Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 29
MINNINGAR
✝ Sigþrúður Jór-unn Tómasdótt-
ir fæddist í litla
skólanum við Skóla-
veg í Keflavík 15.
janúar 1917. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 9. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jórunn Tómasdótt-
ir húsfrú, f. á Járn-
gerðarstöðum í
Grindavík 31. mars
1890, d. 3. október
1966, og Tómas
Snorrason skólastjóri og leið-
sögumaður, f. á Norður-Reykjum
í Mosfellssveit 29. ágúst 1872, d.
20. desember 1949. Þegar Sig-
þrúður var tveggja ára fluttist
fjölskyldan að Járngerðarstöðum
í Grindavík þar sem hún ólst upp.
Sigþrúður var fjórða í röðinni af
níu systkinum, en hin eru: Mar-
Brynjar og Vanessa skildu. Brynj-
ar kvæntist Debbie Halldórsson,
hún á tvö börn. 2) Eygló, giftist
Þorsteini Högnasyni, dóttir
þeirra er Jórunn, hún á tvo syni
og tvær dætur, annar sonurinn er
látinn. Eygló og Þorsteinn skildu.
Eygló á einnig soninn Halldór Ib-
sen með Elís Guðmundssyni.
Eygló giftist Kristjáni Gissurar-
syni, þau skildu. 3) Tómas Ibsen,
kvæntur Laufeyju Danivalsdótt-
ur, börn þeirra eru Sigþrúður
Jórunn, gift Jóhannesi Hinriks-
syni, þau eiga tvær dætur, Ólafur
Ibsen, kvæntur Kristínu Evu Pét-
ursdóttur, þau eiga tvö börn, og
Tómas Davíð Ibsen. Laufey átti
fyrir Danival Þórarinsson, hann á
einn son. 4) Snorri, kvæntur Ólöfu
Davíðsdóttur, synir þeirra eru
Ágúst og Elías.
Sigþrúður og Halldór hófu bú-
skap sinn í Keflavík og bjuggu
þar í 50 ár, eða þar til þau fluttust
á Hrafnistu í Hafnarfirði í árs-
byrjun 1997, en þar hafa þau ver-
ið vistmenn síðan þá.
Útför Sigþrúðar verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
grét, d. 14. janúar
1995, Jón, d. 13.
ágúst 1996, drengur
er lést dagsgamall
18. nóv. 1915, Snorri,
d. 15. júlí 1995,
Kristján Valdimar,
d. 25. mars 1923, og
þau sem lifa systur
sína, Tómas, Guðrún
og Guðlaugur.
Sigþrúður giftist
28. desember 1946
Halldóri Ibsen, út-
gerðarmanni og
framkvæmdastjóra
frá Suðureyri við Súgandafjörð.
Börn þeirra eru: 1) Brynjar,
kvæntist Helgu Guðmundsdóttur,
börn þeirra eru Guðmundur og
Brynja Sif, sambýlismaður Óðinn
Ásgeirsson, þau eiga eina dóttur,
Brynjar og Helga skildu. Brynjar
kvæntist Vanessu Halldórsson,
sonur þeirra er Issaac Leif.
Við viljum með nokkrum orðum
minnast móður minnar og tengda-
móður, hennar Siggu Tomm eins og
hún var oft kölluð. Við minnumst ást-
ar hennar og umhyggju, hvernig hún
var svo oft boðin og búin að aðstoða
okkur, sérstaklega þegar börnin okk-
ar voru lítil. Það var ekki sjaldan að
hún kom til okkar á Njarðargötuna til
að sitja yfir börnunum svo að Laufey
gæti lagt sig eftir að hafa vaknað
snemma til að bera út Moggann. Svo
var það stundum á laugardags- og
sunnudagsmorgnum að börnin fóru
upp á Austurbraut til ömmu og afa til
að horfa á barnaefnið í sjónvarpinu,
þaðan komu þau aftur sæl og ánægð
eftir að hafa fengið að njóta gestrisni
ömmu, brúnkökurnar, marmarakök-
urnar og jólakökurnar ásamt ískaldri
mjólk. Það voru ekki bara börnin sem
nutu gestrisni hennar heldur allir
þeir sem þangað komu í heimsókn, og
alltaf var það viðkvæðið „æ fyrirgefið
hvað þetta er lítið og ómerkilegt“ þó
svo að borðin svignuðu undan kræs-
ingunum.
