Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýjung! Sykurskerta Kókómjólkin inniheldur helmingi minni viðbættan sykur og fitu en hefðbundin Kókómjólk og orkuinni- haldið er fjórðungi lægra. Yfir 80% af mjólkursykrinum hafa verið klofin og hentar drykkurinn því flestum þeim sem hafa mjólkursykursóþol. helmingi léttari! Lækkunin virðist halda áfram og líklegt sé að hún verði meiri en efni standa til vegna ójafnvæg- isins og skýrra vísbendinga um að miklir erf- iðleikar séu framundan í íslensku efnahagslífi. Miklu skipti hins vegar í þessu sambandi hvernig íslenskir bankar og stórfyrirtæki bregðist við ástandinu og sama gildi um stjórnvöld og Seðla- bankann. Jafnframt er bent á að Seðlabankinn geri sér vel grein fyrir alvöru málsins og sé greinilega ákveðinn í að reyna að koma á jafnvægi með því að herða á peningastefnunni. Fram hafi komið að bankinn sé tilbúinn til þess að fara með stýrivext- ÍSLENSKT efnahagslíf er yfirspennt og svo virðist sem alvarlegur samdráttur sé framundan, að því er fram kemur í endurskoðaðri grein- argerð Danske Bank um íslenskt efnahagslíf, sem birt var í gær. Í greinargerðinni segir bankinn að þróunin í ís- lensku efnahagslífi hafi verið muni hraðari en þeir hafi gert ráð fyrir í fyrri greinargerð sinni um það og lækkun gengis krónunnar verið mun meiri og örari en þeir hafi gert ráð fyrir í fyrri spá sinni sem þó hafi verið svartsýn. Nú sé gengi krónunnar gagnvart evru að nálgast 100 kr. sem þeir hafi áður spáð að yrði eftir sex mánuði. ina upp í 16% en það kunni að mati þeirra ekki að duga til til að koma á jafnvægi vegna ástandsins og þeirra erfiðleika sem við blasi í íslensku efna- hagslífi. Að lokum hljóti þó að koma að því að jafnvægi náist og þá muni krónan aftur verða eft- irsóknarverð. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki líklegt að hann komi næsta árið. Spáir Danske bank því nú að gengi krónu gagn- vart evru verði 100 kr. eftir þrjá mánuði, 105 kr. eftir sex mánuði og 110 kr. eftir tólf mánuði, en þessi spá sé háð því að Seðlabankinn herði tök peningastefnunar á þessu tímabili. Geri hann það ekki muni gengi krónunnar lækka meira en þetta. Ný greinargerð Danske bank um íslenskt efnahagslíf Frekari gengislækkun krónunnar spáð NÚ NÝLEGA bættist rússnesk flugvél af gerðinni YAK-18 við flugflota Íslendinga, en þetta mun vera fyrsta vél þessarar tegundar á Íslandi. Að sögn Páls Indriða Pálssonar, eins eiganda vél- arinnar, höfðu hann og 12 aðrir flugáhugamenn stofnað klúbb ut- an um rekstur annarrar rúss- neskrar flugvélar, YAK-52, en það er tveggja sæta flugvél frá sama framleiðanda. Þá hefði langað í fjögurra sæta vél og því hefðu þeir hafið leit á Netinu að slíkri vél og fundið þrjár. Á endanum hefðu þeir keypt eina sem staðsett var í Litháen og fluttu hana heim nú fyrir skömmu. Aðspurður um ástand vélarinnar sagði Páll það vera gott, fyrri eigandi hefði verið flugvirki og hugsað vel um hana, en hún er framleidd árið 1972. YAK merkið er þekkt merki innan flugheimsins. Sovétmenn notuðu vélar þessara verksmiðja í seinni heimsstyrjöldinni en síðar voru þær notaðar sem æfingavélar fyr- ir væntanlega MiG flugmenn. Aðspurður um flugeiginleika vélarinnar sagði Páll þá vera mjög mikla og skemmtilega og að hún eltist vel. Hann taldi að ekki væri hægt að bera saman gæði flugvéla frá gömlu austantjalds- löndunum og gæði bíla frá sama svæði og bætti því við að YAK flugvélar hefðu hækkað í verði að undanförnu. Því mætti jafnvel halda því fram að loksins væri komin fasteign á hjólum – og vængjum. Morgunblaðið/RAX Rússnesk flugvél bætist í flugflotann Sigmund tekur þátt í samnorrænni sýningu í Færeyjum TEIKNARINN Sigmund Jóhannsson í Vest- mannaeyjum tekur þátt í samnorrænni sýningu blaðateiknara, sem verð- ur opnuð á morgun, laug- ardag, í Norræna húsinu í Færeyjum. Sýningin er haldin í tilefni af sjötugs- afmæli færeyska teikn- arans Ole Petersen á þessu ári, en hann teiknar í færeyska blaðið Sosial- urin. Sigmund sagði í samtali við Morgunblaðið að hann sýndi 25–30 teikningar á sýningunni, allar frá þessu ári. Blaðateikn- urum hvaðanæva af Norð- urlöndunum hefði verið boðið að taka þátt í sýn- ingunni, en í tengslum við hana væru einnig nám- skeið og vinnustofur þar sem almenningur gæti meðal annars fylgst með vinnubrögðum teiknaranna. Lögmaður Færeyja opnar sýninguna á morgun, laugardag, klukkan þrjú. Sýningin verður í Norræna húsinu í Færeyjum næstu þrjár vikurnar en verður síðan opnuð í Norrænu húsunum hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. AÐALFUNDUR Blaðamannafélags Íslands mótmælti harðlega fyrirætl- unum um að þrengja starfssvið blaða- manna í frum- varpi til laga um breytingar á lög- um um dómstóla. Aðalfundurinn var haldinn að kvöldi síðasta vetrardags og er ályktunin svo- hljóðandi: „Aðal- fundur Blaða- mannafélags Íslands, haldinn 19. apríl 2006, mót- mælir harðlega fyrirætlunum um að þrengja starfsskilyrði blaðamanna sem fram koma í frumvarpi til laga um breytingar á lögum til dómstóla. Fundurinn varar alvarlega við þróun í þá átt að takmarka upplýsingar til al- mennings um opinber mál.“ Á fundinum var Arna Schram, blaðamaður á Morgunblaðinu, kjörin formaður BÍ næsta starfsár, en hún tók við formennsku í félaginu á síðasta ári þegar Róbert Marshall sagði af sér formennsku. Hún er fyrsta konan sem kjörin er formaður Blaðamanna- félags Íslands í nærfellt 110 ára sögu félagsins. Þá bar það einnig til tíðinda að konum fjölgaði í stjórn félagsins og eru nú í meirihluta í fyrsta skipti. Af tíu stjórnarmönnum í aðal- og vara- stjórn eru sex konur og fjórir karlar. Kona í fyrsta skipti kjörin formaður BÍ Ákvæðum í dómstóla- frumvarpi mótmælt Arna Schram ♦♦♦ HÁTÍÐAHÖLD fóru vel fram um allt land í gær í tilefni af sumardeg- inum fyrsta að sögn lögreglu. Víða var margt um manninn úti við í til- efni dagsins en allt fór þó sérlega vel fram. Í Hafnarfirði var maður fluttur á slysadeild eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Flata- hrauni og hafnaði á ljósastaur. Hann reyndist þó ekki mikið slas- aður. Ók á ljósastaur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.