Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 39 MINNINGAR var rigning og þungbúið sagði hún alltaf að það væri að fara að stytta upp. Hún hafði eld í hjarta og sólar- sýn fram á hinsta dag. Hún bjó yfir fá- gætum innri styrk og kynni okkar af henni hafa veitt okkur öllum ómetan- lega blessun. Bænirnar okkar eru all- ar henni að þakka. Blessuð sé minnig elsku ömmu. Fyrir hönd nokkurra frænkna og systra úr barnabarnahópnum stóra, Halla Kjartansdóttir. Ég hringi dyrabjöllunni á Berg- staðastrætinu. Léttstígt, ört fótatakið færist nær, dyrnar opnast svo og faðmurinn, brosið breitt og bjart: „Hjartadrottning,“ segir hún og á þeirri stundu er ég hennar algerlega, sú eina sem máli skiptir, á óskipta ást- úð hennar, – þótt hún eigi tæplega hundrað afkomendur. Því meiri ástúð sem hún lét í té þeim mun meiri átti hún til að gefa áfram. Þetta er amma, tilhlökkunin, gleðin og kærleikurinn. Ég sit í fanginu á henni á Tómasar- haganum. Hún er í upphlut. Ég fæ að þræða með silfurnálinni á upphlut- num inn og út um lykkjurnar. Þetta er mikil nákvæmnisvinna og krefst einbeitingar, best að gera sem flesta rembihnúta … það er svo gott að fá að sitja í fanginu á ömmu og dunda sér. Seinna heyri ég hana segja hlæjandi frá því hvað hún var lengi að losa um þessa handavinnu mína, en samt mátti ég það líka næst. Þolinmæðin, umburðarlyndið. Ég er komin út í heim. Það er sama hvar ég er niðurkomin, eitt get ég reitt mig á. Afmælisgjöf ömmu kemur í tæka tíð, bróderaður dúkur eða heklaður á örsmáa heklunál, listilega gert. Ég sé fyrir mér fínlegu og smáu hendurnar hennar, með örmjóa gift- ingarhringnum, þau afi áttu samleið í 80 ár. Hún man alla afmælisdaga, og öllu er komið í verk á réttum tíma án asa. Yfirvegun, yfirsýn. Stóra borðstofuborðið svo fallega dekkað. Það er aldrei að vita hvað það koma margir í mat í stórri fjölskyldu þar sem afi og amma eru miðsvæðis. Alltaf er nóg handa öllum, allt borið fram í fallegum skálum og skreytt, handþurrkurnar fallega brotnar. Há- tíð, gleði, reisn. Vandamálin eru ekki til. Stiginn er svo heppilegur, innbyggð líkamsþjálf- un. Milt og fagurt úti, – þótt aðrir kvarti. Höfuðverkurinn … fer nú bráðum að batna. Hægt að hlæja svo innilega og fitja upp á nefið í gleðinni yfir litlu perlum lífsins. Jákvæðnin. Ég sit uppi á sviði í Háskólabíói. Afi og amma koma inn, amma í upphlut og í möttli. Það geislar af henni gæsk- an, mildin, góðmennskan. „Þarna er amma mín,“ segi ég við sessunaut minn. „Þetta er ekki bara amma þín, þetta er amma allra landsmanna,“ segir hún. Það var einmitt þannig sem það var. Svava Bernharðsdóttir. Senn vorar og í tærri morgunbirtu dymbilviku sem ber með sér þá árstíð er amma unni mest lést hún á heimili dóttur sinnar í Skálholti umvafin allri þeirri blíðu og umhyggju sem hún hafði notið svo ríkulega hjá Rann- veigu frænku síðustu árin. Söknuður okkar og tregi er jafn- framt fullur þakklætis fyrir að þau afi hafi fengið að eiga hvort annað og eiga þetta ríka líf saman í full áttatíu ár og við fengið að njóta þess með þeim, hvert og eitt okkar og öll sam- an. Það er lán, það er gæfa, þetta samhengi sem við fæddumst inn í og