Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ER FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN Í VÖRN? Á skírdag birtist hér í Morgun-blaðinu athyglisvert viðtal viðGuðna Ágústsson, varaformann Framsóknarflokksins og landbúnaðar- ráðherra. Viðtalið vekur athygli fyrir tvennt. Í fyrsta lagi upplifir varafor- maður Framsóknarflokksins stöðu flokksins á þann veg, að hann sé í vörn, og í öðru lagi er ekki samhljómur í mál- flutningi Guðna og sumra annarra for- ystumanna Framsóknarflokksins í veigamiklum málum. Í viðtalinu segir Guðni Ágústsson m.a.: „Það er þekkt, að minni flokkurinn fari verr út úr samstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn. Það gerði Alþýðuflokkurinn 1995 og eins 1971 eftir mjög langt og farsælt stjórnarsamstarf milli þeirra. Það þýðir ekkert að saka Sjálfstæðis- flokkinn um það, hvernig við höfum farið út úr skoðanakönnunum. Við verðum að fara yfir það í okkar röðum.“ Í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á, að í þingkosningunum 1971 stóð Alþýðuflokkurinn frammi fyrir nýjum flokki, Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, sem var ekki bara klofningsbrot úr Alþýðubandalag- inu, heldur var flokkurinn undir for- ystu fyrrverandi formanns Alþýðu- flokksins, Hannibals Valdimarssonar, og augljóst að hinn nýi flokkur sótti kjósendafylgi sitt bæði til Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Þótt SFV væri ekki beint klofningsbrot úr Al- þýðuflokki missti síðarnefndi flokkur- inn töluvert af sínu kjósendafylgi til Hannibals og félaga. Vandamál Alþýðuflokksins 1995 var ekki stjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- flokkinn heldur alvarlegur klofningur í röðum Alþýðuflokksmanna, sem leiddi til stofnunar nýs stjórnmálaflokks, sem var að langmestu leyti klofningsbrot úr Alþýðuflokki. Þetta voru vandamál Alþýðuflokks- ins í þingkosningunum 1971 og 1995 en ekki samstarfið við Sjálfstæðisflokk- inn. Ef þessi vandamál Alþýðuflokksins í þessum tvennum kosningum eru heim- færð yfir á Framsóknarflokkinn nú fer ekki á milli mála, að í þingflokki Fram- sóknarflokksins ríkir og hefur ríkt um skeið ákveðin óeining. Hún hefur kom- ið fram í samskiptum flokksins við Kristin H. Gunnarsson og einnig með ýmsum öðrum hætti. Hún birtist t.d. í viðtalinu við Guðna Ágústsson á skír- dag með þeim hætti, að hann hefur allt aðra afstöðu til Evrópusambandsins en Halldór Ásgrímsson, formaður flokks- ins og forsætisráðherra, og hann hefur allt aðra afstöðu til evrunnar en Val- gerður Sverrisdóttir viðskiptaráð- herra. Með þessu er ekki sagt að Guðni hafi efnislega rangt fyrir sér enda á Morgunblaðið meiri samleið með skoð- unum Guðna í þessum málaflokkum en skoðunum Halldórs og Valgerðar. Eft- ir stendur að það er óeining í veiga- miklum málaflokkum. Það hafa allir flokkar á Íslandi upp- lifað að áberandi skoðanaágreiningur og ágreiningur á milli manna leiðir til fylgistaps í kosningum. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur líka kynnzt því, síðast í þingkosningunum 1987, þegar flokk- urinn fékk minnsta fylgi í sögu sinni. Eitt af því, sem mundi gjörbreyta stöðu Framsóknarflokksins fyrir næstu þingkosningar, væri að þing- menn flokksins settu niður deilur sínar um menn og málefni og kæmu fram sem ein heild í kosningabaráttunni fyr- ir næstu þingkosningar. En til þess að það geti orðið verða þeir sem við sögu koma að hafa vilja til að stuðla að slíkri sameinaðri heild undir merkjum Fram- sóknarflokksins. Í frásögn af viðtalinu við Guðna segir í Morgunblaðinu á skírdag: „Guðni bendir á, að Framsóknar- flokkurinn hafi þurft að standa í mikilli vörn vegna álvera og stóriðju undan- farið …“ Og ennfremur: „Iðnaðarráðherra hefur staðið frammi fyrir mikilli ásókn sveitarfé- laga og byggðarlaga í stóriðju. En eins og allir vita liggur ekkert fyrir um næstu framkvæmdir í þessum efn- um … Mér finnst að Framsóknarflokk- urinn hafi þurft að standa þarna í vörn gagnvart sókn byggðarlaga að fá þetta til sín …“ Er þetta raunverulega svo? Stendur Framsóknarflokkurinn í vörn vegna þess, að flokkurinn hafði óumdeilan- lega forystu um byggingu Kárahnjúka- virkjunar og álvers á Reyðarfirði? Vissulega hafa verið deilur um Kára- hnjúkavirkjun en bygging virkjunar- innar var hafin eftir að hún hafði geng- ið í gegnum alla lögformlega ferla, gagnstætt því, sem til stóð vegna Fljótsdalsvirkjunar. Því fór víðs fjarri, að stjórnarandstaðan stæði sameinuð gegn virkjuninni, og víðtækur stuðn- ingur var við hana í verkalýðshreyfing- unni. Það er einhver misskilningur hjá Framsóknarflokknum, að flokkurinn standi í einhverri vörn vegna þessarar framkvæmdar. Þvert á móti ætti flokk- urinn að geta hagnýtt sér þessar fram- kvæmdir í kosningabaráttunni vegna næstu þingkosninga. Það hefur aldrei verið byggt álver á Íslandi án þess að deilt væri um stað- setningu og að mörg sveitarfélög sækt- ust eftir slíkum framkvæmdum. Af hverju ætti Framsóknarflokkurinn að vera í einhverri sérstakri vörn að þessu sinni, þegar það sama gerist og alltaf áður? Hins vegar geta framsóknar- menn auðvitað komið sjálfum sér í varnarstöðu ef þeir upplifa sóknarfæri sem varnarstöðu. Framsóknarflokkurinn hefur aug- ljóslega áhyggjur af stöðu sinni í borg- arstjórnarkosningunum í maílok. En af hverju er Framsóknarflokkurinn í svo erfiðri stöðu, sem skoðanakannanir benda til? Augljóslega vegna þess að flokkurinn hefur ekki ræktað garðinn sinn í Reykjavík eftir að sitja í borg- arstjórn sem hluti af sameiginlegum framboðslista vinstri flokkanna á ann- an áratug. Framsóknarflokkurinn er að bjóða fram til borgarstjórnar Reykjavíkur sem sjálfstæður aðili í fyrsta sinn frá árinu 1990. Dettur fram- sóknarmönnum í hug að þeir geti horfið inn í stærri heild allan þennan tíma og gengið svo að kjósendafylgi sínu öruggu, þegar þeim hentar að ganga út úr þeirri heild? Það er ekki Birni Inga Hrafnssyni að kenna, ef í ljós kemur að Framsóknarflokkurinn þarf tvennar kosningar til þess að bæta fyrir þau mistök. Vandi Framsóknarflokksins er heimatilbúinn. Flokkurinn þarf ekki að vera í neinni vörn í stóriðjumálum en að öðru leyti þurfa framsóknarmenn að sættast og koma fram sameinaðir í næstu kosningum. Takist þeim það þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af pólitískri framtíð sinni. BÚSTAÐAKIRKJU hefur verið lokað í mánuð þar sem verið er að flísaleggja kirkjuna en að auki verður ráðist í frekari endurbætur. Síðasta fermingin í vor fór fram fyrir hádegi síðastliðinn mánudag og strax síðdegis var hafist handa við að rífa út teppi og brjóta upp gólf í kirkjunni, segir Þorsteinn Víglundsson, formaður byggingarnefndar, í samtali við Morgunblaðið kirkjunni frá því hún var nota það til bráðabirgða í segir Þorsteinn. Hann seg taka öll baðherbergi í geg Tómlegt um að litast í kirkjunni. Búið er að rífa gamla teppið af og fljótlega verður kirkjugólfið flísalag Kirkjugólfið verður flí „ÉG HLAKKA til að sjá hvað kemur út úr Tengslanetinu að þessu sinni, því það eru alltaf nýjar áherslur og því spennandi að fylgjast með hverju umræðan skilar í ár,“ segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við laga- deild Viðskiptaháskól- ans á Bifröst og skipuleggjandi ráð- stefnunnar Tengsl- anet – Völd til kvenna sem haldin verður á Bifröst dagana 1.