Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG VAR bæði reið og hneyksluð er ég horfði á viðtal í Kastljósi 30. mars síðastliðinn þar sem rætt var við Einar Odd Kristjánsson og Ástu R. Jóhannesdóttur alþing- ismenn. Umræðuefnið var setu- verkfall starfsfólks á öldr- unardeildum. Þetta fólk hefur ekki nema um rúm hundrað þúsund á mánuði í laun þrátt fyrir mikla og krefjandi vinnu. Þar með fékk eldra fólkið algera lágmarksþjón- ustu sem er algerlega óásættanlegt í ríku velferðarsamfélagi, en ég skil samt vel kjarabaráttu starfsfólks- ins. En Einar Oddur var nú aldeilis ekki á því að það ætti að hækka þessi laun, ýmist sneri hann út úr spurningum þáttastjórnandans, fór sem sagt eins og köttur í kringum heitan graut. Eða beindi endalaus- um spurningum til Ástu R. Jóhann- esdóttur. Þótt hún svaraði honum hélt hann bara áfram að spyrja. Hvílíkur hroki! Hvernig vogar hann sér að sýna fólkinu í landinu kjósendum sínum, ættingjum eldri borgara og flokkssystkinum slíka vanvirðingu. Hann ætti bara að at- huga það að hann er í vinnu hjá okkur, fólkinu í landinu. Það er tal- að um fátæktargildrur hér og það eru margir sem í þeim lenda vegna skammarlega lágra launa. Ekki heyrist nokkur skapaður hlutur frá verkalýðsfélögunum. Það væri orð- ið mál til komið að þeir vöknuðu upp af þyrnirósarsvefninum og færu að berjast fyrir bættum kjör- um láglaunafólks. Pétur Blöndal sagði í sjónvarp- inu í vetur að fólkið í fátækragildr- unum gæti bara unnið meira þá myndi það losna. Hvílíkt bull! Sá sem vinnur 10–12 tíma á sólarhring og um helgar líka ber ekki svo mik- ið út býtum. Skatturinn hirðir sitt og það vel. Enginn endist til þess að vinna svo mikið endalaust því þá er hætt við að heilsan bili vegna of mikils álags og þreytu. Fólk verður að fá að líta upp, rétta úr sér og fá að njóta lífsins. Því að lífið á ekki að vera eingöngu þrældómur. Ásta R. Jóhannesdóttir stóð sig mjög vel í kastljósinu en Einar Oddur varð sér til skammar. Tal- andi um þá eldgömlu lummu að ekki sé hægt að lækka lægstu laun- in vegna þess að aðrir komi á eftir og geri líka kröfur um kauphækk- anir. En það er verk stjórnmála- manna að finna leiðir til þess að fólk geti lifað af launum sínum og hafi það þokkalegt hér í landi als- nægtanna. Það er löngu tímabært að meta að verðleikum störf verka- fólks betur en gert hefur verið hingað til. Eldri borgararnir, sem byggðu upp þetta góða samfélag sem við lifum í nú, eiga að fá þá þjónustu sem þeir eiga skilið. SIGRÚN Á. REYNISDÓTTIR, formaður samtaka gegn fátækt. Bætt lágmarkslaun og góð þjónusta við aldraða Frá Sigrúnu Á. Reynisdóttur: Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar MEÐ HÆKKANDI sól vaknar náttúran og við mannfólkið um leið. Aukin birta fyllir okkur orku til að takast á við verkefni hversdagsins og flestir eiga auðveldara með að fara fram úr á morgnana. En fleiri leiðir finnast til að öðlast sól í sinni, auka eigin afkastagetu og vilja til góðra verka. Ég er einn af þeim heppnu sem hafa uppgötvað mátt austurlenskrar plöntu sem hefur verið notuð í þúsundir ára, þ.e.a.s. ginsengs, og langar að deila já- kvæðri reynslu minni með lesendum Morgunblaðsins. Ég hef notað rautt eðalginseng síðan 1995 og sé ekki fram á að hætta því í bráð. Sem íþróttamaður á alþjóðlegum mælikvarða hef ég nefnilega fulla þörf fyrir þá úthalds- og einbeiting- araukningu sem inntöku ginsengs fylgir. Mýmargar rannsóknir hafa verið gerðar á jákvæðum áhrifum á íþróttaiðkun, nám og starf og eru niðurstöðurnar jafnan á sömu leið; ginseng virkar! Áhugasömum um nánari upplýsingar um ginseng bendi ég að lokum á vefsíðuna www.ginseng.is. Með orkuríkum kveðjum! BJÖRN MARGEIRSSON, millivegalengdahlaupari. Ginseng gerir gæfumuninn! Frá Birni Margeirssyni: B-LISTINN í Reykjavík vill að öll börn í borginni, 5 til 18 ára, fái frí- stundakort að upphæð 40 þúsund kr. á ári sem þau geta notað til að greiða fyrir þátttöku í viðurkenndum íþróttum, tómstundum eða list- námi. Frístundakortið hefur marga kosti