höfum notið. Gæfa, náð, kyrrð. Þessi orð koma upp í hugann og hendurnar hennar fínlegu og fallegu sem báru með sér leikandi létta vinnusemi, næmi og fegurð sem hún gæddi allt sem hún gerði. Þegar dáðst var að höndunum hennar sagði hún frá því hvað allt hafi leikið í höndunum á föður hennar og þannig var samhengið, allir þessir eiginleikar sem við erum gædd og berum með okkur er arfur sem við er- um svo lánsöm að fá að bera áfram. Aldrei vildi hún gera nokkuð úr verkum sínum, þau vann hún í hljóði, af hógværð. Þannig saumaði og bald- ýraði amma fjölda íslenskra búninga, þar með talið skautbúninga, og vildi sem minnst gera úr því að þetta hefði verið mikil vinna. Ánægjan var verkið allt. Þá minntist hún aldrei á það að hún hafði vélritað doktorsritgerð Ein- ars Ólafs Sveinssonar, frænda síns, um Njálu þegar hún var ung, sem hef- ur vísast ekki verið neitt áhlaupaverk. Þegar við skoðum handavinnuna sem hún vann barnung og framúrskarandi einkunnabækur hennar frá Kvenna- skólanum fyllumst við virðingu fyrir fjölbreyttum hæfileikum og ríkum gáfum. Bernskuminningar okkar eru sam- ofnar þeirri gæfu sem við nutum að hafa búið bæði um lengri tíma og skemmri hjá ömmu og afa. Við syst- urnar lokanámsár föður okkar í guð- fræðideildinni og við systkinin síðar þegar við fluttum til Reykjavíkur. Þá er ótalin öll skemmri dvöl þegar skroppið var í bæinn vestan af Snæ- fellsnesi. Unglinginn sem kvatt hafði bernskuheimilið fyrir vestan á undan hinum vakti hún hvern morgun með kossum og blíðum strokum og yngri systkinin einnig síðar sama haust og mikið var gott að fá að hefja nýjan dag með þessu móti, með ömmu. Heimili ömmu var gestkvæmt og hafði hún í mörg horn að líta og fylgd- um við systur henni litlar hvert fótmál og ávallt hafði hún tíma fyrir okkur, sama hvern bar að garði og hverra er- inda, enda stóð nafna hennar lítil lengi í þeirri trú að hún héti frú Magn- ea. Undurgott var að vera hjá ömmu. Sökkva sér ofan í vinnuna yfir teikn- ingum og hún með handavinnuna sína í gagnsærri kyrrð bjartra bernsku- daga í bláu stofunni á Bergstaða- stræti og þannig seytlaði nánd hins óséða inn í vitundina. Hún kenndi okkur að sjá fegurðina í hinu smáa og fíngerða og hinu sem ekki sést en er til staðar þegar verk er vel unnið og af næmi. Hún kenndi hvernig maður skynjar og skilur málverk, þar sem við sátum undir dimmgráu regnvotu hrauni Kjarvals í stóru stofunni sem hægt var að sökkva inn í löngum stundum. Hún sagði það fela í sér ásýnd Ís- lands. Löngu seinna búsett erlendis feng- um við að njóta umhyggju hennar og listfengis bréfleiðis árum saman. Ljóðrænar lýsingar hennar á fegurð náttúrunnar, birtu- og blæbrigðarík- ar frásagnir af lífinu „heima“ og hög- um allra hinna, dýrmætar perlur. Umhyggju sinni fyrir okkur fann hún farveg á sinn hljóðláta hátt og signdi yfir lífshamingju okkar með hvítum hekluðum rúmteppum, vögguteppum barnabarnabarnanna, skírnarkjólum, hekluðum eldhús- gardínum á fyrsta heimilið. Og hún kom færandi hendi, útsaumsverki, hvítt á hvítt vegna hvítu verkanna á fyrstu einkasýningunni. Örsmá spor í fíngerðan hörinn. Eitt verka hennar, María með Jesúbarn á armi sem