Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Valdimar Þor-bergur Einars- son fæddist á Ísa- firði 12. september 1923. Hann andað- ist á Kanaríeyjum 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Kristján Þorbergsson, f. 18.7. 1891, d. 19.10. 1985, sjómaður og síðar starfsmaður hjá Kaupfélagi Ís- firðinga, og Sigríð- ur Valdemarsdótt- ir, húsmóðir, f. 29.7. 1899, d. 21.2. 1965. Valdimar var elstur átta systkina. Hin eru: Anna Ca- milla, f. 4.6. 1925; Salvar, f. 15.5. 1927, d. 1986; Bragi, f. 19.8. 1929; Bryndís Ingibjörg, f. 27.2. 1934; Kristín Rebekka, f. 22.5. 1935; Birna Guðrún, f. 28.6. 1936, og Einar Sigurður, f. 6.6. 1938. Valdimar kvæntist Maríu Svövu Jóhannesdóttur, f. 20.8. 1914, sem lést 24.8. 1995. Hún var dóttir Jóhannesar Bjarna- sonar, bónda í Grundarkoti í Skagafirði, og Bjargar Sigfús- dóttur konu hans. Sonur Valdi- mars og Maríu er Guðjón, f. 20.8. 1949. Hann var kvæntur Grétu R. Snæfells, f. 13.3. 1953. Dóttir þeirra er María Svava, f. 21.3. 1979. Eigin- maður hennar er Emil Örn Víðisson, f. 13.1. 1976, börn þeirra eru Alma, f. 30.10. 1999, og Valdimar Örn, f. 4.4. 2001. Sambýliskona Valdimars hin síð- ari árin var Halla S. Steingrímsdóttir, f. 3.12. 1936. Valdimar lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1950. Hann stundaði sjómennsku frá unglingsaldri fram til 1973, bæði á vertíðarbátum og togur- um. Síðar gerðist hann skipstjóri og útgerðarmaður, gerði m.a. út vélbátinn Blakk RE um árabil. Valdimar var stjórnarformaður Vélbátaábyrgðarfélagsins Gróttu um aldarfjórðungsskeið. Eftir að hann kom í land gerðist hann starfsmaður Fiskveiðasjóðs Ís- lands. Útför Valdimars verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Nú er besti afi í heimi dáinn, ég hef alltaf sagt og mun alltaf segja að þú varst og verður alltaf bestur. Laugardagurinn 2. apríl þegar pabbi hringdi og sagði mér að þú værir dá- inn er sá dagur sem ég hef kviðið hvað mest fyrir í mínu lífi. Ég eig- inlega veit ekki hvernig ég get verið án þess að fá að sjá þig, heyra í þér og að finna afalykt. Mín fyrsta minn- ing er þegar ég var á leikskóla, ábyggilega tveggja ára, og amma stóð fyrir utan girðinguna og gaf mér súkkulaðistykki. Flestar góðu og skemmtilegu minningarnar mín- ar frá því ég var barn eru með ömmu og afa, sumarfrí, jólafrí, páskafrí og hvenær sem tækifæri gafst var ég á Kleppsveginum hjá ömmu og afa. Alltaf var allt til staðar hjá ykkur og mikið var gott að alast upp við svona mikla ást og hlýju. Ef ég var ekki hjá ykkur þá töluðum við saman í síma og þú sendir mér pakka með fluginu vestur og alltaf var eitthvað spennandi í pakkanum. Ég fékk göt í eyrun mjög snemma og var svo óheppin að það fór að grafa og gat því ekki notað venjulega eyrnalokka lengur og auðvitað sendir þú mér bara klemmueyrnalokka í öllum stærðum og gerðum. Ég sá um að klippa þig eða raka skallann og var farið með Akraborginni í bæinn til að klippa afa. Þú klipptir mig einu sinni, settir hárið í tagl og klipptir svo af taglinu og skildir svo ekkert í því hvað amma varð reið við okkur. Best var að vera í holunni ykkar en ég svaf alltaf á milli ykkar og end- uðum við daginn á því að ég söng „ég sá hana í horninu á Mánabar“ og ekki eru mörg ár síðan þú baðst mig um að syngja það fyrir þig síðast enda í algjöru uppáhaldi hjá okkur. Notalegast var eftir hádegismatinn að leggjast upp í og hlusta á fréttir og veður og fá sér smá kríu. Eftir hádegi var svo farið og verslað en þú verslaðir alltaf tvennt til þrennt ef ekki meira af öllu og minnisstæð- astir eru inniskórnir