Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BJÖRN Bjarna- son dóms- og kirkjumálaráð- herra skipaði í gær sr. Skúla Sigurð Ólafsson í embætti sókn- arprests í Kefla- víkurprestakalli. Umsóknar- frestur rann út hinn 15. febrúar síðastliðinn og embættið veitist frá 1. maí næstkomandi. Tíu um- sækjendur voru um embættið. Valnefnd skipuðu fimm fulltrú- ar úr prestakallinu auk vígslu- biskupsins í Skálholti. Ekki náðist samstaða um val í Keflavíkur- prestakalli en meirihluti valnefnd- ar í prestakallinu mælti með sr. Skúla Sigurði Ólafssyni, segir í fréttatilkynningu. Þar sem ekki náðist samstaða er málinu vísað til biskups Ís- lands, samkvæmt starfsreglum um presta nr. 735/1998, 18. og 19. gr. Biskup Íslands lagði til við ráðherra að sr. Skúli Sigurður Ólafsson yrði skipaður sókn- arprestur í Keflavík. Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í emb- ættið til fimm ára samkvæmt 40. gr. laga nr. 78/1997. Sr. Skúli Sigurður Ólafsson lauk embættisprófi í guðfræði ár- ið 1996 frá HÍ og var vígður prestur við Ísafjarðarprestakall vorið 1997. Hann var skipaður prestur Íslendinga í Svíþjóð með aðsetur í Gautaborg vorið 2000. Hann hefur stundað framhalds- nám við Gautaborgarháskóla og guðfræðideild Háskóla Íslands. Sr. Skúli er settur sóknarprestur á Ísafirði. Sr. Skúli Sigurður skipaður sóknarprestur STÝRIHÓPUR félagsmálaráðherra um íbúða- lánamarkaðinn telur rétt að þróa hlutverk Íbúðalánasjóðs í átt til hlutverks bakhjarls, eða svonefnds íbúðabanka á íbúðamarkaði, að því er fram kemur í áfangaáliti hópsins, sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í gær. Samkvæmt því myndi nýr íbúðabanki bjóða bönkum og sparisjóðum að veita lán samkvæmt skilmálum sínum. Þar með myndu bankar og sparisjóðir fara alfarið með af- greiðslu lána íbúðabankans og þjónustu við ein- staklinga. Lánaskilmálar bankans eigi þó m.a. að tryggja að lántakendur geti áfram fengið lán á sömu kjörum, óháð búsetu og félagslegri stöðu. Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra hefur falið stýrihópnum að vinna áfram að tillögum sínum og skila þeim endanlega fyrir 1. júní nk. Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir að þá verði hin endanlega pólitíska ákvörð- un tekin um framtíð Íbúðalánasjóðs. Í kjölfarið verði lagt fram frumvarp á Alþingi, þ.e. næsta haust. Eigi rétt á góðum lánum Hópurinn var skipaður hinn 21. febrúar sl. og var falið að efna til víðtæks samráðs um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðin- um. Í áliti hópsins segir m.a. að hann leggi áherslu á að tryggt verði að almenningur í land- inu eigi áfram rétt á eins góðum lánum til langs tíma og á eins góðum kjörum og kostur er. Auk þess telur hópurinn mikilvægt að aðgangur að lánafyrirgreiðslu verði áfram án tillits til búsetu eða félagslegrar stöðu. „Stýrihópurinn bendir á að núverandi kerfi byggist á ríkisábyrgð á öllum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Slíkt kerfi felur því í sér ríkisað- stoð við Íbúðalánasjóð, en hún hefur verið talin réttlætanleg af Eftirlitsstofnun EFTA í ljósi sér- stakra aðstæðna á íbúðalánamarkaði hér á landi. Æskilegt er að þróa íbúðalánakerfið með þeim hætti að dragi úr almennri ábyrgð ríkisins að þessu leyti, en að þess í stað verði ríkisaðstoð beint að því tryggja að markmið stjórnvalda, um framboð íbúðalána með sömu kjörum um allt land óháð félagslegri stöðu, nái fram að ganga.