Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 5
Notaðu þína ávísun! VIKA BÓKARINNAR Þú færð þína ávísun með póstinum í dag. Notaðu hana til bókakaupa, því lestur er líkamsrækt hugans! Hvaða bók langar þig í? Þegar þú kaupir bækur frá íslenskum útgefendum fyrir að lágmarki 3.000 kr. skaltu nota þína ávísun sem 1.000 kr. afslátt af bókakaupunum. Þjóðargjöfin er samstarfsverkefni bókaútgefenda, bókabúða og annarra bóksala auk Glitnis. Í Viku bókarinnar fá öll heimili á landinu senda ávísun á bókakaup. Markmiðið er að efla lestur barna og ungs fólks á Íslandi og benda á að bóklestur er ekki aðeins einstök skemmtun, heldur einnig mikilvæg leið til að auka skilning á samhengi, efla málþroska, veita innsýn í flókin málefni og styrkja vald á tjáningu. Ávísunin gildir í bókabúðum og völdum stórmörkuðum sem selja bækur, þegar keyptar eru bækur útgefnar á Íslandi fyrir a.m.k. 3.000 krónur. Ávísunin gildir dagana 19. apríl – 3. maí 2006.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.