Morgunblaðið - 19.04.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.04.2006, Qupperneq 48
Fiskeldi verður eflt og heldur áfram í Mjóafirði ODDEYRI, dótturfélag Sam- herja, hefur ákveðið að draga minna úr umsvifum sínum í fisk- eldi hérlendis en áður var ætlunin og auka hlut sinn í eldi á bleikju og lúðu. Þetta var ákveðið í fram- haldi af ákvörðun ríkisstjórnar- innar um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fiskeldis. Odd- eyri mun m.a. taka yfir tilrauna- framleiðslu Síldarvinnslunnar á þorski í gegnum Sæsilfur í Mjóa- firði og efla hana þar. Eins er stefnt að því að setja út laxaseiði í Mjóafirði vorið 2007. „Þetta mælist vel fyrir hér í Mjóafirði,“ sagði Sigfús Vil- hjálmsson, útvegsbóndi, oddviti og hreppstjóri á Brekku. „Þetta eru mjög góðar fréttir og sérstak- lega að þeir ætla að koma með þorsk líka, jafnframt laxinum. Það er örugglega til bóta að fjölga stoðunum undir rekstrinum.“ Sem kunnugt er var sagt upp starfsmönnum í Mjóafirði þegar Sæsilfur ákvað að draga saman seglin þar. Aðspurður sagðist Sigfús ekki hafa heyrt hvort þess- ar uppsagnir yrðu látnar ganga til baka og þá hvenær. „Þetta er stóriðja, bæði eldið hér í Mjóafirði og svo slátrunin í Neskaupstað. Varan er flutt út og fer mikið með Norrænu. Svo má nefna að næturnar úr kvíunum eru þvegnar í netagerðinni á Reyðarfirði og þar er einnig um- búðaverksmiðja sem útbýr kass- ana undir afurðirnar. Það er geysimikið í kringum svona lag- að.“ Sigfús sagði að þegar fréttir bárust af ákvörðun um endalok fiskeldis í Mjóafirði hefði verið haft samband við æðstu ráða- menn landsins og forystumenn Samherja. Hann sagði að Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, hefði unnið gríð- arlega mikið að lausn vandans. „Smári á miklar þakkir skildar og rúmlega það. Eins Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, sem einnig hefur unnið mikið að þessu og sýnt mikinn áhuga á að leysa málið. Þökk sé þeim og öllu því góða fólki sem að þessu kom,“ sagði Sigfús. „Ég segi bara eins og mamma sagði svo oft: Láti Guð á gott vita.““ Mjög góðar fréttir að sögn Sigfúsar Vilhjálmssonar, oddvita og útvegsbónda Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Sigfús Vilhjálmsson á Brekku.  Úr verinu ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ENDURSKOÐUN REIKNINGSSKIL SKATTAR / RÁÐGJÖF www.ey.is TVISVAR á ári fer Elísabet Guðmundsdóttir lýta- læknir í sjálfboðavinnu til Indlands í þeim tilgangi að gera aðgerðir á indverskum börnum sem hafa meðfædd lýti eins og skarð í vör eða góm. Elísabet, sem starfar sem lýtalæknir við Sahl- grenska sjúkrahúsið í Gautaborg, segir að hún, ásamt lýtalæknunum Jan Lilja og Shailesh Bra- dovaria, geri aðgerðir á um fjörutíu börnum í hvert skipti og mikilvægt sé að koma þekkingunni til þeirra sem búa á staðnum og því kenni þau í leið- inni þarlendum skurðlækni. Til samanburðar má nefna að á hverju ári þarf að gera svona aðgerð á um tíu börnum á Íslandi. Elísabet er heilluð af Indlandi og segir þetta starf vissulega gjöfult. „Indland er spennandi land og á þessum ferðum kemst ég nálægt sjúklingum og aðstandendum og þannig hef ég fengið góða mynd af Indlandi, ábyggilega öðruvísi en sem ferðamaður. Ég hef ferðast mikið en það er eitt- hvað við Indland sem grípur mig alveg og mig langar alltaf að fara strax aftur.“ | 20 Lýtalæknir í sjálfboðavinnu á Indlandi BLÚSSÖNGKONAN fræga Zora Young hefur boðið Halldóri Bragasyni gítarleikara að leika með sér og hljómsveit sinni á stóra sviði helstu blúshátíðar í heimi, Chicago-blúshátíðarinnar, laugardagskvöldið 10. júní næstkomandi. 