Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Unnur Erlends-dóttir fæddist í Reykjavík 28. nóv- ember 1922. Hún lést á Landakots- spítala að morgni 11. apríl síðastliðins. Foreldrar hennar voru Unnur Helga- dóttir, f. á Flateyri í Önundarfirði 20. feb. 1903, d. 10. okt. 1976, og Lárus Pálmi Lárusson, f. í Álftagróf í Dyrhóla- hreppi í V-Skaft. 15. maí 1896, d. 22. júní 1954. Alsystur Unnar eru Guðfinna, f. 24. okt. 1920, og Helga, f. 29. okt. 1925. Systkini sammæðra eru Bergljót Svava, f. 23. feb. 1928, d. 18. apríl 1945, Birgir, f. 31. júlí 1929, Rós- inkranz, f. 31. jan. 1933, og Klara Sjöfn, f. 23. mars 1935. Bræður samfeðra Erlendur, f. 1. júlí 1934, 1925. Börn þeirra eru: 1) Erlendur, f. 16. sept 1948, maki Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir, f. 29. nóv. 1949, dætur þeirra eru Unnur, f. 7. maí 1985, og Elín, f. 24. maí 1988, fyrir átti Steinunn Guðbjart, f. 1. júlí 1969, og Laufeyju, f. 22. júní 1972. 2) Kristín, f. 2. okt. 1949, börn hennar eru, a) Magnús Kristinn, f. 16. júlí 1971, sambýliskona Elsa María Þór, f. 26. feb 1976. Magnús var kvæntur Ingibjörgu Guð- mundsdóttur, f. 20. feb. 1971, dóttir þeirra Kristín, f. 24. okt. 1994. b) Edda Birna, f. 5. mars 1984. 3) Lár- us Pálmi, f. 16. feb. 1957, sambýlis- kona Sonja Lampa, f. 21. okt. 1959, Lárus var kvæntur Selmu Hreið- arsdóttur, f. 24. des. 1961, börn þeirra Róbert, f. 21. feb. 1982, Sara, f. 14. apríl 1987, og Hreiðar 19. júlí 1990. 4) Sonur óskírður, f. 16. feb.1957, d. 23. feb. 1957. Unnur ólst upp hjá kjörforeldr- um sínum á Mógilsá þar til hún hóf búskap með Magnúsi í Reykjavík og síðan í Kópavogi, lengst af í Lyngbrekku 11. Útför Unnar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. d. 3. okt. 2005, og Pálmi, f. 27. feb. 1937. Nokkurra mánaða gamalli var Unni kom- ið í fóstur hjá hjónun- um Guðfinnu Finns- dóttur, f. 13. júní 1867, d. 7. júní 1953, og Er- lendi Jónssyni, bónda á Mógilsá á Kjalarnesi, f. 11. maí 1864, d. 5. okt. 1942. Þau ættleiddu Unni. Börn Guðfinnu og Erlendar voru Guð- rún Elín, f. 27. sept. 1897, d. 24. sept. 1994, Jón, f. 12. maí 1900, d. 7. maí 2000, Ásta, f. des. 1902, d. des 1902, og Finnur Ágúst Hans, f. 7. mars 1905, d. 6. des. 1905. Fyrir átti Erlendur Sigurlín, f. 1. sept. 1885, d. 27. nóv. 1967. Unnur giftist 13. júní 1947 Magn- úsi Kristni Finnbogasyni frá Prest- húsum í Mýrdal í V-Skaft., f. 29. júlí Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar Unnar sem lést 11. apríl síðastlið- inn. Unnur var einstök kona og þegar ég missti móður mína fyrir 16 árum fékk hún það hlutverk sem mamma hafði haft, að heyra í mér daglega í síma og urðu þessi samtöl að okkar föstu samskiptum meðan heilsa hennar entist. Dætur okkar Edda voru svo heppnar að fá að njóta þess að eiga annað heimili í Lyng- brekkunni með frændsystkinum sínum á meðan við vorum við vinnu og þar var margt brallað, haldnar tombólur á stéttinni við húsið og allt var þetta gert með dyggum stuðningi ömmu, sem naut sín inn- an um þau þegar þau voru að leika sér. Unnur var mikill fagurkeri sem vildi hafa allt fínt í kringum sig, fal- leg blóm og gjarnan kertaljós og nammi í skál. Ég get ekki sleppt því að þakka tengdaforeldrum mínum fyrir allar góðu sumarbústaðaferð- irnar sem við fórum saman hringinn í kringum landið, þá var oft glatt á hjalla og mikið spilað, allar þessar góðu stundir áttu sinn þátt í að móta dætur okkar. Kæra Unnur mín, ég finn enn fyr- ir nærveru þinni þótt þú hafir kvatt okkur í bili, takk fyrir allt, þín tengdadóttir Steinunn. Elsku amma