Mamma var einstaklega ljúf og
vildi öllum vel, hún var lítillát og
hrokalaus, hún mat aðra meira en sig
sjálfa. Hún talaði oft um, að þegar
hún væri dáin vildi hún ekki láta
halda yfir sér lofræðu, heldur að
áhersla yrði lögð á lestur úr hinni
helgu bók og sungnir margir sálmar,
því sjálf átti hún lifandi trú á Jesú
Krist. Í uppvextinum lærði hún um
Guð og voru það foreldrar hennar
sem uppfræddu hana og systkini
hennar. Tómas faðir hennar var hag-
yrtur mjög og orti hann mörg ljóð.
Sem dæmi um trú þeirra hjóna fylgir
hér með ljóð sem hann orti til dóttur
sinnar á eins árs afmæli hennar og
ber glöggt merki um það trúarþel
sem ríkti á heimili þeirra:
Sigþrúður mín árið eitt
ástin Guðs þér lánað hefur.
Allt sem þarfnast þér er veitt,
þig svo skorti ekki neitt,
fótspor þín til þroska leitt,
því skal lofa hann sem gefur.
Sigþrúður mín árið eitt,
ástin Guðs þér lánað hefur.
Ég þess bið að árin þín,
öll til sannrar gæfu leiði,
Guð þér bendi blítt til sín,
blessuð litla dóttir mín.
Flekklaus æfi fagurt skín,
frelsarinn þér veginn greiði.
Ég þess bið að árin þín,
öll til sannrar gæfu leiði.
Síðustu árin hefur heilsu hennar
farið stöðugt hrakandi og má með
sanni segja að nú sé hún komin á
betri stað, í faðm frelsarans sem for-
eldrar hennar uppfræddu hana um.
En Drottinn Jesús sagði einmitt og
það má lesa í Jóhannesarguðspjalli:
„Trúið á Guð og trúið á mig.
Í húsi föður míns eru margar vistarverur.
Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég
færi burt að búa yður stað?
Þegar ég er farinn burt og hef búið yður
stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo
að þér séuð einnig þar sem ég er.
Veginn þangað, sem ég fer, þekkið þér.“
Mamma þekkti veginn, hún vissi að
vegurinn til Guðs er trúin á Jesú
Krist og nú hefur Hann tekið hana til
sín og þar fær hún að hvílast í faðmi
Drottins.
Við þökkum góðum Guði fyrir allan
þann kærleika og allar þær góðu
stundir sem við fengum að njóta með
henni.
Við vottum pabba og systkinum
mínum samúð okkar, megi góður Guð
styrkja okkur öll er við söknum Siggu
Tomm.
Blessuð sé minning Sigþrúðar Jór-
unnar Tómasdóttur.
Tómas Ibsen og Laufey
Danivalsdóttir.
Elsku amma Sigga er sofnuð og
bíður þess að Drottinn komi að sækja
hana til sín.
Við systkinin hugsum oft um þá
daga sem við áttum með ömmu og afa
í Keflavík. Við vorum bæði mikið fyr-
ir að fara til þeirra og fórum oft til
ömmu ef það voru eyður í stundatöfl-
unni eða frí í tímum þegar við vorum í
FS. Amma var alltaf búin að baka og
átti alltaf gott með kaffinu þegar við
komum. Þegar við minnumst ömmu
koma kökurnar hennar fljótt upp í
hugann, sérstaklega brúntertan sem
hún gerði. Það hafa margir reynt að
baka eins brúntertu, en það getur
enginn bakað hana eins og amma
gerði. Alveg ótrúlegt. Amma var
mjög trúuð og sat oft við eldhúsborð-
ið, þegar við komum til hennar, og las
upp úr sálmabókinni. Hún kunni
marga sálmana utanbókar og fór með
þá fyrir okkur. Þegar við vorum lítil
kenndi hún okkur líka skemmtileg
kvæði eins og Aravísur og Gutt-
akvæði. Henni fannst gaman að sitja
með okkur og syngja þessi kvæði.