hennar ömmu sem voru í öllum skápum en þú keyptir ábyggilega tíu pör, auðvitað loksins þegar hún fann þá sem hún vildi. Svo var yfirleitt farið vestur á Granda í kaffi og á hina ýmsu staði vegna vinnu og alltaf fékk ég að vera með. Í dag er þetta mikill heiður að hafa fengið að vera svona mikið með afa. Okkar bestu stundir voru án efa austur í Bakkaseli í sumarhúsinu sem þú byggðir og átti það hug þinn allan að vera þar og vinna, enda því- líkur sælureitur. Undantekningar- laust var kerra með í för austur og bíllinn fullur af plöntum. Í dag er ólýsanlegt að sjá skóginn, það er eiginlega ótrúlegt að þú hafir komið þessu öllu niður því skógurinn er þvílíkur og sælan eftir því. Áður en lagt var í hann var bíllinn fylltur af dóti og komið var við í bakaríinu og tveir dunkar fylltir af vínarbrauði, búið var að fara í búð og kaupa kók, fiskibollur í dós og súkkulaðibúðing. Kerran sett aftan í og svo var brun- að af stað. Sængurnar komnar fram í og ég byrjaði yfirleitt á því að leggjast á gólfið frammi í með fæt- urna uppi í sætinu og lagði mig í smástund. Ég hafði það hlutverk að sjá um rúðuþurrkurnar, ýta á lærið á þér ef mér fannst við ekki fara nógu hratt og sjá um tónlistina en við hlustuðum alltaf á sömu tvær spólurnar á leiðinni og sungum með. Svo var farið yfir hvað öll fjöll, ár og hólar hétu og af hverju. Þú hafðir einstaklega gaman af öllum fuglum og var ég ekki gömul þegar ég þekkti alla þá fugla sem ég sá með nafni og það var nóg fyrir þig að hlusta eftir hljóði og þá vissirðu hvaða fugl þetta var. Stoppað var í Vík og fengið sér eina pylsu og svo var brunað í sæluna. Hliðið opnað og dótið sett inn og labbað einn hring um garðinn og kofarnir opnaðir, staðan á hreiðrum athuguð, hvar væri búið að bætast við og hverjir væru flognir burt. Svo var ég hlaup- in upp á Bakka til Guðna og fjöl- skyldu í sveitina. Krökkunum í sveit- inni fannst alltaf gaman þegar við komum og fengu þá allir vínarbrauð og kók og haldið var pylsupartý. Þú byrjaðir að kenna mér að keyra 11 ára og æfingin hélt áfram næstu árin og var ég orðinn mjög góður bílstjóri þegar ég loksins fékk bílprófið enda búin að keyra bæði sveitavegina og þjóðveginn með afa. Ég keyrði og þú sast frammi í með byssuna og skaust ránfuglana úti á aur, hljómar illa, en þetta var þvílíkt ævintýri. Enda passaðirðu garðinn þinn vel fyrir ránfuglunum því ekki máttu þeir stela eggjunum frá smá- fuglunum. Gæsaveiðar voru þitt áhugamál og fór mikill tími í að finna bestu staðina og túnin til að skjóta á. Alltaf fékk litla skottan hans afa að fylgja með og ég man eftir okkur liggjandi í skurði eldsnemma að bíða eftir að gæsirnar lentu en ég get ekki sagt að mér hafi þótt það eins gaman og þér og því bað ég bara um að fá að sofa framvegis á meðan þú fórst að skjóta. Ég gæti endalaust haldið áfram og það er erfitt að kveðja en það eru minningarnar sem munu lifa. Ég er með mynd af þér hérna hjá mér þar sem þú heldur á Valdimar yngri og mikið varstu stoltur að fá nafna enda kom auðvitað aldrei neitt annað til greina en að litli strákurinn minn yrði látinn heita í höfuðið á besta og fallegasta manni í heimi. Ég man þegar ég hringdi í þig nokkrum mín- útum eftir að hann fæddist og sagði þér að lítill strákur væri fæddur og það fyrsta sem þú spurðir um var hvort hann væri ekki með stórar hendur eins og þú. Það var svo gam- an þar sem ljósmóðirin og við vorum búnar að tala um stóru hendurnar hans og maður sá þig hreinlega rifna úr stolti í gegnum símann. Þú varst ekkert minna stoltur af Ölmu og það var svo gaman að sjá