Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 23 UMRÆÐAN SÓLIN skín úr Seðlabankanum og vextirnir æða upp. Seðla- bankastjórinn er í óða önn að bjarga þjóðinni frá af- leiðingum efnahags- stefnunnar sem hann stóð fyrir sem for- sætisráðherra í fjór- tán ár. Eða stóð ekki fyrir. Því að efna- hagsstjórn íhaldsins var bara brandari. Sýndarmennska sem lítið var á bak við ann- að en jákvæð áhrif af EES-samningnum sem kratarnir þvinguðu íhaldið til að styðja á sínum tíma. Áhrif sem voru miklu meiri en nokkurn ór- aði fyrir á sínum tíma og héldu sér vel fram yfir aldamót. En þá fór að reyna á raun- verulega efnahags- pólitík hægristjórn- arinnar og hratt fjaraði þá undan þeg- ar á reyndi. Síðan þá hefur þjóðin verið í gíslingu efnahagsstefnu sjálf- stæðismanna og þjóð- rembunnar sem hvílir einsog mara á samfélaginu. Mara sem heldur niðri vitrænni umræðu um nauðsyn aðildar að Evrópusambandinu og fórnarkostnaði almennings af því að halda krónunni úti. Afleiðingum sem allir þekkja í formi æðisgengins flökts á genginu og himinhárra vaxta. Vaxtaokurs sem er nánast glæpsamlegt í sið- menntuðum löndum en þykir sjálf- sagt í Sjálfstæðisflokknum enda fórnarkostnaður fyrir sjálfstæði þjóðar að þeirra mati, sem er nátt- úrulega fjarstæðan ein. Hverju upptaka evrunnar myndi skila almenningi er rétt hægt að ímynda sér. Líklega stærstu kjara- bót sem gengið gæti yfir á Íslandi. Það er hinsvegar ekki til umræðu í ríki íhaldsins. Davíð mælti svo fyrir áður en hann fór. Því þorir Geir formaður ekki gegn. Þótt hann viti líklega manna best hvað rétt sé að gera. Vaxtaokur, skattalækkanir á efnafólkið og bensínskattar sem eiga engan samjöfnuð og koma nú fram í því að á Íslandi er nú að fá dýrasta bensínlítra í heimi eru hæstu minn- isvarðar ríkisstjórn- arinnar. Allt beint úr buddu almennings og ekki lækkar íhaldið álögurnar á eldsneytið sem er uppistaðan í verðinu. Hvarflar ekki að þeim. Búnir að binda ábatann úr rík- issjóði við skattalækk- anir á þá ríku. Stétt með stétt og stöðugleiki í efnahags- málum. Gamla mantr- an sem lengi hélt Sjálf- stæðisflokknum á floti enda vinstrimenn upp- teknir við að vega hver annan. En ekki meir. Bilið á milli stétta er sögulegt og á sér vart sinn líka nema í Suður- Ameríku og efnahags- stjórnin minnir meira á blindflug en farsælt ferðalag. Nú fjarar undan íhaldinu enda kominn valkostur til vinstri sem kjölfesta landsmálanna. Sundr- ungin er sagan ein. Samfylkingin er veruleiki sem ekki bara ógnar stöðu íhaldins heldur tekur hana yfir á næstu misserum. Skyn- samleg Evrópupólitík Samfylking- arinnar gegn þvermóðskufullri þjóðrembunni í Sjálfstæðis- flokknum er gleggsta dæmið um þær breytingar sem eru í vændum. Fram að næstu kosningum velt- ur þetta svona áfram. Við erum hinsvegar svo gæfusöm að njóta sólarinnar áfram í annarri mynd. Nú skín hún úr Seðlabanka og vextirnir æða upp. Sólin skín úr Seðlabanka Björgvin G. Sigurðsson skrifar um efnahagsmál Björgvin G. Sigurðsson ’Við erum hins-vegar svo gæfu- söm að njóta sól- arinnar áfram í annarri mynd. Nú skín hún úr Seðlabanka og vextirnir æða upp.‘ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Ég skildi að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. Einar Ben. Í VETUR hefur farið fram lífleg umræða um íslenskt mál í fjölmiðl- unum og má öðru fremur rekja hana til þings Viðskiptaráðs Íslands í febr- úar sl. þar sem starfs- hópur ráðsins lagði fram ýmsar nýstár- legar hugmyndir um ís- lenskt mál. Í kjölfarið hafa menn farið vítt um völl og fjallað um stöðu og hreinleika tung- unnar, hvort henni hafi hnignað, hvort hún muni halda velli eða mengast og að lokum renna saman við tungu- mál einhverrar stór- þjóðanna vegna vax- andi áhrifa fjölmiðla og alþjóðlegra samskipta. Umfjöllun Viðskiptaráðs var af hinu góða því að hún hratt af stað þörfum tjáskiptum um ,,ástkæra, yl- hýra málið“. Einmitt núna, þegar verið er að heilaþvo þjóðina með stanslausum fréttum og umræðum um útrás, viðskipti og gróða, er mik- ilvægt að muna að önnur gildi skipta ekki minna máli en krónur og aurar – eða öllu heldur milljarðar. Staða íslensks máls Það væri rangt að fullyrða að sinnuleysi hafi ríkt um íslenskt mál og varðveislu þess og enda þótt margt megi betur fara, eins og síðar verður drepið á, er ástæða til að ætla að