Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Góður í brekkunum og veit hvar þær eru Garmin GPS leiðsögutæki með íslensku vega- og hálendiskorti. Virkar um allan heim og spilar MP3. Andvirði 96.550,- Leiðsögutæki fylgir hverjum seldum Impreza TILBOÐ:STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 LÍTRA - 160 HESTÖFL, SÍTENGT FJÓRHJÓLADRIF, 16” ÁLFELGUR, KASTARAR Í STUÐARA... OG MARGT FLEIRA. Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Umboðmenn um land allt Akureyri 461-2960 Selfossi 482-3100 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Beinskiptur Sedan 2.040.000,- Sjálfskiptur Sedan 2.180.000,- Beinskiptur Wagon 2.080.000,- Sjálfskiptur Wagon 2.210.000,- GETA markmið stjórnvalda um valfrelsi í heilbrigðiskerfinu og að heilsugæslan skuli vera fyrsti við- komustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu farið saman? Í skýrslu Ríkisend- urskoðunar frá árinu 2002 er það dregið í efa. Ríkisendur- skoðun bendir á að full ástæða sé til að kanna kosti og galla þess að heilsugæslan fái aukið hlutverk við að stýra aðgengi sjúklinga að heil- brigðiskerfinu. Ætli heilbrigðisráðherra sér nú með tilvísanakerfi til hjartalækna að framkvæma þessa tillögu – án umræðu við þjóðina eða frekari rökstuðnings? Þegar ofangreind ábending Rík- isendurskoðunar er höfð í huga má velta fyrir sér hvort ekki megi ná þessum markmiðum með auknu frjálsræði í rekstri heimilislækn- inga. Þannig að markaðurinn sjálf- ur leiði til þeirrar niðurstöðu að báðum markmiðum heilbrigðisyf- irvalda verði náð, þ.e. valfrelsi sjúklinga annars vegar og hins vegar að heimilislæknirinn verði fyrsti valkostur sjúklinga í meira mæli en nú er. Ef slík niðurstaða fengist, með auknu frjálsræði í rekstri heimilislæknaþjónustu, næðust jafnframt yfirlýst mark- mið stjórnarflokkanna og rík- isstjórnarinnar. Með því að auka frjálsræði í rekstri heimilislækninga má leiða að því líkum að fleiri læknar mundu leita í sérnám í heim- ilislækningum. Þar með mundi að- gengi að heimilislæknum batna og því líklegt að fleiri sjúklingar en áður mundu leita til þeirra sem fyrsta valkosts. Þetta mundi sjálf- krafa leiða til þess að færri læknar færu í aðrar sérgreinar, þannig að draga mundi úr hættu á offramboði í þeim. Þá mundi þessi breyting einnig hafa aðra mikilvæga og eftirsókn- arverða hliðarverkun. Þegar samið er um þjónustu sérgreinalækna við samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra er sífellt verið að takast á um hversu miklu fé skuli varið til þeirrar þjónustu. Sérgreinalæknar halda því fram að ekki sé tekið tillit til eftir- spurnar eftir þjónustu þeirra og að erfitt sé að fá ný verk sam- þykkt inná samning- inn. Þá sé starfsum- hverfið erfitt þar sem aðgengi sérgreina- lækna að samningnum sé opið sem geti leitt til of mikils framboðs í einstökum greinum sem skekki allar rekstrarforsendur annarra sér- greinalækna. Ef frjálsræði í rekstri heimilislækna yrði aukið, með þeirri af- leiðingu að fleiri læknar veldu heimilislækningar sem sérgrein, þá mundi draga úr ásókn sérgreinalækna inná samn- ing TR. Með auknu aðgengi að heimilislæknum mundi draga úr því að sérgreinalæknar