Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝLEGA birtu Síminn og 365 miðlar merkilega auglýsingu á heilli opnu í dagblöðum. Í auglýsingunni segir að „Síminn og 365 miðl- ar hafi gert með sér samning um að báðir aðilar dreifi íslenskum sjónvarpsrásum Digital Ísland og Skjásins“. Tímamóta- samningur Með þessum samn- ingi verða viss þáttaskil í dreifingu sjónvarps- efnis á Íslandi. Það má með sanni segja að um tímamótasamning sé að ræða. Með honum viðurkenna og undirstrika keppinautar á fjarskipta- og fjöl- miðlamarkaði að landið allt verður að vera einn og sami markaðurinn þegar byggð er upp þjónusta við neytendur á Íslandi á sviði fjarskipta- og upplýs- ingatækni. Samningurinn undir- strikar hversu mikilvægt það var að samgönguráðherra lét vinna og sam- þykkja sem ályktun Alþingis sér- staka Fjarskiptaáætlun. Í henni er mörkuð stefna um hvaða kröfur við viljum gera til fjarskiptanna, hver hlutur markaðsfyrirtækjanna á að vera og hver hlutur hins opinbera gæti verið svo við gætum í samein- ingu tryggt það að Ís- land verði altengt. Í fremstu röð Með framkvæmd Fjarskiptaáætlunar vildum við geta sagt með sanni að við séum í fremstu röð meðal þjóða í að tileinka okkur fjarskipti og nýta upp- lýsingatæknina í þágu atvinnulífs, menningar, menntunar og afþrey- ingar frá fjölmiðlunum. Síðustu mánuði hef ég ferðast um landið og kynnt Fjar- skiptaáætlun og verkefni fjarskipta- sjóðs undir slagorðinu „Ísland al- tengt“. Þar hef ég kynnt þá áherslu sem Fjarskiptaáætlun leggur á það verkefni að tryggja útbreiðslu far- símaþjónustu á þjóðvegum og fjöl- förnum ferðamannastöðum, stafræn- ar sjónvarpssendingar um gervihnött til sjófarenda og dreifbýlis og út- breiðslu háhraðatenginga til allra byggðra bóla á landinu. Á þessum fundum hefur komið glögglega fram hversu miklar væntingar fólk hefur um bætta fjölmiðlun og netnotkun með bættri tækni og háhraðanetum. Samnýting dreifikerfa til hagsbóta Samnýting dreifikerfanna hjá Sím- anum og 365 miðlum hlýtur að auð- velda og gera hagkvæmara að ljúka uppbyggingu fjarskiptanetanna um landið allt. Því fagna ég þessu mik- ilvæga framtaki og óska Símanum og 365 miðlum til hamingju. Ég vænti þess að stjórnvöld geti með tilstuðlan Fjarskiptasjóðs átt það samstarf við fjarskiptafyrirtækin sem þarf til þess að tryggja að við getum með sanni sagt að Ísland verði innan tíðar al- tengt. Með því stuðlum við að meiri framförum og eflum byggðirnar meira en flestar aðrar aðgerðir geta gert. Bylting fyrir áhorfendur og „Ísland altengt“ Sturla Böðvarsson fjallar um fjarskipta- og fjölmiðlamarkað ’Með þessum samningiverða viss þáttaskil í dreifingu sjónvarpsefnis á Íslandi.‘ Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. ÞAÐ er staðreynd að Þorsteinn J. Vilhjálmsson er einn besti sjón- varpsmaður landsins. Enginn er hins vegar fullkominn. Sannaðist það í fréttaskýringaþættinum Kompás sem sýndur var á Stöð 2 á páskadag. Þorsteinn Joð var með innslag í þættinum sem fjallaði um ungan mann sem kynntur var til sög- unnar sem öryrki sem orðið hefði fyrir barðinu á ofbeldismönnum í Austurstræti fyrir nokkrum árum og gengi honum ekkert að ná bót- um frá geranda. Þolandinn og fjölskylda hans eiga alla mína samúð, en mál- staður þeirra