Morgunblaðið - 19.04.2006, Side 11

Morgunblaðið - 19.04.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 11 FRÉTTIR Nýr lífsstíll – ný framtíðarsýn Miðstöð fyrir fólk á besta aldri á Suðurnesjum, í hjarta Reykjanesbæjar 1. áfangi verður tekinn í notkun sumarið 2007 www.nesvellir.is · sími 414 6400 Fyrirhugað þjónustusvæði á Nesvöllum er í heild um 60 þúsund fermetrar. Þar munu rísa hjúkrunarheimili, öryggisíbúðir, félags- og þjónustumiðstöð, þar sem verður m.a. miðstöð heimaþjónustu, auk almennra íbúða fyrir 55 ára og eldri. Að lokinni skóflustungu á Nesvöllum verður eldri borgurum og velunnurum þeirra boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu Stapa. Fyrsta skóflustunga að þjónustumiðstöð á Nesvöllum verður tekin á morgun, sumardaginn fyrsta, 20. apríl, kl. 10.00. Nesvellir, Reykjanesbæ NETORKA HF. hefur tekið í notkun upp- lýsingakerfi sem mun gera upp orku- notkun milli seljenda og kaupenda og halda utan um allar breytingar á við- skiptum raforkuseljenda og -kaupenda. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, samþykkti fyrstu form- legu skiptin frá einum raforkusala til annars í upplýsingakerfi Netorku í hús- næði stjórnstöðvar Landsnets við Bú- staðaveg. Netorka er mæligagna- og uppgjörsfyrirtæki fyrir íslenskan raf- orkumarkað í markaðsvæddu umhverfi, en frá áramótum hafa landsmenn átt kost á að velja sér af hvaða raforkusala þeir kaupa raforku. Miðlægur gagna- grunnur og einfalt skeytakerfi Netorku er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum í raforkuiðnaði. Viðskipti með raforku í gagnagrunn Morgunblaðið/ÞÖK Í DAG kl. 16.00 verður undirritaður í Víkinni, Sjóminjasafninu í Reykja- vík, Grandagarði 8, samningur milli Siglingastofnunar Íslands og Vík- urinnar um varðveislu gripa frá Siglingastofnun. Í samningnum felst að Víkin tekur minjar og muni frá Siglingastofnun til varðveislu og skráningar og mun nota þá í miðlun og sýningarhaldi eftir því sem tilefni er til hverju sinni, segir í fréttatilkynningu. Siglingastofnun Íslands varð til árið 1996 þegar sameinaðar voru Vita- og hafnamálastofnun og Sigl- ingamálastofnun. Upphaf Sigl- ingastofnunar liggur þó allt aftur til ársins 1878 þegar fyrsti viti landsins var reistur á Reykjanesi. Vitagæsla og vitabyggingar voru meginvið- fangsefni stofnunarinnar fyrstu ára- tugina en upp úr aldamótunum 1900 bættist við hafnargerð og rann- sóknir vegna fyrirhugaðra hafn- argerða hvarvetna um landið. Sigl- ingamálastofnun sinnti á hinn bóginn eftirliti með skipum og mæl- ingum skipa. Ýmiss konar munir og minjar frá starfseminni hafa varðveist í fórum Siglingastofnunar. Þegar Sjóminja- safnið í Reykjavík var stofnsett skapaðist kjörinn vettvangur til að koma þessum gripum í öruggt var hjá safninu og tryggja þannig varð- veislu og miðlun þekkingar um vita- mál, hafnargerð og skipaeftirlit sem eru mikilvægir þættir í atvinnu- og samgöngusögu þjóðarinnar, segir í tilkynningunni. Víkin tekur að sér varðveislu muna frá Siglingastofn- un Íslands AÐSTANDENDAFÉLAG aldr- aðra, AFA, vill tafarlausar úrbætur í launamálum starfsfólks á sjálfseign- arstofnunum aldraðra sem mótmæla lágum launum sínum ítrekað. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. „Mikilvægi umönnunarstarfa og hjúkrunar er vanmetið og þjóðfélag- inu til vansa. Afleiðing þessa er vax- andi brotthvarf reynds og hæfs starfsfólks með tilheyrandi auknu álagi á annað starfsfólk, heimilisfólk og aðstandendur. Þá er undirmönn- un á hjúkrunarheimilum vaxandi vandamál. AFA minnir á að í stjórnsýsluút- tekt Ríkisendurskoðunar frá októ- ber 2005 kemur fram að raunkostn- aður heimila með hjúkrunarrými sé að meðaltali 10% hærri en daggjöld- in sem ríkið greiðir. Ríkisvaldið – heilbrigðisráðuneyti og fjármálaráðuneyti verða strax að leysa vandann til að hindra brott- hvarf þessa starfsfólks og tryggja eðlilegan heimilisbrag og öryggi ást- vina okkar og heimilisfólks. Hækka þarf daggjöld eða gera aðrar ráðstafanir svo komið verði í veg fyrir hallarekstur ár eftir ár eins og fyrrnefnd stjórnsýsluúttekt gerir vel grein fyrir. Rekstrarfé verður að- standa undir sómasamlegum launum starfsfólks. Aðrir aðilar s.s. stjórnir öldrunar- heimilanna, viðkomandi sveitarfélög og stéttarfélög verða einnig að gera sitt ýtrasta, svo hætt verði þeim ábyrgðarlausa leik að kasta vandan- um fram og til baka í stað þess að vinna að lausn hans,“ segir í álykt- uninni. Styður kröfur um bætt launakjör UNGUR ökumaður í Borgar- nesi hefur verið sviptur öku- leyfi fyrir ofsaakstur í upp- sveitum Borgarfjarðar að morgni páskadags. Lögreglan í Borgarnesi hugðist stöðva pilt- inn fyrir of hraðan akstur en hann var á Subaru Impreza fólksbíl og gaf í frekar en að hlýða lögreglunni. Hófst þá eft- irför og voru bílarnir komnir í 190 km hraða og dró í sundur með þeim frekar en hitt. Í stað þess að skapa frekari hættu dró lögreglan sig í hlé og leyfði pilti að fara sína leið en tók niður bílnúmerið og fór heim til hans síðar og tók af honum ökuskír- teinið. Missti leyfið vegna ofsa- aksturs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.