátt. Það var alveg sama hvað það var sem þurfti að gera, mála, smíða, leggja parket og margt fleira, alltaf mætti Helgi og var eins og fagmaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann tók fyrstu íbúðina okkar til dæmis al- gerlega í gegn og á öðrum stað var það lóðin okkar sem fékk andlitslyft- ingu því Helgi var líka garðyrkjumað- ur ágætur. Hann lét heldur ekki nægja að hugsa um sína eigin lóð, hvort sem hann bjó í blokk eða rað- húsi, hann hélt öllu sínu nánasta um- hverfi snyrtilegu. Man ég eins og það hefði gerst í gær ferðirnar þeirra Helga og Þóru upp á Skaga í gegnum tíðina, bæði fyrir Hvalfjörð og með Akraborg. Helgi hafði yndi af að sigla með Akraborginni og gerði það oft. Og alltaf var það sama sagan þegar þau komu, Helgi opnaði skottið á bílnum og hóf að tína út farangurinn; fyrstur var að sjálfsögðu stiginn og síðan koll af kolli, allt sem fjöliðnaðarmaðurinn þurfti og á endanum kom það sem var síst mikilvægt, ferðataskan. Helgi var ekki mikið fyrir að hafa vesen með hlutina og mér er enn í minni þegar við sonur hans giftum okkur að honum fannst tilstandið með að vera að standa upp fyrir brúð- kaupsgestum þegar þeir mættu til kirkju vera heldur mikið, en gerði það þó fyrir okkur og stóð sig fínt í því. Helgi var mikill afi og var óþreyt- andi við að hafa ofan af fyrir barna- börnunum sínum og kenndi þeim margt. Barnavinur var hann hinn mesti og geymdi til dæmis sælgæti í forstofuskápnum sem hann þurfti að hafa við höndina til að gauka að litlum vinum sínum í nágrenninu. Ég gæti haldið endalaus áfram með að telja upp það sem Helgi gerði fyrir okkur en óhætt er að segja að hann hafi vak- að yfir vegferð okkar alla tíð. Síðustu árin voru Helga erfið sök- um sjúkleika og var Þóra þá sem endranær vakin og sofin yfir honum, umhyggjan var einstök. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessum góða manni, megi hann hvíla í friði. Sigrún Sigurðardóttir. Ég sé litla ljóshærða stúlku leiða afa sinn, bæði eru þau með hvítt hár og hárlokkarnir fjúka til í golunni. Þetta eru ég og afi minn. Við erum á leiðinni í sund. Afi minn stundaði sundlaugarnar af miklu kappi og tók mig iðulega með sér á sunnudags- morgnum er ég var búin að gista hjá ömmu og afa. Eftir sundsprettinn var ekið í næstu ísbúð og afi keypti ís, amma tók síðan á móti okkur heima með ilmandi matarlykt. Ég verð afa ævinlega þakklát fyrir að hafa verið svona natinn að hafa mig með. Þær voru ófáar helgarnar sem ég eyddi hjá afa og ömmu í Fellsmúl- anum, þar skottaðist ég oft í kringum afa sem var oftast eitthvað úti við. Hann var iðulega að slá gras, sópa eða tína rusl. Afi vildi hafa snyrtilegt í kringum sig og var umhugað um sitt nánasta umhverfi. Hann var óspar á að minna okkur hin í fjölskyldunni á að ganga ávallt snyrtilega um og hafa hlutina í röð og reglu. Afi og ég áttum ávallt góðar stundir saman og man ég ekki eftir að afi hafi hækkað róminn við mig, hann var umhyggjusamur og blíður afi og vildi ávallt allt fyrir mig gera. Hann var óspar á hrósið og ég fann hve vænt honum þótti um mig. Afi rifjaði oft upp ferðalagið okkar í dalina en það fórum við í saman er ég var hjá honum í pössun í vikutíma þegar ég var 9 ára. Gist var í tvær nætur í Munaðarnesi og frændfólk heimsótt að Svínhóli. Hann kallaði mig litlu húsfreyjuna í þessari ferð því ég eldaði pylsur handa okkur og ég held að hann hafi verið steinhissa á hvað ég gat reddað okkur fínt. Afi ákvað síðan að bjóða mér í kvöldverð í sveitinni næsta kvöld, við klæddum okkur upp og vorum fín. Þegar við komum inn á veitingastaðinn var afi steinhissa á því að sjá að fólkið hafði ekki haft sig til, afi sjálfur hafði meira að segja sett á sig bindi. Svona var afi, alltaf snyrtilegur og búinn að hafa sig til þegar eitthvað stóð til. Einnig átti hann það til að gefa mér ýmis heilræði og hringja í mig og láta mig vita af greinum í blöðum sem hann taldi nýt- ast mér vel í lífinu. Þegar ég tók bíl- prófið afhenti hann mér nokkur heil- ræði á blaði varðandi akstur og umhirðu ökutækis. Eitt þeirra er eitt- hvað á þessa leið: „Ekki skal neyta öls né annarra drykkja undir stýri.