Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 41 MENNING LENGI hefur tíðkast að gera sér glaðan dag á sumardaginn fyrsta og að kvöldi síðasta vetrardags. Í ár eru að vanda margir menn- ingarviðburðir skipulagðir víða um land þessa daga, og verða hér nokkrir þeirra tald- ir upp, þó að listinn sé alls ekki tæmandi. Veturinn kvaddur í kvöld Í kvöld geta höfuðborgarbúar glaðst yfir sumarkomunni á tónleikum í Norræna hús- inu, þar sem meðal annars verður leikin hermitónlist frá barokktímanum, þar sem líkt er eftir hljóðum dýra og dregnar upp myndir af atburðum biblíunnar. Halla Steinunn Stef- ánsdóttir barokkfiðluleikari og Karl Nyhlin lútuleikari flytja, á tónleikum sem hefjast kl. 20. Þeir sem kjósa heldur þyngri sveiflu í tón- list geta skellt sér í Þjóðleikhúskjallarann kl. 21 og hlýtt á djasskvintett Guðlaugar Ólafs- dóttur flytja sígildan djass, latin-tónlist og þjóðlög. Fjölskylduvæn dagskrá Fjölmargt verður um að vera á morgun sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í saman. Þjóðminjasafnið verður opið frá kl. 11–17 og þar verður hægt að taka þátt í ratleik, fara í listasmiðju og skoða ljósmyndasýninguna Hvað er einn litningur á milli vina? Þar gef- ur að líta myndir Hörpu Hrundar Njáls- dóttur af börnum með Downs-heilkenni. Einnig verður hægt að hlusta á Heiðu syngja og skoða vaxmyndir. Þá verður haldin í þriðja sinn hátíðin „Ferðalangur á heimaslóð“, þar sem fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem bjóða ferðatengda þjónustu á höfuðborgarsvæðinu opna dyr sín- ar fyrir landsmönnum. Þannig getur fólk kynnt sér útsýnisflug, hestaferðir, söfn, kaj- aksiglingar, sjóstangaveiði og hvalaskoðanir, kynnisferðir út fyrir borgina og gönguferðir um bæinn. Það er Höfuðborgarstofa sem skipuleggur hátíðina. Í Vesturbænum í Reykjavík verður staðið fyrir ýmsum uppákomum; í Neskirkju, við Vesturbæjarlaug og Frostaskjól, og sam- kvæmt venju fer skrúðganga frá Melaskóla kl. 13.30. Ljósmyndir í Þorlákshöfn Á landsbyggðinni er ekki síður margt á seyði. Í Þorlákshöfn er til dæmis skrúðgarð- ur sem margir þekkja eflaust lítið til. En á morgun er tilvalið að kynna sér hann, því kl. 15 verður opnuð útiljósmyndasýning í garð- inum, með myndum Snorra Snorrasonar frá árunum 1955–1995 af bátum og skipum sem gerð hafa verið út frá Þorlákshöfn. Opnun sýningarinnar, sem og sumrinu sjálfu, verður líka fagnað með tónlistarflutningi. Minjasafnið á Akureyri ætlar líka að vera með fjölskyldustemmningu milli kl. 15 og 17; lesið verður úr bókum Nonna í Nonnahúsi og þar verða líka föndruð sumarkort, teymt verður undir börnum og sungið og blásnar sápukúlur. Fjölskyldusirkus og Máríuverk Þeim sem vilja lyfta andanum um kvöldið er bent á að stúlknakórinn Graduale Nobili ætlar að halda tónleika í Langholtskirkju kl. 20, þar sem sungin verða íslensk og erlend Máríuverk, m.a. eftir Holst, Alice Tegnér, Javier Busto, Jón Nordal, Hildigunni Rún- arsdóttur, Atla Heimi Sveinsson og Báru Grímsdóttur. Og fyrir þá sem ekki hafa séð Íslenska fjölskyldusirkusinn í uppfærslu leikfélags MH verða þrjár aukasýningar á næstunni; sú fyrsta annað kvöld kl. 20, þá á föstudag kl. 20 og loks á laugardagskvöld kl. 23. Sýnt er í Verinu í Loftkastalanum. Menning | Fjölmargir viðburðir skipulagðir á síðasta vetrardegi og sumardaginn fyrsta um land allt Vetur kvaddur og sumri fagnað á ýmsan hátt Mynd af sýninginni Hvað er einn litningur milli vina? Halla Steinunn Stefánsdóttir barokkfiðlu- leikari og Karl Nyhlin lútuleikari leika í Norræna húsinu í kvöld. ’ Þjóðminjasafninu máskoða ljósmynda- sýninguna Hvað er einn litningur á milli vina? þar sem gefur að líta myndir Hörpu Hrundar Njálsdóttur af börnum með Downs-heilkenni. ‘ ftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is TENGLAR ........................................................... www.nordice.is www.natmus.is www.visitreykjavik.is www.akmus.is www.simnet.is/sis ’ Samkvæmt venju fer skrúðganga frá Melaskóla á morgun kl. 13.30 ‘ TÓNLISTARFÉLAG Mosfellsbæjar stendur fyrir tónleikum á morgun, sumardaginn fyrsta, þar sem tónskáldið og afmælisbarnið W.A. Mozart verður í forgrunni. Hljóðfæra- leikarar á tónleikunum eru Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari, Kristjana Helgadóttir