Morgunblaðið - 19.04.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 19.04.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 37 DAGBÓK Markmið með ráðstefnunni er að varpa ljósi á auknar kröfur um vottuð gæðastjórnunarkerfi á sviði ráðgjafar og hönnunar. RÁÐSTEFNA 27. APRÍL GRAND HÓTEL KL. 13 –17 Fyrirlesarar verða: Landsvirkjun, Guðmundur S. Pétursson Veikasti hlekkurinn Framkvæmdasýsla ríkisins, Óskar Valdimarsson Frá afurðaeftirliti til vöktunar vinnuferla Vegagerðin, Rögnvaldur Gunnarsson Eftirlit með framkvæmdum Skipulags- og byggingarsvið Rvk, Magnús Sædal Hugmyndir um gæðakerfi í frumvarpi til mannvirkjalaga Verkfræðideild HÍ, Helgi Þór Ingason Árekstrar gæðakerfa Verkfræðistofan Hönnun, Tryggvi Jónsson Vottað gæðastjórnunarkerfi: ávinningur ráðgjafa Batteríið Arkitektar, Jón Ólafsson Kröfur verkkaupa BSI á Íslandi, Árni Kristinsson Leiðin að vottun gæðakerfis VOTTAÐ ÍSLAND? Hagur fyrir verkfræði- og arkitektafyrirtæki Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu FOCAL: www.focal.is Að erindum loknum verða pallborðsumræður. Léttar veitingar við ráðstefnuslit. Verð kr. 6.800 Fagráðstefna Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefurboðið til landsins fræðimanninum BruceClunies Ross. Hann mun halda erindi umpíanistann og tónskáldið Percy Grainger í Odda, stofu 101 kl. 12.05 25. apríl næstkomandi. Yf- irskrift fyrirlestrarins er „Víkingahugsjónir Percy Grainger“ (e. Percy Grainger’s Viking Ideals). „Í erindi mínu mun ég kanna hvernig málvísindi, þá ekki síst hvernig íslenska, íslensku fornsög- urnar og Grettir Ásmundarson höfðu áhrif á tón- verk Graingers og viðhorf hans til tónlistar,“ segir Bruce. „Percy Grainger var frumkvöðull á sviði þjóð- lagafræði. Sem barn las hann enska þýðingu Grett- issögu og hafði lesturinn svo mikil áhrif á hann að entist honum ævina á enda sem uppspretta inn- blásturs í lífi og list,“ útskýrir Bruce. „Hann var ekki aðeins hæfileikaríkur tónlistarmaður af guðs náð heldur mikill málamaður og af minnispunktum hans frá því hann var um tvítugt má sjá að hann var þá þegar farinn að nema fornensku og forn- íslensku, en einnig má sjá hvernig drög hans að tónverkum urðu fyrir áhrifum frá þekkingu hans á málvísindum. Hann las á íslensku sér til gamans og á 3. áratug síðustu aldar lét hann frá sér ritgerð á íslensku með titlinum „Þýðing íslenzkrar tungu fyrir Engil-Saxa“ (e. The Value of Icelandic to an Anglo-Saxon). En þrátt fyrir brennandi áhuga, og þó Grainger hafi ferðast vítt og breitt sem konsertpíanisti, ekki síst um Norðurlöndin, auðnaðist honum aldrei að heimsækja Ísland. Ég lít því sumpart á fyrirlestur minn sem tilraun til að ljúka för sem Grainger tókst aldrei að fara,“ segir Bruce sem mun ljúka fyrirlestri sínum með því að leika upptöku með tón- dæmum úr verkum Graingers. Percy Grainger lést í New York 1961. Bruce segir að örlögin hafi ráðið því að hann varð sérfræðingur um Percy Grainger: „Ég ólst upp í Adelaide, sem var sú borg sem Grainger sjálfur taldi sig tengdan sterkustum böndum, og þar sem hann var seinna grafinn. Móðir mín var pí- anókennari og þess vegna var nafn Graingers og eitt af þekktari verkum hans „Country Gardens“ mér vel kunnugt frá æsku. Þegar ég starfaði í Kaupmannahöfn las ég ævisögu Graingers eftir John Bird og uppgötvaði tengsl Graingers við Skandinavíu, og að hann hefði látið eftir sig mikil skrif á dönsku. Með bakgrunn minn, menntun í tónlist, málvísindum, og þekkingu á danskri tungu má segja að óhjákvæmilegt hafi verið fyrir mig að kynna mér Grainger betur.