mín, nú ertu búin að fá þína hvíld. Það er svo erfitt að kveðja þig, og hugsa til þess að nú sértu farin frá okkur og að ég eigi ekki eftir að fara aftur upp á spítala að heimsækja þig. Þar sastu frammi alltaf svo fín og sæt og búin að klæða þig upp. En ég á svo margar góðar minn- ingar um þig sem eiga stóran stað í hjarta mínu. Við gátum setið tímunum saman inni í eldhúsi og spilað saman, að- allega kasínu, og spjallað um allt milli himins og jarðar, það voru dýr- mætir tímar. Líka þegar ég sat með þér inni í eldhúsi og þú varst að lakka negl- urnar eða fá þér kaffisopa og fyllta súkkulaðið með. Þú varst svo mikill sælkeri, þaðan hef ég það, frá þér amma mín. Þú varst alltaf með svo fínar neglur og nýlagað hár og pass- aðir vel upp á öll gullin þín, þau voru þér mikilvæg. Ég gleymi því ekki þegar þú sagðir við mig að þegar þú værir farin þá fengi ég hringinn með tóp- assteininum þar sem við værum al- nöfnur, mér fannst þetta svo fjar- lægt en nú er komið að því. Þú varst svo stolt af okkur barna- börnunum og þér fannst svo gaman að geta sagt að ég og þú værum al- nöfnur, mér fannst það líka og við erum öll svo stolt og hamingjusöm að hafa átt þig sem ömmu og fengið að kynnast þér svona vel. Við vorum í pössun hjá þér og afa hvern einasta dag í mörg ár. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar, þið voruð svo góð við okkur og þú varst alltaf að passa að við borðuðum nóg og að okkur liði vel. Þar stóðu alltaf upp úr kaffitímarnir í Lyngbrekk- uni, annaðhvort fengum við að fara í bakaríið eða þú varst búin að baka pönnukökur, svo byrjuðum við krakkarnir að þræta um hver mætti sitja í horninu, svo þegar það var út- kljáð þá var mikið spjallað og trallað við matarborðið, þetta voru svo góð- ir tímar. Svo settumst við öll saman í stofuna og horfðum á Glæstar von- ir og Nágranna, þú misstir aldrei af þætti, jafnvel á spítalanum horfð- irðu á það. Það er óhætt að segja að það var alltaf líf og fjör í Lyngbrekkuni öll þessi góðu ár og minningarnar eru margar. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem maður elskar svo heitt en nú eru veikindi þín á enda og þú ert komin á góðan stað. Ég hugsa til þín í svefni og vöku og rifja upp góðu stundirnar en ég veit það að við eig- um eftir að hittast á ný. Hvíl í friði elsku amma, Guð geymi þig amma mín og allir englarnir. Unnur Erlendsdóttir. Elsku amma, nú ertu komin á betri stað þar sem þér líður betur. Þú skildir svo mikið eftir hjá okkur sem við getum varðveitt alla okkar ævi. Við þökkum þér fyrir allar þær fjölmörgu og góðu minningar sem við eigum úr Lyngbrekkunni. Við söknum þín sárt en þú lifir áfram í huga okkar þegar við minnumst allra góðu kaffitímanna með öllum snúðunum, baráttunnar um hver fékk að sitja í horninu næst þér og holunnar sem við fengum að kúra í þegar við gistum hjá þér og afa. Þú varst líka svo mikið fyrir að spila og kenndir okkur mörg þeirra og leyfð- ir okkur búa til hús úr öllu mögu- legu sem við fundum og varð leik- herbergið stundum eins og stríðsvöllur. Það var alltaf gaman í Lyngbrekkunni. Þú hafðir líka gam- an af því að ferðast og oft fórum við til útlanda. Danmerkurferðirnar eru þar efst í huga. Þær eru svo margar minningarnar að við getum ekki skrifað þær allar en við geym- um þær alltaf hjá okkur þangað til við hittumst aftur og getum búið til nýjar minningar saman. Það voru ekki bara við börnin sem áttum skjól hjá ömmu heldur fengu hundarnir okkar, Patrick og Arena, líka hlýju frá þér. Þú varst alltaf til í að passa þá og við vissum að við gát- um ekki