flautuleik- ari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Sig- rún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona. Sigurður Ingvi Snorrason hjá Tónlistar- félaginu lofar góðri skemmtun á tónleik- unum. „Þarna gefur að heyra nokkurs konar þverskurð af kammertónlist Mozarts; verk frá hverjum áratug ævi hans,“ segir hann og bætir við að af mörgu sé að taka þegar kemur að tónlistararfi Mozarts. Á efnisskrá tónleikanna eru þekktari verk í bland við minna þekkt verk; þar er fiðlusó- nata í C-dúr KV 6, flautukvartett í D-dúr KV 285 og kvartett fyrir píanó og strengi í g-moll KV 478, en auk þess fyrri aría Næturdrottn- ingarinnar úr Töfraflautunni og þrjú þekkt sönglög frá síðustu mánuðum í lífi Mozarts. Þeirra á meðal er eitt fallegt og þekkt ís- lenskt sumarlag, Nú tjaldar foldin fríða. Reynir Axelsson, stærðfræðingur og ljóða- þýðandi, leiðir áheyrendur gegnum dag- skrána, og fjallar um tónskáldið og verkin. „Þarna koma sjálfsagt fram margar áhuga- verðar sögur í kringum verkin og manninn Mozart,“ segir Sigurður Ingvi að síðustu. Mozart í Mosfellsbænum HALLDÓRI Bragasyni gítarleikara hefur verið boðið að koma fram með blússöngkonunni frægu Zoru Young og hljómsveit hennar á stóra sviði Chicago-blúshátíðarinnar laugar- dagskvöldið 10. júní næstkomandi. Um er að ræða stærstu og virtustu blúshátíð á byggðu bóli og jafnframt stærstu tónlistarhátíð í Chicago. 750 þúsund manns sækja hátíðina á ári hverju en hún stendur í fjóra daga, frá fimmtudegi til sunnudags, í höf- uðborg blússins. Leikið er á sex svið- um í Grant-garðinum við Michig- anvatnið frá morgni til kvölds. Laugardagskvöldið er jafnan há- punktur hátíðarinnar og getur Hall- dór sér þess til að um 100 þúsund manns verði þá á tónleikasvæðinu. Zora Young hefur um árabil verið í metum sem ein besta blússöngkona Bandaríkjamanna. Hún hefur haldið tónleika með hljómsveit sinni um all- an heim, og hefur komið fram með mörgum helstu blústónlistarmönnum Bandaríkjanna. Halldór segir að þetta boð sé mikill heiður og sýni traust og trú Zoru Yo- ung á því sem verið er að gera á Blúshátíð í Reykjavík en hún var gestur hátíðarinnar á dögunum. „Ég verð ekki í neinu aðalhlutverki þarna. Kem bara inn í bandið hennar sem gestur ofan af Íslandi. Þetta er samt alveg ótrúlegt tækifæri og ég mun gera mitt besta til að verða þjóðinni til sóma – og vera vel til fara svo móð- ir mín snúi sér ekki við í gröfinni,“ segir Halldór hlæjandi. Tildrög boðsins eru þau að þegar Halldór og Zora Young voru að kveðjast að Blúshátíð í Reykjavík lok- inni sl. laugardag fór hann að spyrja söngkonuna um Chicago-hátíðina í ár. „Ég vissi að Zora yrði að syngja þarna og spurði hvort hún gæti ekki útvegað mér passa inn á svæðið. Mig langaði að kanna landið fyrir næstu hátíð hérna heima. „Passa,“ hváði hún þá. „Þú þarft engan passa, þú kemur bara og spilar með mér.“ Ég varð alveg orðlaus og þurfti að fá Sig- urbjörn Þorsteinsson, stjórnarmann í Blúshátíð í Reykjavík, til að staðfesta að hún hefði boðið mér þetta en hann sat við hliðina á mér.“ Leikur í annað sinn á hátíðinni Halldór var samt efins áfram en þegar hann fékk málsháttinn „Brjóta þarf skelina til að komast að kjötinu“ í páskaeggi fór hann að kanna málið betur. „Ég hringdi í Deitru Farr í Chicago og bað hana að kanna þetta fyrir mig. Deitra hringdi svo fljótt aftur og staðfesti að mér hefði verið boðið. Lagalistinn væri á leiðinni. Þá bar ég þetta undir fjölskyldu mína og vini og þau segja að ég sé að fara til Chicago. Samt trúi ég þessu varla ennþá.“ Halldór hefur einu sinni áður kom- ið fram á Chicago-blúshátíðinni. Það var árið 1993 þegar hann lék með hljómsveit sinni, Vinum Dóra, og pí- anóleikaranum Pinetop Perkins. Það var hins vegar ekki á stóra sviðinu, heldur minna sviði sem kallað er „Veröndin“. Áður en Halldór heldur utan mun hann leika ásamt nokkrum félögum sínum á Hammond-hátíðinni á Djúpavogi á laugardaginn kemur. „Næstu tónleikar eru alltaf þeir mik- ilvægustu sem maður spilar.“ Blús | Halldór Bragason á leið til höfuðborgar blússins Leikur á stóra sviði Chicago-blúshátíðarinnar Ljósmynd/Júlíus Valsson Halldór Bragason og Zora Young á Blúshátíð í Reykjavík í síðustu viku. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is http://chicagobluesfestival.org

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.