Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Óhugnanlegasta
mynd ársins !!!
Fór beint á
toppinn í USA
Hvað sem þú gerir
ekki svara í símann
The Hills Have Eyes kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
The Hills Have Eyes Lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
When a Stranger Calls kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
Ice Age 2 m/ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10
Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 4 og 6
Date Movie kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára
The Hills Have Eyes kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára
Ice Age 2 m/ensku tali kl. 6 og 8
Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 6
When a Stranger Calls kl.10
N ý t t í b í ó
„mannskemmandi
hryllingsmynd”
Mögnuð endurgerð af Wes Craven klassíkinni frá 1977
Þeir heppnu
deyja fyrstir...
HROTTALEGASTA
MYND ÁRSINS
„hreinn viðbjóður”
H.Þ.A. - bio.is
Stranglega
b ö n n u ð
innan 16 ára - dyraverðir við salinn!
RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR
eee
LIB, Topp5.is
eee
DÖJ kvikmyndir.com
eeee
DÓRI DNA dv
„FRÁBÆR, FLOTT OG FYNDIN...
OFURSVALUR SPENNUTRYLLIR“ FHM
K.M. - bio.is
NÚ á laugardaginn verður tónlist-
arhátíðin Atlantic Music Event
(AME) haldin á NASA. Um er að
ræða kynningu á því helsta sem í
gangi er í færeyskri rokk- og
popptónlist í dag og munu sex
hljómsveitir/listamenn þaðan koma
fram. Einnig mun íslenska sveitin
Dikta leika, en hún mun troða upp
í Færeyjum síðar á árinu. Dikta
gaf út hina lofuðu Hunting for
Happiness í fyrra og er allrar at-
hygli verð nú um stundir.
Færeysku listamennirnir eru
Högni Lisberg, Gestir, Deja Vu,
Makrel, Marius og Lena og voru
kynntir nokkuð rækilega fyrr í
mánuðinum hér á þessum síðum
(miðvikudaginn 5. apríl). Allt síðan
færeyska bylgjan brast á með
þungarokkurunum í Tý um 2001
hafa augu Íslendinga opnast nokk-
uð fyrir því sem er að gerast í
færeyskri dægurlagatónlist. Heim-
sóknir færeyskra listamanna hing-
að og öfugt hafa þó verið æði
brokkgengar og má því fullyrða að
þessi atburður sé sá veglegasti til
þessa. Menningarstova Færeyja,
opinber stofnun sem stuðla á að
kynningu færeysks menningarlífs
m.a., Norðurlandahúsið þar og
Tutl, stærsta plötuútgáfa Fær-
eyja, standa þétt að baki þessum
umsvifum og því ekki ráðist í
þetta af neinum vanefnum. AME
tónleikar hafa verið haldnir í Dan-
mörku og Færeyjum og stefnt er
að því að halda þá árlega hér á
landi.
Plata ársins
Högni Lisberg er einn þeirra
sem þátt taka í AME í þetta sinn-
ið. Högni vakti fyrst athygli sem
trymbillinn í Clickhaze, en sveitin
sú hýsti margt hæfileikafólkið,
þ.á m. Eivöru Pálsdóttur. Árið
2003 gaf Högni svo út sólóplötu,
Most Beautiful Things, þar sem
hann lék á flestöll hljóðfærin sjálf-
ur. Í kjölfarið hóf hann að vinna
gagngert að því að koma ár sinni
fyrir borð í tónlistinni, bæði í
Færeyjum og utan þeirra og hefur
hann náð talsverðum árangri.
Önnur platan, Morning Dew, kom
út síðasta haust og hefur treyst
hann í sessi í heimalandinu. Hún
var valin plata ársins þar og er
Högni nú komin með dreifing-
arsamning við belgíska fyrirtækið
PIAS, eitt þekktasta fyrirtækið á
því sviði í Evrópu.
Högni býr sem stendur í Dan-
mörku og er að bisa við að hella
upp á kaffi og vefja sér sígarettu
er blaðamaður hringir.
„Það er auðvitað mjög jákvætt
að vera kominn á samning hjá
PIAS,“ segir Högni aðspurður.
