Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Móðir okkar, UNNUR PÁLSDÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 5. apríl á Sjúkrahúsi Akraness, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju laugardaginn 22. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður í Síðumúlakirkjugarði. Bifreið fer frá BSÍ kl. 12.00. Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir um að láta Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi eða önnur góð málefni njóta þess. Elín Birna, Sigríður, Gerður og Ingibjörg Daníelsdætur og fjölskyldur. Elskulegur sonur minn, SIGURÐUR GEIR ÓLAFSSON, andaðist mánudaginn 17. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Herdís Björnsdóttir. Eiginkona mín, móðir og amma, ELÍSABET MARÍA KVARAN, er látin. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Elísabet Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Garðar Kvaran. ✝ Þorbjörg Sig-fúsdóttir fædd- ist á Ási í Fellum á Fljótsdalshéraði 16. maí 1916. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Garðvangi 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigfús Einarsson, f. 16. apríl 1883, d. 7. ágúst 1944, og Val- gerður Jónsdóttir, f. 17. febrúar 1875, d. 13. júlí 1950. Systkini Þorbjargar eru: Jóna Unnur, f. 17. maí 1905, d. 21. des- ember 1908, Einar Ingvar, f. 24. september 1908, d. 4. febrúar 1966, Jón Þorbergur, f. 16. októ- ber 1910, d. 9. ágúst 1966. Hinn 6. nóvember 1942 giftist Þorbjörg Arngrími Vilhjálmssyni frá Dalatanga, f. 5. september 1918, d. 22. febrúar 2006. Börn þeirra eru: 1) Guðfinna, f. 9. mars 1944, gift Sigurjóni Þórðarsyni, f. 5 júlí 1941. Þeirra börn eru: a) Arnar Þór, f. 5. júlí 1961, kvæntur Bryndísi Björgu Guðmundsdóttur. Þeirra börn eru: Íris Ósk, Örn Brynþór og Logi Bergþór. b) Adda Þorbjörg, f. 11. október 1962, gift Sævari Guðmundsyni, f. 1962, þeirra börn eru: Þórdís 30. október 1947, kvæntur Guð- ríði Halldórsdóttur, f. 31. maí 1950, þeirra börn eru: a) Erla Hrönn, f. 12. september 1969, gift Sváfni Sigurðarsyni, f. 1969. Þeirra börn eru: Eva Lind, faðir: Albert Sigurðsson, Guðrún Helga, móðir: Þórhildur Olgeirsdóttir, og Eyþór Andri. b) Arngrímur, f. 25. desember 1979, sambýliskona Fjóla Helgadóttir, f. 1981, þeirra börn eru: Ásthildur Erla, móðir: Hrafnhildur Jónsdóttur, og Vil- hjálmur Svanberg. Þorbjörg lauk barnaskólanámi og var seinna tvo vetur í Hús- mæðraskólanum á Hallormstað. Hún fór ung að vinna fyrir sér sem vinnukona á sveitabýlum á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og á Dalatanga, þar sem hún kynntist verðandi eiginmanni sínum. Þorbjörg og Arngrímur byrj- uðu búskap á Dalatanga, keyptu síðan Neðri-Skálateig í Norðfirði og bjuggu þar í stuttan tíma, eða þar til þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar meðan Arngrímur lauk námi. Þau fluttu eftir það norður til Þórshafnar þar sem þau áttu heima í sex ár, eða þar til þau flytja til Keflavíkur þar sem þau áttu heima til dauðadags. Þorbjörg vann ýmis fiskvinnslu- störf á sínum fyrstu árum í Kefla- vík meðan börnin voru ung og hún hafði heilsu til. Síðasta árið dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Útför Þorbjargar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Katla, sambýlismað- ur Einar Þorsteins- son, þeirra börn eru: Þór og Adda Þor- björg, Brynhildur Gugja, sambýlismað- ur: Ásmundur Stein- þórsson. c) Ása Hrund, f. 26. júní 1968, gift Viktori B. Kjartanssyni, f. 1967, þeirra börn eru: Sig- urjón Freyr, Alexía Rós, og Kamilla Sól. d) Hlynur Þór, f. 6. desember 1976, d. 15. janúar 2000. 