Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                !  "# #                                   !   " #$%&  '(   ' #    &  $ &  ) * &# &  )!#&   ( &+$ & , &+  -   -  '  &  .  / 0 1 '21$ &  3     &   '    0 , &+   4  &+  4  02 &   5 &+    672  89'   &  8  :;## &#  0 !0 &  < && !0 &    !"# '  + =;2 2 0    .1 > # .0 &+   "$  %&  5?=@ .A0  0  0          /  /      /      / / / / /   ; &# 1 ; 0  0 /  /   /  /  /  / /  /  / / / / /  /  / /  /  / /    / / / / / /  B / CD B / CD B / CD B /CD B /CD B /  CD B /CD B / CD B /CD / B / CD / B /CD B /CD / B /CD / B CD / B / CD B CD / / / / / B / CD 4 +  0  + # & : $0 A  + #E )  .               /  /       /      / / / / /                                                     < 0  A *%  :4 F  #&   '2!+ 0      /  /   /     / / / / / GENGISVÍSITALA krónunnar hefur ekki verið hærra frá því í maí árið 2002, en gengisvísitala hækkaði um 1,75% í gær, sam- kvæmt upplýsingum frá Glitni, og veiktist krónan sem því nemur. Við upphaf viðskipta var gengis- vísitalan 128,80 og við lokun var hún 131,10. Gengi dollarans er 76,75 krónur, pundsins 136,40 og evru 94,30. Í Vegvísi Landsbankans segir að þróun markaða í gær hafi hvorki verið fjárfestum á skuldabréfa- né hlutabréfamarkaði í hag. Ávöxtun- arkrafa verðtryggðra og óverð- tryggðra bréfa hækkaði einnig innan dagsins. Svartsýni tekur völdin Landsbankinn segir að engar sérstakar fréttir hafi haft áhrif á markaðina í dag en sem fyrr sé fremur döpur stemning ríkjandi og bjartsýni hafi vikið fyrir almennri svartsýni. Hugsanlegt sé að skýrsla Barclays um stöðu ís- lensku bankanna, sem birt var á miðvikudaginn, sé enn ofarlega í huga fólks. Í nýútgefinni hlutabréfaskýrslu greiningardeildar Landsbankans, þar sem fjallað er um stöðu og horfur á innlenda hlutabréfamark- aðinum, kemur fram að veiking krónunnar eykur virði 98% hluta- bréfa sem skráð eru í Kauphöll Ís- lands. Segir Landsbankinn að af þess- ari úttekt megi vera ljóst að það sterka samhengi sem ríkt hafi á milli veikingar íslensku krónunnar og þróunar hlutabréfaverðs und- anfarið, byggist ekki á hagrænum áhrifum. „Þróunin á hlutabréfa- markaði má því alfarið rekja til þess að almenn svartsýni hefur tekið völdin á markaðinum,“ segir í Vegvísinum. Gengi krónunnar ekki lægra í tæp fjögur ár '(    ( !!&             2 & $   A    ) *+C SKOÐUN, dótturfélag Dagsbrúnar, sem nýverið keypti 51% hlutafjár í Kögun, hefur gert öllum hluthöfum í Kögun yfirtökutilboð í hluti þeirra í félaginu. Verð sem hluthöfum í Kög- un er boðið fyrir hluti sína nemur 75 krónum á hlut sem samsvarar hæsta verði sem Skoðun og tengdir aðilar hafa greitt fyrir hluti í Kögun síðast- liðna sex mánuði. Stefnt er að afskráningu Kögunar úr Kauphöll Íslands þar sem félagið uppfyllir ekki kröfur Kauphallarinnar um dreifingu hlutafjár. Skoðun á eins og áður sagði 51% hlut í Kögun, Sím- inn á 26,94% hlutafjár og Exista á 11,04%. Aðeins eru því um 11% af út- gefnu hlutafé félagsins í eigu al- mennra fjárfesta en gerð er krafa um að 25% hlutafjár séu í eigu almennra hluthafa ef félög eru skráð á aðallista Kauphallar Íslands. Sanngjarnt tilboð, segir Glitnir Umsjón með yfirtökutilboðinu hef- ur Straumur-Burðarás Fjárfestinga- banki en tilkynningu um tilboðið til Kauphallarinnar fylgir skýrsla