hvað þér þótti vænt um þau og baðstu mig nú um að eignast eins og sjö börn, það væri svo gaman að eiga stóran systkina- hóp. Ég sé nú til með það. En ég veit að þér leið vel og þú varst sáttur þegar þú kvaddir þennan heim. Ég mun áfram vera dugleg að segja börnunum mínum sögur af „afa pólo“ eins og þau kölluðu þig. Nú ferðu til ömmu aftur og mikið verður gott að fara upp í kirkjugarð og vita af ykkur saman þar hlið við hlið. Elsku Halla, takk fyrir allt sem þú hefur gefið afa síðustu ár og mikið var ég glöð að þið bjugguð saman enda hefði ég ekki getað hugsað mér að hann yrði einn og gott að hann kynntist svona góðri konu eins og þér. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Megi guð geyma þig. Þín María Svava. Elsku afi. Við ætlum alltaf að biðja guð um að passa þig þegar við förum með bænirnar okkar á kvöld- in. Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu, því að þitt er ríkið, mátt- urinn og dýrðin að eilífu. Amen. Þín Alma og Valdimar Örn. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það eru víst orð að sönnu. Hvern hefði grunað það að Valdi bróðir ætti ekki afturkvæmt úr stuttri hvíldarferð þeirra Höllu til Kanar- íeyja, hann sem svo oft hafði siglt knappan beitivind og komist í hann krappan eftir að hafa boðið náttúru- öflunum birginn í lífsins ólgusjó við Íslandsstrendur og jafnan haft bet- ur. En enginn má sköpum renna. Valdi var elstur í okkar stóra átta systkina hópi, ég yngstur. Hann var þegar farinn að stunda sjóinn með pabba til að létta undir með heim- ilinu er ég fór að muna eftir mér og fljótlega farinn að heiman, suður á vertíð og að sigla til útlanda á tog- urum. Því voru fyrstu minningar mínar honum tengdar blandaðar spennu og ævintýraljóma, match- box-bílum, tindátum og framandi leikföngum sem duttu inn úr dyr- unum til okkar yngri systkinanna. Þá sjaldan hann kom við heima, þeg- ar bátar eða togarar sem hann var á komu af tilviljun inn á Ísafjörð, var kátt í kotinu og miklar ánægju- stundir á litla bernskuheimilinu okk- ar í Fjarðarstræti 27. Mest var þó gleðin þegar komið var þar inn til hafnar með skipbrotsmennina af togaranum Fylki, sem sökk á Hala- miðum eftir að hafa fengið tundur- dufl í vörpuna haustið 1956 og Valda stýrimann þar á meðal heilan á húfi. Segja má um Valda að sjómennsk- an hafi verið honum í blóð borin og hann hafi notið þess að draga björg í bú úr djúpi hafsins, hvort heldur var á handfæri, línu, í net, dragnót eða botnvörpu. Oftast á aflaskipum og síðar mikill aflaskipstjóri sjálfur. Nöfn togara eins og Akurey RE, Egill Skallagrímsson RE auk Fylkis RE koma þar upp í hugann sem og vélbáta svo sem Vonin TH, Ásdís RE, Ásberg RE og Blakkur RE 335, I, II og III. Kjarninn í áhöfninni oft hinn sami og kappkostað að hafa þar valinn mann í hverju rúmi. Eftir að ég hafði slitið barnsskón- um og líka kominn suður kynntumst við bræðurnir betur og það verð ég að segja að hreinlyndari mann og glaðbeittari hef ég ekki fyrir hitt. Valdi var skýr maður og skapfastur. Þar var ekki verið að klípa utan af hlutunum eða kveða hálfkveðnar vís- ur. Þrátt fyrir það var gamansemin oft í fyrirrúmi og bros öðrum til handa. Valdi lét sér annt um fjöl- skyldu sína þótt hann væri ekki beint að flíka tilfinningum sínum. Einstakur samhugur og samheldni einkenndi samband þeirra hjóna, Svövu og hans. Valdi gat oft verið hrjúfur á ytra borði en var þó, er skyggnst var dýpra, bæði ljúfur og hjartahlýr, traustur vinur vina sinna. „Verkastór í huga hraður,“ orti langafi hans í stöku til föður okkar og þetta átti ekki síður