í för með sér, það slær allavega fjórar flugur í einu höggi: Frístundakortið er réttlætismál. Það er vitað að mögu- leiki barna til þátttöku er mismunandi út frá efnahag for- eldra. Það er mikilvægt að öll börn hafi jafnan rétt til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag for- eldra. Frístundakortið mun einnig hafa í för með sér aukið og fjölbreyttara framboð á íþróttum og tómstundum. Það ætti að treysta í sessi ýmislegt íþrótta- og tómstundastarf sem ekki hefur náð fótfestu hingað til fjárhagslega þar sem eftirspurn barna og ungmenna mun ráða ferðinni um það sem þarf að vera í boði. Frístundakortið er öflug forvörn í verki. Rannsóknir hafa sýnt að börn og ungmenni sem taka þátt í íþrótta- eða tómstundastarfi við hæfi eru síður líkleg til að leiðast út í neyslu vímuefna eða aðrar sjálfs- eyðileggjandi athafnir. Frístundakortið kemur beint við budduna hjá fjölskyldum sem eiga börn sem stunda íþróttir eða tómstundir. Fyrir hvert barn gerir þetta 40 þúsund kr. á ári. Sem dæmi fyrir þriggja barna fjölskyldu er það 120 þúsund kr. á ári. Þetta er eitt af því sem við í B-listanum viljum gera fyrir börn og fjöl- skyldur í borginni. Ertu með? B-listinn leggur til frístundakort Eftir Marsibil Sæmundardóttur Höfundur skipar 3. sæti B-listans í Reykjavík. Í GREIN í Morgunblaðinu bar ég saman framkvæmdir í Reykja- vík er lúta að uppbyggingu þjón- ustuíbúða, þjón- ustu- og félags- miðstöðva og hjúkrunarrýma fyr- ir aldraða, í valda- tíð sjálfstæðis- manna og síðan R-listans. Þar er ólíku saman að jafna. Verkin eru vísasti vitn- isburðurinn þegar litið er um öxl. Pólitískar samsæriskenningar þeirra Stefáns Jóns Hafstein, Árna Þórs Sigurðssonar og Stein- gríms J. Sigfússonar í Morgun- blaðinu á skírdag breyta engu þar um. Hins vegar skiptir framtíðin meira máli en fortíðin og í mál- efnum aldraðra er mikið verk að vinna. Þess vegna höfum við sjálf- stæðismenn sett fram nýjar hug- myndir fyrir nýja tíma. Hug- myndir, byggðar á ítarlegri úttekt og víðtækum lausnum, og sem miða að valfrelsi og virðingu fyrir ólíkum einstaklingum við mismun- andi aðstæður. Biðlistarnir lengjast stöðugt Úrlausnir í málefnum aldraðra koma öllum við. Flest eigum við einhverja að sem komnir eru á efri ár og þurfa á skilvirkum úr- lausnum að halda. Vonandi náum við flest háum aldri og vonandi svarar samfélagið þá þörfum okk- ar. Biðlistar aldraðra lengjast stöð- ugt. Þeir eru smánarblettur á samfélaginu og þá þarf að upp- ræta með forgangsverkefnum. Lítum á nokkrar tölur:  633 einstaklingar eru á bið- listum eftir félagslegu leigu- húsnæði.  311 eldri borgarar eru á bið- listum eftir hjúkrunarrými og 260 í brýnni þörf.  344 eru á biðlistum eftir þjónustuíbúðum.  247 eru á biðlistum eftir stuðningsþjónustu. Hvernig geta þeir sem farið hafa með þessi málefni á vegum borgarinnar barið sér á brjóst með þessa biðlista á herðunum? Hvernig geta þeir farið um víðan völl í umræðunni í stað þess að huga að raunhæfum úrlausnum? Stórátak okkar sjálfstæðismanna í málefnum aldraðra á árunum 1982–94, og hugmyndir okkar nú, kalla þeir Árni Þór og Stein- grímur í fyrirsögn sinni: ,,Nýtil- komna umhyggju Sjálfstæð- isflokksins fyrir öldruðum.“ Hvað skyldu þeir kalla eigin umhyggju í þessum efnum? Við gerum betur Hér er full ástæða til að ítreka nokkur áhersluatriði í stefnu okk- ar sjálfstæðismanna:  Við munum vinna að því að öll verkefni á sviði öldr- unarmála sem nú vistast hjá ríkinu verði flutt yfir til sveitarfélaga.  Við munum lækka fast- eignagjöld á íbúðarhúsnæði um 25% í áföngum og lækka viðmið vegna afsláttar af fasteignasköttum.  Við munum reisa 200 leigu- íbúðir/þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara og fjölga dag- vistarrýmum sem verða í góðum tengslum við félags- og þjónustumiðstöðvar borg- arinnar og hjúkrunarheimili.  