við svo mörg eigum í ýmsum litbrigðum, saumaði hún margoft utan um hand- skrifaðar ræðubækur föður okkar, nýja, þegar fíngerður hörinn gaf sig af notkun. Lífssýn ömmu og einföld heilræði koma oft upp í hugann, sögð þýðum rómi sem eltist ekki þrátt fyrir árin hennar öll. Það hefur reynst vel að hafa þau að leiðarljósi. Og sterka nærveru hafði amma með alltumlykj- andi blíðu og mýkt, eins og að sökkva inn í heim takmarkalausrar elsku og í því fólst allt það öryggi og trú á hið góða, að ekkert illt gæti nokkru sinni sest að, því að kærleikur ömmu og hlý nærvera bægði öllu frá, allri vá. En það var ekki síður það öryggi sem fólst í því að finna þá gleði sem hún sýndi svo innilega að við gæfum henni með því einu að vera til, að vera börn- in hennar, „barnið mitt“. Það er gæfan mesta að vera elsk- aður án allra skilyrða. Og að fá að finna það ávallt. Þegar barnabarna- börnin bættust við fengu þau að njóta þess með okkur, enda undurgott að koma til langömmu og langafa og vera fagnað hjartanlega í hvert ein- asta sinn. Litlar „hjartakonur“ og „engilbörn“ áttu vísa skemmtilega heimsókn í algleymi leiksins og allan heimsins tíma fyrir þau sem gerðu hverja heimsókn lítið ævintýri. Þann- ig hændust þau stór og smá að henni. „Það er engill í húsi þar sem er barn. Hver gæti sagt eða gert nokkuð illt þar sem er barn,“ sagði hún og strauk mjúku höfði nýfædds barns, dáðist að undri lítilla fingra og „skaftfellska hnakkanum“. „Þetta höfuð þekki ég,“ sagði hún þá og fyllti mann um leið þakklæti fyrir að fá að bera fram eitt- hvað af hennar arfi. Hún amma var fyrirmynd að feg- urðinni sem felst í því að lifa í ást, trú og að gefa svo ríkulega af kærleika sínum. Við kveðjum hana í djúpu þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta þess alla tíð. Guð blessi minningu hennar. Harpa Árnadóttir, Magnea Árnadóttir, Garðar Árnason. Stundum þegar Íslendingar eru spurðir hvort þeir séu trúaðir svara þeir því til að þeir hafi sína „barnatrú“. Það má lesa margt í þetta svar en ein hugsanleg leið er að Ís- lendingar líta svo á að trúarlíf þeirra tengist ákveðnu æviskeiði vegna þess að þeir rækta ekki trú sína sem full- orðnir. En ef það er einhver sem rækti sína trú þá var það amma mín og nafna, Magnea Þorkelsdóttir. Sem barn hlaut hún trúarlegt uppeldi. Þann grunn sem hún hlaut þróaði hún og útfærði á margbrotinn hátt allt sitt líf. Ég efast um að til sé Íslendingur sem kunni jafnmikið af bænum og fór jafn oft með þær og hún amma. Þetta mótaði hana og markaði þá braut sem hún fylgdi. Hún naut þess að vera til – að vera hluti af sköpunarverki Guðs. Þetta var ekki til hátíðarbrigða held- ur tengdist það hversdagleikanum og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Þessi einlæga trú gerði ömmu þar af leiðandi svo jákvæða og bjartsýna. Hún var fundvís á gæði og mat hlut- ina á verðleikum þess. Fyrir henni var veðrið t.d. alltaf gott, allur matur bragðgóður og allar prédikanir frá- bærar. Hún var þó ekki blind á veru- leikann heldur þakklát fyrir það sem hún hafði, þakklát Guði fyrir þessa miklu gjöf. Þeir sem kynntust henni fundu djúpa hlýju og kærleik enda var sú ástúð tengd