Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 19 MENNING Smáauglýsingar Morgunblaðsins og mbl.is eru ódýr og þægilegur viðskiptavettvangur með óþrjótandi möguleika. Hvort sem þú vilt selja eitthvað eða kaupa þá eru smáauglýsingarnar hagkvæmasta lausnin. Ókeypis á smáauglýsingar Ef þú kaupir smáauglýsingu í Morgunblaðinu birtist hún ókeypis á mbl.is. - ódýrari í Morgunblaðinu! Sjáð u m ögu leik ana l i l i l.i il i i j i l i . il lj i l i l i . ypis smáauglýsingar á - ódýrari í Morgunblaðinu! TVÆR dagsetningar tengjast á sér- stakan hátt verkunum sem hér eru til umfjöllunar og flutningi þeirra. Í verki Hróðmars er einn þáttur messu hans, Lux illuxit, bæn til Ólafs helga Haraldssonar og var verkið upphaflega flutt á degi heil- ags Ólafs í Skálholtskirkju 29. júlí árið 2000. Síðan reyndist tónleika- dag þessara tónleika bera upp á sömu dagsetningu og óratórían Messías var frumflutt, eða skírdag 13. apríl, en árið 1742. Messa Hróðmars styðst að hluta við hefðbundna þætti latnesku messunnar, þ.e. með Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Credotextinn er reyndar annar, en þar notar Hróðmar trúarjátningar- sálm Marteins Lúters, sem að öllum líkindum hefur verið þýddur af skólasveinum í Skálholti og notaður þar til kennslu í latínu og birtist í sálmakveri skólans undir heitinu Hymni scholaris á 17. öldinni. Mess- an hefst á sálmi eftir Stefán Ólafs- son frá Vallarnesi, skv. sálmasafni séra Ásgeirs Bjarnasonar 1740– 1750, og endar sálmurinn á orð- unum „hegðum svo hljóðum að hús- in megi prýða um veröld víða“. Messunni lýkur á eftirmálaþætti (epilog), þar sem textinn er tekinn úr áðurnefndu kveri Skálholtsskóla, Beata nobis …, og er bæði þakkar- lofgjörð og huggunarorð. Verkið í heild hverfist um Lux illuxit- þáttinn. Hróðmar hefur lagt mikla vinnu í að velja texta og samtímis að varð- veita hefðina og fara nýjar leiðir í textavali. Þessu fylgir hann svo samviskusamlega eftir í sínu tón- máli, þar sem hann heldur sig við góðar og hefðbundnar aðferðir tón- smíða og raddfærslu, en brýst undan þeim böndum með nýju tón- máli á einkar smekklegan hátt. Honum var skorinn þröngur stakk- ur í upphafi, mátti aðeins nota þrjá einsöngvara og 11 hljóðfæraleikara, og þar með var notkun kórs útilok- uð. Vissulega saknaði ég kórundir- tektar á „laudate“ í gloriaþættinum og á „hósanna“ í Benedictusþætt- inum. Hróðmar samdi sig vel að þessum annmörkum og víða hljóm- aði söngtríóið í þéttri legu eins og kammerkór, t.d. í upphafs- og í lokaþætti. Áhrifamikil blöndun hljóðfæra og litríkir hljómar, svo sem í Kyrie og Credo, lyftu verkinu mikið. Einkennandi var hvernig Hróðmari tókst að binda messu- þættina saman í kringum einn tón. Andstæður á milli háalvöru og leik- ræns léttleika einkenndu messuna og sveiflaði talsvert hughrifum á ýmsa vegu. Viðbót víóluraddar og fjölgun í fiðluröddum þéttu verkið frá upphaflegri uppfærslu. Hljómsveitin lék vel og hlutur þeirra Jóns Halldórssonar á básúnu og Hjálmars Sigurbjörnssonar á trompet var sýnu glæsilegastur í mjög vandasömu spili. Eins fannst mér þáttur einsöngvaranna, þeirra Mörtu, Þorbjörns og Benedikts, nær óaðfinnanlegur. Að loknu hléi mættu til viðbótar til leiks Kammerkór Norðurlands og Sigríður Aðalsteinsdóttir alt- söngkona. Þá var komið að Mess- íasi, eins og fólk lætur sér oft nægja að kalla samnefnda óratóríu Händ- els. Þarna var hryggjarstykkið flutt, eða 2. hluti verksins, sem lýkur á þeim þætti sem trúlega hefur gefið verkinu eilíft líf, „hallelúja“. Ein- hvern veginn fannst mér að hljóm- sveit og kór sýndu ekki það öryggi í leik og söng, sem ég vænti. Opn- unarkórinn: „Behold the lamb“ vantaði meiri festu og öryggi. Síðan þegar hljómsveitin lék með Sigríði aríuna fögru „He was despiced“ vantaði næmari leik í hljómsveitinni og eftirfylgni við fallega og innilega túlkun Sigríðar. Þetta samband náðist þó fullkomlega í aríunni nr. 14, „Thou art gone“. Kórinn var mjög sannfærandi í „All we like sheep“ og í kórfúgunni nr. 7, „He trusted in God“. Einsöngvararnir stóðu sig mjög vel og var röð einsöngsatriða frá nr. 14 og allt til Hallelújakórsins hreint eyrnakonfekt. Konungar jarðar- innar birtust í allri sinni dýrð í bassasöng Benedikts í „Why do the nations“ og ég hef oft hrifist af söng Mörtu, en aldrei sem nú í frábærum flutningi hennar á aríunni „How beautiful“. Þorbjörn skilaði tenór- hlutverkinu af músíkölsku næmi og innsæi, átti þó til að þrengja of mik- ið að efstu tónum. Í lokin náðist svo sannarlega allt- umlykjandi fagnaðarstemming, sem engan lætur ósnertan og engan læt- ur sitja. Einsöngvurum, kór, hljóm- sveit og stjórnanda var innilega og ákaft þakkað einlæglega. „Hegðað var svo hljóðum að húsin megi prýða um veröld víða.“ Hljóð sem prýddu Glerárkirkju TÓNLIST Glerárkirkja Skálholtsmessa eftir Hróðmar Sigur- björnsson og 2. hluti óratóríunnar Messí- asar eftir Händel. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Kammerkór Norðurlands, einsöngvarar: Marta Guðrún Halldórs- dóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Benedikt Ingólfsson. Stjórn- andi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Skír- dag, fimmtudaginn 13. apríl, kl. 16. Sinfóníutónleikar Jón Hlöðver Áskelsson JPV útgáfa hefur sent frá sér nýja myndasögu Fermið okk- ur eftir Hug- leik Dags- son, höfund bókanna Bjargið okk- ur og Forðist okkur sem nutu gríðar- legra vinsælda á síðasta ári. Þau nýmæli eru að bókinni fylgir smáskífa eða geisladiskur sem inni- heldur lagið Ég kyssi þig á augun í flutningi Hugleiks og hljómsveitar- innar Benna Hemm Hemm, en sú sveit hlaut tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, auk endur- hljóðblöndunar fjöllistamannanna Helmus und Dalli. Bókin er 60 bls. og er prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Plötur og geisladiskar er framleitt hjá GZ Digital Media í Tékklandi. Auður Jörunds- dóttir hannaði kápu. Nýjar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.