Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Dem-etz Franzson, tenórsöngvari og söngkennari, fædd- ist í bænum St. Úl- rik í Suður-Tíról 11. október 1912. Hann andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni í Reykjavík 7. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Franz, bæjarstjóri og kaupmaður, og Maria Demetz frá Four. Systkini Sig- urðar Demetz, öll yngri, eru: 1) Ulrike, læknisfrú, gift Otto Del- ago, börn þeirra Beatrix, Andr- eas og Markus og Georg, sem er látinn. 2) Ivo, kaupmaður, kvæntur Brigitte, börn þeirra Susanne, Anja, Reto og Yvonne, sem er látin. 3) Franz (Pante), listamaður, kvæntur Jone, börn þeirra Barbara og Michael. 4) Giancarlo, húsvörður, látinn, var kvæntur Graziellu, börn þeirra Leo, Pauli og Petra. Sigurður Demetz stundaði söngnám á Ítalíu og söng í mörgum helstu óperuhúsum Evrópu, s.s. Scala-óperunni, Rómaróperunni, óperunni í Flór- ens og Liceó-óperunni í Barse- lóna. Til Íslands flutti hann 1955, tók sér íslenskt ríkisfang og starfaði við söngkennslu alla tíð. Jafnframt var hann farar- stjóri í kynnisferðum um landið. Árið 1960 kvæntist Sigurður Demetz Þóreyju Sigríði Þórðar- dóttur, f. 1912, d. 1992. Foreldrar hennar voru Þórð- ur Bjarnason frá Reykhólum, versl- unarmaður, f. 1871, d. 1956, og Hansína Linnet, f. 1878, d. 1957. Börn hennar með fyrri eigin- manni sínum, Stef- áni H. Bjarnasyni forstjóra, f. 1908, d. 1952, voru: 1) drengur sem dó í frumbernsku 1939. 2) Bjarni Stefáns- son, forstjóri, f. 1941, kvæntur Birnu Björgvinsdóttur, börn þeirra Þórey, gift Árna Hauki Björnssyni, dætur þeirra Ásta Birna og Regína María; Hallfríð- ur, gift Kristni Jóhannssyni, börn þeirra Bjarni Heimir, Birna Ósk og Ágústa Helga; Stefanía Kristín, gift Sverri Þórðarsyni, dóttir þeirra Hafrún Hekla; og Stefán Bjarni. 3) Þórð- ur Stefánsson, veitingamaður, f. 1945, sem á fimm börn. Með Sig- rúnu Sigurðardóttur á hann Þóreyju, gift Ómari Þór Eyjólfs- syni, börn þeirra Oddný, Ómar Þór og Agnes; og Sturlu; en með Eygló Friðriksdóttur Regínu, Kristínu Maríu og Katrínu Stef- aníu. Áður átti Eygló dæturnar Gerði Ellertsdóttur og Lilju Dögg Arnþórsdóttur. Útför Sigurðar Demetz verður gerð frá Kristskirkju í Reykja- vík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Látinn er í hárri elli elskulegur afi minn, Demetz, sem sækir heim föð- urinn rétt fyrir páska þegar við minnumst upprisu Jesú Krists. Þrátt fyrir háan aldur var hugur hans og andi enn ungur. Ég tel það hafa átt ríkan þátt í því hve háum aldri hann náði hve ungur hann var í anda og áhugasamur varðandi allt það er viðkom sönglistinni. Fyrstu minningar mínar um afa eru frá Akureyri en þar bjuggu um árabil amma Þórey og afi Demetz. Ég var það lánsöm, að fá sem barn, að dvelja hjá þeim oftsinnis yfir páska og sumur. Það var einstök upplifun því heimili þeirra var allt annað en hversdagslegt. Margt var um manninn og flestum stundum fullt hús af gestum og nemendum afa sem voru að reyna fyrir sér í söngnum. Þau hjónin höfðu mikið aðdráttarafl enda helsta einkenni þeirra mikil lífsgleði. Þegar ég hugsa um heimili þeirra er ekki hægt að sleppa því að minnast á matinn en amma var þekkt fyrir að vera einstakur kokkur og þaðan fór enginn án þess að vera búinn að borða ívið meira en hann hafði gott af. Maturinn á heimilinu var sjaldn- ast venjulegur íslenskur heimilis- matur og angaði heimili þeirra af ítalskri matargerð þar sem mikið er notaður hvítlaukur, ítalskar