Morgunblaðið - 19.04.2006, Side 20

Morgunblaðið - 19.04.2006, Side 20
Leiðbeinandinn minn hér,Jan Lilja, er frumkvöðullað þessu verkefni ásamtShailesh Bradovaria, lýtalækni í London. Þeir hafa farið reglulega til Mount Abu í Rajastan- héraði á Indlandi í mörg ár og gert aðgerðir á börnum,“ segir Elísabet þar sem hún situr í sófa á Sahl- grenska sjúkrahúsinu eftir hefð- bundinn aðgerðadag þar sem end- ursköpun brjósta eftir krabbamein var meðal aðgerða. Hún er nýkom- in úr annarri Indlandsferð sinni og er ákveðin í að halda áfram að fara tvisvar á ári. Lýtalækningar eru meira en bara brjóstastækkanir og fitusog, eins og Elísabet leggur áherslu á. „Þegar fólk heyrir talað um lýta- lækna hugsar það kannski yfirleitt um fegrunaraðgerðir en lýtalækn- ingar eru svo miklu meira. Á sjúkrahúsum er ekki fengist við fegrunarskurðaðgerðir heldur end- urskapandi skurðaðgerðir. Hér er stór lýtalækningadeild þar sem tólf sérfræðingar framkvæma 2.500 endurskapandi skurðaðgerðir á ári. Í sjúklingahópi okkar er um þriðj- ungur sjúklinganna 18 ára og yngri. Um er að ræða börn með ýmis meðfædd lýti, til dæmis skarð í vör eða góm, höfuðlýti sem geta átt sér stað þegar hausamót vaxa óeðlilega saman, vöntun á eyrum og ýmislegt fleira. Endurskapar brjóst eftir krabbamein Elísabet var ákveðin í að verða skurðlæknir þegar hún var í lækna- deildinni á Íslandi og ákvað að lýta- lækningar yrðu hennar sérsvið þeg- ar hún vann í þrjá mánuði á lýtalækningadeild LSH undir hand- leiðslu Rafns Ragnarssonar lýta- læknis. „Lýtaskurðlækningar eru mjög fjölbreytt sérgrein og ég tel að fáar sérgreinar séu eins breiðar. Sjúklingar okkar eru á öllum aldri, við gerum margs konar aðgerðir á öllum líkamanum, stórar og smáar. Í starfi mínu get ég til dæmis gert aðgerð þar sem ég fjarlægi flipa af maga konu til að endurskapa brjóst hennar eftir krabbamein. Slík að- gerð krefst þess að ég saumi saman æðar undir smásjá og þær geta verið minni en einn millimetri í þvermál. Þar á eftir get ég tekið þátt í að lagfæra afmyndað höfuð lítils barns eða gert aðgerð á brunasjúklingi. Annar jákvæður þáttur í starfinu er að það krefst mikils samstarfs við aðra skurð- lækna, til dæmis bæklunar- skurðlækna og heila- og tauga- skurðlækna. Elísabet hefur valið að gera skurðaðgerðir á skarði í vör og góm að undirsérgrein sinni. „Ég hef allt- af haft áhuga á barnaskurðlækn- ingum og þetta svið er skapandi og gefandi, maður sér árangur af því sem maður gerir,“ segir hún. Ekki spillir að innan Sahlgrenska og hjá leiðbeinanda hennar er fyrir hendi þekking og reynsla á þessu sviði. Sjúkrahúsið hefur verið ein af mið- stöðvum lýtaskurðaðgerða í Svíþjóð frá árinu 1958. Þekkingin flutt til Indlands Sjúkrahúsið í Mount Abu á Ind- landi er rekið af Brahma Kumaris hreyfingunni sem boðar m.a. hug- leiðslu, jóga og heilbrigt líf. Með- limir í hreyfingunni eru mörg hundruð þúsund um allan heim, þ. á m. á Íslandi. Hreyfingin á rætur sínar að rekja til Mount Abu, þar eru höfuðstöðvarnar og þangað koma mörg þúsund meðlimir hreyf- ingarinnar á hverju ári í nokkurs konar pílagrímaferðir. Þess vegna var á sínum tíma talið nauðsynlegt að koma á fót sjúkrahúsi á staðnum en á milli pílagrímaferðanna er leyfð notkun á sjúkrahúsinu, m.a. til að gera aðgerðir á indverskum börnum sem hafa meðfædd lýti eins og skarð í vör eða góm. Fólk á vegum Brahma Kumaris sér um að finna börn sem þurfa á aðgerð að halda og Elísabet, Jan Lilja og Shailesh Bradovaria koma í viku í senn tvisvar á ári og gera aðgerðir á um fjörutíu börnum og kenna í leiðinni þarlendum skurð- lækni. Til samanburðar má nefna að á hverju ári þarf að gera svona aðgerð á um tíu börnum á Íslandi. „Aðstaðan þarna er góð, öll tæki eru fyrir hendi og allt starfsfólk nema skurðlæknar. Þetta er mik- ilvægt fyrir þessi börn sem ella ættu ekki kost á að láta lagfæra lýt- in. En það er ekki síður mikilvægt að flytja þekkinguna til þeirra sem búa á staðnum,“ segir Elísabet. Fullur spítali af börnum Lýtaaðgerðir af þessu tagi eru yfirleitt gerðar á börnum innan við eins árs aldur á Vesturlöndum en sjúklingarnir hafa verið allt upp í fjórtán ára í Indlandsferðum El- ísabetar. „Það er ótrúlegt að koma þarna og hitta allt þetta fólk. Börn- in og fjölskyldur þeirra koma yf- irleitt viku áður en aðgerðin er gerð og eru alls í þrjár vikur. Þegar við komum er spítalinn því fullur af börnum og aðstandendum þeirra. Börnin eru „nærð upp“, teknar blóðprufur og ýmsar rannsóknir gerðar svo þau séu í sem bestu ástandi fyrir aðgerð.