Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Morgunblaðið á Akureyri hefur flutt skrifstofu ritstjórnar, þar með talda móttöku minningargreina og auglýsinga í húsnæði Hölds við Tryggvabraut 12. Sími ritstjórnar, áskriftar og auglýsinga er 569 1100. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI MARGRÉT Halldórsdóttir, vist- maður á dvalarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri, varð 100 ára annan í pásk- um og af því tilefni var haldið kaffisamsæti á Hlíð síðdegis. Mar- grét, sem fæddist á Tréstöðum í Hörgárdal 17. apríl 1906, hefur áratugum saman búið á Akureyri. Eiginmaður hennar var Tryggvi Jónsson bifvélavirki og bjuggu þau lengst af sínum búskap í Fjólugötu 5. Margrét og Tryggvi voru barn- laus. Afmælisbarnið situr vinstra megin á myndinni en við hlið Mar- grétar situr systir hennar, Anna Halldórsdóttir, sem er á 98. aldurs- ári og fyrir aftan þær standa börn Önnu; frá vinstri: Kolbrún Matt- híasdóttir, Jón Matthíasson og Guðný Matthíasdóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gleðjast á 100 ára afmæli Færeyskt rokk | Færeyska hljóm- sveitin Déja vu leikur í kvöld á Græna hattinum. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21. Þeir Déja vu-menn segjast rokkarar í anda Pink Floyd, Coldplay og Radiohead. HAGNAÐUR af starfsemi Spari- sjóðs Norðlendinga nam rúmlega 186 milljónum króna árið 2005, sam- anborið við 126 milljónir króna árið áður og er þetta fjórða árið í röð sem hagnaður eykst milli ára. Rekstrarhagnaður sjóðsins hefur aldrei verið meiri en í fyrra. Þetta kemur fram í frétt frá Sparisjóðn- um. Bókfært eigið fé Sparisjóðs Norð- lendinga í lok árs 2005 var 781 millj- ón króna. Eiginfjárhlutfall spari- sjóðsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 12,7% í árslok, samanborið við 11,6% árið áður. Skuldir og eigið fé námu samtals rúmum 8,5 milljörð- um króna í árslok 2005, samanborið við ríflega 5,9 milljarða árið áður. Útlán í árslok 2005 námu rúmum 6,3 milljörðum króna og hækkuðu um rúma tvo milljarða milli ára. Skuldabréfalán voru þar fyrirferð- armest, eða rúmlega 5 milljarðar, en yfirdráttarlán námu rúmum 1,2 milljörðum króna. Um 79% af útlán- um sparisjóðsins eru til einstak- linga. Innlán námu í árslok rúmum 5,5 milljörðum króna og hækkuðu um 1,5 milljarða milli ára. Vaxta- tekjur námu rúmum 680 milljónum og vaxtagjöld rúmlega 468 milljón- um króna. Aðrar rekstrartekjur námu tæpri 321 milljón og önnur rekstrargjöld tæpum 269 milljónum króna. Framlag í afskriftareikning útlána var 71 milljón króna. Stofnfé sparisjóðsins nam í árslok 4,7 milljónum króna og skiptist það í 100 hluti sem eru í eigu 87 aðila. Stjórn sjóðsins leggur til að greidd- ur verði 19% arður til stofnfjáraðila á árinu 2006 vegna ársins 2005 og hann færður til hækkunar á stofnfé. Auk þess er lagt til að nýtt verði heimild í lögum um sérstakt end- urmat stofnfjár og það hækkað um 5%. Á árinu störfuðu 24 starfsmenn að meðaltali hjá sparisjóðnum í 22 stöðugildum og námu launagreiðslur samtals 109 milljónum króna. Samfélagsmál „Ég get ekki verið annað en ánægður með þessa niðurstöðu enda um að ræða mesta rekstrarhagnað í sögu sparisjóðsins til þessa,“ segir