Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 25 UMRÆÐAN UMHVERFISSJÓNARMIÐ móta í vaxandi mæli ákvarðanir varðandi framleiðslu, búsetu og ferðalög fólks. Íslendingar standa þar vel að vígi en Vestfirðingar einstaklega vel með lítt spillta náttúru. Ég hef talað fyrir því að sveitarfélög á Vest- fjörðum vinni svæðisskipulag þar sem mengandi stór- iðnaði á borð við álver verði hafnað. Sérstaða okkar verði í hreinleikanum, sjávarútveginum, matvælafram- leiðslunni, þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Með slíkri stefnu styrkjum við byggð á Vestfjörðum og löðum til okkar íbúa. Fullyrt er að meginstraumar breytinga á 21. öldinni snúi einmitt að umhverfissjónarmiðum, sam- runa og hnattvæðingu. Þar eigum við að vera framsýn og átta okkur á hvar okkar styrkleiki liggur. Liðin eru rúm þrjú ár síðan ég setti þessar áherslur fram í viðtali í Morgunblaðinu. Þar kallaði ég eftir samstarfi við náttúruunnendur sem á þeim tíma vildu að hætt yrði við Kárahnjúkavirkjun og í staðinn yrðu jafnmörg störf sköpuð með öðrum hætti. Í viðtalinu sagðist ég vilja skapa þessi störf með aðferðum náttúruverndarsinna á Vest- fjörðum. Í framhaldi af þessum áherslum beitti ég mér fyrir tillöguflutningi á Fjórðungsþingi Vestfirðinga haustið 2003 þar sem samþykkt var að undirbúa vinnu hjá vestfirskum sveitarfélögum við gerð svæð- isskipulags þar sem náttúruverndarsjónarmið væru ráðandi. Ástæða þess að ég rifja þetta mál upp er sú að oft má lesa og heyra fullyrðingar í fjölmiðlum þess efnis að forystumenn sveitarfélaga, hringinn í kringum landið, kalli eftir stóriðju. Það á ekki við um und- irritaðan f.h. Ísafjarðarbæjar. Stefna bæjarstjórnar, undir forystu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem mynda meirihluta, hefur verið sú að virkja hugvitið og þekkinguna sem býr í samfélaginu og hækka menntunarstigið. Í þeim tilgangi höfum við beitt okkur með nokkuð góðum árangri fyrir því að byggja upp rannsóknarstofnanir og háskólamenntun. Þróunarsetur Vestfjarða var opnað árið 1999 en það hýsir þjónustu- og rannsóknarstofnanir og býður upp á nýja sam- starfsmöguleika og er aðlaðandi vinnustaður. Síðasti sýnilegi áfanginn hjá okkur er opnun Háskólaseturs Vest- fjarða sem sér um háskólamenntun í fjarnámi og er tengiliður við rannsóknarverkefni og rannsóknarstofnanir. Stefnan er að þróa stað- bundið nám við Háskólasetrið og bjóða upp á nám sem byggist á sér- stöðu og sérþekkingu svæðisins. Þannig verði það segull fyrir náms- fólk annars staðar af landinu sem og erlendis frá. Háskólasetrið er mikilvæg undirstaða þeirrar þekkingarstóriðju sem við getum rekið á okkar forsendum. Sérstaðan hér er hreinleiki, matvælaframleiðsla, smærri iðnaður og þekkingariðnaður sem byggir ofan á þá þekkingu sem við búum yfir og höfum þróað í gegnum tíðina. Hún er eftirsókn- arverð og mun skapa okkur ný tækifæri í gegnum Háskólasetrið. Að mínu mati á ríkisstjórnin að leggja meiri áherslu á að styrkja þetta með okkur en annars staðar á landinu. Þarna liggja okkar tæki- færi, við eigum að nýta þau til fulls og ríkisstjórnin á að vinna með okkur að því. Vestfirðir eru og eiga að vera stóriðjulaus landshluti Eftir Halldór Halldórsson Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti D-listans í Ísafjarðarbæ. GUÐNI Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi sjálf- stæðismanna, tekur upp hanskann fyrir foringjann sinn í Morgunblaðinu á skírdag, sem svar við grein minni frá 2. apríl. Hvaða nýjung? Grein mín fjallaði um það sem Gunnar I. Birgisson og sjálfstæðismenn í Kópavogi hafa kallað nýjung í málefnum aldraðra. Þar fara þeir villir vegar, því íbúðir þ.s. aldraðir fá þjónustu, en halda sjálfstæði sínu hafa verið til áratugum saman víða á landinu, oftast kallaðar þjónustuíbúðir, ýmist eignar- eða leiguíbúðir. Nýjungin í þessu máli er að nú skuli meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs loksins vakna til verka. En Guðni sleppir því hins vegar að geta þess að enn hefur ekki fengist leyfi til þessara framkvæmda, þ.s. enn er ekki lagaheimild fyrir því að fólk kaupi sig inn á hjúkrunarheimili. Þessu hafa sjálfstæðismenn ekki séð ástæðu til að flagga, og lái þeim hver sem vill. Aldraðir vistast utan bæjarins Guðni nefnir Roðasali. Þar er um að ræða sambýli fyrir 8 minnisveika