Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður
formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les-
endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar
KÓPAVOGUR á framúrskarandi listamenn af yngri
kynslóðinni. Nægir að nefna Skólakór Kársness og
Skólahljómsveit Kópavogs í því samhengi. Með öflugu
menningarstarfi meðal yngri kynslóð-
arinnar gefst börnum og unglingum
tækifæri til að virkja sköpunarkraftinn,
njóta styrkleika sinna og næra áhuga á
skapandi og gefandi starfi. Á næsta kjör-
tímabili leggur Samfylkingin sérstaka
áherslu á lista- og menningarstarf barna
og unglinga.
Í apríl 2002 voru lagðar fram tillögur
sérstakrar nefndar bæjarstjórnar um eflingu tónlistar-
kennslu í grunnskólum bæjarins í samstarfi við tónlistar-
skóla og Skólahljómsveit. Þar var gert ráð fyrir að for-
skóli tónlistarskóla yrði partur af skyldunámi
grunnskólanna, hljóðfærakennsla yngri nemenda færi
fram í grunnskólunum og Skólahljómsveitin yrði með
útibú í hverjum skóla. Samfylkingin hefur frá því að
þessar tillögur komu fram ítrekað minnt á þær og beitt
sér fyrir því að þeim yrði hrint í framkvæmd en hvorki
fengið hljómgrunn hjá Framsóknarflokki né Sjálfstæð-
isflokki. Margt ynnist við að fara þessa leið. Fleiri börn
ættu aðgang að ókeypis eða ódýru tónlistarnámi,
kennsla færi fram nær heimilum barnanna og kennslu-
kraftar nýttust betur svo eitthvað sé nefnt.
Það er mikilvægt að börn geti valið á milli listgreina
að einhverju marki og fengið að verja meiri tíma í þeim
listgreinum sem höfða til þeirra. Litli myndlistamað-
urinn, dansarinn, leikarinn, ritsnillingurinn eða tónlist-
armaðurinn fái tækifæri í grunnskólanum til að sinna
listsköpun sinni. Samfylkingin í Kópavogi vill líta til allr-
ar listgreinakennslu með sama hætti og hefur verið gert
á sviði tónlistar eins og getið var um hér að ofan.
Fáir reyna að virkja sköpunarkraftinn af jafn miklum
móð og unglingar. Þeir semja tregafull ljóð um ástir og
örlög eða beittar ádeilur á kerfið. Þeir setja saman
hljómsveitir og semja lög og texta sem þeir flytja af mikl-
um krafti hvenær sem færi gefst. Þeir leika og þeir
dansa. Félagsmiðstöðvarnar ýta undir sköpunarkraftinn
með ýmsum hætti og skoða þarf hvernig hægt er að
mæta þörfum allra unglinga t.d. með fjölbreyttum lista-
smiðjum þar sem unglingar víðsvegar úr bænum kæmu
saman til listsköpunar og góðu aðgengi unglinga-
hljómsveita að æfingahúsnæði svo dæmi sé tekið.
Með þróttmiklu starfi Skólakórs Kársness og Skóla-
hljómsveitar Kópavogs auk hinna miklu möguleika í
bænum á að skapa enn gróskumeira lista- og menningar-
starf meðal barna og unglinga getur Kópavogur skipað
sér í sérflokk í menningarmálum. Það á hann að gera og
jafnframt á bærinn að standa fyrir alþjóðlegri listahátíð
barna og unglinga annað hvert ár og leita eftir samstarfi
og fyrirmyndum meðal bestu slíkra hátíða í heiminum.
Samfylkingin í Kópavogi vill aukna áherslu á menn-
ingar- og listastarf barna og unglinga og koma Kópavogi
í þeim efnum í fremstu röð.
Aukinn kraft í barna- og
unglingamenningu í Kópavogi
Eftir Hafstein Karlsson:
Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
B-LISTINN í Reykjavík hefur lagt fram stefnu sína
um Sundabraut. Við leggjum til að botngöng á ytri
leið verði farin. Þessi leið er ein af þremur sem hafa
farið í mat á umhverfisáhrifum og er
augljóslega sú leið sem hefur minnst
áhrif á umhverfið. Hluti af fjármögnun
liggur fyrir, við viljum hefjast handa
strax og ætlum alla leið á Kjalarnes.
Munurinn á ytri leið og innri leið
Sundabrautar felst fyrst og fremst í því
að ytri leiðin ógnar ekki íbúðahverf-
unum í Grafarvogi og Vogunum eins
og sú innri gerir. Innri leiðin er í raun ögrun fyrir
Hamrahverfið og árás á Vogahverfið auk þess sem
hún takmarkar mjög stækkunarmöguleika Bryggju-
hverfisins út í Elliðavoginn.
Umferðartæknilega gengur ytri leiðin mun betur
upp en sú innri. Hún leysir jafnframt umferðarhnútinn
við gatnamótin á Holtavegi og Sæbraut en það gerir
innri leiðin ekki. Það er því hvorki eðlilegt né sam-
bærilegt að bera þessar leiðir saman kostnaðarlega
þar sem ytri leiðin leysir vanda á fleiri gatnamótum en
sú innri. Fyrir þá sem þekkja til umferðarvandans á
Kleppsmýrarvegi við Húsasmiðjuna og Bónus, þar sem
innri leiðin á að koma, blasir við að það er óðs manns
æði að ætla sér að bæta allri umferð fyrirhugaðrar
Sundabrautar á Kleppsmýrarveginn og þaðan áfram
um Skeiðarvoginn. Við framsóknarmenn í Reykjavík
tökum ekki í mál að slík neyðarlausn verði valin,
vegna þess að hún gengur ekki upp umferðartækni-
lega og ógnar öryggi íbúanna í þessum hverfum.