verður ekkert betri með því að afbaka staðreyndir og Þorsteinn Joð á að vita að góður blaðamaður kynnir sér allar hliðar máls. Staðreyndirnar sem vantaði í fréttaskýringaþáttinn voru þessar: – Þolandinn var upphafsmaður að átökum þeim sem leiddu til áverka hans. – Þolandinn veittist mjög harka- lega að umbjóðanda mínum, m.a. sparkaði hann í höfuð hans. Hlaut hann dóm fyrir þessa fólskulegu árás, en um- bjóðandi minn slapp naumlega við alvarlega höfuðáverka. – Þolandinn reiddi til höggs með bjórflösku sem varð til þess að umbjóðandi minn kom félaga sínum til varnar og kýldi hann. – Áverkar þolandans voru mun meiri en vænta mátti af þessu eina hnefahöggi. – Læknir taldi mögulegt að spörk sem þolandinn fékk, og ekki var upplýst hverjir hefðu veitt, hefðu orsakað hluta heila- áverka hans. – Ríkið sá þolandanum fyrir rétt- argæslumanni við meðferð sakamálsins sem hafði uppi bótakröfu í sakamálinu, meðan sakarkostnaður lenti á mínum umbjóðanda. – Ríkið greiðir lögmannskostnað þolandans við að sækja bætur úr hendi umbjóðanda míns, á meðan minn umbjóðandi þarf að standa sjálfur undir sínum lögmann- skostnaði. – Málaferli í einkamáli þolandans hafa tekið langan tíma fyrst og fremst vegna öflunar gagna um tjón þolandans. Þolandinn var þannig upphafs- maður átakanna og manna harðsvífn- astur, en varð sjálfur verst úti, en engu að síður stendur réttarkerfið honum galopið honum að kostn- aðarlausu í tilraunum hans til að ná fram bótakröfu á umbjóðanda mín- um. Sá vill hins vegar ekki borga krónu í bætur. Lái honum hver sem vill. Sveinn Andri Sveinsson Kompás réttur af Höfundur er hæstaréttarlögmaður. TIL margra ára hefur verið beðið eftir að heilbrigðisyfirvöld legðu fram mótaða stefnu um fjölda starfsmanna á heilbrigðisstofn- unum. Þrátt fyrir að mannaflaspár sem gerðar hafa verið sýni að þörf sé á róttækum aðgerðum í fjölgun fagfólks til starfa á heilbrigðisstofnunum hefur ekki ein einasta króna verið lögð til þess málaflokks á fjárlögum. Sjúkraliðafélag Ís- lands hefur til margra ára lagt áherslu á að yfirvöld geri sér grein fyrir þeim gríðarlega vanda sem þjóðin stend- ur frammi fyrir er varðar mönnun heilbrigðisstofnana á fagfólki. Fé- lagið hefur þurft að beita sér í tíma og kröftum, sem annars hefði farið í vinnu við kjarasamninga, til þess að fá hina ýmsu ráðherra heilbrigð- ismála að láta svo lítið að skipa nefndir til þess að fara yfir mál er varðar framtíðarmönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofn- unum. Fram að þessu hafa heilbrigðisyfirvöld meðvitað stungið höfð- inu í sandinn og neitað að gera eitthvað í mál- unum. Jafnvel hefur verið litið svo á að með því sé verið að sporna við óþarfa útgjöldum til heilbrigðismála. Nú skal þeim útrýmt líka Talið hefur verið að nægan mannafla sé að hafa þar sem stofnanir hafa ráðið starfsfólk með enga fagmenntun í hvaða störf sem er og jafnvel gengið svo langt að um enga íslenskukunn- áttu er að ræða. Starfsmannavelta hefur verið gríðarleg og tap stofn- ana því mikið. Þrátt fyrir mikla starfs- mannaveltu eru alltaf einhverjir starfsmanna sem stoppa. Á þessum aðilum hefur meginþorri starfanna hvílt. Þar hefur reynslan skilað sér í nokkurskonar fagnámi. Nú skal þeim útrýmt líka. Allt ber að sama