vel við um Valda. Ef hann tók sér eitthvað fyrir hendur var það gert af stórhug og myndarskap og ekkert verið að tví- nóna við hlutina. Svo var og þegar hann fékk landspildu undir gæsa- veiðikofa, stýrishúsið af gamla Blakk til að byrja með, í landi Mar- íubakka í Fljótshverfi, skammt vest- an Lómagnúps, en bændasynir þar úr sveit höfðu verið títt í skipsrúmi hjá honum. Þar reisti hann sér síðar sumarbústað og hóf síðan mikla skógrækt á melum og hálfgerðum eyðisöndum umhverfis staðinn. Nú um 18 árum síðar er þar komið mik- ið skóglendi á um þremur hekturum lands; hæstu tré um 20 metrar að hæð og skera sig vel úr berangr- inum allt um kring. Skógfræðingar neita að trúa sínum eigin augum og ekki hvað síst yfir vextinum, þar til þeir fá skýringuna. Valdi hafði sum sé ekki látið sig ekki muna um að grafa mörg hundruð metra langa skurði á svæðinu og tæma alla fjós- hauga í sveitinni til að fylla þá með kúamykju, upp í 90 tonn af mykju eitt vorið. Þetta kvaðst hann hafa gert að ráði Braga bróður síns í Eden, sem ku hafa sagt honum að það sem hægt væri að gera fyrir tré til að stuðla að vexti þeirra, yrði að gera áður en þau væru gróðursett. Þetta hreif enda þótt við erfiðar að- stæður væri að etja og vekur enda- lausa undrun þeirra sem um héraðið fara. Valdi lét sér sannarlega ekki allt fyrir brjósti brenna ef því var að skipta. Nú er Valdi bróðir genginn á vit feðra sinna, skyndilega horfinn til stranda hinnar miklu móðu. Um leið og ég kveð hugumkæran og minn- isstæðan bróður vil ég þakka honum ljúfa samfylgd og samverustundir fyrir hönd okkar systkinanna. Í hug- anum ríkir tómleiki og eftirsjá. Megi Máríá, mild og há, greiða honum götu fram að himnaborðum. Blessuð sé hans fagra minning. Einar S. Einarsson. Valdi frændi var maður af því tagi sem lét ekki minniháttar verkefni vaxa sér í augum. Ég var um tvítugt þegar hann snaraði sér að mér og sagði: „Áttu ekki lausa stund?“ Jújú, ég hefði svosem getað átt aflögu hálfan eða heilan dag og spurði hvað væri í gangi. „Nennirðu ekki að mála fyrir mig kofann?!“ sagði hann. Ekki vissi ég um hvaða kofa hann væri að tala, datt helst í hug verbúðarskúr sem hann var lengi með úti á Granda, en þá kom í ljós að hann var að tala um heimili sitt, mörghundruð fermetra einbýlishús við innanverð- an Kleppsveginn – það átti að taka það allt í gegn að utan. Það var reyndar alveg ljóst að hann hefði borgað vel, en ekki varð samt af kaupunum; við höfðum, að minnsta kosti þá, of ólíkar hugmyndir um hvað væri smáviðvik. Valdi var elstur í systkinahópi sem ólst upp á Ísafirði, á kreppuár- um þegar það þótti afrek að koma öllum börnum sínum til manns, hvað þá ef þau voru átta eins og hjá ömmu og afa í Fjarðarstrætinu á Ísafirði. Að það skyldi takast kostaði eflaust að menn væru hvorki að kveinka sér né vorkenna og það held ég að Valdi hafi ekki verið vaninn við. Ég man eftir fjölskylduboði á mínu æsku- heimili og þar voru þeir feðgar Valdi og Einar afi báðir staddir. Þá var að ljúka einhverri vertíðartörn hjá Valda, en það mun hafa verið vandi hans þegar vel hafði gengið að henda einni bokku inn í hverja lúk- arsvöggu á lokadaginn, en á móti sló mannskapurinn saman í brandí eða konna handa „kallinum“. Og þarna sátu hann og afi í mikilli eindrægni og ræddu sín í milli, þessir snilld- arkallar, báðir sköllóttir og salt- brunnir og úfnir, og Valdi sagði hlý- lega, aðeins búinn að þefa upp úr vertíðarlaunum áhafnarinnar: „Ég man það pabbi þegar þú slóst mig utanundir með blautum sjóvettlingi. Mér þótti ekki vænt um það þá. En mér þykir vænt um það núna.