Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 17
undir morgun. Til marks um það
var framreiddur morgunverður til
klukkan þrjú á daginn.“
Þau fóru ekki á sérstakt tangó-
námskeið, en tóku nokkra tíma á
hótelinu, nokkra einkatíma og þáðu
kennslu á dansstöðunum fyrir ball.
„Mesta og besta æfingin fólst þó í
að fara á hverju kvöldi á „milongu“,
en svo kallast tangóböllin. Furðu-
lega margir komust fyrir á oft
mjög litlum dansgólfum og fólk
varð að dansa þétt til að rekast
ekki á næstu dansara. Það var alls
staðar kjaftfullt af fólki og
stemmningin frábær enda eru allir
í sömu erindagjörðum, að dansa
tangó. Við vorum svo heppin að
upplifa tangóhátíð í höfuðborginni
sem endaði með því að þúsundir
manna dönsuðu tangó á götum úti
við lifandi tónlist, sumir á striga-
skóm og stuttbuxum,“ segir Jó-
hanna.
Argentínubúar eru yndislegir,
brosmildir, hlýlegir og hjálpsamir í
garð ferðamanna, segir hún.
„Skemmtilegt er að sitja á kaffihúsi
og fylgjast með fjölbreyttu mannlíf-
inu í Buenos Aires og þar eru frið-
samlegar og vel skipulagðar mót-
mælagöngur gegn misrétti af
mörgum toga mjög algengar. Þótt
heimamenn vilji gera allt til að að-
stoða tala þeir ekki góða ensku og
því stefnum við á spænskunám fyr-
ir næstu Argentínuferð.“
Það var aðeins byrjað að hausta í
Argentínu í febrúarlok þegar þau
Jóhanna og Hallur voru þar á ferð,
20–30 gráðu hiti, enginn raki og
alltaf smágola. Verðlag segja þau
að hafi verið einkar hagstætt, al-
gengt leigubílaverð 180–200 kr. og
flott þriggja rétta máltíð á góðum
veitingastað fyrir tvo um tvö þús-
und kr. með vínföngum.
Það er ekki erfitt að láta dagana
líða í Argentínu þar sem glaðværð-
in brosir við alls staðar, segja þau.
„Útilistamenn, tónlistarmenn, dans-
arar og handverksmenn eru áber-
andi á götum úti. Til stóð að fara
með ferju yfir til Úrúgvæ, en sú
ferð bíður betri tíma. Þess í stað
fórum við á fótboltaleik í argent-
ínsku úrvalsdeildinni sem var stór-
kostleg upplifun. Við skoðuðum líka
frægar byggingar og kirkjur. Hæst
ber þjóðleikhús Argentínumanna,
Teatro Colón.“
Sumarfrí í tangóbúðir í Svíþjóð
Jóhanna og Hallur segjast ekki
hafa ferðast mikið í gegnum tíðina
ef undan eru skilin ferðalög í sum-
arhús erlendis og á sólarstrendur
með börnin. Í sumar er hins vegar
ráðgerð ferð til Svíþjóðar á tangó-
námskeið þar sem verða margir
góðir kennarar frá Argentínu. „Við
komum til með að verða í tangó-
búðum í Halmstad og förum eftir
námskeiðið með börnin í sumarhús
í Danmörku.“
TENGLAR
.....................................................
www.mansiondandiroyal.com
www.tango.is
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 17
DAGLEGT LÍF Í APRÍL
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
2
62
43
10
/2
00
4
debenhams
S M Á R A L I N D
debenhams
vorútsala
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
3
22
69
04
/2
00
6
50afsláttur%
af völdum vörum
í ellefu daga
20%
Sjóðheit tilboð:
afsláttur af
ilmvötnum og
baðhandklæðum
AUK ÞESS AÐEINS FRÁ FIMMTUDEGI TIL SUNNUDAGS:
Maine
herrabolir
Nú: 600 kr.
1.690 kr.
Casual
Club
dömubolir
Nú: 500 kr.
1.590 kr.
Casual
Club
kvartbuxur
Nú:1.000 kr.
3.490 kr.
Baðsalt
Nú: 200 kr.
699 kr.
Leður-
bakkar
Nú: 800 kr.
1.990 kr.
Barna-
leður-
jakkar
Nú: 4.900 kr.
18.900 kr.
fylltir með bláberjum og púð-
ursykri stráð yfir ásamt smásítr-
ónusafa. Pakkið í álpappír og grillið
í 15–20 mínútur og snúið einu sinni
á þeim tíma.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
ÖKUSKÍRTEINI í formi klippikorts hefur gefið
góða raun í Danmörku, að því er fram kemur í
frétt á vef Berlingske Tidende. Lögreglan hefur
þurft að sekta (þ.e. klippa í kort) mun færri en bú-
ist var við á þeim fimm mánuðum sem klippikort-
ið hefur gilt. Í fréttinni kemur fram að ökumenn
séu hræddir um að fá klippigat í kortið vegna
grófra ökubrota. Fyrir þau geta þeir fengið þrjú
klippigöt og það jafngildir því að þurfa að gang-
ast öðru sinni undir bæði bóklegt og verklegt
ökupróf áður en þeir mega setjast aftur undir
stýri.
64% aðspurðra eru þeirrar skoðunar að klippi-
kortið sé mjög góð hugmynd en aðeins 4% finnst
það léleg eða mjög léleg hugmynd, skv. könnun
sem gerð var á vegum greiningarfyrirtækisins
Telescope. Yfirmaður Umferðaröryggisráðsins
segir niðurstöðuna sögulega. Aldrei áður hafi
viðbrögð almennings við nýrri löggjöf verið svo
jákvæð. Ráðið hafi talið að fólk myndi leggjast
gegn löggjöfinni en í staðinn hafi þriðji hver öku-
maður farið að keyra hægar og það sé mjög góð-
ur árangur. Á þeim fimm mánuðum sem liðnir
eru síðan kortið var tekið í notkun í Danmörku
hafa danskir lögreglumenn klippt 26 þúsund göt í
kortin. Ef hraðakstur hefði verið eins og áður en
kortið var tekið í notkun hefðu götin orðið 46 þús-
und. Þrjú hundruð þrjátíu og einn einstaklingur
lést í umferðarslysum í Danmörku í fyrra en það
er lægsta tala um langan tíma. Á Íslandi gildir
svokallað punktakerfi þar sem tólf punktar svipta
fólk ökuréttindum. Mest er hægt að fá fjóra
punkta í einu fyrir akstur gegn rauðu ljósi eða að
aka á 31-51 km yfir hámarkshraða á klst. eftir því
hver hámarkshraðinn er. Ökumenn fá viðvörun
þegar þeir eru komnir upp í átta punkta.
UMFERÐARÖRYGGI
Klippikortið
bætir akstur
Morgunblaðið/Golli
Þriðji hver ökumaður í Danmörku hefur í kjölfar
klippikortanna farið að keyra hægar.