einstaklinga, auk dagvistar. Í Roðasölum eru engin hjúkrunarrými. Ágætt framtak, en getur tæp- lega talist til stórafreka í 27 þúsund manna bæjarfélagi að byggja 8 dvalarrými. Frá árinu 1990 hefur 80 ára og eldri Kópavogsbúum fjölgað um 400 manns (nær þre- faldast). Á sama tíma hefur dvalarrýmum fjölgað um 18. Sunnuhlíðarsamtökin hafa frá 1990 stækkað Sunnuhlíð um 22 rými, án nokkurs frumkvæðis af hálfu bæjarins. Það er því engin tilviljun að á árinu 2004 vistuðust 30 aldraðir Kópavogsbúar á stofnunum utan bæjarins, meira en helmingur þeirra sem vistaðist, og ástandið hefur ekki lagast síðan þá. En Guðni kýs að nefna þetta ekki. Hvað vilja Vinstri græn? Grunntónninn í skýrri stefnu Vinstri grænna er að stefnumótun og skipulag í málefnum eldra fólks sé í sam- ráði við það. Við verðum að hlusta á aldraða og taka tillit til þeirra óska. Aldraðir eru ekki einsleit hjörð, heldur hópur mismunandi einstaklinga, með mismunandi skoð- anir, þarfir og langanir.  VG vill að heimahjúkrun og heimaþjónusta verði stór- efld og eldra fólki þannig gert kleift að búa eins lengi að sínu og það vill.  VG vill að stutt verði við bakið á Sunnuhlíðarsamtök- unum og það góða starf sem þau hafa unnið fái þann stuðning og skilning frá bæjaryfirvöldum sem þau eiga skilið.  VG vill að það verði forgangsverkefni hjá bænum að leggja fé til að byggja hæð ofan á Sunnuhlíð, og út- rýma þannig fjölbýlum á hjúkrunarheimilinu um leið og tryggt verður að þörf fyrir hjúkrunarrými í bæn- um verði fullnægt. Bærinn hefur efni á þessu og á að gera þetta strax.  Vinstri græn fagna því að málefni aldraðra skuli loks- ins komin á dagskrá í Kópavogi. Spegillinn lýgur ekki Það hvernig samfélag þjónustar þá sem eru aðstoðar þurfi er nokkurs konar spegill á samfélagið. Þegar sjálf- stæðismenn í Kópavogi átta sig loksins á því að það sem þeir sjá í speglinum er ekki fallegt, segja þeir spegilinn ljúga. Vinstri græn vilja öflugt samráð með eldri Kópa- vogsbúum um úrræði sem eru þeim að skapi. Áherslur VG í öldrunarmálum í Kópavogi – alltaf – ekki bara rétt fyrir kosningar! Eftir Ólaf Þór Gunnarsson Höfundur er öldrunarlæknir og oddviti V-lista Vinstri grænna í Kópavogi. ÞAÐ ER ánægjulegt að sjá hversu mikla áherslu flokkar og framboð leggja á málefni aldraðra í aðdrag- anda sveitarstjórnarkosninganna nú í vor. Allir flokkar og framboð setja málaflokkinn í öndvegi og vilja úrbætur hið fyrsta. Þessi aukni áhugi leiðir vonandi til þess að aldraðir Íslendingar hafi fleiri og betri valkosti í þjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda. Fyrir kosningarnar vorið 2002 lögðum við framsóknarmenn á Akureyri þunga áherslu á þennan málaflokk. Stað- an á Akureyri á þeim tíma minnti um margt á þá stöðu sem nú er uppi í Reykjavík þar sem fjöl- margir bíða eftir viðeigandi þjónustu. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur bæjarstjórn Akureyrar lagt áherslu á að byggja upp alla þætti öldrunarþjónust- unnar, hvort sem litið er til heimaþjónustu, félagsstarfs eða þjónustustigs á stofnunum. Öldrunarþjónustan á Ak- ureyri hefur haft yfir að ráða afar hæfu starfsfólki sem unnið hefur aðdáunarvert starf, oft við erfiðar aðstæður. Óhætt er að fullyrða að með tilkomu nýbyggingar við Hlíð, sem tekin verður í notkun á haustmánuðum, verði aðbúnaði heimilismanna og starfsfólks gjörbylt. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist eru fleiri stór verk- efni fram undan við uppbyggingu á húsakosti Öldr- unarheimila Akureyrar. Eldri byggingar þarfnast lag- færinga og jafnvel niðurrifs. Samningaviðræður við heilbrigðisráðuneytið um áframhaldandi uppbyggingu hófust um mitt ár 2005 og bíðum við nú svara frá ráðu- neytinu um framhaldið. Nú er horft til framtíðar og til skoðunar eru aðrir búsetumöguleikar en stofnanir s.s. þjónustuíbúðir og aukin þjónusta inn á heimili. Mik- ilvægast er að aldraðir Akureyringar eigi möguleika á valkostum í þjónustu. Framsóknarflokkurinn hafði frumkvæði að uppbygg- ingu öldrunarmála á Akureyri. Við munum halda áfram á sömu braut á næsta kjörtímabili og láta verkin tala. Uppbygging öldrunarþjónustu á Akureyri Eftir Jóhannes G. Bjarnason Höfundur er íþróttakennari og bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Framsóknarflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.