Þegar við raulum þessi kvæði í dag
minna þau okkur alltaf á hana. Það er
ein setning sem er föst í minni okkar
sem amma sagði iðulega við okkur og
það var setningin „yndisleg/ur í önd
og sál“ og svo ef við gistum hjá þeim
þá byrjaði hún alltaf daginn með okk-
ur á að fara með bænina „Nú er ég
klæddur og kominn á ról“. Við eigum
eftir að sakna ömmu mjög mikið. Hún
var mjög stór þáttur í lífi okkar og við
elskuðum hana endalaust mikið.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá –
það verður dásamleg dýrð handa mér.
Dásöm það er, dýrð handa mér,
dýrð handa mér, dýrð handa mér,
er ég skal fá Jesú auglit að sjá,
það verður dýrð, verður dýrð handa mér.
Og þegar hann, er mig elskar svo heitt,
indælan stað mér á himni’ hefur veitt,
svo að hans ásjónu’ ég augum fæ leitt –
það verður dásamleg dýrð handa mér.
Ástvini sé ég, sem unni ég hér,
árstraumar fagnaðar berast að mér,
blessaði frelsari, brosið frá þér,
það verður dásamleg dýrð handa mér.
(Þýð. Lárus Halldórsson.)
Elsku afi, pabbi, Eygló, Tómas og
Snorri, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðmundur og Brynja Sif.
SIGÞRÚÐUR JÓR-
UNN TÓMASDÓTTIR
✝ Gestur Guðjóns-son fæddist á
Gvendarnesi við Fá-
skrúðsfjörð 24.
október 1929. Hann
lést á St. Jóssefsspít-
ala í Hafnarfirði 8.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðjón Ólafsson, út-
vegsbóndi á Gvend-
arnesi, og Arnleif
Stefánsdóttir frá
Grund á Stöðvar-
firði. Bræður Gests
voru Guðlaugur
Bjarni, f. 1.3. 1915, d. 8.8. 1997,
Sigursteinn, f. 21.1. 1917, d. 4.9.
1980, og Gunnþór, f. 17.2. 1924, d.
1.2. 2001.
Eiginkona Gests
er Þórunn Benja-
mínsdóttir, f. 13.4.
1933. Börn þeirra
eru: 1) Guðjón Arn-
ar, f. 19.8. 1960, 2)
Kristrún Erla, f.
24.6. 1966, í sambúð
með Sigurgeiri Sig-
urðssyni, 3) Guð-
mundur Ingi, f. 4.10.
1967, og 4) Þórunn
Hjördís, f. 2.3. 1971,
d. 23.12. 1987.
Gestur starfaði til
67 ára aldurs í
Straumsvík.
Útför Gests verður gerð frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Gestur frændi minn er látinn eftir
stutt en erfið veikindi. Hann var
yngstur af fjórum bræðrum sem allir
eru nú látnir. Hann var yngsti bróðir
föður míns. Hann var mjög ungur
þegar hann missti móður sína og
nokkrum árum seinna föður sinn.
Hann átti athvarf hjá foreldrum mín-
um og ílengdist á þeirra heimili.
Hann Gestur var okkur systkinunum
sem besti bróðir. Það er svo margt
sem fyrir er að þakka. Gestur stund-
aði sjómennsku framan af og var þá í
siglingum. Voru ófáir pakkarnir sem
hann færði okkur systkinunum af
varningi sem ekki var hægt að kaupa
í búð á Íslandi í þá daga. Hann
frændi minn vann í Straumsvík frá
stofnun til 67 ára aldurs og ekki voru
fá orð höfð um þann vinnustað sem
honum fannst sá besti sem til var.