2) Jóhanna Val- gerður, f. 6. mars 1945, gift Árna Óskarssyni, f. 21. febrúar 1944. Þeirra börn eru: a) Björk, f. 27. desember 1961, gift Ólafi Guð- bergssyni, f. 1960, þeirra börn eru Guðbergur, sonur hans er Arnór Orri, móðir: Guðbjörg Sigríður Hauksdóttir og Jóhann Árni. b) Hrafnhildur, f. 26. nóvember 1965, hennar börn eru: Katla Hrund, faðir: Karl Jónsson, Árni Kári og Kristinn Kári, faðir: Haf- liði Kristjánsson. Þau slitu sam- vistum. c) Árni Ómar, f. 7. nóv- ember 1967, kvæntur Guðrúnu Björg Alfreðsdóttur, f. 1968. Þeirra börn eru: Birta Björk, Gunnhildur Jóa og Hekla Mar- grét. 3) Vilhjálmur Svanberg, f. Vakna þú sem sefur og veittu þjáðum lið, verndaðu blómið sem grær við þína hlið, hlustaðu á regnið og heyrðu dropana falla, himinninn er opinn og drottinn er að kalla. (Höf. ók.) Minningar hrannast upp, svo ótal- margar, um mömmu að syngja fyrir okkur söngva sem komu okkur til að hlæja, eins og Skraddaralús, Pálína og fleiri, meðan hún var að baka, sauma eða huga að mjólkinni, búa til smjör og skyr. Mömmu að sauma kjóla á okkur systurnar, alltaf eins, og alltaf öðru- vísi en allir aðrir áttu. Þar hefur hönn- uðurinn í henni fengið að njóta sín. Mömmu sem setti tvo stóla undir ljósið í miðju eldhúsloftinu á Þórs- höfn, teiknaði eitthvað á léreft og þar lærðum við systurnar að sauma út kontórsting, til að byrja með. Á sama stað var mér kennt að hekla, ég hef verið um sex ára og afraksturinn var blár og rauður nálapúði sem í langan tíma var hangandi á gömlu Singer saumavélinni hennar. Mömmu að sauma tuskudúkkur með okkur, listilega hannaðar með hinu eina rétta lagi á handleggjum og fótum. Mömmu sem hló svo dátt, þegar við systurnar fífluðumst með Kúdda bróður, settum hann í stóran bol eða kjól, leiddum hann á milli okkar og kölluðum hann Gúrí. Skemilssvipur í fallegu brúnu augunum hennar. Hún mamma var kletturinn í lífi fjölskyldunnar. Hún skapaði heimilið, venjurnar og siðina. Hún laðaði að sér fólk, hún var hláturmild og með góða kímnigáfu. Vinir okkar voru alltaf vel- komnir og stundum fullt hús af börn- um. Eftir að við fluttum suður 1955 vann hún öðru hvoru í fiski, en að- allega vann hún á heimilinu og var alltaf til staðar fyrir okkur og vini okkar. Vinkonur hennar voru þar oft og mikið var hlegið. Hún var að því leyti á undan sinni samtíð að hún trúði því að það væri nauðsynlegt að tala við börn, leið- beina þeim og fá þau til að hugsa um hlutina frá öllum hliðum. Það er svolítið sérstakt að hugsa til þess að sem unglingar gátum við tal- að um allt við hana. Hún dæmdi aldrei og reyndi að kenna okkur það líka. Þeir eiginleikar sem hún mat mest og vildi að við tileinkuðum okkur voru heiðarleiki, samviskusemi og um- burðarlyndi. Ég vona að hún hafi ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum. Mamma var fróðleiksfús, las mikið og fylgdist vel með, var fljót að skilja kjarnann frá hisminu og mynda sér skoðun. Hún var fagurkeri og kunni vel að meta fallega hluti. Heimilið var hennar staður, alltaf óaðfinnanlegt, hún var snilldarkokkur og besti bak- ari sem ég hef þekkt. Pönnukökurnar hennar voru víðfrægar, smákökurnar óaðfinnanlegar og marengsinn henn- ar hefur enginn getað gert eins og hún, þrátt fyrir sömu uppskrift. Þegar Siggi kom inn í fjölskylduna sem verðandi tengdasonur var honum strax tekið sem einum af okkur og urðu þau mestu mátar. Mamma sagði meira að segja að ef eitthvað væri bil- að nægði stundum að hugsa til hans, þá lagaðist það. Eftir að barnabörnin komu til sög- unnar, passaði hún þau oft fyrir okkur þegar á þurfti að halda, þau löðuðust líka að henni og voru alltaf aufúsu- gestir þar til yfir lauk. Hún var ákaf- lega stolt af fjölskyldu sinni og þau pabbi töluðu oft um að það væri mikil eign að eiga svo stóra og heilbrigða fjölskyldu. Þau pabbi voru í hjóna- bandi í yfir 60 ár, ástfangin og ánægð með hvort annað til hinstu