“ Í álitinu segir að hópurinn telji í þessu ljósi því rétt að þróa hlutverk Íbúðalánasjóðs í átt til hlutverks bakhjarls, íbúðabanka, á íbúðamark- aði. „Þróa þarf nýtt kerfi sem hafi það hlutverk að vera bakhjarl fyrir lánveitingar til almenn- ings og myndi auka á fjármálalegan stöðugleika, styðja við samkeppni á íbúðalánamarkaði, tryggja jafnræði í aðgangi landsmanna að hús- næðislánum og draga úr notkun ríkisábyrgða í húsnæðislánakerfinu.“ Stýrihópinn skipa Ármann Kr. Ólafsson, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, Jóhann G. Jó- hannsson, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, og Sig- urjón Örn Þórðarson, fyrrverandi aðstoðar- maður félagsmálaráðherra og formaður hópsins. Áfangaálit stýrihóps félagsmálaráðherra um íbúðalánamarkaðinn Nýr íbúðabanki verði bakhjarl á íbúðamarkaði Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Tjónvaldar í umferðinni Um 72% endurkrafna vegna ölvun- araksturs ENDURKRÖFUNEFND vegna umferðarmála bárust samtals 70 ný mál til úrskurðar í fyrra. Af þeim samþykkti nefndin endur- kröfu að öllu leyti eða að hluta í 66 málum. Hæsta einstaka endurkrafan í fyrra nam 1,8 milljónum króna og þær tvær sem næst komu námu tæpum 1,7 milljónum. Alls voru níu endurkröfur að fjárhæð hálf milljón eða meira. Endurkröfurnar í fyrra námu samtals tæplega 20 milljónum og er þá einnig tekið til- lit til viðbótarendurkrafna í eldri málum. Ástæður endurkröfu eru lang- oftast ölvun tjónvalds, þ.e. í 49 til- vikum (72%) í fyrra. Lyfjaneysla var ástæða endurkröfu í einu til- viki. Í tólf málum voru ökumenn endurkrafðir sökum ökuréttinda- leysis. Endurkröfur voru gerðar til þriggja ökumanna vegna beins ásetnings og vegna stórkostlega vítaverðs aksturs eða glæfraakst- urs voru þrír ökumenn einnig end- ururkrafðir. Í sumum málum geta ástæður endurkröfu verið fleiri en ein. Í þessum 66 málum voru karlar 48, en konur voru 18 (27%) af hin- um endurkröfðu tjónvöldum. Hlut- ur kvenna í málum af þessu tagi hefur farið nokkuð vaxandi á síð- ustu árum. Á árinu 1992 var þátt- ur kvenna þannig einungis um 14%. Ökumenn, 25 ára og yngri, áttu hlut að 42% mála í fyrra. Í endurkröfunefnd sitja Helgi Jóhannesson, formaður, Andri Árnason og Sigmar Ármannsson. ♦♦♦ Morgunblaðið/Júlíus FRAMKVÆMDIR eru í fullum gangi við Skarfabakka, sem er vestan athafnasvæðis Eimskips í Sundahöfn. Verið er að leggja lokahönd á verkið og er vonast til að Skarfabakki verði tilbúinn í maímánuði áður en skemmti- ferðaskipin gera vart við sig, en meðal annars er gert ráð fyrir að þau leggist þar að bryggju þegar þau eru í höfn hér. Búið er að reka niður tæplega hálfs kílómetra stál- þil og er unnið að frágangi þess. Að auki verður bakkinn notaður til almennra vöruflutninga, en Eim- skip, BYKO og Hampiðjan hafa fengið úthlutað lóðum ofanvert við Skarfabakka. Nýr við- legukantur skemmti- ferðaskipa NEMENDUR á allflestum skólastig- um eru nú komnir á fullt við und- irbúning fyrir vorprófin sem eru á næsta leiti. Eftir langan og strangan upplestur flykkjast ungmennin svo út á vinnumarkaðinn og ljóst er að fyrirtæki taka þessu aukna vinnu- afli fegins hendi