Örn Arnar Óskarsson sparisjóðs- stjóri. Hann segir ennfremur ánægjulegt hve mikill vöxtur sé í starfsemi sparisjóðsins á öllum svið- um. „Sparisjóður Norðlendinga er fyrst og fremst í hefðbundinni bankastarfsemi en yfirgnæfandi meirihluti viðskiptamanna okkar er einstaklingar og minni fyrirtæki. Markmið okkar er að vera traust, vinaleg og persónuleg bankastofnun þar sem fólki líður vel að eiga við- skipti sín,“ segir Örn ennfremur. Í frétt Sparisjóðs Norðlendinga segir að fyrirtækið hafi um árabil stutt dyggilega við ýmiss konar samfélags- og velferðarmál, svo sem íþróttafélög og menningu, með það að markmiði að auðga og bæta mannlíf á svæðinu. „Þetta er gert með styrkjum til félagasamtaka og einstaklinga, en á liðnu ári námu slíkir styrkir rúmum 25 milljónum króna. Ennfremur veitti sparisjóð- urinn eina milljón króna í styrk til að fjármagna kaup á fíkniefnaleit- arhundi sem ætlaður er fyrir Norð- urland.“ Methagnaður Sparisjóðs Norðlendinga „FJÁRMÁL einstaklinga eru mis- jöfn,“ segir í frétt frá lögreglunni á Akureyri, þar sem greint er frá því að aðfaranótt þriðjudagsins 18. apríl, handtók lögreglan pilt sem hafði gengið á milli ólæstra bifreiða í Glerárhverfi og stolið smámynt úr þeim. „Ekki var um háar upphæðir að ræða, einhverja hundraðkalla. Pilturinn gaf þá skýringu að hann væri auralítill og hann og félagi hans hefðu lifað á pasta alla páskana en væru búnir að fá nóg af því og langaði að gera sér smá- dagamun. Var mál hans afgreitt og bíður afgreiðslu í réttarkerfinu,“ segir í frétt frá lögreglunni. Leiðir á pastanu ÁKVEÐIÐ var á fundi íþrótta-, tóm- stunda- og æskulýðsráðs Akureyrar á dögunum að niðurgreiða þátttöku barna fæddra 1995 til og með 2000 í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðs- starfi að upphæð 10.000 kr. á árinu á þessu ári. Nói Björnsson, fulltrúi L-lista, lýsti ánægju með þessa ákvörðun en lét þó bóka að hann hefði viljað ganga lengra „og tel að niðurgreiða bæri þátttökugjöld fyrir allan grunn- skólaaldur“. Sigrún Stefánsdóttir Samfylkingunni óskaði bókað að hún tæki undir bókun Nóa. Íþróttir og tómstundir niðurgreiddar ♦♦♦ ♦♦♦ DAGSKRÁIN Ferðalangur á heimaslóð verð- ur haldin í þriðja sinn á morgun, sumardaginn fyrsta, á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmörg fyr- irtæki og stofnanir sem bjóða upp á ferða- tengda þjónustu á höfuðborgarsvæðinu opna dyr sínar fyrir landsmönnum þennan dag og kynna þá afþreyingu sem er í boði með ýmiss konar uppákomum. Á og við höfuðborgarsvæðið má m.a. velja milli þriggja stuttra kynnisferða með hópbíl- um og leiðsögn á íslensku út fyrir borgina en þær bera heitið „Orka og undirheimar“, „Adr- enalín og útivera“ og „Vatnsból og víkingar“. Fjölmörg söfn og menningarstofnanir opna sínar dyr upp á gátt og bjóða ókeypis aðgang. Þar má finna stutt útsýnisflug, hestaferðir, kajaksiglingu, sjóstangaveiði og hvalaskoðun og hafnarsvæðið í miðborg Reykjavíkur mun sýna sína líflegustu hlið. Gönguferðir eru einnig fjölbreyttar í flokknum „Hraustur ferðalangur“. Boðið verður upp á Laugavegs- göngu hina skemmri úr Þvottalaugunum og niður Laugaveginn í boði Ferðafélags Íslands, en einnig verður boðið upp á göngu á