Honum og fyrir Hann. Líf hennar var guðsþjónusta og hún var, á sinn hógværa og fallega hátt, verkfæri Hans. Magnús Þorkell Bernharðsson. Elsku amma mín, þá ertu farin, þín er sárt saknað en á sama tíma þakka ég fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Þegar ég hugsa til þín þá streyma fram ótal minningar, minn- ingar sem eiga það allar sameiginlegt að vera mjög fallegar og góðar minn- ingar. Þetta eru minningar frá því að ég var lítill gutti að spila olsen olsen með þér á Bergstaðastrætinu og ég vann alltaf, eða þegar ég hafði talið allar myndirnar þínar á veggnum og þá voru þær 64, eða þegar þú sast á rúmstokknum hjá mér og last með mér bænirnar fyrir svefninn, eða svo þegar ég fór að koma með litlu gutt- ana mína í heimsókn til þín, fyrst Ein- ar, svo Eggert Árna og núna síðast nafna þinn Magnús Þorkel … og núna ertu farin. Elsku amma mín, takk fyrir allar fallegu minningarnar sem ég á um þig, fallegar minningar sem munu aldrei gleymast. Í náðarnafni þínu, nú vil ég sofna, Jesús. Bið ég í brjósti mínu, blessaður hvíli Jesús. Sveipi svo í klæðum síns réttlætis, Jesús, að á himnahæðum hjá þér lendi, Jesús. Mér í mótgangsmæðum miskunna, góði Jesús. Dreyra úr dýrstu æðum, dreif þú á mig, Jesús. (Hallgr. Pét.) Sigurbjörn Einarsson. „Minningarnar eru svo margar, og þær eru allar góðar.“ Þetta sagði hún amma og horfði á myndirnar sem þekja veggina í her- berginu hennar. Myndirnar af börn- unum, barnabörnunum og barna- barnabörnunum. Hún hafði verið að segja mér sögur. Sögur af fólkinu á myndunum, sumar frá því í gamla daga, aðrar nýrri. Allt voru þetta góð- ar sögur. Svona var hún amma. Hún gat alltaf dregið það góða fram í öllu og munað það. Hún hafði svo hlýja nærveru og það var alltaf gott að vera hjá henni, spjalla, sauma eða skoða myndir. „Minningarnar eru svo margar, og þær eru allar góðar.“ Fleiri orð þarf ekki að segja um ömmu. Minningarnar um hana eru margar og þær eru allar góðar. Guð geymi þig, elsku amma. Guðný Einarsdóttir. Elsku amma. Núna ertu farin frá okkur. Ég man þegar ég fékk að gista hjá ömmu og afa þegar ég var lítil og amma fór með bænirnar með mér á kvöldin. Allar þessar bænir sem hún hafði farið með á hverju einasta kvöldi með öllum börnunum sínum, ömmu- börnunum og jafnvel langömmubörn- unum. Það var svo þægilegt að liggja í rúminu með lokuð augun og hlusta á þessa rólegu rödd og sofna svo í al- gjörum friði. Á dívaninum uppi í her- berginu hennar á Reynigrundinni umkringd öllum ljósmyndunum. Allt- af var hún með myndavélina á lofti og tók mynd af okkur í hvert skipti sem við heimsóttum hana. Það sást ekki í veggina í herberginu hennar fyrir myndum, gömlum og nýjum, sem hún hengdi upp til að hafa fólkið sitt í kringum sig, alltaf. Hún var svo hlý og góð hún amma. Átti alltaf múffins í boxi og hersheys-kossa inni í skáp, dótið í pokanum með gömlu dúkkun- um og bílnum sem skrölti í sem ég lék mér með á gólfinu þegar ég var lítil og seinna kenndi hún mér að leggja kapla og að sauma. Hún sagði ekki margt en hún var alltaf brosandi og alltaf svo sæt. Með síðu flétturnar sín- ar sem voru svo dýrmætar. Eins og gull í mínum augum. Hún var eina gamla konan sem ég vissi um sem var með sítt hár og ég var ekki orðin göm- ul sjálf þegar ég ákvað að þannig ætl- aði ég líka að vera. Alltaf með sítt hár, eins og amma. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann. Sú dýrmætasta er þó líklega þegar ég var með henni í Skálholti helgina sem hann Bjössi var jarðaður. Við vorum þar í góðu yfirlæti hjá Benna og nut- um þess að sitja saman og lesa, sauma og spjalla. Það var alltaf svo þægilegt að vera í kringum hana ömmu. Alltaf svo mikil ró og manni leið svo vel. Það verður skrítið að koma í Reynigrund- ina og finna hana ekki uppi í herberg- inu sínu. En nú er hún komin á betri stað og þar líður henni vel. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín nafna Magnea Einarsdóttir. ,,Að eilífu.“ Svo endar bænin: Faðir vor. Bæn- ina, sem Jesús kenndi lærisveinum sínum og reynst hefur bæn allra bæna ítrekum við í heild sinni með Amen, er merkir, sannlega megi svo verða. En hvað þýðir þetta: Að eilífu? Svarið er að finna hjá þeim, er stóðu Jesú næst og þekktu hann best. Þá lesum við orðin, sem einn þeirra vitnar til í guðspjallinu, er Kristur sagði stuttu fyrir burtför sína: ,,En það er hið eilífa líf að þeir þekkja þig, hinn eina sanna Guð og þann sem þú sendir Jesú Krist.“ (Jh. 17.3) Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú átti þessa þekkingu og trú. Það sést best af orðum hennar og gjörðum. Hér á það við sem postulinn sagði: ,,Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var.“ (Fil. 2.5.) Mér er í minni atvik í Akureyrar- kirkju, er þau hjónin Magnea og Sig- urbjörn voru þar, þegar hann sem oft- ar var að sinna þar biskupsstörfum. Þá var það af einhverju gefnu til- efni sem ég heyrði að hún sagði: ,,Maður lítur ekki á klukku í kirkju.“ Ástæðan fyrir þessari merkilegu ábendingu er augljós. Kirkja þýðir upphaflega, þeir sem eru Drottins. Í kirkjunni dveljum við því ekki aðeins stund úr degi heldur fyrst og fremst ,,að eilífu“, í hinu eilífa lífi. Og þannig rækti frú Magnea störf móðurinnar. Í enskum málshætti segir að sú hönd er ruggar vöggunni stjórni framvindu lífsins. Hvernig þau Magnea og Sigur- björn gerðu það, sýna börnin þeirra sem best má verða. Frú Magnea átti sérstaklega blítt og ljúflegt skapferli sem og einkennd- ist af staðfestu og sterkum persónu- leika. Frú Magnea var mikilhæf kona í orðsins fyllstu merkingu. Ávallt var hún að sinna verkefnum sínum. Hannyrðir hennar bera vott um mikla iðni, smekkvísi og listfengi. Henni var áskapað það heilræði sem Hallgrímur minnti á er hann kvað: Víst ávallt þeim vana halt: Vinna, lesa, iðja; umfram allt þú ætíð skalt elska Guð og biðja. Þegar komið er að hinstu þakkar- og kveðjustund er okkur hjónunum efst í huga að þakka frú Magneu og dr. Sigurbirni fyrir hve vel þau tóku á móti okkur í embættið sem þau voru að hverfa frá. Umhyggja þeirra fyrir okkur á alla lund og vinátta þeirra í okkar garð og fjölskyldunnar gleymist ekki. Þar sem tvö af börnum okkar eru stödd erlendis, Sólveig, dóttir okkar, félagsráðgjafi þar eystra, og Pétur guðfræðiprófessor, sonur okkar, flytj- um við sérstaka kveðju frá þeim. Söknuðurinn er