pylsur að ógleymdum sterkum ostum. Allir sem þekktu afa fengu að kynnast spagettíinu hans en það var ekki orðið gott fyrr en sósan var búin að malla í nokkra tíma en sjálft spa- gettíið mátti ekki sjóða mínútu of lengi. Afi og amma voru einstök hjón þar sem lífsgleðin var allsráðandi. Þau áttu ótrúlega margt sameigin- legt enda bæði miklir listunnendur. Þar ber ekki aðeins að nefna tónlist- ina því ekki var síður áhugi á leiklist og myndlist að ógleymdum áhuga þeirra á bíómyndum. Ekki var óal- gengt að hlaupið væri milli kvik- myndahúsa til að ná fyrst sýningu kl. 7 og annarri kl. 9. Ekki er unnt að minnast afa án þess að nefna hve mikill náttúruunnandi hann var en fáir þekktu Ísland betur en hann enda starfaði hann um tíma sem far- arstjóri. Náttúrufegurð heimalands afa í Tyrol er mikil og ógnvekjandi og má fullyrða að þar er að finna einn af fallegustu stöðum þessa heims. Þrátt fyrir að afi ætti djúpar rætur í Suður-Tyrol var hann að sama skapi ótrúlega mikill Íslend- ingur en allir sem hann þekktu vita hve vænt honum þótti um Ísland og íslenska þjóð. Genginn er mikill heimsborgari sem margir minnast, hver á sinn hátt en efst er mér í huga þakklæti fyrir að hafa átt fallegan og ham- ingjusaman tíma á bernskuárum mínum með afa og ömmu á Akur- eyri. Þórey S. Þórðardóttir. Þegar við kveðjum Demetz leitar hugurinn aftur til bernsku okkar. Það var alltaf mikil tilhlökkun þegar Eyja frænka og Demetz voru vænt- anleg í heimsókn. Það var alltaf glatt á hjalla og mikið hlegið. Dem- etz var með skemmtilegri mönnum og alltaf tilbúinn með sprell okkur krökkunum til mikillar ánægju. Eitt af sameiginlegum áhugasvið- um föður okkar og Demetz voru ferðalög um náttúruna. Í þeim ferð- un hafði Demetz alltaf myndavélina við höndina, en hann var afburða- góður ljósmyndari. Pabbi keyrði bíl- inn og oft og tíðum þurfti hann að stoppa til þess að hleypa Demetz út til þess að ná mynd. Stundum var hann beðinn um að snúa við og keyra aftur yfir drullupollinn sem við vorum nýbúin að keyra yfir þannig að hægt væri að festa það á filmu. Húmorinn kemur fram í mörgum af myndum hans og skemmtilegasta myndin þykir okkur þegar pabbi var beðinn að stilla sér upp með sígarettu í munninum með höfuðið í gati á stórum steini. Dem- etz var ekkert að flýta sér að taka myndina, því allt þurfti að vera rétt stillt. Myndin var að sjálfsögðu tek- in á réttu augnabliki; þegar faðir okkar var orðinn ansi brúnaþungur og askan á sígarettunni orðin ansi löng. Þessi ferðalög sem og sú sýn á náttúruna sem kemur fram í ljós- myndum Demetz höfðu mikil áhrif á okkur systkinin. Við lærðum að sjá fegurðina í náttúru Íslands og við búum að því alla ævi. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til Eyju og Demetz. Eyja var frábær kokkur og naut þess í orðsins fyllstu merkingu að gefa fólki að borða. Demetz sá um skemmtiatriðin, m.a. sýndi hann okkur krökkunum dúkkuleikhús en dúkkurnar voru af erlendum upp- runa og töluðu því aðeins þýsku þannig að hann þurfti að þýða fyrir okkur. Núna þegar við kveðjum Demetz í hinsta sinn gerum við það með þakklæti í huga, þakklát örlögunum sem höguðu því þannig að við búum að þessum ánægjulegu minningum sem munu fylgja okkur um ókomna tíð. Hansína, Hrafnhildur og Skúli Haukur. „Acht und vierzig, neun und vier- zig, fünfzig!“ Demetz var niðursokk- inn í reikningsdæmi og tuldraði töl- ur fyrir munni sér. „Demetz!