Botngöng eru göng sem lögð eru ofan á sjávarbotn.
Þetta eru ekki hefðbundin jarðgöng eins og við þekkj-
um þau. Ástæðan fyrir því að þessi leið er valin frekar
en jarðgöng er vegna þess að þá verður brekkan niður
í göngin ekki eins brött þar sem göngin liggja ofan á
sjávarbotninum en fara ekki undir hann. Verkþekking
í botngangagerð er vel þekkt víða um heim og því er
hér um örugga framkvæmd að ræða.
Helstu kostir botnganga í samanburði við hábrú er
fyrst og fremst að umhverfisáhrif ganganna eru mun
minni og nánast engin. Hábrúin er svo stór að stærstu
skip íslenska flotans eiga að geta siglt undir hana.
Brúin verður útúr öllum skala við það byggðamynstur
sem er í Reykjavík auk þess sem hún mun taka á sig
mikið veður. Botngöngin eru því skynsamlegri leið en
brú, bæði hvaða varðar umhverfisáhrif og veðráttu.
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna hefur um-
ræðan um Sundabraut farið út um víðan völl. Fulltrú-
ar Samfylkingar og VG hafa viðrað hugmyndir sem
ekki hafa farið í mat á umhverfisáhrifum og setja mál-
ið í uppnám. Þetta eru tillögur eins og jarðgöng út á
Ánanaust og einföld Sundabraut. Slíkar tillögur gera
ekkert annað drepa málinu á dreif og undirstrika í
raun þann vandræðagang sem fulltrúar þessara
flokka hafa sýnt í þessu máli í alltof langan tíma. Sjálf-
stæðismenn í borginni hafa lagt til að fara innri leið
þannig að sérstaða Framsóknarflokksins í Sunda-
brautinni er alveg skýr. Við setjum hagsmuni íbúanna
númer eitt, við ætlum að byrja strax og við ætlum alla
leið.
Sundabraut í botngöng á ytri leið alla leið
Eftir Óskar Bergsson
Höfundur er rekstrarfræðingur og húsasmíðameistari
og skipar 2. sætið á B-listanum í Reykjavík.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
HÚSIÐ Austurstræti 19 var byggt
1904–05 og var Útvegsbanki Ís-
lands þar til húsa fram yfir miðja
öldina. Á árunum 1964–65 voru
byggðar 4 hæðir ofan á húsið og
því komið í þann búning sem það er
í enn þann dag í dag. Nú er þar til
húsa virðulegur Héraðsdómur
Reykjavíkur.
Þar sem erlendu granítplötur efri
hæðanna mæta íslenska grástein-
inum, sem er utan á jarðhæðinni,
var múraður laglegur kantur. Þessi
40 ára gamli kantur er nú allur að
brotna og hrynja niður og má sjá í
bert bendistál við húshornið. Nauð-
synlegt er að gera við þetta hið
bráðasta til að forðast frekari
skemmdir og slys á vegfarendum.
Það er ein-
kennilegt hvað
við erum trassa-
fengnir, Íslend-
ingar, með við-
hald húsa og það
jafnvel sér-
staklega op-
inberra húsa.
Héraðsdómur
Reykjavíkur
blasir oft við okkur landsmönnum á
sjónvarpsskjáum og þar með þess-
ar skemmdir. Ég legg til að felldur
verði dómur í þá átt, að nú þegar
verði gert við nefndar skemmdir.
GUNNAR TORFASON,
Frostafold 14,
112 Reykjavík.
Héraðsdómur Reykja-
víkur, Lækjartorgi
Frá Gunnari Torfasyni:
Skemmdirnar á húsinu, Austurstræti 19.
Gunnar Torfason
sumarhúsið
heimilið
garðurinn
ferðalög
afþreying
umhverfi
og heilsa
Opnunartími sýningarinnar:
Föstud. 21. apríl kl. 16:00 - 19:00
Frá kl. 12:00 - 16:00 eingöngu opin fagaðilum.
Laugardaginn 22. apríl kl. 11:00 - 19:00
Sunnudaginn 23. apríl kl. 11:00 - 18:00
Verð aðgöngumiða
kr. 1.000 fyrir fullorðna, kr. 500 fyrir 12-16
ára og ellilífeyrisþega og frítt fyrir börn
yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.
Stórviðburður
í Laugardalshöll um helgina
Sumar 2006Laugardalshöll 21.-23. apríl 2006
Yfir 150 sýningaraðilar,
skemmtilegar uppákomur
og fjölbreytt afþreying
alla helgina ... skiluru!
Fagnið sumri
með okkur í
Laugardalshö
ll!
Silvía Nótt
kemur fram
á morgun
laugardag
kl. 15
Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni.
KOSNINGAR 2006
Halldór Jónsson verkfræðingur: „Beitum blýantinum“
Hjörtur Hjartarson, kynningarstjóri: „exbé = leifar Framsóknarflokksins í
Reykjavík“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Fréttir á SMS