“ Aðgangur að fyrirlestri Bruce Clunies Ross um Percy Grainger er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Tónlist | Bruce Clunies Ross heldur fyrirlestur um tónskáldið og tónlistarmanninn Grainger Víkingahugsjónir Percy Grainger  Bruce Clunies Ross ólst upp í Adelaide í Ástralíu. Þar nam hann ensku og bókmenntir. Hann lauk framhalds- námi í enskum bók- menntum frá Balliol College, Oxford, og hlaut lektorsstöðu við Kaupmannahafnarhá- skóla 1970 þar sem hann kenndi ensku. Bruce hefur einnig verið reglulegur gestafyr- irlesari við Tuftsháskóla, Amsterdamháskóla og háskólann í Flórens. Bruce hefur birt fjölda greina um Percy Grainger og ritaði ásamt Mal- colm Gilles bókina „Grainger on Music“ árið 1999. Bruce lét af störfum 2001 en vinnur nú að bók um Grainger og Skandinavíu. Íslandsmótið. Norður ♠ÁG7 V/NS ♥ÁK9832 ♦K ♣73 Vestur Austur ♠K6 ♠109542 ♥G5 ♥10764 ♦ÁG1083 ♦-- ♣K1096 ♣G854 Suður ♠D8 ♥D ♦D976542 ♣ÁD2 Suður verður sagnhafi í þremur gröndum eftir óvenjulegar sagnir: Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 1 hjarta 1 spaði Pass 2 lauf Pass Pass 3 grönd ! Pass Pass Pass Hvernig á að spila með tígulgosa út? Sveit Eyktar varð Íslandsmeistari á laugardaginn eftir fjögurra daga stífa spilatörn. Tólf sveitir hófu keppnina á miðvikudag og spiluðu innbyrðis í þrjá daga, en síðan kepptu fjórar efstu til úr- slita á laugardeginum. Lið Ferðaskrif- stofu Vesturlands varð í öðru sæti, Skeljungssveitin í þriðja og Grant Thornton í því fjórða. Í sigursveitinni spiluðu Jón Baldursson, Þorlákur Jóns- son, Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ár- mannsson, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni Einarsson. Spilið að ofan kom upp í síðustu um- ferð 12 sveita úrslitanna og það var Sveinn Rúnar Eiríksson í sveit Grants sem meldaði svo frumlega á suðurspilin. Sveinn sá að fimm slagir á hjarta dygðu til vinnings, svo framarlega sem samgangur væri til að taka þá. Sem er vandalaust ef hjartað fellur 3-3, en Sveinn fann ráð til að tryggja vinning í 4-2 legu með gosa eða tíu í tvíspilinu - hann lagði niður hjartaásinn í öðrum slag og gleypti drottninguna heima. Tók næst á hjartakóng og þegar gosinn féll annar í vestur var samningurinn í húsi með því að sækja tíuna og svína í spað- anum. Ef sagnhafi spilar hjarta á drottningu í öðrum slag og svo spaðadrottningu að heiman, getur vestur sett strik í reikn- inginn með því að dúkka! En það dugir þó ekki til að bana spilinu. Sagnhafi tek- ur hálitaslagina sína, spilar laufi á ás og litlum tígli að heiman og fær í lokin ní- unda slaginn á drottningu í laufi eða tígli. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 Bb4+ 4. Rbd2 b6 5. a3 Bxd2+ 6. Dxd2 Bb7 7. e3 d6 8. Be2 Rbd7 9. 0-0 0-0 10. b4 Re4 11. Dd3 f5 12. Rd2 Dh4 13. f3 Rg5 14. f4 Re4 15. d5 Df6 16. Rxe4 fxe4 17. Dd2 exd5 18. Bb2 Df7 19. cxd5 Bxd5 20. Hac1 c6 21. Hfd1 Had8 22. h3 Kh8 23. Ba1 h6 24. Dc3 Rf6 25. De1 b5 26. Dh4 Bc4 27. Bxc4 bxc4 28. Bxf6 Dxf6 29. Dxf6 Hxf6 30. Hxc4 d5 Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti einstaklinga sem lauk fyrir skömmu í strandbænum Kusadasi í Tyrklandi. Stórmeistarinn Zdenko Ko- zul (2.606) sigraði óvænt á mótinu en fyrir mótið bjuggust fáir skákspek- ingar við að hinn fertugi Króati myndi blanda sér alvarlega í toppbaráttuna. Eins og gengur fylgdi heppnin sig- urvegaranum eins og í þessari skák þar sem Kozul hafði hvítt gegn rúmenska alþjóðlega meistaranum Alin Berescu (2.461) en skömmu áður en þessi staða kom upp hafði svartur peði yfir án þess að vera í nokkurri taphættu en nú sner- ist taflið þar eð eftir 31. Hxe4! hefur hvítur peði meira og léttunnið hróks- endatafl. Framhald skákarinnar varð eftirfarandi: 31. ...Ha8 32. He5 Kg8 33. Kf2 Hb8 34. Hd4 Kf7 35. Kf3 He6 36. Hf5+ Kg6 37. g4 Hbe8 38. Hd3 a6 39. h4 Kh7 40. Hc3 Kg8 