“ sagði ég og truflaði hann í reikningnum. „Hver ertu eiginlega? Þú komst hingað Ítali, varðst Íslendingur, hafðir latínu að móðurmáli og svo telurðu á þýsku!“ – „Süd-Tyroler!“ var svarið. – En af hverju telurðu á þýsku. – „Þegar ég fæddist var Suð- ur-Tíról hluti af Austurríki. Svo seldi keisarinn okkur Ítölum fyrir annað landsvæði í lok fyrra stríðs.“ – „Ertu þá Austurríkismaður?“ Demetz yppir öxlum. – „Süd-Tyrol- er!“ – Þetta var á kennarastofunni í Nýja tónlistarskólanum fyrir u.þ.b. 25 árum. – Ég vildi vita meira: Þeg- ar Demetz fæddist 1912, hét fæðing- arbær hans St.-Ulrich uppá þýsku og var í Grödenthal í þeim hluta Alpafjalla sem kallaður er Dólómíta- fjöll, þaðan sem kalk-töflurnar koma. Jú,jú, þar var töluð ladin, ein af mállýskum retórómönskunnar, sem við lærðum hér uppá Íslandi í skólanum í gamla daga, að væri síð- ustu leifar latínu sem lifandi þjóð- tungu, þýska var hið obinbera tungumál og almennt talmál í Suð- ur- Tíról, en ladin var mál þeirra í Grödenthal, og var málið sem hann heyrði við móðurbrjóstið. En þegar gestir komu úr nálægum sveitum, var töluð þýska. Og þegar Demetz fór að læra að lesa og skrifa, já og reikna, þá var það allt á þýsku. – En var engin ítalska? – „Hún kom með fasistunum!“ – Hann kunni ekki orð í ítölsku þegar hann fór í barna- skóla. Þá mátti ekki lengur tala þýsku. Bærinn þeirra mátti ekki lengur heita St.-Ulrich heldur Ort- isei. Sjálfur hét hann ekki lengur Vincenz heldur Vincenzo. Allir áttu að tala ítölsku og allt skyldi verða ítalskt. – Já, margt hefur maðurinn mátt reyna! – Bóndi minn, Ragnar Björnsson, færði mér Eyju og Demetz að vin- um, eins og svo marga aðra ómet- anlega vini. Það var einhvern tíma snemma á 7. áratugnum. Demetz var þá stundakennari hjá honum við Tónlistarskólann í Keflavík. Áður hafði Ragnar gripið í að spila undir hjá nemendum Demetz í söngskól- anum sem hann stofnaði fljótlega eftir að hann kom til Íslands. – Þau Eyja höfðu búið um tíma á Rán- argötunni og leigt út húsið á Sól- vallagötunni. Þangað kom ég í fyrsta sinn í heimsókn til þeirra. Þetta var fremur lítil íbúð með kvistum og súðum, ekkert slot eins og Sólvallagatan, en andi ævintýra og heimsborgara sveif yfir vötnum, eins og alls staðar þar sem þau bjuggu. – Margrétta suður-tírólsk máltíð fór í hönd. Hún tók marga, marga klukkutíma. Spaghettíið var forréttur, ja, líklega númer þrjú, og Demetz sagði jafnóðum frá hefðun- um. Hann sagði okkur frá jólanótt- inni í Grödenthal, og ljósakeðjunum sem liðuðust niður snæviþaktar hlíð- arnar þegar fór að nálgast miðnætti. Þá varð heilagt hjá kaþólskum og kirkja heilags Úlriks kallaði til tíða. Æ, öll ævintýrin sem hann Demmi okkar elskulegur hefur sagt okkur. Hvílíkur sagnamaður og hví- líkur ævintýramaður! – Þegar hann var kokkur á síld fyrir norðan og þegar hann var leiðsögumaður um allt okkar fagra land. Þegar ég kynntist Demetz fyrir næstum 45 árum, þekkti hann landið svo marg- falt, margfalt betur en við, þessir venjulegu mörlandar. – Þó var hann bara rétt að byrja sinn leiðsögu- mannsferil um landið. – Svo fluttu þau norður. Höfðu líka verið um tíma á Ísafirði og eitthvað á Siglu- firði. – Akureyringar voru svo gáf- aðir að bjóða honum gott starf sem söngkennari við Tónlistarskólann. Höfðu vit á ýmsu fleiru. Fengu hann til að stjórna Karlakórnum Geysi og skólapiltur úr MA, Ævar nokkur Kjartansson, fékk hann í slagtog við sig að stofna frækinn kór 24 MA- félaga. – Honum tókst líka að ala upp mannsefni fyrir Scala í