frá Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis. Þar er m.a. bent á að fyrirhuguð afskráning félagsins kunni að hafa áhrif á verð hlutabréfanna og með hvaða hætti verður hægt að eiga viðskipti með þau í framtíðinni. Er það mat Glitnis að yf- irtökutilboðið sé sanngjarnt og vel ásættanlegt fyrir hluthafa Kögunar. Skoðun gerir yfir- tökutilboð í Kögun Úrvalsvísitalan niður um 2,09% ● HLUTABRÉF lækkuðu töluvert í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úr- valsvísitalan lækkaði um 2,09% og var 5.535 stig við lok viðskipta. Bréf tveggja félaga hækkuðu, Nýherja um 2,16% og Granda um 1,25%. Bréf FL Group lækkuðu um 4,81%, bréf Landsbankans um 4,26% og Dags- brúnar um 3,22%. Viðskipti með hlutabréf námu 3,3 milljörðum króna, þar af 1,2 milljarða með bréf KB banka. Atorka eykur við sig í Interbulk ● ATORKA Group hefur aukið við hlut sinn í flutningafyrirtækinu Interbulk Investments plc. og er orðinn stærsti hluthaf- inn með rúm 23% hlutafjár í félag- inu. Markaðs- verðmæti hlutarins eru rúmar 800 milljónir króna. Interbulk Investments er þriðja stærsta flutningafyrirtæki í heim- inum með sérhæfðar gámaeiningar fyrir efnaiðnað, segir í tilkynningu til Kauphallar. Velta fyrirtækisins á síð- asta ári var 140 milljónir evra og EBITDA-hagnaður síðasta árs var 12,4 milljónir evra. Markaðurinn sem Interbulk starfar á mun hafa vaxið um 10% á ári undanfarin fjögur ár. Höfuðstöðvar Interbulk eru í Rotterdam og er félagið skráð á AIM- markaðnum í London. Samkeppni við Dagsbrún hafin ● DANSKA fréttastofan Ritzau segir að samkeppni þarlendra fjölmiðla um auglýsingatekjur sé komin á fulla ferð vegna áforma Dagsbrúnar um að hleypa nýju ókeypis blaði af stokkunum í haust. Nú hafi verið ákveðið að dreifa Søndagsavisen ókeypis um allt landið á tilteknum dögum það sem eftir er af árinu. Ritzau segir að ákveðið hafi verið að bera Søndagsavisen út um allt landið 6. maí og 3. júní og síðan að minnsta kosti á 10 helgum seinni hluta ársins. Gorm Wesing Flyvholm, ritstjóri Søndagsavisen, segir að því sé ekki að leyna að nýtt blað Dagsbrúnar, sem eigi að bera í hús, muni auka samkeppnina um auglýsingar frá verslunarkeðjum, fjármálafyrir- tækjum og öðrum stórum fyrir- tækjum sem auglýsa um allt landið. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Aðstæður á fjármála- markaði hömluðu sölu EKKERT verð- ur af sölu Danól og Ölgerðarinn- ar Egils Skalla- grímssonar þar sem þau tilboð sem bárust í fyrirtækin reyndust ekki viðunandi, að mati núverandi eigenda. Fyrirtækin voru sett í sölu- ferli í lok febrúar. Í tilkynningu segir að á þeim tíma sem liðinn sé hafi að- stæður á markaði breyst umtalsvert og hafi það átt sinn þátt í lyktum söluferlisins. MP Fjárfestingarbanki annaðist sölu fyrirtækjanna og segir Friðrik Einarsson, sérfræðingur á fyrir- tækjasviði bankans, í samtali við Morgunblaðið að mikið hafi gengið á í íslensku bankakerfi undanfarið og aðstæður síðustu vikna á fjármála- markaði hafi því ekki liðkað fyrir samningum. Í tilkynningunni segir jafnframt að eigendur séu afar þakklátir starfsfólki fyrirtækjanna fyrir þann skilning sem það hefi sýnt síðastliðn- ar vikur. Nú sé óvissu um eignarhald fyrirtækjanna eytt en framtíðin sé björt og margir spennandi hlutir framundan hjá báðum