“ Elísabet fær styrk til ferðalags- ins en að öðru leyti eru læknis- störfin á Indlandi sjálfboðavinna. Aðspurð segir hún þetta starf vissulega gefandi. „Ég hef líka lært mikið á þessu og að gera svona margar aðgerðir á stuttum tíma er góð reynsla. Indland er spennandi land og á þessum ferðum kemst ég nálægt sjúklingum og aðstand- endum og þannig hef ég fengið góða mynd af Indlandi, ábyggilega öðruvísi en sem ferðamaður. Ég hef ferðast mikið en það er eitthvað við Indland sem grípur mig alveg og mig langar alltaf að fara strax aft- ur. Það er erfitt að lýsa því en það kemur allt saman; menningin, mat- urinn og fólkið sem alltaf er já- kvætt, glatt og auðmjúkt.“ Lagfærir meðfædd lýti á indverskum börnum Elísabet Guðmundsdóttir lýtalæknir fer tvisvar á ári til Indlands og gefur vinnu sína við að gera að- gerðir á indverskum börnum sem fæðst hafa með skarð í vör eða góm. Steingerður Ólafsdóttir hitti Elísabetu á Sahl- grenska sjúkrahúsinu í Gautaborg þar sem hún hefur starfað sem sér- fræðingur í lýtalækn- ingum undanfarin sex ár. Shailesh Bradovaria ásamt föður eins barnsins sem var í aðgerð, Elísabet Guðmundsdóttir og Jan Lilja.  HJÁLPARSTARF steingerdur@mbl.is Elísabet gerði í febrúar aðgerð á þessum börnum á Indlandi. Stúlkan er á leið í aðgerð en drengurinn nýbúinn. Daglegtlíf apríl VINSÆLDIR Cesar-salatsins vest- anhafs virðast engan enda ætla að taka og nú er svo komið að salat þetta er á matseðli 75% banda- rískra veitingastaða, allt frá skyndibitastöðum upp í dúkaða fínni staði. Þrátt fyrir fremur fá- brotna form- úlu, sem inniheldur kál, sal- atsósu og parmes- anost, trón- ir Cesar- salatið lang- efst á toppn- um hvað vinsældir varðar. Salatið var fundið upp árið 1924 af ítölskum innflytjanda í Mexíkó að nafni Caesar Car- dini, sem salatið hefur allar götur síðan verið kennt við. Hann var eigandi vinsæls Tijuana-veitinga- staðar þegar gestir frá Hollywood komu askvaðandi inn síðla kvölds og báðu um eitthvað gott í gogg- inn. Caesar átti kál og ákvað að búa til óvenjulega sósu úr sex hráefnum, sem til voru: hvítlauk, ólífuolíu, sítrónu, eggi, worches- ter-sósu og parmesan-osti. Ekki leið á löngu þar til bandarískir veitingastaðir fóru að bjóða upp á þessa samsetningu sem kallað hef- ur á margfalda kálrækt í landinu. Vinsælt er að breyta aðeins sal- atinu með kjúklingi, nautakjöti eða fiski. Matreiðslumeistarar Willard InterContinental hótelsins í Washingtonborg nota ansjósur í sitt Cesar-salat. Fyrir skömmu var uppskriftin þeirra birt í The Washington Post og nú geta áhugasamir spreytt sig á salatgerðinni. Cesar-salat fyrir tvo 1 bolli dagsgamalt brauð, rifið niður í bita, án skorpu salt svartur pipar 4–5 svört piparkorn 4 ansjósur, látið renna af þeim ½ tsk. dijonsinnep ½ tsk. marinn hvítlaukur 1 eggjarauða tvær skvettur af worchester-sósu ein skvetta af tabasco-sósu 3 msk. extravirgin ólífuolía 1½ msk rauðvínsedik 1 rómverskt salathöfuð, rifið niður í litla bita og kælt ½ bolli nýrifinn parmesan-ostur Hitið ofngrillið og setjð ofn- grind um 10 cm fyrir neðan hit- aristina. Setjið bökunarpappír á ofngrindina og rifna brauðið þar ofan á. Ristið bauðið í ofninum og snúið bitunum reglulega þar til þeir eru orðnir gulbrúnir, en gæt- ið þess að brenna þá ekki. Stráið salti og pipar yfir og setjið síðan ristuðu brauðteningana til hliðar. Takið því næst fram stóra skál og setjið saman marin piparkorn, ansjósur, sinnep og hvítlauk. Bæt- ið eggjarauðunni út í ásamt worc- hester-sósu og tabasco-sósunni. Hrærið þessu öllu vel saman. Bæt- ið síðan ólífuolíunni og balsamik- edikinu út í. Loks er salathöfuðið rifið niður og því bætt við og svo ristuðu brauðteningunum. Skammtið á diska og stráið par- mesan-osti yfir áður en salatið er borið fram.  MATUR Cesar-sal- atið slær öll met TENGLAR ..................................................... www.intercontinental.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.