Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 17
undir morgun. Til marks um það var framreiddur morgunverður til klukkan þrjú á daginn.“ Þau fóru ekki á sérstakt tangó- námskeið, en tóku nokkra tíma á hótelinu, nokkra einkatíma og þáðu kennslu á dansstöðunum fyrir ball. „Mesta og besta æfingin fólst þó í að fara á hverju kvöldi á „milongu“, en svo kallast tangóböllin. Furðu- lega margir komust fyrir á oft mjög litlum dansgólfum og fólk varð að dansa þétt til að rekast ekki á næstu dansara. Það var alls staðar kjaftfullt af fólki og stemmningin frábær enda eru allir í sömu erindagjörðum, að dansa tangó. Við vorum svo heppin að upplifa tangóhátíð í höfuðborginni sem endaði með því að þúsundir manna dönsuðu tangó á götum úti við lifandi tónlist, sumir á striga- skóm og stuttbuxum,“ segir Jó- hanna. Argentínubúar eru yndislegir, brosmildir, hlýlegir og hjálpsamir í garð ferðamanna, segir hún. „Skemmtilegt er að sitja á kaffihúsi og fylgjast með fjölbreyttu mannlíf- inu í Buenos Aires og þar eru frið- samlegar og vel skipulagðar mót- mælagöngur gegn misrétti af mörgum toga mjög algengar. Þótt heimamenn vilji gera allt til að að- stoða tala þeir ekki góða ensku og því stefnum við á spænskunám fyr- ir næstu Argentínuferð.“ Það var aðeins byrjað að hausta í Argentínu í febrúarlok þegar þau Jóhanna og Hallur voru þar á ferð, 20–30 gráðu hiti, enginn raki og alltaf smágola. Verðlag segja þau að hafi verið einkar hagstætt, al- gengt leigubílaverð 180–200 kr. og flott þriggja rétta máltíð á góðum veitingastað fyrir tvo um tvö þús- und kr. með vínföngum. Það er ekki erfitt að láta dagana líða í Argentínu þar sem glaðværð- in brosir við alls staðar, segja þau. „Útilistamenn, tónlistarmenn, dans- arar og handverksmenn eru áber- andi á götum úti. Til stóð að fara með ferju yfir til Úrúgvæ, en sú ferð bíður betri tíma. Þess í stað fórum við á fótboltaleik í argent- ínsku úrvalsdeildinni sem var stór- kostleg upplifun. Við skoðuðum líka frægar byggingar og kirkjur. Hæst ber þjóðleikhús Argentínumanna, Teatro Colón.“ Sumarfrí í tangóbúðir í Svíþjóð Jóhanna og Hallur segjast ekki hafa ferðast mikið í gegnum tíðina ef undan eru skilin ferðalög í sum- arhús erlendis og á sólarstrendur með börnin. Í sumar er hins vegar ráðgerð ferð til Svíþjóðar á tangó- námskeið þar sem verða margir góðir kennarar frá Argentínu. „Við komum til með að verða í tangó- búðum í Halmstad og förum eftir námskeiðið með börnin í sumarhús í Danmörku.“ TENGLAR ..................................................... www.mansiondandiroyal.com www.tango.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 17 DAGLEGT LÍF Í APRÍL ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 62 43 10 /2 00 4 debenhams S M Á R A L I N D debenhams vorútsala ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 22 69 04 /2 00 6 50afsláttur% af völdum vörum í ellefu daga 20% Sjóðheit tilboð: afsláttur af ilmvötnum og baðhandklæðum AUK ÞESS AÐEINS FRÁ FIMMTUDEGI TIL SUNNUDAGS: Maine herrabolir Nú: 600 kr. 1.690 kr. Casual Club dömubolir Nú: 500 kr. 1.590 kr. Casual Club kvartbuxur Nú:1.000 kr. 3.490 kr. Baðsalt Nú: 200 kr. 699 kr. Leður- bakkar Nú: 800 kr. 1.990 kr. Barna- leður- jakkar Nú: 4.900 kr. 18.900 kr. fylltir með bláberjum og púð- ursykri stráð yfir ásamt smásítr- ónusafa. Pakkið í álpappír og grillið í 15–20 mínútur og snúið einu sinni á þeim tíma. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ÖKUSKÍRTEINI í formi klippikorts hefur gefið góða raun í Danmörku, að því er fram kemur í frétt á vef Berlingske Tidende. Lögreglan hefur þurft að sekta (þ.e. klippa í kort) mun færri en bú- ist var við á þeim fimm mánuðum sem klippikort- ið hefur gilt. Í fréttinni kemur fram að ökumenn séu hræddir um að fá klippigat í kortið vegna grófra ökubrota. Fyrir þau geta þeir fengið þrjú klippigöt og það jafngildir því að þurfa að gang- ast öðru sinni undir bæði bóklegt og verklegt ökupróf áður en þeir mega setjast aftur undir stýri. 64% aðspurðra eru þeirrar skoðunar að klippi- kortið sé mjög góð hugmynd en aðeins 4% finnst það léleg eða mjög léleg hugmynd, skv. könnun sem gerð var á vegum greiningarfyrirtækisins Telescope. Yfirmaður Umferðaröryggisráðsins segir niðurstöðuna sögulega. Aldrei áður hafi viðbrögð almennings við nýrri löggjöf verið svo jákvæð. Ráðið hafi talið að fólk myndi leggjast gegn löggjöfinni en í staðinn hafi þriðji hver öku- maður farið að keyra hægar og það sé mjög góð- ur árangur. Á þeim fimm mánuðum sem liðnir eru síðan kortið var tekið í notkun í Danmörku hafa danskir lögreglumenn klippt 26 þúsund göt í kortin. Ef hraðakstur hefði verið eins og áður en kortið var tekið í notkun hefðu götin orðið 46 þús- und. Þrjú hundruð þrjátíu og einn einstaklingur lést í umferðarslysum í Danmörku í fyrra en það er lægsta tala um langan tíma. Á Íslandi gildir svokallað punktakerfi þar sem tólf punktar svipta fólk ökuréttindum. Mest er hægt að fá fjóra punkta í einu fyrir akstur gegn rauðu ljósi eða að aka á 31-51 km yfir hámarkshraða á klst. eftir því hver hámarkshraðinn er. Ökumenn fá viðvörun þegar þeir eru komnir upp í átta punkta.  UMFERÐARÖRYGGI Klippikortið bætir akstur Morgunblaðið/Golli Þriðji hver ökumaður í Danmörku hefur í kjölfar klippikortanna farið að keyra hægar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.