“ Yngsti bróðirinn í systkinahópnum fór í skóla og gerðist síðar forstjóri í stóru fjármálafyrirtæki, en fyrir þann elsta var ekkert slíkt í boði; Valdi var kominn á sjó strax á barnsaldri; fyrst voru það trillurnar og bátarnir fyrir vestan og svo tog- ararnir; hann var meðal annars á einum sem fékk tundurdufl í vörp- una og það sprakk við lunninguna svo að dallurinn sökk. Hann gaf sér þó tíma til að taka Stýrimannaskól- ann og gerðist svo formaður á eigin bát, það var Blakkur RE 335 og eftir það var hann oftast kallaður Valdi á Blakknum. Valdi var ein af hetjum minnar barnæsku. Það var töluverð sam- heldni og samgangur í systkinahópi mömmu en Valdi svosem ekki dug- legastur að stunda slíkt enda úti á sjó mestallt árið og næstum hvernig sem viðraði eftir því sem manni skildist, en þegar hann lét sjá sig ásamt eiginkonunni Svövu og einka- syninum Guðjóni þá var það hátíð- legt; Valdi með sitt saltbrunna andlit og fas laus við pjatt bar með sér út- hafsölduna sem hann jafnan steig og gustinn frá hafinu. Og svo þegar ég var níu ára og mamma varð að leggj- ast inn á spítala, ólétt að litlu systur, þá var mér komið fyrir hjá Valda og Svövu á Kleppsveginum og átti þar frábæran tíma – Guðjón frændi stærri og hraustlegri en aðrir ungir menn og gamansamur eins og þeir feðgar báðir en Svava með nærveru sinni og kjarngóðri matseld var ein- hvernveginn þannig að engar áhyggjur hvörfluðu að manni. Seinna átti Valdi eftir að fá ein- hverskonar hugboð um að nú væri best að hætta á sjónum svo hann seldi Blakkinn og fór að vinna í landi. Skipti þó um stýrishús á bátn- um og fór með það gamla austur í sveitir þar sem voru miklar veiði- lendur fyrir lagtæka menn með haglabyssur; þarna skaut hann gæs- ir í ljósaskiptum á haustin og ók svo með í bæinn og gaf sínum nánustu; stíllinn var einhvernveginn á þá leið að hann kom við hjá systrum sínum og henti inn kippu af grágæs og helsingja, helst vaskahússmegin – jólamat handa stórfjölskyldu. „Þú átt ekkert eftir handa sjálfum þér!“ sagði mamma einhverntíma við hann, en þá kom á daginn að þennan fiðraða fjanda át hann ekki sjálfur, kallaði þetta varla mat, þótt það gæti verið notalegt að veiða það. Hann var góður fulltrúi þeirra kynslóða sem á síðustu öld reistu við þetta land, drifu samfélagið upp úr stöðnun og fátækt. Og það er sjón- arsviptir að svona köllum. Einar Kárason. Vinur minn Valdimar Þ. Einars- son er látinn. Fregnin af andláti hans kom mér í opna skjöldu, því ég vissi að aðeins skömmu áður höfðu hann og sambýliskona hans Halla Steingrímsdóttir farið til Kanaríeyja til að slaka á í heitara loftslagi en við búum við hér á klakanum á þessum árstíma. Kynni okkar Valda hófust er ég hóf starf í Fiskveiðasjóði Ís- lands árið 1973, en Valdi hafði byrj- að í sjóðnum nokkrum mánuðum fyrr, eða í framhaldi af eldgosinu í Vestmannaeyjum og var hans starf að fylgjast með skipum og fasteign- um, sem Fiskveiðasjóður átti veð í. „Valdi á Blakknum“ var hann kall- aður og þannig kenndur við skip sitt Blakk. Hann hafði verið farsæll skipstjóri til margra ára, en hafði tekið ákvörðun um að selja skipið og gerast „landkrabbi“. Valdi enda- þeyttist um landið til þess að hafa eftirlit með veðum og eignum Fisk- veiðasjóðs, og ef sjóðurinn eignaðist skip á uppboði, sem kom fyrir í þá daga, sá Valdi um að koma viðkom- andi skipi í slipp og taka það í gegn svo það yrði betri söluvara á eftir. Þetta kunni hann og vissi nákvæm- lega hvernig skip átti að vera, svo VALDIMAR Þ. EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.