„En það er algert lykilatriði að
vinna að því, statt og stöðugt, að
koma sér á framfæri með tón-
leikum, koma lögum í útvarpið
o.s.frv. Fólk þarf að vita af þér og
vilja tónlistina þína. Dreifingarfyr-
irtæki hjálpa þér lítið með slíkt.“
Högni rifjar upp að fyrsta plata
sín hafi verið gerð með litlum til-
kostnaði og hann hafi þyrst í að
gera aðra plötu eins fljótt og hægt
væri.
„Í upphafi árs 2005 fórum við í
Lundgaard-hljóðverið í Danmörku
og ákváðum að eyða ögn meiri
peningum í þetta skiptið. Mun-
urinn á plötunum liggur meðal
annars í því að nú notaði ég fleiri
hljóðfæraleikara.“
Platan nýja er auk þess til
muna fjölbreyttari en sú síðasta
sem hélt sig að mestu við lág-
stemmda söngvaskáldastemningu.
Högni vill þó ekki meina að mun-
urinn á lagasmíðunum sé það mik-
ill, lögin hljómi öðruvísi vegna
ábúðarfyllri hljóms og fjölskrúð-
ugri áferðar en áður.
Er kom að því að hljóðblanda
plötuna lenti Högni hins vegar í
vandræðum.
„Ég fór til Belgíu í þeim til-
gangi en gaurinn sem átti að sjá
um það var yfirbókaður. Þannig
að ég fór aftur til Danmerkur og
það var Óli Poulsen sem reddaði
mér fyrir horn í þetta skiptið.
Upprunalega hugmyndin var sú að
reyna eitthvað nýtt, þar sem Óli
hefur séð um að hljóðblanda grú-
ann allan af færeyskri tónlist.
Engu að síður er ég mjög sáttur
við lokaútkomuna, Óli kann sitt
fag upp á tíu.“
Jafnvægi
Tónlist Högna er undir áhrifum
frá amerískri þjóðlagatónlist,
rokkinu þaðan einnig og tekur í
raun ekkert frá færeyskri tónlist-
ararfleifð, leið sem hefur verið
nokk vinsæl undanfarin ár. Fær-
eyska þátt plötunnar má helst
nema af silkimjúkum hljómnum og
spilamennskunni og söngnum sem
býr yfir ástríðu og hlýju.
Högni hefur fullan hug á að ná
sem lengst með tónlist sína og
segist viljandi hafa gert lögin út-
varpsvænni.
„Ég lærði af fyrstu plötunni að
ef þig langar til að komast í út-
varpið, þarftu einfaldlega að sníða
lögin og hljóm þeirra að því.“
Blaðamaður segir þá að bragði:
„En svona hluti þarf eðlilega að
gera án þess að varpa listrænum
heilindum fyrir róða?“
Högni jánkar því. „Auðvitað.
Það er snúni parturinn. Og mér
finnst við hafa náð góðu jafnvægi
að þessu leytinu til á nýju plöt-
unni. Það væri auðvitað frábært
að ná til íslenskra eyrna því að
fyrir færeyskan tónlistarmann
þýðir það mikla stækkun á mark-
aði. Þú selur ekki svo mikið í Fær-
eyjum. Sem er erfitt, því að metn-
aðurinn er alltaf að verða meiri og
meiri, fólk er farið að leggja meira
í plöturnar og að ná til fleira fólks
er í raun að verða nauðsynlegt
miðað við þróunina heima.“
Högni kemur til Íslands með
fjögurra manna sveit með sér en
fram undan er meðal annars
SPOT-hátíðin í Danmörku þar
sem hann verður aleinn með
kassagítarinn. Hann segist hlakka
mikið til að koma hingað til lands,
síðast hafi hann komið hingað með
Clickhaze en í þetta skiptið horfi
málin allt öðruvísi við.
Tónlist | Högni Lisberg spilar á Færeysku tónlistarhátíðinni næsta laugardag
Meiri metnaður
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Tónlistarhátíðin AME er á NASA á
laugardagskvöld. Miðaverð á há-
tíðina er 1.500 kr. og forsala að-
göngumiða fer fram í verslunum
Skífunnar og á midi.is.
Til viðbótar spilar Högni Lisberg í
kvöld á Grand Rokki ásamt Mar-
iusi, Deja Vu og Makrel. Aðgangs-
eyrir er 500 kr. og húsið verður
opnað kl. 21.
www.hogni.com
www.myspace.com/hognilisberg
Högni kemur til Íslands með
fjögurra manna sveit með sér.