alltaf sár, jafnvel þótt hann komi eins og hér svo blítt sem hugsast gat, þegar ekkert var annað að gera en að kveðja og fá að fara á vit hins eilífa. Hér kemur þá að Drottni Jesú sem allt er mögulegt, jafnvel að breyta söknuðinum. Þannig varð það sem Kristur sagði við upphaf Fjallræðunnar: Sælir eru sorgbitnir því að þeir munu huggaðir verða. (Mt. 5.4) Með þeim orðum sendum við dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi, börn- um þeirra og fjölskyldunni allri inni- legustu samúðarkveðju og vitum að það megum við og gera í nafni kirkj- unnar og íslensku þjóðarinnar. Sólveig Ásgeirsdóttir og Pétur Sigurgeirsson. „Fyllist þekkingu á vilja hans með alls konar speki og andlegum skiln- ingi, svo að þér hegðið yður eins og Drottni er samboðið, honum til þókn- unar á allan hátt, og fáið borið ávöxt í öllu góðu verki og vaxið að þekkingu á Guði; fyllist þolgæði í hvívetna og um- burðarlyndi og getið með gleði þakk- að föðurnum, sem hefir gjört yður hæfa til að fá hlutdeild í arfleifð heil- agra í ljósinu.“ (Kól. 1.) Á mánudaginn í dymbilviku fréttist hér á Skálholtsstað að frú Magnea Þorkelsdóttir hefði látist hér um morguninn þar sem hún var í dvöl hjá Rannveigu dóttur sinni. Í hárri elli kvaddi hún eftir langan og strangan vinnudag, margra barna móðir og stoð eiginmanns sem gegndi lengi ábyrgðarmiklum embættisstörfum. Orðin úr Kólossubréfinu hafði ég ein- mitt lesið þá um morguninn eins og uppálagt var í bænabók þeirri sem ég nota í einrúmi. Þau komu mér strax í hug er andlátsfregnin barst mér. Í nóvember síðastliðnum tók frú Magnea þátt í Marteinsmessugleði staðarfólksins hér í Skálholti. Á meðal okkar var hún glöð og þáði allan beina þakklátlega. Í stuttum samræðum varð ég þess áskynja að gleði hennar þetta kvöld stafaði ekki af því einu að sitja boð, heldur skynjaði ég þar hina viðvarandi gleði sem postulinn óskar að við fáum að fyllast er við í gleði get- um þakkað Guði að eiga von á hlut- deild í arfleifð heilagra í ljósinu. Þó að andlát hennar bæri óvænt að efast ég ekki um að hún var viðbúin dauða sín- um. Ekki ætla ég að tíunda störf frú Magneu eða mikilvægi hennar í því að gera manni sínum kleift að sinna sinni kirkjulegu þjónustu. Allir sem nokk- uð þekkja til vita að þar skipti framlag hennar verulegu máli. Raunar á Þjóð- kirkjan öll henni þökk að gjalda. Í minningu hennar er líka nokkra fyr- irmynd að sækja, fyrirmynd um skap- festu og þolgæði, og það að gefa sig heilan í þá þjónustu sem maður hefur að sér tekið. Þakklátum huga minn- umst við hennar hér í Skálholti um leið og við viljum tjá herra Sigurbirni og fjölskyldu hans allri samúð. Guð gefi að öll megum við gleðjast yfir því að hafa verið gerð hæf til að fá hlut- deild í arfleifð hinna heilögu í ljósinu. Sigurður Sigurðarson, Skálholti.  Fleiri minningargreinar um Magneu Þorkelsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Kjartan og Rannveig; Kveðja frá Presta- félagi Íslands, Ólafur Jóhannsson; Bergljót Líndal; Guðrún Ásmunds- dóttir; Þórhildur Ólafs og Gunnþór Ingason; Sigurður Elí Harðarson; Sveinn Gústavsson og Erla Ingólfs- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.