Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 11
FRÉTTIR
SUMARLÍNAN FRÁ HISPANITAS
Skóverslun – Kringlunni – Sími 553 2888 – www.skor.is
er komin – mikið úrval
Full búð af nýjum vörum
Opið í dag frá kl. 10-19,
laugardag frá kl. 10-18
og sunnudag frá kl. 13-17
Vönduð norsk timburhús byggð á
staðnum eftir ströngustu stöðlum um heilsárs íveruhús
Framúrskarandi handverk, kjörviður og frábær frágangur
HÚSIN Í ÞORPINU VERÐA TIL SÝNIS
LAUGARDAGINN 22. APRÍL KL. 12-16
Hellisvellir ehf.
Uppl. í síma 893 6653
Nýtt þorp rís á Hellnum
www.iceland.as
Sími 555 3000
SELT
SELT
SELT
SELT
SELT
SELT
SELT
Hverfisgötu 6,
101 Reykjavík,
sími 562 2862
STÆRÐIR 40-52
STÆRÐIR 40-52
VOR- OG SUMAR
2006
DAGANA
21.-30. APRÍL
Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • fax 517 6565
Ný sending
af yfirhöfnum
SAMA ár og sápuóperan Dallas hóf
göngu sína í sjónvarpinu og Bill
Gates sagði að 640K ættu að nægja
fyrir hvern sem er, kynnti IBM
fyrstu einkatölvu fyrirtækisins.
Fyrstu AS/400 netþjónar IBM
komu svo á markað árið 1988.
Ferðast var fram og aftur í tíma í
Hafnarhúsinu síðasta dag vetrar en
þar hafði Nýherji sett upp sýningu
sem endurspeglaði þróun tölvu-
tækninnar frá árinu 1980 til dags-
ins í dag.
Til sýnis voru m.a. gamlar Nin-
tendo leikjatölvur sem eflaust
vekja upp ljúfsárar minningar hjá
mörgum en framtíðin birtist hins
vegar í formi 160 fm færanlegs
tölvuvers. Þar var á ferðinni IBM
Systems Technology trukkurinn
þar sem margar af snjöllustu lausn-
um IBM voru til sýnis. Í trukknum
eru t.d. netþjónar og gagna-
geymslulausnir í gangi þannig að
um er að ræða fullbúinn tölvusal á
hjólum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Ferðast um tímann
í Hafnarhúsinu
LAUNAVÍSITALAN mældist 285,4
stig í mars samkvæmt mælingu
Hagstofunnar og hækkuðu laun um
0,3% að meðaltali frá því í febrúar.
Síðastliðna tólf mánuði hafa laun,
mæld með breytingu á launavísitölu,
hækkað um 8,6%. Á sama tíma
hækkaði verðlag um 4,5%. Kaup-
máttur launa hefur því vaxið að með-
altali um 3,9% síðustu tólf mánuði.
Þetta kemur fram á vefsíðu ASÍ.
Helstu skýringar á hækkun launa
í marsmánuði eru launabreytingar
hjá sveitarfélögum í kjölfar samn-
inga Reykjavíkurborgar við ófag-
lært starfsfólk, segir ASÍ. Aðrar
hækkanir skýrast að mestu af launa-
skriði á almennum vinnumarkaði, en
laun í byggingariðnaði, verslun og
öðrum greinum þar sem þensla er
mest hafa hækkað nokkuð.
Í frétt ASÍ kemur fram að gera
megi ráð fyrir að launahækkunum sé
nokkuð misskipt milli greina. Kaup-
máttur þeirra sem notið hafa launa-
skriðsins hefur aukist að undan-
förnu. Kaupmáttur þeirra sem
einungis hafa fengið almennar
hækkanir kjarasamninga hefur verið
að rýrna vegna mikillar verðbólgu.
Launin hækkað
um 0,3% frá
því í febrúar
HÁTÍÐAR- og útskriftarathöfn
borgaralegrar fermingar fer fram
sunnudaginn 23. apríl í Háskólabíói.
Alls tóku 129 börn þátt í ár frá öllum
landshornum, sem er um 40% aukn-
ing frá því í fyrra og metþátttaka,
segir í fréttatilkynningu.
„Þetta er í 18. skipti sem borgara-
leg ferming er haldin. Vegna auk-
inna vinsælda var fermingarnám-
skeiðum fjölgað á liðnum vetri auk
þess sem í fyrsta skipti verða haldn-
ar tvær athafnir, í stað einnar und-
anfarin ár, í stærsta sal Háskólabíós.
Í annað skipti í sögu borgaralegrar
fermingar er haldin fermingarhátíð
utan höfuðborgarsvæðisins en sér-
stök athöfn verður haldin í Dýrafirði
sumardaginn fyrsta fyrir tvö ung-
menni frá Ísafirði sem sóttu nám-
skeið vetrarins. Þessi lokaathöfn er
einskonar útskriftarhátíð og sjá
fermingarbörnin sjálf um að koma
fram, sýna ýmiss konar listir eða tjá
sig á aðra vegu, auk þess sem ein-
staklingar flytja stuttar ræður. Í ár
munu þau Tatjana Latinovic, for-
maður Samtaka kvenna af erlendum
uppruna, og Andri Snær Magnason,
rithöfundur, ávarpa gesti.
Fyrri athöfnin hefst kl 11:00 og
seinni kl 13:00 og eru þær opnar öll-
um. Hvetur Siðmennt alla sem vilja
kynna sér borgaralega fermingu til
þess að mæta og upplifa þessa út-
skriftarathöfn fermingarbarnanna
af eigin raun,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Borgaraleg ferming
fer fram í Háskólabíói