en sjaldan hafa ver- ið jafn mörg störf í boði. Hjá Vinnumiðlun ungs fólks (VUF), sem sér um að taka við um- sóknum vegna sumarstarfa fyrir 17 ára og eldri hjá Reykjavíkurborg, hafa um 1.900 umsóknir borist í ár – en síðasti dagur til að sækja um er næsta föstudag. Eru það töluvert færri umsóknir en bárust í fyrra en þá sóttu um 2.600 manns um, sem er sambærilegt við árið 2004. Selma Árnadóttir, forstöðumaður hjá VUF, segir fækkunina benda til þess að fólk sæki um og fái störf annars staðar. Hún telur því að meira sé um störf á almennum vinnumarkaði fyrir nemendur í framhaldsskóla en undanfarin ár en útilokar ekki að fleiri umsóknir ber- ist á næstu dögum. Reikna má með að um 1.200 ein- staklingar fái störf í gegnum VUF og er það svipað og í fyrra. Í boði hjá VUF eru m.a. sum- arstörf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur, Leikskólum Reykjavíkur, Jafningja- fræðslunni, íþrótta- og tóm- stundasviði, hverfamiðstöðvum framkvæmdasviðs, í garðyrkju og sorphreinsun hjá umhverfissviði, á Borgarbókasafni, Árbæjarsafni, leiðbeinendastörf hjá Vinnuskól- anum, í þjónustumiðstöðvum, sam- býlum, heimaþjónustu og fleira. Svipuð staða og á síðasta ári Hjá Stúdentamiðlun Félags- stofnunar stúdenta eru um 300 há- skólastúdentar á skrá og fer fjölg- andi dag frá degi, segir Hanna María Jónsdóttir rekstrarstjóri. Hún segir stöðuna í atvinnumálum stúdenta mjög svipaða og á síðasta ári. Margir vilji vera búnir að klára þessi mál og skrá sig í gagnagrunn- inn áður en próflestur hefst og mið- ast sá tími venjulega við páska. Eftir páska fara svo fyrirtækin af stað fyrir alvöru að leita eftir starfsfólki. Á vef Stúdentamiðlunar geta ís- lenskir námsmenn og erlendir námsmenn á Íslandi skráð sig og leita mörg fyrirtæki í gagnagrunn- inum að starfsfólki í stað þess að setja inn auglýsingu. Segir Hanna María það fyrirkomulag hafa gefist mjög vel og eru stúdentar almennt mjög ánægðir með það. Aðspurð hvort kröfur stúdenta hafi breyst á undanförnum árum segir Hanna María að meira sé um að þeir vilji störf sem krefjast há- skólabakgrunns. „Við finnum al- mennt fyrir því að fólk hugsar svona meira um að störf sem það er vinna á sumrin komi sér vel á ferilskránni. Stúdentar reyna að velja sér störf sem falla vel að náminu og koma sér vel til lengri tíma litið.“ Aðspurð hvort meira sé leitað eft- ir einum hópi nemenda frekar en öðrum segir Hanna María það vera mjög jafnt á milli hópa í ár. Í fyrra hafi mikið verið sóst eftir nem- endum með reynslu eða menntun í bókhaldi eða bókasafns- og upplýs- ingafræðum en enginn einn hópur standi upp úr í ár. „Núna er til- tölulega gott atvinnuástand og við njótum þess að hafa marga stúdenta í boði fyrir þau fyrirtæki sem eru að leita,“ segir Hanna og bendir á að það hafi gerst og ætla megi að ger- ist í ár að stúdentum á skrá snar- fækki eftir fyrstu tvær vikurnar í maí. „Við höfum því mælst til þess að fyrirtækin séu fyrr en seinna á ferðinni með störf sem þau hafa í boði.“ Ungu fólki reynist auðvelt að ráða sig í sumarstörf og færri sækja um hjá borginni Fleiri störf í boði á almennum markaði Morgunblaðið/ÞÖK Mikið virðist vera í boði fyrir ungmenni sem leita að sumarstörfum í ár. Eftir Andra Karl andri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.