Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Ég sé ekki neitt en ég heyri raddirnar.“ á morgun Þorvaldur Þorsteinsson leikritahöfundar í samtali um leikritun sína. SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Al- þingis, sagði á þingi á miðvikudag að frumvarp forsætisráðherra um breyt- ingar á eftirlaunalögunum svonefndu hefði ekki komið á borð forsætis- nefndar þingsins. Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, spurði Sólveigu út í það í upphafi þingfundar. Jóhanna sagði að ítrekað hefði komið fram í fjölmiðlum að eft- irlaunamálið svonefnda væri strand í forsætisnefnd. Meðal annars hefði verið haft eftir forsætisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, að samstöðu skorti í forsætisnefnd til að gera breytingar á eftirlaunalögunum. „Þetta er alrangt og óþolandi að liggja undir því að forsætisnefnd sitji á málinu,“ sagði Jóhanna, en hún er einn af varaforsetum þingsins, og á þar með sæti í nefndinni. Sólveig fór yfir málið og sagði að forsætisráðuneytið hefði hinn 25. apr- íl 2005 sent þáverandi forseta Alþing- is lögfræðilegt álit, sem unnið hefði verið fyrir ráðuneytið, um heimild löggjafans til ákveðinna breytinga á lögum um eftirlaun forseta Íslands, alþingismanna, ráðherra og hæsta- réttardómara. „Í álitinu kemur m.a. fram að hægt sé að breyta lögunum en varhugavert sé að hreyfa við líf- eyrisréttindum sem þegar hafi tekið gildi vegna eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.“ Sólveig rifjaði upp að forsætisráð- herra hefði sagt við fjölmiðla fyrir rúmu ári að hann vildi breyta eftir- launalögunum [á þann veg að fyrrver- andi ráðherrar gætu ekki tekið eft- irlaun á sama tíma og þeir væru í launuðum störfum á vegum ríkisins]. Sólveig sagði að ráðherra hefði jafn- framt sagt að hann vildi hafa um það samráð við aðra á Alþingi til að ná samstöðu um málið. Álitsgerðin rædd í nefndinni „Í bréfi forsætisráðuneytisins til forseta Alþingis í apríl í fyrra er ekki sett fram nein ósk um viðbrögð við lögfræðiálitinu,“ sagði hún. „Álits- gerðin kom ekki til umræðu í forsæt- isnefnd fyrr en 7. nóvember sl. og aft- ur hinn 11. nóvember sl.“ Sólveig sagði að forsætisráðherra hefði í samráði við forseta þingsins boðað formenn flokkanna til fundar hinn 5. desember sl. Þar hefði hann lagt fram drög að frumvarpi til breyt- inga á eftirlaunalögunum. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hefðu hins vegar talið að of lítill tími hefði verið til að afgreiða málið fyrir jólahlé. Auk þess hefði verið efnisleg- ur ágreiningur um frumvarpsdrögin. Nýr fundur hefði verið haldinn með formönnum flokkanna hinn 16. janúar sl. en þar hefði enn komið fram efnis- ágreiningur og mismunandi sjónar- mið um það hverjir ættu að standa að framlagningu frumvarpsins. Sólveig tók fram að hún liti svo á að frumvarpsdrögin væru trúnaðarmál á þessu stigi. Að lokum sagði hún: „Nið- urstaðan er því sú að um málið hefur ekki náðst efnisleg samstaða og þar af leiðandi hefur frumvarpið ekki komið á borð forsætisnefndar.“ Lappar ekki upp á lögin Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að eftirlauna- frumvarpið hefði á sínum tíma verið flutt á ábyrgð núverandi og fyrrver- andi forsætisráðherra, þ.e. þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar. Ögmundur kvaðst ekki myndu taka þátt í einhverjum mála- myndagerningi til að lappa upp á lög- in. Margrét Frímannsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að ekki hefði verið rætt við for- ystumenn flokkanna um eftirlauna- frumvarpið síðan í janúar. „Risinn, Framsóknarflokkurinn, sefur á því frumvarpi og er líklega ekkert að rumska,“ sagði hún. Ekki komið á borð forsætisnefndar Frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum ÖKUMAÐUR vélsleða handleggs- brotnaði illa er hann ók sleða sín- um fram af klettavegg í Gjástykki norður af Kröflu í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Húsavík var maðurinn í hópi mælingamanna Íslenskra orkurannsókna sem voru við störf á svæðinu. Kallað var eftir hjálp um klukkan ellefu í gærmorgun og voru Hjálparsveit skáta í Að- aldal og björgunarsveitin Garðar þá kallaðar út. Hinn slasaði var fyrst fluttur á sérhönnuðum vél- sleðabörum til móts við björg- unarsveitarbíl með lækni innan- borðs. Var sjúklingurinn síðan fluttur til móts við sjúkrabíl sem flutti hann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Morgunblaðið/BFH Björgunarmenn við sleðann ofan í gjánni. Sleðinn hrapaði um 26 metra. Handleggsbrotnaði á vélsleða í Gjástykki BÓKAVERÐLAUN barnanna voru afhent í fimmta sinn í gær í aðalsafni Borgarbókasafns í Grófarhúsi. Um 5.000 börn á aldrinum 6–12 ára á öllu landinu tóku þátt í kosningunni, en hún fór fram á almennings- og skólabókasöfnum um allt land. Það var Kristín Helga Gunnarsdóttir sem hlaut verð- launin fyrir frumsömdu bókina Fíasól í hosiló, en þetta er í annað sinn sem Kristín veitir verðlaununum við- töku. Hins vegar hlaut Helga Haraldsdóttir verðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Harry Potter og blend- ingsprinsinn eftir J.K. Rowling, en Harry Potter hefur tvívegis áður verið valinn til sigurs af börnunum í keppninni. Verðlaunin að þessu sinni voru listaverk eftir ís- lenska myndlistarmenn úr Artóteki Borgarbókasafns, ásamt viðurkenningarskjali. Einnig fengu tíu börn sem tóku þátt í kosningunni í Reykjavík viðurkenningu frá Borgarbókasafni fyrir þátttökuna og það sama má segja um önnur bókasöfn víðs vegar um landið. Við- urkenningarnar í Reykjavík eru leikhúsmiðar á Ronju ræningjadóttur, bækur sem hljóta Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur daginn áður og heimsókn frá rithöfundinum sem hlýtur Bókaverðlaun barnanna í bekk viðkomandi barna. Bókaverðlaun barnanna eru til þess ætluð að vekja athygli á bókum fyrir börn og unglinga, auka áhuga barna á bókum og sýna bókvali barnanna sjálfra virðingu. Bókaverðlaun barnanna afhent á sumardaginn fyrsta Kristín Helga Gunnarsdóttir hlaut verðlaunin í flokki frumsaminna bóka fyrir bók sína Fíasól í Hosiló sem Halldór Baldursson myndskreytti. Þau eru hægra megin á myndinni ásamt Sigþrúði Gunnarsdóttur frá Eddu útgáfu og Hildi Bjarnadóttur frá Borgarbókasafninu sem afhenti verðlaunin. Börnin völdu Fíusól og Harry Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga Haraldsdóttir fékk verðlaun fyrir þýðingu sína á Harry Potter og blendingsprinsinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.