þyrftu að sinna verkþáttum inni á sér- greinasamningnum sem heim- ilislæknar sinna einnig. Þá mundi skapast mun betra rými til að sinna fleiri sjúklingum með sér- hæfð vandamál og unnt yrði að taka ný verk inná þann samning. Læknisfræðilega væri það einnig skynsamlegt því þá væru sér- greinalæknar að sinna í meira mæli verkþáttum sem þeir eru sérþjálfaðir í að sinna. Aukin verkþjálfun í sérhæfðum verkum eykur einnig öryggi sjúklinga. Með þessari breytingu væri unnt að fjölga sérhæfðum verkum inná samningi sérgreinalækna þannig að verkefnum þeirra mundi ekki fækka og sjúklingar mundu njóta meira þjónustuframboðs vegna sérhæfðrar læknisþjónustu. Þá hefði breytingin í för með sér auk- ið svigrúm inni á samningnum þannig að síður kæmi til árlegra deilna um skort á verkeiningum til þjónustunnar, eins og t.d. vegna hjartalækninga. Sjúklingarnir hefðu sjálfir raunhæft val um sinn fyrsta viðkomustað í heilbrigð- iskerfinu. Ofangreind leið fellur vel að þeirri umræðu sem átt hefur séð stað um heilbrigðismál á Vest- urlöndum síðustu áratugi. Í þeirri umræðu hafa verið leidd að því rök að efling heilsugæslu eða þjónustu heimilislækna sé lyk- ilatriði í því að stemma stigu við vexti heilbrigðisútgjalda og stuðla að skynsamlegri nýtingu fjár- muna. Meðal annars er sú yfirsýn sem heilsugæslan og heimilis- læknar eiga að hafa um heilbrigði einstaklinga og það samræming- arhlutverk sem þeim er ætlað að gegna, talið mikilvægt í þessu sambandi. Rannsóknir á hag- kvæmni mismunandi lausna í heil- brigðisþjónustu þykja benda til þess að með því að efla heilsu- gæsluna og þjónustu heim- ilislækna sé unnt að draga úr heildarkostnaði í heilbrigðiskerf- inu, hægja á vexti heilbrigð- isútgjalda, og stuðla að bættri al- mennri heilbrigði um leið. Ofangreind leið fellur einnig vel að einu af meginstefunum í um- bótaviðleitni stjórnvalda í þróuð- um ríkjum sem hefur verið að inn- leiða markaðslausnir innan opinberrar heilbrigðisþjónustu en sú stefna felur í sér að leitast er við að greina á milli hins opinbera sem kaupanda þjónustunnar og sem veitanda hennar. Þannig er reynt að búa um hnúta að sá arm- ur stjórnvalda sem er í hlutverki kaupanda semji við hinn arminn, veitandann, um kaup á þjónustu fyrir sem hagstæðast verð. Kerfið felur í sér hvata fyrir veitandann að haga rekstri sínum þannig að hagkvæmni og skilvirkni sé jafnan gætt svo kaupandinn snúi sér ekki annað. Á þennan hátt er rík- isreknum heilbrigðisstofnunum jafnvel gert að keppa við einka- aðila eða sjálfseignarstofnanir um að fá verkefni á sviði heilbrigð- isþjónustu. Valfrelsi í heilbrigðiskerfinu – felst lausnin í styrkingu heimilislæknaþjónustunnar? Gunnar Ármannsson fjallar um valfrelsi í heilbrigðiskerfinu ’Á þennan hátt er rík-isreknum heilbrigð- isstofnunum jafnvel gert að keppa við einkaaðila eða sjálfseignarstofnanir um að fá verkefni á sviði heilbrigðisþjónustu.