Við munum gera eldri borg- urum kleift að búa á eigin heimili svo lengi sem þeir kjósa með því að efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun. Stefna okkar er þó mun víðtæk- ari. Hún byggist m.a. á nýjum skipulagshugmyndum um fé- lagslega fjölbreytni og félagslega virkni, og er grundvölluð á mann- úð og umhyggju. Við munum því m.a. hefja undirbúning að því að hjúkrunarheimilum, öryggis- íbúðum, þjónustuíbúðum, leigu- íbúðum og almennum íbúðum verði blandað saman í kjarna og stuðla þannig að þeirri þróun að hjón og sambýlisfólk geti búið saman eða með börnum sínum og minnkað þannig þörfina á að ein- staklingar þurfi að flytja, jafnvel borgarhluta á milli, þegar árin færast yfir og meiri aðhlynningar er þörf. Snúum bökum saman Hrópandi staðreyndir sýna að stórátaks er þörf í þessum efnum. Borgaryfirvöld hafa því miður sofnað á verðinum og þeim er engin sæmd að því að svara mál- efnalegri gagnrýni og nýjum hug- myndum með fúkyrðum og með því að firra sig ábyrgð. Nær væri að stjórnmálamenn sem hafa ein- lægan áhuga á þessum málefnum sneru bökum saman. Því vandinn er ærinn og mikið í húfi. Við gerum betur – um málefni eldri borgara Eftir Júlíus Vífil Ingvarsson Höfundur er héraðsdóms- lögmaður og frambjóðandi í 5. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Í MORGUNBLAÐINU síðastliðinn miðvikudag, í miðri dymbilvikunni, birtist grein eftir dr. Gunnar Birgisson bæjarstjóra og verkfræðing („Hag- kvæmast fyrir barnafólk að búa í Kópavogi“, Mbl. 12.4. ’06 bls. 35). Þar rekur hann hversu lág þjónustugjöld, útsvar og fasteignagjöld eru í Kópavogi, og heldur því fram að þessi gjöld séu með því lægsta sem þekkist. Rógsherferð? Hann getur þess raunar að þessi staða hafi bara komið upp fyrir 14 dögum, þ.e. þegar meirihluti bæjarstjórnar ákvað að lækka leikskólagjöld um 30%, í kjölfar mikillar umræðu í samfélaginu um að flest gjöld væru hæst eða næsthæst í Kópavogi. Gunnar fer einnig mikinn í að gera umræðu Kastljóssins og tölur frá ASÍ tortryggilegar. Hann hefur raunar, á öðrum vettvangi, haldið því fram að í gangi væri einhvers konar rógsherferð gegn bænum. Líklega býst hann við að með því að kasta rýrð á Ríkisútvarpið og ASÍ skapi hann sjálfum sér trúverðugleika, en ég vil leyfa mér að efast um það. Ég hef farið yfir þessar tölur dr. Gunnars sem birtast í greininni, einkum þær er snúa að þjónustugjöldum. Það tekur ekki langa yfirlegu að átta sig á því að tölurnar hafa farið í gegnum fegrunaraðgerðir. Þannig er t.d. í kostn- aði fyrir grunnskóla (heilsdagsskóla, viðveru eftir skóla) tekin talan fyrir tveggja tíma viðveru í Kópavogi, án matarkostnaðar, en þegar skoðaðar eru tölur frá Reykjavík og Hafnarfirði er tekin talan fyrir tveggja tíma gæslu með mat. Hjá Garðabæ tekur Gunnar tölurnar fyrir 3–4 tíma gæslu, án mat- ar, hjá Mosfellsbæ gjaldið fyrir tveggja tíma gæslu, án matar. Með öðrum orðum, bæjarstjórinn hagræðir tölum, ber saman ólíka hluti annaðhvort af vilja eða vanþekkingu (sjá vefsíður Kópavogs, Seltjarnarness, Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Akureyrar og Mosfellsbæjar). Ótrúverðugur málflutningur Það er afar ótrúverðugt þegar kemur í ljós að staðreyndum er vísvitandi hagrætt með þessum hætti. Auðvitað vita bæjarbúar hvað þeir greiða fyrir þjónustu. Það væri verðugra verkefni fyrir Gunnar Birgisson að snúa sér að því að nota rekstrarafganginn, sem hann gumar af í nefndri grein, til að bæta þjónustu við aldraða og öryrkja, fella niður leikskólagjöld og gera grunnskólann gjaldfrjálsan. Vinstri græn hafa lagt fram skýra stefnu í ofan- greindum málaflokkum. Þar þarf engar reikningskúnstir. Við viljum gera leik- og grunnskólann gjaldfrjálsan, þar með talið skólamáltíðir. Við viljum tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þurfa og efla og styðja það frum- kvæði sem frjáls félagasamtök í bænum hafa haft í öldrunarmálum. Þannig gerum við Kópavog að þeim fyrirmyndarbæ sem hann á að vera. Vinstri græn – hreinar línur! X-V 27. maí. Fegrunaraðgerðir Gunnars Birgissonar Eftir Ólaf Þór Gunnarsson Höfundur er öldrunarlæknir og oddviti V-lista vinstri grænna í Kópavogi. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.