Heng- ilinn, álfagöngu og miðborgargöngu. Margt fleira er í boði og dagskrána hægt að nálgast á www.ferdalangur.is en henni verður að auki dreift í öll hús á höfuðborgarsvæðinu. Markmið Ferðalangs á heimaslóð er að hvetja almenning til að kynnast fjölbreytni ferðaþjónustunnar á heimaslóð. Allir dag- skrárliðir Ferðalangsins eru með verulegum afslætti eða ókeypis. Ferðalangur er skipulagður af Höfuðborg- arstofu í samvinnu við Ferðamálasamtök höf- uðborgarsvæðisins auk fjölmarga aðila í ferðaþjónustu. Opnar dyr hjá aðilum í ferða- þjónustu JÓHANN Pálsson, fyrrverandi garðyrkjustjóri Reykjavíkur, hefur að undanförnu rannsakað flóru Grafarvogs með tilliti til uppruna og út- breiðslu tegunda en Umhverfissvið Reykjavík- urborgar gefur skýrsluna út. Rannsóknin er gerð í framhaldi af könnun hans á flóru Elliðaárdals sem Umhverfissvið Reykjavíkurborgar gaf út árið 2004 en Jóhann er uppalinn á þessu svæði. Í skýrslunni kemur fram að 324 æðplöntur hafi greinst á svæðinu en það var aðallega í landi jarðanna Gufuness, Keldna, Grafar og að litlum hluta í landi Árbæjar og Ártúns og þar af voru inn- lendar tegundir 169 talsins. Í skýrslunni segir Jó- hann að vert sé að vekja athygli á nokkrum plöntum og á meðal þeirra eru villt jarðarber sem hafi fundist í Gufuneshöfðanum, sæhvönn vex inn með öllum Grafarvoginum, stórar breiður megi finna af fjallakornblómi auk þess sem höfuð- klukku megi finna á gamalli sumarbústaðalóð. Ljóst er að þrátt fyrir að Grafarvogur sé ekki gróðurmikið svæði þá búi það yfir fjölbreyttri flóru og oft verði tegundaauki á röskuðum svæð- um. Hægt er að nálgast skýrsluna á vefsvæði Um- hverfissviðs, www.umhverfissvid.is. Morgunblaðið/Jim Smart Blómleg byggð Í Grafarvogi má finna margar plöntutegundir, enda víða falleg útivistarsvæði. 324 æðplöntur finnast í flóru Grafarvogs Hafnarfjörður | Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að lækka verulega leikskólagjöld í leikskólum bæj- arins. Tekur lækkunin gildi frá 1. maí nk. Almenn gjöld miðað við átta tíma vist á dag lækka úr 28.860 krónum á mánuði miðað við fullan fæðiskostnað í 22.310 krónur. Sambærileg gjöld fyrir forgangshópa lækka úr 19.836 krónum í 15.766 krónur. Reiknað er með að heildarkostnaður bæj- arfélagsins af þessari lækkun leikskólagjalda verði um 50 millj- ónir á þessu ári og um 80 milljónir á ársgrundvelli. Fyrir skömmu samþykkti bæj- arstjórn að auka niðurgreiðslur til dagforeldra í Hafnarfirði, m.a. til að tryggja samræmi í gjald- skrám og að fyrirséðar hækkanir á þjónustugjöldum kæmu ekki til framkvæmda. Í framhaldi af lækkun leikskólagjalda hefur fjölskylduráð Hafnarfjarðar sam- þykkt að taka til sérstakrar skoð- unar fyrirkomulag og greiðslur vegna vistunar barna hjá dagfor- eldrum. Að sögn Lúðvíks Geirs- sonar, bæjarstjóra Hafnarfjarð- ar, hefur bærinn með þessari lækkun tekið ákvörðun um að nýta góða afkomu bæjarsjóðs og traustan rekstur bæjarfélagsins til þess að lækka verulega útgjöld hjá barnafjölskyldum í bænum. Þannig lækkar dvalarkostnaður fyrir hvert barn á almennum gjöldum um ríflega 70 þúsund krónur miðað við ellefu mánuði á ári. Leikskóla- gjöld lækka í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.