Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝ sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, stærsta lífeyr- issjóðs landsins, og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga meira en tvöföld- uðust milli ára og uxu úr 4,6 millj- örðum króna árið 2004 í 9,6 milljarða króna í fyrra eða um 5 milljarða króna, sem jafngildir því að 800 millj- ónir króna hafi verið lánaðar út í hverjum mánuði á árinu að meðaltali. Ný lán umfram uppgreiðslur lána jukust ennþá meira í fyrra en þessu nemur, þar sem verulega dró úr upp- greiðslum eldri lána hjá sjóðnum. Nettólánveitingar sjóðsins námu þannig 4,7 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 213 milljónir á árinu 2004, en það skýrist af gríðarlegum uppgreiðslum lána á síðasta þriðj- ungi ársins 2004 í kjölfar þess að bankarnir hófu innreið sína á lega skilyrði fyrir lánveitingum, lækkuðu vexti og hækkuðu hámarks- lánin innan þeirra marka sem lög heimila, en þeim eru sett ströng skil- yrði í þessum efnum, enda áttuðu þeir sig á því að þarna var um að ræða mikilvægan hluta af þeirra eignasafni sem myndi glatast ef þeir byðu ekki sambærileg eða betri kjör en aðrir aðilar á þessum markaði. Sumir sjóðir hættu til dæmis að lána eingöngu til sjóðfélaga og lána hverj- um þeim sem uppfyllti skilyrði um veð fyrir láninu, en áður fyrr var það almennt þannig að eingöngu sjóð- félagar gátu vænst þess að fá lán. Þá afnámu margir sjóðir skilyrði um há- mark lána og getur lánsupphæð gjarnan numið 65% af metnu mark- aðsverði viðkomandi eignar. Alþingi rýmkaði nýlega reglur í þessum efn- um og er nú lífeyrissjóðum heimilt að lána 75% af metnu markaðsverði íbúðahúsnæðis. Margir sjóðir enn með 4,15% fasta vexti á lánum Þá eru margir sjóðir enn með 4,15% fasta vexti á láninu, en vextir þessir hjá bönkunum hafa hækkað nokkuð, auk þess sem yfirleitt er ekki uppgreiðslugjald á lánum lífeyr- issjóðanna. Breytilegir vextir sjóð- anna hafa hins vegar hækkað nokkuð enda endurspegla þeir ávöxtunar- kröfu á markaði hverju sinni, sem hefur hækkað að undanförnu. Sjóðfélagalán lífeyrissjóðakerfis- ins í heild jukust enda nokkuð á síð- asta ári eða um 7,5 milljarða króna nettó. Þau námu 94,5 milljörðum króna í árslok 2005 og hækkuðu úr tæpum 87 milljörðum króna árið áð- ur eða um tæp 9%. fasteignalánamarkaðinn. Fram til þess að bankarnir hófu að lána til fasteignakaupa síðla sumars 2004 höfðu Íbúðalánasjóður og líf- eyrissjóðirnir verið nánast einráðir á þessum markaði. Innreið bankanna á þennan markað með tilheyrandi uppgreiðslum á öðrum lánum með hærri vöxtum varð til þess að fjöl- margir lífeyrissjóðir rýmkuðu veru- Sjóðfélagalán LSR meira en tvöfölduðust Sjóðfélagalánin jukust nettó um 4,7 milljarða samanborið við 213 milljónir 2004 vegna mikilla uppgreiðslna á því ári Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ÞAÐ VAR blíðviðri í gær á sumardaginn fyrsta í höfuðborginni og nutu fjölmargir þess að vera úti og fagna sumri. Í öllum hverfum borgarinnar safnaðist fólk saman og fór í skrúðgöngu, oft undir forystu skáta. Margir tóku þátt í dagskránni Ferðalangur en m.a. var boðið upp á skoðunarferðir í Reykjavík, hestaferðir í Hafnarfirði og voru mörg listasöfn opin gestum og gangandi til gagns og gamans. Á Akureyri var einnig mikið um hátíð- arhöld. Við Minjasafnið fengu krakkar að fara á hestbak og blásnar voru sápukúlur af mikl- um móð. Í Nonnahúsi var lesið úr einni Nonna- bókanna og krakkar fengu að föndra sín eigin sumarkort. Í húsnæði Zontaklúbbsins, við hlið Nonnahússins, var svo boðið upp á lummur framleiddar á staðnum, kakó og svalardrykki. Óvenjulegri viðburðir voru einnig á dag- skrá á sumardaginn fyrsta. Tíu gönguhópar á vegum kristinna safnaða fóru í bænagöngu í kringum Reykjavík. Bænahóparnir lögðu af stað frá nokkrum stöðum í borginni og komu þeir að húsi KFUM og KFUK um hádegið. Hver hópur hafði þá gengið fimm til sex km áleiðis kringum Reykjavík og numið staðar nokkrum sinnum á leiðinni og beðið fyrir borginni. Þá fór víðavangshlaup ÍR fram í 91. sinn en hlaupið er árlegur vorboði í borginni. Fjölbreytt dagskrá var víðsvegar um landið þó að misjafnlega viðraði á þátttakendur. Frost var víða um land klukkan 6 í gær- morgun en samkvæmt þjóðtrú veit það á gott sumar ef sumar og vetur frjósa saman. Ljósmynd/Hrund Axelsdóttir Sumargleði Tónabæjar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var vel sótt og barist var í víkingaskipinu. Sumarið hafið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sápukúlur blásnar í snjónum við Minjasafnið á Akureyri í gær í tilefni af sumardeginum fyrsta. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Beðið fyrir borginni í Breiðholti en bænaganga var gengin í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.