stundar. Síðustu árin var hennar veruleiki að sumu leyti annar en okkar, hún færðist inn í eigin heim, þar sem tím- inn var afstæður og hún var ýmist á okkar tíma eða miklu aftar. Þá var það henni mikil hjálp hvað hún gat verið lengi heima hjá sér þar sem pabbi hugsaði um hana með að- stoð heimahjúkrunar og okkar systk- inanna og appelsínugula eldhúsborðið gegndi stóru hlutverki með oft þre- falda röð afkomenda í kring, enn hleg- ið mikið, enn gaman. Í október 2004 flutti hún á hjúkr- unarheimilið Garðvang. Þar leið henni mjög vel, þótt ekki væri plássið hennar stórt, en það var einmitt það sem hún var í þörf fyrir, lítinn heim þar sem hún gat fundið til öryggis og hafði alltaf einhvern í sjónmáli, ein- hvern sem hún gat talað við og sýndi henni væntumþykju og vinarhug. Við og pabbi komum oft til hennar og sáum um að hana skorti ekki neitt sem við gátum veitt henni. Hún gat alltaf spjallað, var skapgóð og jákvæð. Eftir að pabbi dó hinn 22. febr. síð- astliðinn, var eins og þessi heilabilaða kona missti löngunina til að halda áfram. Hún gat ekki alltaf munað að hann væri dáinn en einhvern veginn vissi hún að það var ekki lengur gam- an. Þau voru svo nátengd að undirmeð- vitundin skynjaði hvað orðið var. Nú eru þau ánægð, saman á ný haldast þau í hendur brosandi og al- sæl, laus úr viðjum elli og sjúkleika. Ég er stolt af móður minni, hún tókst á við veikindi sín með reisn og hélt sínum karakter og kímni til hinstu stundar. Það er okkur ljúft og skylt að nefna hlut starfsfólksins á Garðvangi, sem með hjálpsemi sinni og kærleik í hennar garð, gerði henni kleift að vera áfram hún sjálf þótt á móti blési. Þið eruð einstakar og við geymum með okkur þau orð sem þið viðhöfðuð um hana síðustu dagana, svo falleg orð. Við erum innilega þakklát ykkur öllum. Hún hefur hlýtt kallinu, við vit- um að vel hefur verið tekið á móti henni. Við Sigurjón biðjum að heilsa, við sjáumst er okkar tími kemur. Guðfinna. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustundinni, lífshlaupi þínu er lokið, góð og glæsileg kona er nú farin yfir móðuna miklu á eftir pabba. Strengurinn milli ykkar var alltaf svo sterkur. Þegar pabbi dó fyrir aðeins 45 dögum var eins og lífsneistinn þinn slokknaði. Það kom einhver hryggð í augun þín. Þótt okkur fyndist stund- um að þú skynjaðir ekki vegna veik- inda þinna hvað væri að gerast hefur undirmeðvitund þín verið með þetta alveg á hreinu. Við leiðarlok er svo margs að minn- ast, þú varst alltaf svo stór þáttur í lífi okkar. Sterkur karakter sem umvafð- ir fjölskylduna þína, stóra sem smáa, umhyggju og hlýju. Þú hafðir áhuga á öllu sem við vorum að gera, alltaf tilbúin að tala við okkur, leiðbeina okkur, segja okkur til syndanna ef þér líkaði ekki stefnan. Hreinskilin og einlæg en aldrei hrokafull né dóm- hörð. Þú varst mannvinur í eðli þínu, alltaf tilbúin að hlusta á skoðanir okk- ar, þótt þú hefðir sjálf sterkar skoð- anir á öllu sem var að gerast í sam- félaginu. Þú fylgdist vel með og hafðir ánægju af að lesa og fræðast um alla mögulega hluti. Það var gaman að tala við þig, þú varst ekki bara mamma heldur líka góður vinur og fé- lagi og aðdáunarvert hvað þú hélst þínu góða skapi og húmor til síðustu stundar. Öllum fannst gott að koma á heim- ilið ykkar pabba, það var nokkurs konar félagsmiðstöð fjölskyldunnar, alltaf heitt á könnunni og enginn bak- aði betri kökur. Sunnudagskaffi hjá mömmu var nokkuð fastur liður í til- verunni. Þú varst líka fagurkeri, mamma mín, hafðir gott auga fyrir fallegum hlutum og handbragði, vildir vera vel til fara og hafa fallegt og snyrtilegt í kringum þig. Ég man eftir svo mörg- um fallegum flíkum frá því ég var lítil stelpa sem þú saumaðir á okkur. Ung- arnir þínir