Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Calsium eap Kalk sem nýtist metrar af steypu og 30 tonn stáls í hverja undirstöðu fyrir sig. Jarðvinna og undirbúningur á vettvangi hófst sumarið 2004 en meginþungi framkvæmda var í fyrra og verður á þessu ári. Starfs- menn við línulagnir verða um 90 þegar mest lætur. Flutningsvirki kosta 9 milljarða Raforka frá Kárahnjúkavirkjun verður flutt að álveri Fjarðaáls við Reyðarfjörð með Fljótsdalslínum 3 og 4, sem byggðar eru fyrir 420 kílóvolt en verða reknar á 220 kíló- voltum. Þær verða lagðar samsíða að mestu um þrjú sveitarfélög; Fljótsdalshrepp, Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð. Framkvæmdakostnaður við sjálfar línulagnirnar er áætlaður um 4,4 milljarðar króna á verðlagi í byrjun árs 2004. Þar við bætast um 3 milljarðar króna vegna tengi- virkis í Fljótsdal og 1,2 milljarðar vegna tengingar við byggðalínur og styrkingu á hinu almenna raf- orkuflutningskerfi á Austurlandi. Flutningsvirki vegna Fjarðaáls koma þar með til með að kosta alls tæpa 9 milljarða króna. Egilsstaðir | Framkvæmdir við byggingu undirstaðna fyrir Fljóts- dalslínu 3 og 4 ganga vel. Mal- arvinnslan, undirverktaki Lands- nets við verkið, hefur þegar steypt þrjá fjórðu hluta staðsteyptra und- irstaða, en nánast lokið steypu- vinnu við forsteypta hluta verks- ins. Fljótsdalslína 3 verður 49,5 km löng með 159 möstrum, Fljótsdals- lína 4 53 km löng með 166 möstr- um. Hæð mastranna verður á bilinu 20–37 metrar með 26 metra langri þverslá. Í undirstöður staurastæðnanna fara um 300 rúm- Bygging undirstöðu Fljótsdalslína gengur vel 30 tonn af stáli í hverja undirstöðu AUSTURLAND Egilsstaðir | Nk. þriðjudag, 25. apríl kl. 16.00 hefst á Hótel Héraði mál- stofa um lífríki Lagarfljótsins. Er hún haldin í tilefni dags umhverf- isins. Umhverfis- og náttúruvernd- arnefnd Fljótsdalshéraðs stendur fyrir málstofunni, sem einkum lýtur að lífríki Fljótsins og þeim breyt- ingum sem verða á því þegar Jöklu verður veitt í farveg Lagarfljóts með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar. Meðal framsögumanna eru Helgi Hallgrímsson, Gunnar G. Tómasson, Hákon Aðalsteinsson, Hilmar Malm- quist og Guðni Guðbergsson. Málstofa um lífríki Lagarfljóts Egilsstaðir | 24% aukning er á far- þegafjölda sem fer um Egilsstaða- flugvöll ef bornar eru saman tölur nú og á sama tíma í fyrra. 38.153 farþegar fóru um völlinn fyrstu þrjá mánuði þessa árs og 585 flug- vélar lentu á vellinum á tímabilinu. Er það um 20% aukning milli ára og jafnframt er mikil aukning á fragt- flugi, eða um 28%. Alls fóru í fyrra tæplega 127 þúsund farþegar um Egilsstaðaflugvöll. Umferð um völl- inn tvöfaldaðist milli áranna 2002 og 2005. Enn aukn- ing á flugi Fáskrúðsfjörður | Nú styttist í sveitarstjórnarkosn- ingar og ýmsar spekúlasjónir uppi um menn og málefni framboðanna. Albert Kemp var að dorga á bryggjunni á Fáskrúðsfirði á dögunum með afa- barninu sínu, henni Tinnu, og spjallaði við karlana hjá Loðnuvinnslunni svona í „forbifarten“ um inn- ansveitarkróníkur. Virtust þeir ekki hatrammir pólitískir andstæðingar svona úr fjarska, en kannski hefur lognkyrran mýkt pólitískan skaphita þeirra. Ljósmynd/Óðinn Magnason Fiskað eftir fréttum Egilsstaðir | Sýningarrými Aust- urlands á Ferðatorgi 2006 hlaut verðlaun sem athyglisverðasta rýmið á sýningunni. Markaðsstofa Austurlands tók að sér verkefn- isstjórn og umsjón með hug- myndavinnu, hönnun og uppsetn- ingu sviðsins og var leitast við að fanga hluta af sérkennum Austur- lands, t.d. jökulinn, skóginn, villt dýralíf og vekja athygli á göngu- leiðum á Austurlandi. Unnur Sveinsdóttir listhönnuður vann sýningarrýmið. Ljósmynd/MA Fjöll og firnindi Sýningarrými Austurlands vakti mikla athygli. Sýningarrými Austur- lands athyglisverðast Egilsstaðir | Foreldrar barna fæddra árið 2005 á Fljótsdals- héraði skora á bæjarstjórn að standa við gefin fyrirheit um eins árs deild og tryggja öllum börn- um, sem náð hafa eins árs aldri eftir sumarlokanir árið 2006, leikskólapláss óski foreldrar eftir því. Í áskorun, sem afhent var Ei- ríki Bj. Björgvinssyni bæj- arstjóra fyrir skömmu, ásamt undirskriftum foreldranna, segir, að einnig sé skorað á bæj- arstjórn að tryggja þeim börn- um, sem þegar hafi náð eins árs aldri, pláss á leikskóla tafarlaust. „Jafnframt skorum við á bæj- arstjórn að stuðla að því að leik- skólamál verði í góðu jafnvægi í framtíðinni og börnum standi ávallt til boða leikskólapláss frá eins árs aldri. Með þessu getur bæjarstjórnin haldið áfram því góða starfi sem hafið var árið 2005, þegar tekin var í notkun ný leikskólabygging og eins árs deild opnuð um leið. Jafnframt væri stuðlað að fjölskylduvænu og eftirsóknarverðu sveitarfélagi þar sem foreldrar hafa sama möguleika og aðrir til að sinna starfi utan heimilis. Að síðustu væri um að ræða gott innlegg í jafnréttisstefnu Fljótsdalshéraðs þar sem bæjarstjórn hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja jafna atvinnuþátttöku karla og kvenna.“ Vilja úrbætur fyrir yngstu börnin Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Pláss óskast Eygló Egilsdóttir afhenti Eiríki Bj. Björgvinssyni undirskriftalista f.h. foreldra barna fæddra 2005. Höfn | Forsetahjónin, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Mussaief fara í opinbera heimsókn til Austur-Skaftafellssýslu 25. apríl n.k. og heimsækja m.a. skóla, söfn, fyrirtæki og stofnanir. Þá verður efnt til fjölskylduhátíðar í tilefni heimsóknarinnar, Almannaskarðs- göng skoðuð og Seljavallabændur sóttir heim. Ólafur Ragnar mun jafnframt opna málþing um skap- andi atvinnugreinar, sem haldið verður í Nýhöfn seinni dag heim- sóknar forsetahjónanna. Ljósmynd/Sigurður Mar Forsetahjónin heimsækja A- Skaftafellssýslu ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.