Eiginkonu Gests, Þórunni Benja-
mínsdóttur, og börnum þeirra votta
ég mína innilegustu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Þín frænka,
Jóna Lára Sigursteinsdóttir.
Það var aldrei neitt að hjá honum
Gesti, alltaf allt í lagi. Sagt er að
lengi búi að fyrstu gerð og á það svo
sannarlega við hann. Móðurmissir 4
ára snáða marka spor framtíðarinn-
ar. Tilfinningarnar eru settar inn í
pakka og enginn nema útvaldir fá að
sjá hvað þar er. Ekki mjög mann-
blendinn nema við sína fjölskyldu,
kanski smá feimni. „Naglinn“ eins og
við kölluðum hann, samanrekið
vöðvabúnt eftir sjómennsku frá unga
aldri.
Þetta eru blikin sem koma upp
þegar Gests er minnst. Kynnin hóf-
ust eftir að Gestur og fjölskylda
flytja í Hafnarfjörð. Í samtölum við
Gest koma minningar af Austfirðing-
um sem fluttu á Laugarnesveginn –
þar tengdum við. Missir dóttur er
öllum þungbær og markar þung
spor.
Það var gaman að koma af stað
umræðum um fiskveiðistjórnun og
pólitík. Þá æstist hann ávallt en stutt
var í kímnina og glottið. Þegar
hjartaaðgerð beið hans fyrir nokkr-
um árum og biðin tók mánuði kom ég
stöku sinnum í heimsókn og naglinn
klikkaði ekki, alltaf jafn svalur á
meðan biðinni stóð. Ég keyrði hann
heim af spítalanum á skírdag, 6 dög-
um eftir aðgerð, alveg ótrúlega
hress. Á páskadagsmorguninn var
einhver ólund í undirrituðum og var
farið snemma í bíltúr. Þegar keyrt
var framhjá Hjallabraut 50 stóð
naglinn úti á stétt og virtist vera að
viðra sig. Bíllinn rennur upp að hon-
um og er spurt frétta. Hann sagði að
einhver „frænka“ hefði komið með
restar úr fermingarveislu í gær og
hann sé að drepast í maganum og
örugglega með matareitrun. Gestur
var svo kvalinn að hann tók bara fet-
ið, settist inn í bílinn veinandi. Keyrt
er af stað út á golfvöll þar sem marg-
ar holur voru á veginum. Við hverja
holu sem keyrt var í veinar hann af
kvölum. Farið er fljótt til baka, segi
ég honum að tala við lækni fljótlega.
Við kveðjumst. Ekki veit ég meira af
Gesti fyrr en 3 dögum síðar – þá bú-
inn að fara í gallsteinaaðgerð án
svæfingar. Þrjár vikur að jafna sig.
Ekkert mál. Önnur aðgerð á síðasta
ári. Eftir hana sagði hann að vömbin
væri eins og vel saumaður keppur,
skurðir úti um allt.
Gestur og Bogga koma í heimsókn
í lok janúar sl. Allir hressir. Sest við
kaffiborð og segir hann frá draumi
og segir síðan lágum rómi „ætli mað-
ur sé ekki bara feigur“, 10 vikum síð-
ar – allur. Svo fljótt. Það var allt í lagi
þangað til hann gat ekki gengið
meira.
Ef síðustu klukkutímar í lífi Gests
er samsvörun hjá öllum, þá er það
„ekkert mál“ að kveðja þetta líf. Því-
líkur friður og ró.
Elsku Bogga, börn, barnabörn og
barnabarnabörn, við biðjum Guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Guðjón og Beta.
Með söknuði til eins míns besta
vinar sem óvænt er fallinn frá.
