Morgunblaðið - 19.04.2006, Page 19

Morgunblaðið - 19.04.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 19 MINNSTAÐUR LANDIÐ Hofsós | „Mér hefur líkað ákaflega vel þessa mán- uði sem ég hef átt hér heima. Hér er mikið tónlist- arlíf sem stendur á gamalli hefð þar sem karlakór- inn Heimir er, en mér finnst Skagfirðingar almennt hafa áhuga á söng og tónlist,“ segir óp- erusöngkonan Alexandra Chernyshova sem flutti til Hofsóss á síðasta ári. Mikið stendur til hjá henni um þessar mundir, meðal annars útgáfa á plötu og einsöngstónleikar í Miðgarði. Alexandra flutti í Skagafjörðinn með eiginmanni sínum, Jóni Rúnari Hilmarssyni, sem tók við stöðu skólastjóra á Hofsósi. Áður höfðu þau búið eitt ár á Bakkafirði og þar áður í Keflavík í ár. Alexandra er fædd í Kiev í Úkraínu. Hún lauk tónlistarskóla, pí- anónámi og síðar söngnámi frá tónlistarháskóla í Kíev árið 1998. Eftir það starfaði hún við söng í heimalandi sínu auk þess að stunda frekara söng- nám. Chernyshova hefur verið virk í tónlistarlífinu í Skagafirði og er með margt á prjónunum. „Ég hef komið nokkrum sinnum fram hér, hef t.d. sungið með Heimi og Rökkurkórnum á tónleikum. Svo var ég með tónleika í Sauðárkrókskirkju í haust og söng fyrir frímúrara og eldri borgara á Sauð- árkróki. Í vetur hef ég verið að kenna við Tónlistarskóla Skagafjarðar og kenni einnig spænsku í Farskóla Norðurlands vestra. Svo kenni ég litlu krökkunum á leikskólanum hér á Hofsósi söng sem er bland- aður með leikjum og dansi. Einnig hef ég haldið tvö söngnámskeið sem hafa heppnast vel og verið skemmtileg. Mér finnst ákaflega fallegt hér á Hofsósi, en þetta er gjörólíkt því að búa í millj- ónaborg eins og ég var vön úti. Það sem mér finnst helst vanta hér í Skagafjörð er að geta farið í leik- hús og á söfn og sýningar.“ Tónleikar tileinkaðir sumrinu – Þú gefur út hljómdisk fljótlega og ert að und- irbúa hljómleika, segðu ögn frá því. ,,Já, ég ætla að halda einsöngstónleika í Mið- garði 21. apríl. Þeir verða tileinkaðir sumrinu og bera nafnið Sumartími sem er vísun í eitt lag á geisladiskinum. Á þessum tónleikum eru 15 lög á söngskránni. Flest eru þekkt og eftir heimsþekkta höfunda eins og Verdi, Puccini, Mozart, Bach og Rachmaninoff, svo nokkkrir séu nefndir. Þarna verður að sjálfsögðu Thomas R. Higgerson sem er minn undirleikari, en auk hans verða Sveinn Sig- urbjörnsson á trompet, Ulle Hahndorf á selló, Kristín Halla Bergsdóttir, María Reynisdóttir og Ragnheiður S. Jónsdóttir sem leika á fiðlu. Svo mun Ari Jóhann Sigurðsson syngja með mér dúett í einu lagi. En varðandi geisladiskinn þá erum við svo hepp- in hér í Skagafirði að á Sauðárkróki er ágætt upp- tökustúdíó sem Sorin Lazar tónlistarkennari á og þar eru öll lögin tekin upp. Það verða 12 lög á disk- inum. Við erum langt komin að taka upp efnið. Með útgáfu geisladisksins er langþráður draumur að rætast hjá mér. En núna erum við Jón á fullu við að kynna tónleikana. Við höfum tekið upp tónlist- armyndband af Summertime og tökum líklega tvö lög til viðbótar og sendum á sjónvarpsstöðvarnar og vonumst að sjálfsögðu til að þau fái spilun,“ sagði Chernyshvoa. En þetta er fjarri því allt sem er á dagskrá hjá Alexöndru því 23. apríl verða tón- leikar í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. 