Morgunblaðið - 21.04.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.04.2006, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Ég sé ekki neitt en ég heyri raddirnar.“ á morgun Þorvaldur Þorsteinsson leikritahöfundar í samtali um leikritun sína. SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Al- þingis, sagði á þingi á miðvikudag að frumvarp forsætisráðherra um breyt- ingar á eftirlaunalögunum svonefndu hefði ekki komið á borð forsætis- nefndar þingsins. Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, spurði Sólveigu út í það í upphafi þingfundar. Jóhanna sagði að ítrekað hefði komið fram í fjölmiðlum að eft- irlaunamálið svonefnda væri strand í forsætisnefnd. Meðal annars hefði verið haft eftir forsætisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, að samstöðu skorti í forsætisnefnd til að gera breytingar á eftirlaunalögunum. „Þetta er alrangt og óþolandi að liggja undir því að forsætisnefnd sitji á málinu,“ sagði Jóhanna, en hún er einn af varaforsetum þingsins, og á þar með sæti í nefndinni. Sólveig fór yfir málið og sagði að forsætisráðuneytið hefði hinn 25. apr- íl 2005 sent þáverandi forseta Alþing- is lögfræðilegt álit, sem unnið hefði verið fyrir ráðuneytið, um heimild löggjafans til ákveðinna breytinga á lögum um eftirlaun forseta Íslands, alþingismanna, ráðherra og hæsta- réttardómara. „Í álitinu kemur m.a. fram að hægt sé að breyta lögunum en varhugavert sé að hreyfa við líf- eyrisréttindum sem þegar hafi tekið gildi vegna eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.“ Sólveig rifjaði upp að forsætisráð- herra hefði sagt við fjölmiðla fyrir rúmu ári að hann vildi breyta eftir- launalögunum [á þann veg að fyrrver- andi ráðherrar gætu ekki tekið eft- irlaun á sama tíma og þeir væru í launuðum störfum á vegum ríkisins]. Sólveig sagði að ráðherra hefði jafn- framt sagt að hann vildi hafa um það samráð við aðra á Alþingi til að ná samstöðu um málið. Álitsgerðin rædd í nefndinni „Í bréfi forsætisráðuneytisins til forseta Alþingis í apríl í fyrra er ekki sett fram nein ósk um viðbrögð við lögfræðiálitinu,“ sagði hún. „Álits- gerðin kom ekki til umræðu í forsæt- isnefnd fyrr en 7. nóvember sl. og aft- ur hinn 11. nóvember sl.“ Sólveig sagði að forsætisráðherra hefði í samráði við forseta þingsins boðað formenn flokkanna til fundar hinn 5. desember sl. Þar hefði hann lagt fram drög að frumvarpi til breyt- inga á eftirlaunalögunum. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hefðu hins vegar talið að of lítill tími hefði verið til að afgreiða málið fyrir jólahlé. Auk þess hefði verið efnisleg- ur ágreiningur um frumvarpsdrögin. Nýr fundur hefði verið haldinn með formönnum flokkanna hinn 16. janúar sl. en þar hefði enn komið fram efnis- ágreiningur og mismunandi sjónar- mið um það hverjir ættu að standa að framlagningu frumvarpsins. Sólveig tók fram að hún liti svo á að frumvarpsdrögin væru trúnaðarmál á þessu stigi. Að lokum sagði hún: „Nið- urstaðan er því sú að um málið hefur ekki náðst efnisleg samstaða og þar af leiðandi hefur frumvarpið ekki komið á borð forsætisnefndar.“ Lappar ekki upp á lögin Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að eftirlauna- frumvarpið hefði á sínum tíma verið flutt á ábyrgð núverandi og fyrrver- andi forsætisráðherra, þ.e. þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar. Ögmundur kvaðst ekki myndu taka þátt í einhverjum mála- myndagerningi til að lappa upp á lög- in. Margrét Frímannsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að ekki hefði verið rætt við for- ystumenn flokkanna um eftirlauna- frumvarpið síðan í janúar. „Risinn, Framsóknarflokkurinn, sefur á því frumvarpi og er líklega ekkert að rumska,“ sagði hún. Ekki komið á borð forsætisnefndar Frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum ÖKUMAÐUR vélsleða handleggs- brotnaði illa er hann ók sleða sín- um fram af klettavegg í Gjástykki norður af Kröflu í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Húsavík var maðurinn í hópi mælingamanna Íslenskra orkurannsókna sem voru við störf á svæðinu. Kallað var eftir hjálp um klukkan ellefu í gærmorgun og voru Hjálparsveit skáta í Að- aldal og björgunarsveitin Garðar þá kallaðar út. Hinn slasaði var fyrst fluttur á sérhönnuðum vél- sleðabörum til móts við björg- unarsveitarbíl með lækni innan- borðs. Var sjúklingurinn síðan fluttur til móts við sjúkrabíl sem flutti hann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Morgunblaðið/BFH Björgunarmenn við sleðann ofan í gjánni. Sleðinn hrapaði um 26 metra. Handleggsbrotnaði á vélsleða í Gjástykki BÓKAVERÐLAUN barnanna voru afhent í fimmta sinn í gær í aðalsafni Borgarbókasafns í Grófarhúsi. Um 5.000 börn á aldrinum 6–12 ára á öllu landinu tóku þátt í kosningunni, en hún fór fram á almennings- og skólabókasöfnum um allt land. Það var Kristín Helga Gunnarsdóttir sem hlaut verð- launin fyrir frumsömdu bókina Fíasól í hosiló, en þetta er í annað sinn sem Kristín veitir verðlaununum við- töku. Hins vegar hlaut Helga Haraldsdóttir verðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Harry Potter og blend- ingsprinsinn eftir J.K. Rowling, en Harry Potter hefur tvívegis áður verið valinn til sigurs af börnunum í keppninni. Verðlaunin að þessu sinni voru listaverk eftir ís- lenska myndlistarmenn úr Artóteki Borgarbókasafns, ásamt viðurkenningarskjali. Einnig fengu tíu börn sem tóku þátt í kosningunni í Reykjavík viðurkenningu frá Borgarbókasafni fyrir þátttökuna og það sama má segja um önnur bókasöfn víðs vegar um landið. Við- urkenningarnar í Reykjavík eru leikhúsmiðar á Ronju ræningjadóttur, bækur sem hljóta Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur daginn áður og heimsókn frá rithöfundinum sem hlýtur Bókaverðlaun barnanna í bekk viðkomandi barna. Bókaverðlaun barnanna eru til þess ætluð að vekja athygli á bókum fyrir börn og unglinga, auka áhuga barna á bókum og sýna bókvali barnanna sjálfra virðingu. Bókaverðlaun barnanna afhent á sumardaginn fyrsta Kristín Helga Gunnarsdóttir hlaut verðlaunin í flokki frumsaminna bóka fyrir bók sína Fíasól í Hosiló sem Halldór Baldursson myndskreytti. Þau eru hægra megin á myndinni ásamt Sigþrúði Gunnarsdóttur frá Eddu útgáfu og Hildi Bjarnadóttur frá Borgarbókasafninu sem afhenti verðlaunin. Börnin völdu Fíusól og Harry Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga Haraldsdóttir fékk verðlaun fyrir þýðingu sína á Harry Potter og blendingsprinsinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.