skilið þá eftir í betri hönd- um. Enda voru þeir aldrei eins glað- ir og þegar þeir fóru til ömmu og afa í Lyngbrekkuna. Ég veit að Patrick verður glaður að sjá þig þegar þú kemur til himna og ég veit að þú passar hann vel fyrir mig. Þú kenndir okkur á lífið og til- veruna og unnir því sem fallegt var. Enda var allt það sem þú gafst okk- ur fallegt, hvort sem það var minn- ing, tilfinning eða hlutur. Þegar þú gafst okkur gjafir passaðirðu alltaf upp á að það væri eitthvað sem okk- ur langaði í en ekki bara mjúkir pakkar. Við þökkum þér fyrir allt um leið og við kveðjum þig elsku amma. Þú ert í hjarta okkar og við gleymum þér aldrei. Þú ert besta amma í heimi með stóru A-i og greini við söknum þín sárt þú öll okkur átt við liggjum í holunni í leyni. Þín barnabörn Edda Birna, Róbert, Sara og Hreiðar. UNNUR ERLENDSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Unni Erlendsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Elín Erlendsdóttir; Magnús (Maggi); Guðríður. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HJÖRDÍSAR ÓSKARSDÓTTUR frá Hrísey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnu- nar á Suðurnesjum og starfsfólks Landspítala Háskólasjúkrahúss. Bjarni Sigurgrímsson, Hafsteinn Ómar Ólafsson, Lára Jónsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Sigurjón Sigmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRETU MARÍU JÓHANNSDÓTTUR frá Skógarkoti í Þingvallasveit, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Jóhann Birgisson, Hanna Dóra Birgisdóttir, Þórður S. Óskarsson, Ólína Birgisdóttir, Páll Gunnar Pálsson, Greta María Birgisdóttir, Gunnar Lúðvíksson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI K. SIGURÐSSON bifreiðarstjóri, Mjósundi 15, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 21. apríl kl. 13.00. Marta Ormsdóttir, Sigurður Gíslason, Ásbjörg Skorasteim, Kristín Gísladóttir, Ellert V. Harðarson, Júlíus Aron Ellertsson, Rakel Ósk Ellertsdóttir. Útför okkar elskulega bróður, mágs og frænda, SIGURÐAR DEMETZ FRANZSONAR söngvara og söngkennara, verður frá Kristskirkju í Landakoti föstudaginn 21. apríl kl 13:00. Þeim sem vilja minnast Sigurðar Demetz er bent á minningarsjóð sem stofnaður hefur verið í hans nafni til að minnast einstaks framlags hans til söngmenntunar á landinu. Verkefni sjóðsins verður m.a. að styrkja efnilega söngnemendur til framhaldsnáms. Reikningsnúmer sjóðsins er 0515-14-105940 og kt. 431095-2709. Ulrike og Otto Delago, Beatrix, Andreas og Markus, Ivo og Brigitte Demetz, Susanne, Anja og Reto, Pante og Jone Demetz, Barbara og Michael, Graziella Demetz, Leo, Pauli og Petra. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLMI PÁLMASON, Þórunnarstræti 112, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 21. apríl kl. 13.30. Halla Pálmadóttir, Sigurður G. Símonarson, Soffía Pálmadóttir, Valdimar Sigurgeirsson, Tryggvi Pálmason, Guðrún Pálmadóttir, Kjartan Pálmason, Halla Thoroddsen, afabörn og langafabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinahug við andlát og útför SIGURBJÖRNS STEFÁNSSONAR bónda, Nesjum. Guð blessi ykkur öll. Guðjón Stefánsson, Ásta Ragnheiður Margeirsdóttir, Jónína Bergmann, Jónína Guðjónsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Helga V. Guðjónsdóttir, Kristinn Jónasson, Stefán R. Guðjónsson, Ásdís R. Einarsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýju við andlát og jarðarför KRISTMUNDAR STEINSSONAR frá Hrauni á Skaga. Guð blessi ykkur öll. Guðný Erla Jónsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.