“ Þetta taldi hann vera truflandi fyrir ökumanninn og minnka einbeitingu hans. Afi var lánsamur maður, hann átti einstaklega góða og umhyggjusama eiginkonu, fylgdist með börnum sín- um, barnabörnum og barnabarna- börnum vaxa úr grasi og komast til manns. Það tel ég vera hina mestu gæfu. Ég var líka lánsöm að eiga afa og ömmu að þegar mig vantaði pössun fyrir litlu stúlkuna mína hluta úr vetri. Þá var afi kominn yfir áttrætt og leiddi aftur litla stúlku, nú á róluvöll en ekki í sund. Ófáum stundum eyddu þau saman úti við og kenndi hann henni að tína rusl og hugsa vel um um- hverfið. Í dag er mér efst í huga þakk- læti. Þakklæti yfir að hafa átt svona yndislegan afa sem leiðbeindi mér svo vel og kenndi mér svo margt gott. Ég geymi minningarnar í hjartanu og bið algóðan guð að passa afa minn eins vel og hann gætti okkar. Þórhildur. Mágur minn, Helgi Jóhannesson, er allur. Hann tók sér langan tíma til að kveðja. Hann dvaldist í Skógarbæ síðustu þrjú árin vegna vaxandi heila- bilunar. Eiginkona hans, Þóra systir mín, hefur verið við hlið hans daglega allan þennan tíma og sinnt honum af frábærri alúð. Helgi var íhugull atorkumaður og mjög traustur í alla staði. Ósérhlífinn var hann, snyrti- menni hið mesta og sinnti umhverfi sínu af einlægni, ástvinum, ættingj- um, vinum og einnig jörðinni sem hann gekk á og augum leit. Þessi lífs- sýn hans kom fram í öllu hans hátt- erni, innan húss og utan, í starfi og í leik. Blessuð sé minnig hans. Hörður Þorleifsson. HELGI JÓHANNESSON  Fleiri minningargreinar um Helga Jóhannesson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfund- ar eru: Orri Harðarson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG ÓLÍNA JÚLÍANA EGGERTSDÓTTIR, Meistaravöllum 29, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 21. apríl kl. 13.00. Óskar Arnórsson, Ketsuma Thiang-In, Elsa Ísfold Arnórsdóttir, Þorsteinn Finnbogason, Guðrún J. Arnórsdóttir, Sævar Pálsson, Arnór V. Arnórsson, Bylgja S. Ríkarðsdóttir, Tómas Ríkarðsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI JÓHANNESSON fyrrverandi aðalgjaldkeri, Hæðargarði 29, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag miðvikudaginn 19. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Þóra Þorleifsdóttir, Halldóra M. Helgadóttir, Þorbergur Atlason, Hörður Ó. Helgason, Sigrún Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, SIGURÐUR GÍSLASON, Fífumóa 3e, Njarðvík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 15. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 21. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast Sigurðar er bent á Björgunarsveitina Suðurnes. Gísli Sigurðsson, Árný Dalrós Njálsdóttir, Njáll Trausti Gíslason, Heiða Adólfsdóttir, Gísli Árni Gíslason, Arna Rún Oddsdóttir, Jóhann Gíslason. Ástkær faðir minn, afi, langafi og sambýlismaður, VALDIMAR Þ. EINARSSON skipstjóri og útgerðarmaður, verður jarðsunginn föstudaginn 21. apríl kl. 13:00 frá Áskirkju. Guðjón Valdimarsson, María Svava Guðjónsdóttir, Emil Örn Víðisson, Alma Emilsdóttir, Valdimar Örn Emilsson, Halla Steingrímsdóttir. Elskuleg móðir okkar, SÓLVEIG HERMANNSDÓTTIR, Fróðasundi 10 a, Akureyri, lést sunnudaginn 16. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Systir okkar og mágkona, GUNNHILDUR ÁSTA STEINGRÍMSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. apríl og hefst athöfnin kl. 11.00. Ásdís Steingrímsdóttir, Áslaug Steingrímsdóttir, Margrét U. Steingrímsdóttir, Sigurður St. Þórhallsson, Hulda Eiríksdóttir, Jóhann Sæmundsson. Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, RUT GUNNARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 22. apríl kl. 14.00. Helgi Valur Einarsson, Þórunn Gunnarsdóttir, Gunnar Svanur Einarsson, Áslaug Björnsdóttir, Rúna Einarsdóttir, Þorsteinn Ingi Ómarsson, Guðbjörg Svanhildur Jónsdóttir, barnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.