voru alltaf fallega klæddir og heimilið hreint og notalegt. Þegar heilsunni fór að hraka stóðuð þið pabbi þétt saman. Hann hugsaði um þig eins lengi og mögulegt var, meira af vilja en mætti. Eftir að þú fórst á Garðvang var pabbi einmana, hann saknaði síns sterka lífsförunaut- ar og heilsunni fór hratt hrakandi. Samt var þraukað og reynt að halda áfram eins lengi og mögulegt var, og jafnvel lengur en með góðu móti var mögulegt. Það var reisn og æðruleysi yfir ykkur báðum í veikindum ykkar. Að lokum viljum við Árni þakka all- an þann kærleik og hlýju sem þú sýndir okkur alla tíð, börnum okkar og barnabörnum. Nú eruð þið pabbi saman á ný, löngum og góðum ævi- ferli er lokið. Eftir stöndum við og þökkum af alhug fyrir það veganesti sem við fengum frá ykkur og reynum eftir bestu getu að skila því til afkom- enda ykkar. Jóhanna. Móðir mín er látin. Um hugann fara ljúfar minningar liðinna tíma sem við áttum saman, þú þessi sterka og blíða íslenska mamma, vel af Guði gerð, vel gefin, ræðin og stutt í húm- orinn ef því var að skipta, og gast þá hlegið manna mest, og áttir stundum erfitt með að hætta, en það var í góðu lagi, þetta var bara mamma mín. Ég minnist allra heimsóknanna á Blikabrautina þar sem komið var í heimsókn til foreldra minna og rædd voru málefni líðandi stundar, og reyndar allt milli himins og jarðar yfir kaffibolla, ásamt fjölskyldumálum, en móðir mín fylgdist vel með fjölskyld- unni og var mjög annt um afkomend- ur sína, enda þurfti ekki að dekstra yngri kynslóðina til að koma með í heimsókn til ömmu, klapp á kinn, hlý orð, og oft beið bunki af pönnukökum og öðru góðgæti á borðinu handa fólk- inu, engin gat gert jafngóðar pönnu- kökur og amma. Móðir mín og heimili foreldra okk- ar var í raun partur af þeim ósýnilega hnút sem heldur stórfjölskyldunni saman. Við eldhúsborðið á Blika- brautinni hittust hinir ýmsu armar fjölskyldunnar í kaffi hjá mömmu / ömmu, og aldrei leið langur tími á milli, minnti jafnvel stundum á um- ferðarmiðstöð. Alltaf var gaman að mæta í kaffi og spjalla. Ég veit að móður minni þætti vænt um að við, sem eftir erum, hlúum að áframhald- andi góðu sambandi innan fjölskyld- unnar, þau bönd mega ekki bresta. Móðir mín hafði mjög ákveðnar skoðanir á öllum málum og var bæði gaman og gefandi að rökræða við hana um hin ýmsu málefni. Mamma fæddist á Héraði eins og áður hefur komið fram og fór ekki á milli mála væntumþykja hennar til æskuslóðanna, ekki til fallegri staður á Íslandi en Fljótsdalshérað að henn- ar mati. Einhverju sinni var ég að segja mömmu frá einhverjum sem var ný- kominn heim frá Suður-Evrópu og hafði sá verið að lýsa því hvað þar væri fallegt víða. Þá sagði mamma: „Hann hefur sennilega aldrei komið austur á land, ég held að hann ætti að drífa sig aust- ur á Hérað ef hann vill sjá eitthvað fallegt.“ Þetta lýsir best hug mömmu til æskuslóðanna. Eftir að faðir minn dó hinn 22 febr- úar síðastliðinn var eins og lífsvilji móður minnar færi þverrandi, enda voru þau mjög samrýnd, og á sama hátt leið pabba greinilega ekki vel eft- ir að mamma þurfti að fara á hjúkr- unarheimilið Garðvang vegna veik- inda sinna, styrkri stoð hafði verið kippt í burtu í báðum tilfellum. Elsku mamma, það var lán að eign- ast þig sem móður og vil ég þakka þér fyrir allt og allt. Ég veit að pabbi tekur fagnandi á móti þér, og saman munuð þið skreppa austur á land þar sem hugur ykkar dvaldi svo oft. Ég vil að lokum þakka starfsfólki Garðvangs fyrir góða umönnun og einstaka hlýju í garð móður minnar. Guð blessi ykkur og ykkar óeigin- gjarna starf. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sig.) Guð veri með þér. Þinn sonur Vilhjálmur. ÞORBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.