41. h5 Hd6 42. He5 Kf7 43. Hxe8 Kxe8 44. Hc5 d4 45. exd4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Blöskrar bensínverðið ÉG fór á bensínstöð sl. miðvikudag, 12. apríl, og blöskraði bensínverðið en það var komið upp í 124,30 kr. Ég er félagsmaður í FÍB og finnst mér einkennilegt hvað þeir eru máttlausir í svona málum. Þeir eiga að ganga fram fyrir skjöldu og reyna að gera eitthvað. Ég skora á FÍB að reyna að mótmæla þessu í alvöru svo eftir verði tekið. Ég var á Benidorm sl. sumar og þar var bensínverðið helmingi lægra. Finnst mér að ríkið taki of mikinn skatt af bensínverðinu. Ólafur Þór. Strætó og gamla fólkið EITTHVAÐ það versta sem Strætó hefur gert var þegar þeir hættu að keyra Sogaveginn og gamla fólkið kemst hvorki til lækn- is né að ná sér í matarbita nema taka leigubíl. Áður gat það farið í strætó bæði í Kringlu, í Háaleiti og í Mjódd. Á öllum þessum stöðum eru læknar, bankar og verslanir. Nú í þessum mánuði fór strætó að ganga um Sogaveg í Mjódd en ekki gömlu leiðina. Nú fer hann niður Grensásveg í stað þess að fara Háaleiti og í Kringlu. Ég á ekki prenthæf orð yfir þetta lið hjá Strætó. Ég vona að þeir breyti ferðum í það sem áður var svo sem flestir geti notfært sér vagnana því þessi nýja leið sem var valin er al- gjörlega ófær og úr því vagninn er látinn ganga þarf hann að koma sem flestum að notum en ekki að þetta sé í algeru skötulíki. Ég er að kvarta fyrir öll gam- almenni hér í hverfinu sem vilja strætó sem fer um Sogaveg í gamla farið. Við hér munum hvernig fram við okkur er komið þið getið verið viss um það. Nú vitið þið að okkar krafa er Strætó í gömlu leiðina. Guðmundur Bergsson, Sogavegi 178, Rvk. Handtaska týndist í Mjóddinni LAUGARDAGINN 15. apr. varð móðir mín fyrir því óláni að tapa handtöskunni sinni er hún var í verslunarleiðangri í Mjóddinni. Taskan sú arna er svört, köntuð nælon-taska með nokkuð stórum handföngum og hefur hún senni- legast runnið af handlegg hennar án þess að hún tæki eftir og dottið á stéttina. Örfáum mínútum eftir að hún uppgötvaði missinn var taskan horfin! Móðir mín er orðin öldruð og er á leið inn á spítala nú eftir páskana og var hún að kaupa sér slopp og inniskó fyrir sjúkra- húsdvölina, auk þess voru húslykl- arnir hennar í töskunni. Þarf varla að taka fram hve missirinn er mik- ill fyrir ellilífeyrisþega þótt pen- ingalegt verðmæti hlutanna sé ekki svo mikið fyrir vinnandi mann, þar að auki hefur hún ekki tök á að afla sér þessara hluta aft- ur í tæka tíð fyrir áðurnefnda sjúkrahúsdvöl. Þar sem taskan var ómerkt vil ég biðja þann sem hef- ur hana undir höndum að hafa samband við mig í síma 869 1970, með fyrirfram þökk. Rut Kristjánsd. Kettlingar fást gefins 2JA mánaða fallegir kettlingar fást gefins á góð heimili. Kassavanir og vel upp aldir. Upplýsingar í síma 898 2659. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HIN árlega söngstund í Skógum verður sumardaginn fyrsta, 20. apríl, kl. 20.30. Dagskráin hefst með helgistund í Skógakirkju sem séra Haraldur M. Kristjánsson, pró- fastur í Vík, annast. Síðan verður komið saman í gamla barnaskólahúsinu frá Litla- Hvammi í Mýrdal, þar sem gömul ættjarðar- og sumarlög verða leikin og sungin. Kristín Björnsdóttir org- anisti annast undirleik og stjórnar almennum söng viðstaddra, með kór Skeiðflatarkirkju í Mýrdal í broddi fylkingar. Eftir að raddböndin hafa verið þanin verður boðið upp á kaffi og pönnukökur í Samgöngusafninu, í boði safnsins og kórs Skeiðflatar- kirkju. Mikilvægt er að allir sem unna söng í sumarbyrjun láti sig ekki vanta á þetta árvissa söngkvöld í Skógum. Byggðasafnið í Skógum – sumardagurinn fyrsti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.