750 þúsund manns sækja hátíðina á ári hverju en laugardagskvöldið er jafnan hápunktur hennar. Halldór getur sér þess til að um 100 þúsund manns verði þá á tónleikasvæðinu. Halldór segir að þetta boð sé mikill heiður og sýni traust og trú Zoru Young á því sem verið er að gera á Blúshátíð í Reykjavík en hún var gest- ur hátíðarinnar á dögunum. „Ég verð ekki í neinu aðalhlutverki þarna. Kem bara inn í band- ið hennar sem gestur ofan af Íslandi. Þetta er samt alveg ótrúlegt tækifæri,“ segir hann. Halldór hefur einu sinni áður komið fram á Chicago-blúshátíðinni. Það var árið 1993 þegar hann lék með hljómsveit sinni, Vinum Dóra, og píanóleikaranum Pinetop Perkins. Það var hins vegar ekki á stóra sviðinu, heldur minna sviði sem kallað er „Veröndin“. | 41 Boðið að leika á Chicago- blúshátíðinni SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var kallað út fjórum sinnum frá kl. 19.41 til kl. 20.18 í gær- kvöldi vegna sinubruna. Var kveikt í sinu á Víði- staðatúni í Hafnarfirði og síðan við kaþólsku kirkj- una í Hafnarfirði, en einnig á mótum Arnarbakka og Hjaltabakka í Breiðholti. Þá var slökkviliðið á leið til baka úr útkalli þegar enn var tilkynnt um sinubruna í Víðistaðatúni. Slökktu slökkviliðs- menn eldana fljótt og örugglega og komu þannig í veg fyrir eldhættu í húsum. Fjórir sinu- brunar á fjörutíu mínútum LÍF og fjör ríkti í Skautahöllinni í Laug- ardal þegar börn og ungmenni frá frí- stundaheimilinu Vesturhlíð heimsóttu iðk- endur úr listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur í gær. Eins og sést á myndinni skemmtu krakkarnir sér konunglega þegar þeyst var yfir skautasvellið, undir styrkri stjórn einvalaliðs skautastúlkna, og er ber- sýnilegt að þau eiga framtíðina fyrir sér. Dana Rut og Íris Kara sýndu Ástrós nokkur vel valin spor og Garðar Freyr fékk kennslu hjá Guðbjörgu og Sigríði Völu. Morgunblaðið/Ómar Skemmtu sér á skautum ALAN Lowe, borgarstjóri í Victoria í Bresku Kólumbíu í Kanada, hefur undirritað yfirlýs- ingu þess efnis að dagurinn í dag, 19. apríl 2006, sé sérstakur Íslandsdagur í borginni. Tengsl milli Victoria og Íslands hafa ríkt í meira en 120 ár. Íslendingar komu fyrst til Vancouver-eyju og settust þar að 1883. Þeir og afkomendur þeirra hafa látið að sér kveða á öllum sviðum í Bresku Kólumbíu og meðal annars var Ingimar Johnson forsætisráð- herra fylkisins 1948 til 1953. Íslendinga- félagið Icelanders of Victoria var stofnað 1997 og um helgina fer þing Þjóðrækn- isfélags Íslendinga í Vesturheimi fram í Vic- toria í fyrsta sinn. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra verður sérstakur gestur þingsins. Í tengslum við þingið er Iceland Naturally, kynningarátak Íslands í Norður- Ameríku, með kynningu á Íslandi og hafa Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, og Einar Gústavsson, fram- kvæmdastjóri Ferðamálastofu í New York og annar framkvæmdastjóra Iceland Nat- urally, haft umsjón með skipulagningu verk- efnisins. Í gærkvöldi var greint frá því í Vic- toria að lýst væri yfir Íslandsdegi til að minnast alls þessa. „Þessi yfirlýsing um sér- stakan Íslandsdag er mjög mikill heiður fyrir Íslendingana, sem settust hér að fyrir meira en 100 árum, og afkomendur þeirra,“ segir Fred Bjarnason, forseti Íslendingafélagsins í Victoria og yfirmatreiðslumeistari í land- stjórabústaðnum. Hann bætir við að um 300 til 500 manns af íslenskum ættum búi í Vic- toria og þeir séu hreyknir. „Við höfum aldrei fyrr haldið Þjóðræknisþing og Iceland Nat- urally hefur ekki kynnt átak sitt hér áður. Ís- landsdagur í ofanálag er sérstaklega spenn- andi fyrir okkur öll.“ Lýsir yfir Íslandsdegi í Victoria Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.