Mílanó (þar sem hann hafði sjálfur sungið aðalhlutverk á móti Elísabetu Schwarzkopf) og fyrir Metropolitan í New York og öll hin stóru óp- eruhúsin, sem biðu Kristjáns Jó- hannssonar eftir fóstrið hjá Demetz. (Ég hugsa að við Demetz minn séum sammála um að okkur sé farið að leiðast eftir honum Kristjáni heim að syngja svolítið fyrir okkur) – Á hinn bóginn voru sumir orðnir langeygir eftir meistara Demetz sunnan heiða. Ragnar bóndi minn þreyði þorrann og góuna Demetz- laus, að honum þótti í alltof mörg ár. Herbert H. Ágústsson, sem þá var með Tónlistarskólann í Keflavík, og Garðar Cortes vildu líka fá hann. – Loks ári eftir að Ragnar stofnaði Nýja tónlistarskólann, eða sumarið 1979, tókst honum að lokka Demetz að skólanum til sín, þó ekki væri peningur fyrir nema hálfri stöðu fyrst um sinn. Sem betur fór var hann fljótlega kominn í fullt starf hjá okkur. Skólinn óx hratt og dafn- aði og efnilegir söngnemar flykktust í söngdeildina til Demetz. Ragnar hafði lengi haft þá skoðun að ís- lenskir söngvarar ættu að fá sams konar tónlistarmenntun og aðrir tónlistarmenn. Annars yrðu þeir tæpast fullgildir tónlistarmenn. Söngvarar fengu líka oft að heyra eitthvað slíkt. Það var því hugsjón hans frá stofnun Nýja tónlistarskól- ans að hafa öfluga og metnaðarfulla söngdeild við skólann, þar sem fólk fengi vandaða menntun í óperu- og ljóðahefðunum. Gerðar yrðu sömu kröfur til söngnema og annarra nemenda skólans um nám í tón- fræðigreinum, og þeim fengin tæki- færi til að þjálfa sig í opinberum nemendasýningum. Söngskólinn hafði verið stofnaður nokkrum árum áður og ætlaði sér sömu hluti. En fram að því hafði markviss stefna í menntun söngvara til jafns við aðra tónlistarnemendur ekki verið í land- inu. – Demetz og Ragnar hófust nú handa með stofnun þessarar deildar. Fyrsti stóri árangur þessa starfs kom í ljós með uppfærslu skólans á styttri útgáfu á óperu Mozarts, Brottnáminu úr kvennabúrinu, 1984. Þá voru líka komnir fleiri söngkennarar við skólann, því De- metz annaði hvergi nærri aðsókn- inni í söngdeildina, þó allir vildu komast til hans. Meðal nemenda Demetz við skól- ann á þessum árum má nefna bræð- urna Guðbjörn og Gunnar Guð- björnssyni. Mágkona þeirra Guðbjörg Sigurjónsdóttir, kom með þá í skólann, hvorn á eftir öðrum, þá sinn hvorum megin við tvítugt, að mig minnir. Og allir þekkja alþjóð- legan feril Gunnnars, en báðir urðu þeir bræður óperusöngvarar í út- löndum. Kolbeinn Ketilsson, bræðr- ungur þeirra, hefur einnig haslað sér völl sem óperusöngvari erlendis. Einn daginn kom Guðbjörn tromm- andi með Guðjón Óskarsson, bassa í skólann. Þá sagði Demetz: „Bara passa skemma ekki!“ Guðjón kom eins og Pallas Aþena, fullskapaður í heiminn. Röddin eins fáguð og fögur og margra ára þjálf- un lægi að baki, þó hann hefði ekk- ert lært. Hann þurfti lítið meira en að læra tónbókmenntirnar og tón- fræðigreinarnar og smáþjálfun í að koma fram. Enda flaug hann inn í óperuhúsin erlendis. Jóhanna Guð- ríður Linnet var einnig meðal þeirra söngvara sem Demetz útskrifaði úr skólanum og margar fleiri glæsileg- ar söngkonur, þ.