Við Gestur ólumst upp í litlu sjáv-
arþorpi á Austfjörðum en þekktumst
ekki mikið á uppvaxtarárum okkar
þar, þar eð 5 ára aldursmunur var á
mér og Gesti. Er ég var að ljúka
minni skólagöngu var Gestur farinn
að stunda sjóinn, einsog flestir ung-
lingar gerðu á þeim árum, sumir
ílengdust í þeirri atvinnugrein, en
hinir fóru í ýmis önnur störf og nám.
Við Gestur kynntumst meira síðar
er við réðumst á togarann Austfirð-
ing sem var glæstur síðutogari og
var keyptur af hlutafélagi sem þrjú
sveitarfélög stofnuðu og var gerður
út af þeim í mörg ár. Það var sumarið
1950 sem Austfirðingur kom til
landsins og var mannað í öll störf og
siglt á Grænlandsmið til saltfisk-
veiða yfir sumartímann. Þetta voru
oft langir og erfiðir túrar, en yfir vet-
urinn var farið á ísfiskveiðar sem
voru þá vanalega styttri tími á veið-
um.
Ég minnist Gests sérstaklega, þá
um 22ja ára, sem sérlega rösks og vel
vans flatningsmanns en til að hlut-
irnir gengju fyrir sig varð áhöfnin að
vera samhent og rösk. Við Gestur
vorum samskipa þarna næstu 2 árin,
en síðar skildu okkar leiðir um nokk-
uð mörg ár. Gestur réð sig til útgerð-
arfélagsins Kletts, sem gerði út
nokkra togara, sem Gestur var á í
einhver ár. Hann hætti svo allri sjó-
mennsku og vann einhver ár við síld-
arbræðslur félagsins, en aðallega við
verksmiðjuna í Laugarnesi.
Gestur kynntist sinni prýðis eig-
inkonu Boggu, sem oftast var kölluð,
en heitir Þórunn. Þau eignuðust
góða íbúð við Hraunteig í Laugar-
nesi, en þar var oft gaman að koma
og fá sér bakkelsið hennar Boggu.
Þau fluttu síðar til Hafnarfjarðar í
góða blokkaríbúð, þar sem þau
bjuggu, uns um árið 1972 að þau
fluttu í nýtt og gott endaraðhús sem
þau byggðu við Hjallabraut 50.
Gestur hóf störf við álverið í
Straumsvík 1969 sem hóf starfsemi á
því ári, og þar starfaði Gestur í ker-
skálanum sem vaktstjóri og verk-
stjóri til 70 ára aldurs.
Kunningsskapur okkar Gests og
Boggu hélst alla tíð, en við Gestur
fórum ekkert fáa laxveiðitúrana
saman á seinustu ca 40 árum. Þá var
aðallega farið í Stóru Laxá, Sogið,
Ölfusá og upp í vötnin í Svínadal og á
Arnarvatnsheiði. Gestur og Bogga
fóru oft í sólarlandaferðir og nutu
þess, en eina slíka fórum við öll sam-
an til Kanaríeyja, en það var árið
1998 og vorum þar í einn mánuð og
fengum frábært veður allan tímann
en það var í nóvember og byrjun des-
ember.
Ég nefni þessi kynni mín af Gesti
því hann hefur verið einn minn besti
vinur og félagi svo lengi og ég kem til
með að sakna hans mikið, þá sérstak-
lega þegar veiðifélagsskapar hans
nýtur ekki lengur við því hann hafði
góðan húmor og var skemmtilegur
veiðifélagi.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég minn kæra vin og gangi hann
á Guðs vegum.
Ég votta eiginkonunni, Þórunni,
börnunum, Guðjóni, Guðmundi og
Erlu, mína dýpstu samúð og bið góð-
an Guð að styrkja þau í sorginni.
Unnar.
GESTUR
GUÐJÓNSSON
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ANNA S. WIUM KRISTINSDÓTTIR,
Hjarðarslóð 3 D,
Dalvík,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu-
daginn 16. apríl. Útför hennar fer fram frá Dal-
víkurkirkju laugardaginn 22. apríl kl. 14.00.
Jón Halldórsson, Gunnlaugur Jónsson,
Ágúst Jónsson, Snjólaug Jónsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.