‘ Gunnar Ármannsson Höfundur er framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands. AÐ VELJA sér fólk til að stjórna bæjarfélögum er í dag ennþá mik- ilvægara en oft áður. Það helgast af því að verkefni ríkisins munu örugglega flytjast til sveitarfélaganna í auknum mæli. Þá vil ég vita afstöðu fram- boðanna í mínum bæ til þeirra mála sem varða aldraða, fatlaða og langveika. Ég mun ekki velja fagurgala og innantóm orð, heldur mun ég kjósa þau sem eru með aðgerðarplan. Hvernig ætlarðu að gera hlutina og hve- nær, mun ég spyrja fólkið í framboðunum að. Reyndar vona ég að val milli framboða verði vegna annarra málefna en ofantalins. Málefni hópanna sem ég taldi upp áðan eiga að vera sameiginlegt verkefni okkar allra, alveg óháð flokkum. Ég held að við Íslend- ingar séum þannig gerð að við viljum allt það besta fyrir hópa sem minna mega sín. Nú hefur ÖBÍ ásamt fleirum kynnt hug- myndir um nýja nálg- un hinna ýmsu mála- flokka. Ég skora á öll framboð á landinu að ná sér í eintak af skýrslunni, afrita hana og líma inn í stefnuskrá síns framboðs. Bæta svo við dagsetningum sem segja hvenær á að efna loforðin. Einfalt og gott. Við skulum vinda okkur í að leysa þetta strax. Ekki á morgun, heldur í dag. Annað mikilvægt atriði er að fulltrúar í sveitarstjórnum hafi vilja og þor til að sameinast og stækka sveitarfélögin. Með auknum verk- efnum verða einingarnar að vera það stórar að þær þoli að veita mann- sæmandi þjónustu. Smákónga- hugsun bara gengur ekki lengur. Það er verið að gera þá hugsun brottræka úr fyrirtækjarekstri og sama á að gera í sveit- arstjórnarmálum. Nýt- um fjármagnið í annað en kostnað við allt of mikla yfirbyggingu. Skipulag nýrra íbúð- arhverfa verður að taka mið af „aðgengi fyrir alla“. Ekki ætti að byggja eina einustu íbúð nema tryggt sé að hægt sé að nota íbúðina fyrir alla, alltaf. (Með minniháttar breyt- ingum.) Hugsið ykkur að einn fjölskyldu- meðlimur fótbrotni og þurfi að aka um í hjóla- stól tímabundið. Höfum það í huga þegar við kaupum íbúð. Reyndar vil ég að bygging- arreglugerð kveði á um að þetta verði tryggt. Aðgengi að þjónustu sem boðin er almenn- ingi á að vera fyrir alla. Gefum okkur þriggja ára aðlögunartíma og eftir það verði þeim stöðum sem ekki upp- fylla þessi skilyrði lok- að. Starfsleyfi verði ekki endurnýjað. Ég veit t.d. að minn ágæti tannlæknir, sem býður sína þjón- ustu á annarri hæð í lyftulausu húsi, er að drepast úr móral vitandi af mér hálfskríðandi upp og niður í tíma hjá honum. Hann vantar bara hreinar línur varðandi aðgengi og þá skellir hann lyftu í húsið. (Reyndar el ég á samviskubitinu hjá honum í hvert sinn sem ég heimsæki hann.) Við ættum reyndar öll að velja þjón- ustu sem hefur aðgengi fyrir alla. Sleppa hinum, þá þyrfti engar reglu- gerðir til að laga aðgengi, þjón- ustuveitendur mundu laga til hjá sér strax. Semsagt; aðgengi að þjónustu, skipulag nýrra hverfa, stækkun sveitarfélaga og gjörbreytt hugsun við þjónustu þeirra sem minna mega sín eru þau mál sem ég ætla að kjósa um. En þú? Hvern ætlar þú að kjósa í vor? Guðjón Sigurðsson fjallar um aðgengi fyrir alla Guðjón Sigurðsson ’Semsagt; að-gengi að þjón- ustu, skipulag nýrra hverfa, stækkun sveitar- félaga og gjör- breytt hugsun við þjónustu þeirra sem minna mega sín eru þau mál sem ég ætla að kjósa um. En þú?‘ Höfundur er formaður MND- félagsins og kjósandi í vor. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.