11. og 12. maí mun hún syngja með kór Vopnafjarðarkirkju bæði á Vopnafirði og Egilsstöðum og 14. maí eru áætlaðir tónleikar í Duushúsum í Keflavík. En er ekki mikill fengur fyrir skagfirskt sönglíf að fá manneskju eins og Chernyshovu í héraðið? Þetta var borið undir Stefán Gíslason, stjórnanda karlakórsins Heimis. „Jú, alveg tvímælalaust. Það er alltaf fengur að fá söngfólk inn í héraðið og ekki síst einsöngvara sem eru áhugasamir. Ég held að Alexandra sé ágæt viðbót við öflugt tónlistarlíf í Skagafirði og hún á tvímælalaust framtíðina fyrir sér,“ sagði Stefán. Finnst Skagfirðingar almennt hafa áhuga á söng og tónlist Óperusöngkona frá Kænugarði syngur með Skagfirðingum Eftir Örn Þórarinsson Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Heima Alexandra Chernyshova og Jón Rúnar Hilmarsson með soninn Alexander heima á Hofsósi. Patreksfjörður | Magnús Jóhanns- son kaupmaður færði nýlega Vest- urbyggð að gjöf málverk. Um er að ræða málverk Gunnlaugs Blöndals af Einari Benediktssyni. Myndin er máluð í Herdísarvík þar sem Einar bjó síðustu æviár sín. Hana gefur Magnús til minningar um föðurafa sinn og alnafna, Magn- ús Jóhannsson skósmið, og Þóru Vigfúsdóttur konu hans en þau bjuggu á Patreksfirði. Við sama tækifæri færði Magnús Tálknafjarðarhreppi málverk eftir Jóhannes Geir Jónsson. Myndin er gefin til minningar um móðurafa Magnúsar, Guðmund Hallsson, og konu hans, Margréti Einarsdóttur, sem bjuggu í Tálknafirði alla sína tíð. Myndin var tekin við afhendingu verkanna, f.v. Björgvin Sig- urjónsson, oddviti Tálknafjarð- arhrepps, Guðmundur Guð- laugsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Magnús Jó- hannsson kaupmaður sem gaf mál- verkin og fyrir framan þá situr Kol- brún Pálsdóttir, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar. Færði Vesturbyggð málverk af Einari Benediktssyni Austur-Skaftafellssýsla | Úthlutað hefur verið þremur milljónum kr. úr Kvískerjasjóði. Styrkt voru sjö verk- efni en fimm þeirra lúta að víðtækum rannsóknum á Öræfajökli og áhrif- um hans á landmótun, byggð og mannlíf í Öræfum. Kvískerjasjóður, sem stofnaður var af umhverfisráðuneytinu, til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum, úthlutar nú styrkjum í þriðja sinn. Hlutverk hans er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúrufari og menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu með veit- ingu rannsóknastyrkja. Verkefnin sem lúta að víðtækum rannsóknum á Öræfajökli og áhrif- um hans á landmótun, byggð og mannlíf í Öræfum eru: Eldgos í Öræfajökli 1362, sem dr. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur vinnur að. Landslag og jöklar í ná- grenni Kvískerja við landnám, á höndum Eyjólfs Magnússonar dokt- orsnema, Helga Björnssonar jökla- fræðings og Finns Pálssonar raf- magnsverkfræðings. Úttekt á jarðminjum í Skaftafellsþjóðgarði, sem Helga Davids jarðfræðingur vinnur að. Jökulhlaup af völdum eld- gosa í Öræfajökli, Matthew James Roberts jöklafræðingur. Rannsókn- arholur vegna fornleifa í Öræfum. Verkefni á könnu Fornleifafélags Öræfa, í umsjá dr. Bjarna F. Ein- arssonar fornleifafræðings og fleiri. Einnig hlutu styrk verkefnin Fjöldi tófugrenja og útbreiðsla tófu í Öræfum sem Hafdís Roysdóttir, starfsmaður Skaftafellsþjóðgarðs, hefur umsjón með, og Þekkingar- brunnur fortíðar – þekkingargrunn- ur framtíðar, sem Háskólasetur á Hornafirði hefur veg og vanda af. Markmið þess er að taka saman og skrásetja á skipulegan hátt fræða- starf Kvískerjabræðra á liðinni öld og gera það aðgengilegt, þannig að rannsóknarmenn framtíðarinnar geti byggt ofan á þann grunn þekk- ingar sem þeir hafa byggt upp. Í stjórn Kvískerjasjóðs eru Sigur- laug Gissurardóttir, Albert Ey- mundsson og Einar Sveinbjörnsson. Styrkir til rannsókna á Öræfajökli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.