brunni, heil- brigðisyfirvöld í nokkurs konar blindingsleik og tilvistarkreppu, telja sig ekkert geta gert í mál- unum og benda á að það sé ekki í þeirra verkahring að leysa málin, þeir hafi ekki fjármagnið. Mikils titrings er farið að gæta hjá starfsfólki og yfirmönnum öldr- unarstofnana þar sem ljóst er að ekki verði unnt að manna yfir sum- artímann þá lágmarksþjónustu sem nú er veitt. Mannafli á heil- brigðisstofnunum Kristín Á. Guðmundsdóttir fjallar um manneklu á öldrunarstofnunum ’Allt ber að sama brunni,heilbrigðisyfirvöld í nokkurs konar blindings- leik og tilvistar- kreppu…‘ Kristín Á. Guðmundsdóttir Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. VIÐ slökkviliðsmenn á Keflavík- urflugvelli fylgjumst með því í for- undran hvernig ráða- menn þjóðarinnar hafa uppi ýmis ummæli um framtíð liðsins án þess að ræða um það einu orði við okkur sem til þekkjum. Vita íslensk- ir stjórnmálamenn kannski ekki að einu farsælasta slökkviliði heims er stjórnað af Íslendingum? Frá 1973 hefur slökkviliðið einungis verið skipað Íslend- ingum, sem síðan hafa alfarið séð um alla stjórnun og rekstur þess með hreint frá- bærum árangri eins og fjöldinn allur af við- urkenningum ber vott um. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli er mest verðlaunaða slökkviliðið í öllum sjó- her Bandaríkjanna. Það er það lið sem hef- ur náð bestum árangri á öllum þeim sviðum sem sjóherinn veitir slökkviliðum verðlaun fyrir, ekki síst í bruna- vörnum. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar hefur unnið eftir þeirri grundvall- arreglu sem öll slökkvilið ættu að fylgja, en það er að slökkva eldinn áður en hann kviknar. Með mikilli forsjálni og dugnaði hefur liðið verið vel byggt upp af tækjum og gríð- armiklum mannauði. Við skulum aldrei gleyma því að án mannauðs eru fyrirtæki einskis virði, það er ekki flóknara en það! Mikil þekking og þjálfun Slökkviliðsmenn Keflavík- urflugvallar hafa nánast allir hlotið mjög sérhæfða þjálfun í slökkviliðs- fræðum. Má þar m.a. nefna grunn- þjálfun slökkviliðsmanna (3-stig) og eiturefnaþjálfun (4-stig). Allir bíl- stjórar liðsins þurfa að sækja sér- stök námskeið til að mega stjórna dælubíl, flugvélabíl, stigabíl og eit- urefnabíl en þessi námskeið eru að sjálfsögðu fyrir utan hið almenna meirapróf. 80 prósent mannanna eru með próf sem sjúkraflutningamenn. Reiknað er með að heildarþjálfun sérhvers slökkviliðsmanns kosti allt að tólf milljónir króna. Ætla stjórn- endur þessa lands virkilega að fórna þessu öllu? Meðal verkefna liðsins er að skoða og mæla rennsli allra brunahana vallarins, fara reglulega í allar bygg- ingar og athuga og prófa reyk- og hitaskynjara, eldviðvörunarkerfi og stjórnstöðvar, athuga og prófa slökkvidælur fyrir flugskýlin. Starfsmenn þjálfa íbúa vallarins í meðferð slökkvitækja og hvernig eigi að bregðast við á hættustundu, fara árlega í hvert einasta íbúðar- húsnæði og veita íbúum eldvarna- þjálfun og persónulegan fyrirlestur um eldvarnir. Slökkviliðið sér um nánast allt við- hald á tækjum liðsins, einnig allt við- hald og áfyllingu á slökkvitæki vall- arins og reykköfunartæki. Slökkviliðsmenn hafa fengið sér- þjálfun og réttindi frá viðeigandi bandarískum stofnunum til þessa. Verðmiði á líf og limi? Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra segir að einkavæða eigi slökkviliðið. Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra segir að gera eigi það að hlutafélagi. Eru það kannski ráðgjafarnir sem stinga þessu að þeim? Hverjir eru þessir svokölluðu ráðgjafar? Eru það kannski fjármálamenn sem sjá sér leik á borði að kom- ast yfir dýrmæt tæki og þekkingu fyrir ekki neitt og selja síðan hæstbjóðanda á mark- aði efnishyggjunnar? Þessi gjafaleikur er vel þekktur síðan einka- væðing ríkiseigna hófst. Þessir og fleiri menn eru með hinar ýmsu uppástungur um hvað skuli gera við okkur. Það vekur margar spurningar. Hvers vegna spyr enginn okkur sem rek- um liðið hvað við teljum best og hagkvæmast? Ætla þessir ágætu menn virkilega að fara að reikna út EBITDA (hagnað fyrir skatta, vexti og afskriftir), WACC (segir til um veginn meðalkostnað lána og eigna), V/H hlutfallið (hlutfall á milli markaðsverðs fyr- irtækis og árshagnaðar þess) og ávöxtun eigin fjár á slökkviliðinu? Á að setja verðmiða á líf og limi manna sem um völlinn fara með því að einka- væða slökkviliðið? Verður sett upp verðskrá, hvað kostar að fara í eitt útkall, hvað við eigum að senda marga menn? Kannski að þeir hafi bara hugsað sér að láta alla farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll borga sérstakt gjald til að verða bjargarverðir? Hafa þessir menn einhverja þekk- ingu á hvað það kostar í raun að reka svona lið? Hafa þeir hugmynd um hvað einn slökkvibíll kostar eða hve langan tíma það tekur að fá einn eða fleiri slíka til landsins? Talið við okkur! Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli á ekki að einkavæða né á að setja ávöxtunarkröfu því til höfuðs. Það myndi örugglega koma niður á þjón- ustu liðsins, dæmi erlendis frá sýna það alveg klárlega. Hverjir yrðu fyrir barðinu á því? Þú, kæri lesandi, þegar þú ferð um völlinn, því þá er kannski ekki til olía eða léttvatn á bílana, þeir eru bilaðir og varahluti vantar vegna fjár- skorts, fjárhagsárinu er alveg að ljúka, allir peningar búnir og ávöxt- unarkrafan í uppnámi. Þá verður kannski sagt: „Því mið- ur, væni minn, þú ert á eigin vegum, vonum bara að allt fari vel og flug- vélin komist í loftið eða nái að lenda sómasamlega. Ágæta ríkisstjórn Íslands, hættið að biðla til Varnarliðsins um stund og lítið ykkur nær. Hættið að tala við einhverja fjármálamenn sem hafa ekki annað en arðsemiskröfuna að leiðarljósi, hættið að tala við SHS og Brunavarnir Suðurnesja. Talið heldur við okkur sem vinnum við þetta, kannski getum við frætt ykk- ur eitthvað um kjarna málsins. Við vitum hvernig á að reka slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli með sóma eft- irleiðis sem hingað til. Ég skora á ykkur, ef ykkur er annt um samborgara ykkar, að tala við okkur. Á að setja verð- miða á líf og limi þeirra sem fara um Keflavíkurflugvöll? Vilhjálmur Karl Karlsson fjallar um framtíð slökkviliðs- ins á Keflavíkurflugvelli Vilhjálmur Karl Karlsson ’Slökkviliðið á Keflavíkurflug- velli á ekki að einkavæða né á að setja ávöxt- unarkröfu því til höfuðs. Það myndi örugglega koma niður á þjónustu liðsins.‘ Höfundur er skrifstofu- og fjármálastjóri slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.