Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
SÖNGKONAN Pink óð inn á sjón-
arsviðið um árþúsundamót sem eins-
konar „vonda“ Madonna. Þetta var
árið 2000 og platan var Can’t take
me home. Mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan, Pink uppskar einkar
vel framan af og gaf út skothelda
seinni skífu strax ári síðar.
Sú plata er Mizzundastood sem
sýndi að hér var ekki um að ræða
hola, fjöldaframleidda popp-
plastdúkku. Þriðja platan, Try This,
kom síðan út 2003 og fékk vænan
skammt af bakslagi. Lofsamlegar
umsagnir stóðu reyndar ekki á sér
en sama er ekki hægt að segja um
söluna, sem olli talsverðum von-
brigðum. Þessir tveir hlutir fara æ
sjaldnar saman eftir því sem á popp-
söguna líður og Pink virðist hafa
tekið þetta nærri sér. Svo sár varð
hún reyndar að hún ákvað að kalla
nýju plötuna sína, sem út kom fyrir
stuttu, I’m Not Dead til að sýna
rætnum tungum í tvo heimana. Og
gera kaupendum um leið heyr-
inkunnugt að sú bleika væri í sprikl-
andi stuði.
Síðasta plata, Try This, er á marg-
an hátt tilraunakennd, alltént innan
poppbransans sem Pink starfar í.
Lögin þar voru flest unnin með Tim
Armstrong úr pönksveitinni Rancid
en einnig kom Linda Perry (fyrrum
4 Non Blondes) við sögu en hún kom
mikið við sögu á Mizzundastood.
Lögin því í rokkaðri kantinum, en öll
sem eitt sveipuð nútímapoppi. Í raun
gefur platan Mizzundastood ekkert
eftir en einhverra hluta vegna klikk-
aði hún einfaldlega ekki hjá fjöldan-
um.
Á I’m Not Dead skrúfar Pink því
nokkuð upp í danstöktunum en hún
fálmar samt engan veginn í örvænt-
ingu eftir gömlum formúlum sem
virkuðu á sínum tíma (eitthvað sem
gengur eðli síns samkvæmt heldur
ekki upp í hröðum heimi popp-
tónlistar).
Samstarfsaðilar á nýju plötunni
koma víða að og eru einkar ólíkir
innbyrðis – sem er endurspeglun á
margræðum persónuleika Pinks
sjálfs. Þannig kemur ofursmella-
smiðurinn Max Martin við sögu
(Britney, Backstreet Boys o.fl.
Martin samdi t.d. „… Baby One
More Time“) en einnig syngja Indigo
Girls með Pink í einu lagi, en aðall
þeirra er jaðarbundið alþýðurokk.
Platan er eftir þessu æði fjölbreytt
en er engu að síður haldið saman af
hinum eina sanna Pink-sjarma.
Pink sjálf hefur lýst því yfir að hér
sé á ferðinni endurkomuplata. En
auk þess hefur hún sjálf, sem mann-
eskja, átt ákveðna endurkomu. „Ég
er hætt í dópinu og öllu því rugli,“
sagði hún í viðtali við Q. „Ég elska
þetta líf og skemmti mér eins og
andsk … um þessar mundir. Þetta
getur fólk heyrt á plötunni.“
Tónlist | Pink gefur út I’m Not Dead
Eins og klettur
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 69/100
All Music Guide 90/100
Billboard 70/100
Rolling Stone 70/100
The Guardian 60/100
(allt skv. Metacritic)
Reuters
Það var kraftur í Pink þegar hún tók lagið „Stupid Girls“ á verðlaunahátíð
Nickleodeon í Los Angeles fyrr í mánuðinum.
KVIKMYNDIN Failure to Launch
er rómantísk gamanmynd sem
fjallar um hinn rúmlega þrítuga
Tripp sem hefur ekki enn flutt að
heiman. Hann hefur hreinlega aldrei
haft neina sérstaka ástæðu til þess
að gera það því honum líður vel
heima hjá foreldrum sínum. For-
eldrar hans eru hins vegar orðnir
frekar leiðir á þessu fyrirkomulagi
og í örvæntingu sinni ráða þau hina
gullfallegu og hæfileikaríku Paulu
sem á að gera allt sem í hennar valdi
stendur til þess að fá Tripp til þess
að flytja að heiman.
Með hlutverk Tripps fer Matthew
McConaughey en það er Sarah
Jessica Parker sem fer með hlutverk
Paulu, en hún er trúlega hvað þekkt-
ust fyrir hlutverk sitt í Sex and the
City. Með önnur helstu hlutverk
fara Kathy Bates, Terry Bradshaw
og Bradley Cooper. Leikstjóri er
Tom Dey sem á að baki myndir á
borð við Showtime og Shanghai
Noon.
Frumsýning | Failure to Launch
Paula beitir ýmsum brögðum til þess að fá Tripp til þess að flytja að heiman.
Í föðurhúsum
á fertugsaldri
ERLENDIR DÓMAR:
Metacritic.com 47/100
Roger Ebert 25/100
Variety 60/100
Hollywood Reporter 50/100
The New York Times 60/100
(allt skv. Metacritic)
Sýnd með íslensku og ensku tali
eee
LIB, Topp5.is
RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR
„FRÁBÆR, FLOTT OG FYNDIN...
OFURSVALUR SPENNUTRYLLIR“ FHM
Óhugnanlegasta mynd ársins !!!
Fór beint á
toppinn í USA
N ý t t í b í ó
Hvað sem þú gerir
ekki svara í símann
Vinsælasta myndi
When a Stranger Calls kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
When a Stranger .. Lúxus kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
Ice Age 2 m/ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10
Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 4 og 6
Date Movie kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára
Big Momma´s House 2 kl. 3.50, 8 og 10.15
Pink Panther kl. 3.50
Ice Age 2 m/ensku tali kl. 8 og 10
Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 6
When a Stranger Calls kl. 8 og 10
Date Movie kl. 6
FRÁ ÖLLUM HANDRITS-HÖFUNDUM „SCARY MOVIE“
2 af 6
ÞÉR MUN STANDA
AF HLÁTRI!