–2. júní nk. Aðspurð segist hún þegar farin að sjá áhrif fyrri Tengsl- aneta vera að raungerast í þjóðfélaginu. Að sögn Herdísar verður dagskrá ráð- stefnunnar með sama sniði og fyrri ár. Hefst hún á göngu á Grábrók síðdegis fimmtudag- inn 1. júní og veislu í Paradísarlaut í kjölfar- ið. Ráðstefnan sjálf verður sett á föstudags- morgni og lýkur með móttöku forseta Íslands á Bessastöðum að kvöldi dags. Aðal- fyrirlesari ráðstefnunnar í ár er engin önnur en Germaine Greer, sem er eitt af stóru nöfnunum í kvenfrelsishreyfingunni. „Germaine Greer er mikil kvenfrelsiskona sem hefur farið ótroðnar slóðir sl. 30 ár. Hún hefur vakið umheiminn til umhugsunar um stöðu kvenna sakir innsæis og bylting- arkenndra hugmynda og er stöðugt með fingurinn á púlsinum. Í raun má segja að hún sé eins og rokkari í femínismanum,“ segir Herdís og tekur fram að það hafi að sjálfsögðu heilmikla þýðingu að fá jafn skemmtilega og ögrandi manneskju til þess að flytja erindi á Tengslanetinu, því hún trúi ekki öðru en að erindi Greer muni hrista upp í umræðunni. Annar lykilfyrirlesari á ráðstefnunni er Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari, sem fjalla mun um tímanna tvenna, þ.e. við- horfið þegar hún hóf nám í lögfræði 1956 og síðar þegar hún var skipuð fyrst íslenskra kvenna dómari við Hæstarétti Íslands 1986. „Það er mikill heiður að Guðrún skuli koma hér og ræða um reynslu sína sem kona í karlaveldi,“ segir Herdís og tekur fram að Guðrún njóti mikillar virðingar og hafi verið fyrirmynd margra kvenna í stétt lögfræð- inga. Þurfum aðeins að vera sammála um markmiðið „Meginþemað á ráðstefnunni í ár er stað- alímynd kvenna, kynbundinn frami, fyr- irtækjamenning og samskipti kvenna. Það þarf að breyta staðalímyndinni til að ná meiri áhrifum í jafnréttisbaráttunni og það er t.d. gert með því að fjölga konum í stjórn- um fyrirtækja, fjölga konum sem hafa áhrif í að móta þjóðfélagsumræðuna og fjölga kon- um í háskólaumhverfinu, viðskiptalífinu og dómarastétt, svo fátt eitt sé nefnt. Sé það ekki gert felast í því skilaboð til annarra kvenna um að þær komist ekki upp úr gler- þakinu,“ segir Herdís og tekur fram að ekk- ert gerist í raun fyrr en konur læri að vinna saman og skoða hlutina saman út frá ólíkum sjónarhornum. „Við þurfum ekki að vera sammála um leiðirnar, en við erum nokkuð sammála um markmiðið, sem er réttlátara samfélag.“ Líkt og í fyrra verður boðið upp á fjögur pallborð þar sem þátt tekur fjöldi kvenna úr viðskipta-, lista- og háskólalífinu, en í hverju pallborði sitja fjórar til fimm konur. Að sögn Herdísar verður hvert pallborð með því sniði að hver þátttakandi heldur stutta framsögu, en fundarstjórar stjórna umræðum og fyr- irspurnum úr sal. Aðspurð segir Herdís nú þegar hátt á ann- að hundrað konur hafa skráð þátttöku sína, en pláss er fyrir nokkur hundruð þátttak- endur í ráðstefnusalnum Hriflu á Bifröst. „Í fyrra voru tvö hundruð þátttakendur, en ég held að það verði fleiri í ár,“ segir Herdís og tekur fram að þar spili saman annars vegar frægð Germaine Greer og hins vegar hve Tengslanetið spyrjist vel út. „Þannig að þær sem ekki tóku við sér í fyrra eða hittiðfyrra er vi sa sa fr w st gi H til st ÁS un ind Gr nö ish ge fes bó skó En og Fr Th sem ha kv bó san af má 19 fél og inu Gr me þa ko þe kv G G s Ráðstefnan Tengslanet – Völd til kvenna haldin í þriðja sinn „Þurfum ekki a sammála um lei Herdís Þorgeirsdóttir Meginþema ráðstefnunnar Tengslanet – Völd til kvenna í ár er stað- alímynd kvenna, kynbundinn frami, fyrirtækjamenning og sam- skipti kvenna. Í samtali við Silju Björk Huldudóttur segist Herdís Þorgeirsdóttir, skipuleggjandi ráðstefnunnar, ekki trúa öðru en að framsaga Germaine Greer muni hrista upp í umræðunni hérlendis. sil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.