fyrirtækjum. GENGI Evru gæti orðið 105–110 krónur við næstu áramót, gangi spár Royal Bank of Scotland (RBS) eftir, en í nýrri skýrslu um ástand efnahagsmála hér á landi spáir greiningardeild bankans því að gengi krónunnar eigi enn eftir að lækka um sem nemur 15–20% á árinu. Í skýrslunni, sem ber heitið Ice- land: Still Melting (Ísland: bráðn- ar enn), segir RBS að íslenska rík- ið eigi við gengisvanda að stríða, en engan lánstraustsvanda, á með- an viðskiptabankarnir þrír eigi ekki við neinn gengisvanda að etja, en dálítinn lánstraustsvanda, en meginefni skýrslunnar er þróun gengis krónunnar og framtíðar- horfur. Telja skýrsluhöfundar að helsti vandi íslensku krónunnar stafi af þeim mikla fjölda skuldabréfa sem gefin voru út í íslenskum krónum, en á innan við einu ári voru gefin út skuldabréf að andvirði 220 milljarða íslenskra króna, sem nemur um 23% af þjóðarfram- leiðslu. Stór hluti þessara skulda- bréfa kemur til greiðslu á seinni hluta þessa árs og í upphafi þess næsta og mun það valda enn frek- ari lækkun á gengi krónunnar. Í skýrslunni er lögð áhersla á að hvorki íslenska ríkið né íslensku bankarnir eigi við alvarlegan láns- traustsvanda að etja. Skuldir rík- issjóðs hafi farið lækkandi ár frá ári og séu nú um 30% af lands- framleiðslu, og gefi það til kynna að ríkið hafi burði til að koma ein- um eða jafnvel tveimur bankanna til aðstoðar ef þörf krefði. Skýrslu- höfundar telja hins vegar afar ólíklegt að þess gerist þörf. Sveigjanlegt hagkerfi Þá kemur fram í skýrslunni að álagspróf sem Fjármálaeftirlitið (FME) lét gera á íslensku bönk- unum leiddi í ljós að þeir muni mjög líklega geta staðið af sér mjög harða tíð. Þá sé fjármögnun bankanna dreifð og skuldabréfa- markaðir standi þeim enn opnir. Skýrsluhöfundar segja nokkra þætti geta hægt á, eða snúið við, gengisþróuninni. Í fyrsta lagi muni áform um frekari uppbyggingu ál- iðnaðar hafa jákvæð áhrif, gangi þau eftir. Þrátt fyrir að fram- kvæmdir hæfust ekki fyrr en árið 2008 sýni reynslan að markaðir bregðist við slíkum fréttum nokkru fyrr. Þá telja þeir líklegt að haldi Seðlabanki Íslands áfram að hækka vexti geti það laðað til baka fjárfesta á skuldabréfamark- aði. Í skýrslunni segir að lokum að í raun sé ekki rétt að flokka ís- lenska hagkerfið með svokölluðum nýmarkaðshagkerfum. Það hafi reynst einstaklega sveigjanlegt og þolað áföll mjög vel, auk þess sem fjölbreytileiki í viðskiptalífinu sé mikill. Krónubréfin munu reynast íslensku krónunni erfið Jákvæðari Í skýrslu RBS kveður við mun jákvæðari tón en í skýrslu bank- ans sem kom út í nóvember. Var það fyrsta erlenda skýrslan af þeim fjöl- mörgu sem komið hafa út um íslensku bankana á undanförnum mánuðum. RBS spáir frekari lækkun krónu bjarni@mbl.is Gengið frá Saltur VINNU við áreiðanleikakannanir vegna kaupa Icelandic Group á dönsku saltfiskvinnslunni Saltur A/S er lokið. Niðurstöður þeirra höfðu ekki áhrif á kaupverð og hafa end- anlegir samningar um kaupin verið undirritaðir, að því er fram kom í til- kynningu til Kauphallar Íslands í gær. Saltur var í aðaleigu Íslendinga og fengu þeir hinir sömu hlutafé í Icelandic Group. ♦♦♦ 6 + G .H8      C C ':.= "I      C C ?? J-I        C C J-I )!& 6      C C 5?=I "K L&       C C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.