Morgunblaðið - 19.04.2006, Side 16

Morgunblaðið - 19.04.2006, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jerúsalem. AFP, AP. | Stjórn Ísraels kenndi í gær palestínsku hreyfing- unni Hamas um sprengjutilræði sem kostaði níu manns lífið í Tel Aviv í fyrradag, mannskæðustu árás í Ísrael í tuttugu mánuði. Stjórnin sagði hernum að auka þrýstinginn á Palestínumenn en fyrirskipaði ekki viðamiklar hern- aðaraðgerðir. Ehud Olmert, starfandi forsætis- ráðherra, og aðrir helstu ráðherrar Ísraelsstjórnar ákváðu þess í stað að ógilda dvalarleyfi þriggja þing- manna Hamas í Jerúsalem. Í árásinni í fyrradag sprengdi 21 árs liðsmaður Íslamsks jíhad sjálf- an sig upp nálægt skyndibitastað á fjölförnu verslunarsvæði í Tel Aviv. Leiðtogar Hamas vörðu árásina, sögðu hana réttlætanlegt svar við árásum Ísraelshers á Palestínu- menn. Olmert og ráðherrar hans sögðu að Hamas og palestínska heima- stjórnin bæru ábyrgð á sprengju- árásinni vegna þess að hreyfingin hefði ekki fordæmt hana. Abbas gagnrýndur fyrir að fordæma árásina Einn af forystumönnum Hamas, Moussa Abu Marzouk, sagði hins vegar að Ísraelar bæru ábyrgð á blóðsúthellingunum og gagnrýndi Mahmoud Abbas, forseta Palestínu- manna, fyrir að fordæma árásina í Tel Aviv. Abu Marzouk sagði að yf- irlýsing Abbas væri „fljótfærnisleg“ og hann hefði frekar átt að krefjast þess að Ísraelar hættu „yfirgangi sínum, morðum, handtökum og þeirri stefnu að svelta palestínsku þjóðina“. Abu Marzouk sagði að Ísraelar hefðu hert árásir sínar á Palest- ínumenn að undanförnu og gagn- rýndi öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna fyrir að taka sprengjutilræðið fyrir en þegja fram af sér árásir Ísraela á Palestínumenn. Dan Gillerman, sendiherra Ísr- aels, sagði á fundi öryggisráðsins að Hamas og stjórnvöld í Íran og Sýrlandi hefðu lýst yfir stríði á hendur Ísraelum. Nýr „öxull hryðjuverka“ – Íran, Sýrland og stjórn Hamas – væri að sá fræjum fyrstu heimsstyrjaldarinnar á 21. öldinni. Stjórn Ísraels kennir Hamas um hryðjuverkið Ósló. AP. | Gífurleg rányrkja Rússa í Barentshafi er ekki aðeins beint til- ræði við fiskstofnana, heldur einnig við afkomu sjómanna í Norður-Nor- egi. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá norska sjávarútvegsráðuneytinu. Í skýrslunni er fullyrt, að rúss- neskir togarar hafi farið næstum 50% fram úr úthlutuðum þorskkvóta á síð- asta ári og um 70% fram úr ýsukvót- anum. Með tilliti til þess hafa samtök grænfriðunga reiknað út, að Rússar hafi fengið rúmlega 26 milljarða ísl. kr. fyrir ólöglegan afla í þessum tveimur fisktegundum aðeins. Norðmenn og Rússar skipta með sér Barentshafi og standa saman að því að ákveða kvóta í hinum ýmsu fisktegundum og þær reglur, sem um veiðarnar skulu gilda. Hafa Norð- menn reynt að fylgja þeim eftir en yf- irleitt við heldur litla hrifningu Rússa. Játa nokkra sök Rússnesk stjórnvöld hafa enn ekk- ert sagt um skýrslu norska sjávarút- vegsráðuneytisins en Míkhaíl Ka- mynín, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, viðurkenndi þó á mánudag, að rússneskir togarar færu ekki alltaf að lögum. Hann sak- aði hins vegar Norðmenn um að sýna rússneskum togarasjómönnum allt of mikla hörku. Í norsku skýrslunni segir, að rúss- neski þorskkvótinn í Barentshafi hafi verið 213.700 tonn á síðasta ári en Rússar veitt 101.000 tonn að auki. Ýsukvótinn hafi verið 51.300 tonn en heildaraflinn 87.600 tonn. Grænfriðungar hafa krafist þess, að Evrópusambandið bregðist hart við rányrkju Rússa og banni alveg „öll viðskipti með stolinn fisk“. Rússar sakaðir um mikla rányrkju í Barentshafi Norðmenn segja þá vera að eyðileggja fiskstofna Moskvu. AFP. | Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í gær að her landsins myndi hrinda hvers konar árásum á landið ef hervaldi yrði beitt vegna deilunnar um kjarnorkuáætlun Írana. Ahmadinejad sagði í ræðu á hersýningu í tilefni af „degi hersins“ að hann vildi frið en herinn þyrfti að til- einka sér nýjustu tækni til að hrinda hugsanlegum árás- um. „Íranar hafa komið sér upp öflugum her sem getur varið landamærin og skorið höndina af árásarþjóðinni,“ sagði hann. Bandarískir fjölmiðlar skýrðu frá því í vikunni sem leið að Bandaríkjastjórn kynni að beita hervaldi til að koma í veg fyrir að Íranar eignuðust kjarnavopn. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann útilokaði ekki þann möguleika að beitt yrði hervaldi. Hann bætti þó við að stjórn sín vildi leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Fulltrúar ríkjanna fimm, sem eru með neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, komu saman í Moskvu í gær til að ræða deiluna um kjarnorkuáætlun Írana. Á fundinum voru einnig embættismenn frá Þýskalandi fyr- ir hönd Evrópusambandsins. Ekki var greint frá dagskrá fundarins en bandarískir embættismenn gáfu til kynna að þeir hygðust beita sér fyrir því að öryggisráðið tæki hart á málinu til að koma í veg fyrir að Íranar eignuðust kjarnavopn. Rússeska stjórnin áréttaði andstöðu sína við refsiaðgerðir af hálfu öryggisráðsins eða árásir á Íran. Reuters Liðsmenn Basij-varaliðs íranska hersins á heræfingu í Teheran í tilefni af „degi hersins“ í Íran í gær. Segir her Írans geta hrundið árás Berlín. AFP. | Samtök grænfriðunga gagnrýndu í gær harðlega skýrslu Sameinuðu þjóðanna um Tsjerno- byl-kjarnorkuslysið í Hvíta-Rúss- landi og sögðu, að allt of lítið væri gert úr afleiðingum þess. Eftir viku, 26. apríl, verða liðin 20 ár frá slysinu. Í skýrslu SÞ, sem út kom í sept- ember síðastliðnum, er áætlað, að slysið og meðfylgjandi geislameng- un hafi kostað 4.000 manns lífið í Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Rússlandi en grænfriðungar telja, að krabbameinstilfelli vegna slyss- ins geti orðið um 270.000. Líklegt sé, að þar af muni sjúkdómurinn draga um 93.000 manns til dauða. Þessu til stuðnings vitna græn- friðungar í það álit rússnesku vís- indaakademíunnar, að á árunum 1990 til 2004 muni um 200.000 manns í löndunum þremur hafa dá- ið vegna sjúkdóma, sem rekja megi til slyssins. Er þá átt við krabba- mein, öndunarfæra- og blóðrásar- sjúkdóma, veiklað ónæmiskerfi og sýkingar. Fyrr í þessum mánuði áætluðu samtökin Læknar gegn kjarn- orkuvá, að hátt í 100.000 manns, sem unnið hefðu við hreinsunar- starf í Tsjernobyl eftir slysið, hefðu látist og allt að 900.000 manns væru varanlegir öryrkjar vegna geislunar. Þá hafi tugir þúsunda barna á þessum slóðum fæðst með margvíslega fötlun eða vansköpun. Gagnrýna skýrslu um Tsjernobyl San Francisco. AP, AFP. | Þess var minnst í San Francisco í gær, að þá voru liðin 100 ár frá landskjálft- anum mikla, sem lagði borgina að mestu leyti í rúst. Tóku tugþús- undir manna þátt í göngu til minn- ingar um hamfarirnar og þar á meðal nokkrir menn yfir tírætt, sem lifðu þær af fyrir einni öld. Það var í aftureldingu 18. apríl 1906 að skjálftinn mikli, 7,8 á Richterkvarða, reið yfir. Voru upp- tök hans í San Andreas-misgeng- inu, aðeins nokkra kílómetra frá San Francisco, og jörðin skalf og nötraði í tæpa mínútu. „Borgin öll í björtu báli“ Talið er, að 3.000 manns að minnsta kosti hafi týnt lífi í skjálftanum og raunar langflestir í miklum eldum um alla borgina. Borgarbúar voru á þessum tíma um 400.000 og meira en helming- urinn missti heimili sitt. Mildred Martensteen, sem er 109 ára að aldri, minnist hamfar- anna í San Francisco með hryll- ingi: „Ég vaknaði upp við það, að húsið kastaðist til stafna á milli. Þetta var skelfilegt, ekki síst eld- arnir. Við urðum að flýja úr einni götunni í aðra enda stóð borgin öll í björtu báli og ekkert hægt að gera. Það var ekkert vatn, allar leiðslur ónýtar,“ segir Marten- steen. Á mánudag var birt skýrsla þar sem segir, að 62% líkur séu á stórum skjálfta á San Francisco- svæðinu á næstu 30 árum. Talið er, að hann geti orðið rúmlega 3.000 manns að fjörtjóni, eyðilagt eða skemmt meira en 90.000 bygg- ingar og valdið því, að um 250.000 manns verði heimilislaus. Fjár- hagslegt tjón gæti numið 150 millj- örðum dala eða 11.362 milljörðum ísl. kr. AP Mikill mannfjöldi safnaðist saman í fjármálahverfi San Francisco-borgar upp úr klukkan fimm í gærmorgun en það var þá fyrir réttum hundruð ár- um að stóri skjálftinn reið yfir og lagði borgina að mestu leyti í rúst. Öld frá skjálftanum mikla í San Francisco Vísindamenn segja miklar líkur á stórum skjálfta á næstu 30 árum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.