fáar þjóðir hafi staðið betur vörð um móðurmál sitt en við Íslendingar. Og það hefur borið góðan árangur. Hnignun í málfarslegum skilningi er afstætt hugtak og mér er ekki kunn- ugt um að til séu nein viðmið eða mælikvarðar til notkunar í því sam- hengi. Þá er ekki í annað hús að venda en að byggja á tilfinningu og skoðun þeirra sem lengi hafa átt ís- lensku að móðurmáli, hafa borið virð- ingu fyrir henni og gefið gaum að þróun hennar. Ég hef verið í þeim hópi í meira en sjö áratugi og þori að fullyrða að málinu hefur ekki hrakað, geng jafnvel svo langt að telja að það sé nú hreinna en í mínu ungdæmi. Ég á ekki aðeins við um málfar full- orðinna heldur einnig ungs fólks sem mér finnst almennt tala gott mál, þótt það eigi það til að ,,sletta“ eins og unglingar hafa ævinlega gert. Rétt eins og önnur tungumál hefur íslenskan tekið miklum breytingum í tímans rás og mun halda áfram að gera það. Í kjölfar þróunar á öllum sviðum þjóðlífsins bætast við ný orð og hugtök, og eldri orð fara í úreldingu þegar þeirra er ekki lengur þörf í daglegu máli. Mörg snilldarleg, ís- lensk nýyrði hafa litið dagsins ljós, en önnur hafa ekki náð að festa rætur. Margt hefur stuðlað að varðveislu tung- unnar; landfræðileg einangrun landsins skiptir máli, metnaður þjóðarinnar vegur þungt, móðurmáls- kennsla hefur aukist og stöðugt fleiri stunda nám í framhaldsskólum. Orðanefndir, sem sumar hafa starfað í áratugi á ýmsum sviðum þjóðlífsins, hafa átt ríkan þátt í því að halda er- lendum orðum úti í kuldanum. Þegar erlend áhrif á tunguna eru borin saman við það sem gerst hefur í ýms- um öðrum löndum sést hve vel hefur til tekist hér á landi. Sum Norð- urlandamálin eru til dæmis orðin svo menguð af erlendum tökuorðum að skapast hefur málfarslegt klúður, sem vonandi á ekki eftir að heyrast eða sjást í íslensku máli. Uppeldi og skólar móta málfar hvers einstaklings, en síðan ræðst það í daglegu lífi hvernig til tekst um framhaldið. Þá verður fræðsla að berast þjóðinni eftir öðrum leiðum, ekki síst frá fjölmiðlum. Ábyrgð fjölmiðla Ábyrgð fjölmiðla í málrækt er mikil og þeim ber að vinna að því að vera málfarsleg fyrirmynd og fræðslumiðill fyrir íslenska tungu. Erfitt er að leggja almennt mat á málfarsleg gæði íslenskra fjölmiðla. Þeir eru að því leyti jafn ólíkir og þeir eru margir, enda koma þar ótal- margir við sögu í ræðu og riti. Þó leyfi ég mér, á grundvelli áð- urnefndrar tilfinningar eldri borg- ara, að hafa þá skoðun að málfar í fjölmiðlum sé að öllu jöfnu nokkuð gott – þó með ótalmörgum und- antekningum – enda er ástæðulaust að ætla að þeir hafi minni metnað fyrir hönd íslenskrar tungu en þjóðin í heild. Auðveldara er að staðhæfa um málræktarhlutverk fjölmiðla og beina umfjöllun og fræðslu þeirra um íslenskt mál. Þeim þætti sinna þeir í fáum orðum sagt illa, og gildir einu hvort þeir eru ríkisreknir eða í einkaeign. Þetta er sorgleg stað- reynd í ljósi þess hve mikil áhrif fjöl- miðlarnir hafa. En þeir nýta ekki tækifæri sín á þessu sviði. Á fyrri hluta síðustu aldar, þegar Útvarp Reykjavík var eini hljóðmið- ill þjóðarinnar og sendi út efni aðeins í örfáar stundir á dag, var þátturinn Daglegt mál um langt árabil fastur liður í dagskrá útvarpsins. Þótt um væri að ræða fræðslu- en ekki skemmtiþætti nutu þeir afar mikilla vinsælda. Síðar voru þeir illu heilli lagðir niður, og aðrir miðlar virðast ekki hafa séð ástæðu til að hafa ís- lenskt mál sérstaklega á dagskrá. Annað efni er talið mikilvægara og söluvænna. Þó munu vera stuttir, vikulegir málfarsþættir í Morgun- blaðinu og Ríkisútvarpinu. Í ljósi þess hve áhrifaríkt afl fjöl- miðlarnir eru ber þeim siðferðisleg skylda til að vera sverð tungunnar og skjöldur, enda er og mun áfram verða sótt að henni úr mörgum átt- um. Fjölmiðlarnir eiga að leggja miklu meira af mörkum en þeir gera nú til umfjöllunar og fræðslu um ís- lenskt mál, þetta sanna sameining- artákn okkar Íslendinga. Eitthvert annað efni mætti að skaðlausu skera niður. Hugleiðingar um íslenskt mál Ingvi Þorsteinsson fjallar um íslenskt mál ’Í ljósi þess hve áhrifa-ríkt afl fjölmiðlarnir eru ber þeim siðferðisleg skylda til að vera sverð tungunnar og skjöldur, enda er sótt að henni úr mörgum áttum.‘ Ingvi Þorsteinsson Höfundur er náttúrufræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.