á m. stöllurnar Halla Jónasdóttir og Fríður Sigurð- ardóttir sem oft létu heyra í sér í út- varpinu að námi loknu, en Fríður féll frá langt fyrir aldur fram, þegar ferill hennar stóð sem hæst. – Ef við nefnum nokkra af nemendum Dem- etz frá fyrsta tímabili hans hér á landi, má t.d. nefna Jón Sigur- björnsson, leikara og óperusöngv- ara, Sigurveigu Hjaltested og Svölu Nielsen óperudívur á 7. og 8. ára- tugnum. Erling Vigfússon, óperu- söngvara sem átti mestan hluta fer- ils síns úti í heimi, Sigríði Ellu Magnúsdóttur og marga, marga fleiri. – Fyrr var Kristján Jóhanns- son nefndur. Það fór svo að þeir stóru sáu hví- líka gersemi íslenska þjóðin hafði fengið með því að eignast Vincenz Maria Demetz. Þó hún hafi síst farið betur með skírnarnafnið hans en ítölsku fasistarnir forðum. Sigurður Demetz Franzson var það sem var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu, á Bessastöðum, 15. apríl 1981. En líkast til hefur það verið sá ítalski Vincenzo Maria Demetz er sæmdur var riddara- krossi ítalska ríkisins sex árum síð- ar. Demetz hafði ekki aðeins kynnt Ísland fyrir útlendingum, áratugum saman. Hann hafði líka kynnt Ítalíu fyrir Íslendingum og þá líklega ekki síst átthagana í Dólómítafjöllum. Eyja, okkar elskulega vinkona, Þórey Sigríður Þórðardóttir, „hún Eyja mín litla“ eins og Demetz sagði, hafði fylgt manninum sínum allt sem hann fór, frá því þau gáfu hvort öðru hönd sína og hjarta fyrir bráðum 50 árum. Hún var músík- ölsk, listelsk, falleg og vel gefin og þau voru einhvern veginn eins og alltaf í tilhugalífinu. Sumarið fyrir áttræðisafmælin þeirra fórum við samkennarar og nemendur Demetz úr Nýja tónlistarskólanum og okkar fólk, með þeim Eyju til fæðingar- bæjar hans, Ortisei að halda uppá afmælin þeirra með tónleikaferð og öðru skemmtilegu. Fengum að vera viðstödd er hann var gerður að heið- ursborgara fæðingarbæjar síns með glæsilegri viðhöfn. – Það er nú svo með meistara að þeir eru áfram meistarar þó þeir verði áttræðir eða eitthvað. Það hafa verið „lög“ í Nýja tónlistarskólanum og borið dýrlegan ávöxt. Samt var Demetz búinn að ákveða að nú væri kominn tími til að hætta kennslu í skólanum. „Nú ætla ég að vera heima með konunni minni. Hún á það hjá mér.“ En Eyja var á leiðinni annað. Hún veiktist al- varlega nokkrum dögum fyrir af- mæli mannsins síns, en sjálf náði hún ekki að verða áttræð. 15. októ- ber 1992 var hún öll. Vængbrotinn áttræður maður gat nú ekki lengur sagt „Góða nótt, elskan mín, dreymi þig vel,“ um leið og hann kyssti kon- una sína inn í kyrrláta nóttina. Og sagt „Góðan daginn, elskan mín! Hvernig svafstu?“ og kysst hana út í ys og þys dagsins. Til hvers var nú allt? Hver var hann og hvert átti hann að fara? Svona voru spurning- arnar. En þó þau Eyja hefðu ekki eignast börn saman á þennan venju- lega hátt, höfðu þau eignast tugi barna á veginum saman. Nemendur Demetz voru sem í foreldrahúsum á heimili þeirra Eyju. Og þessi „börn“ voru þegar til kom, allt í kringum Demetz. Svo uppsker maður sem hann sáir, var sagt. Hann var hvorki einn né munaðarlaus hér á landi. Og það voru ekki bara nemendur hans sem önnuðust hann og umkringdu á ellidögum. Magnús á neðri hæðinni á Sólvallagötunni, hjúkrunarfor- stjóri, Walter hinn ítalski, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, sem færði honum Gunnar og Guðbjörn, og Eygló Friðriksdóttir, fyrrverandi tengda- dóttir Eyju, urðu fjölskylda hans, og margir fleiri. Eyja smá hélt alltaf áfram að vera afabarnið hans. En það voru tvær konur sem vöktu með honum nóttina áður en hann fór ferðina miklu, rétt fyrir páska, allt til þess hann kvaddi hálfsex að morgni föstudagsins 7. apríl er leið. Þær höfðu líka vakað yfir honum öll árin eftir að Eyja dó, betri en marg- ar dætur. Sé þeim hjartans þökk fyrir. Eins þeim Magnúsi og Walter og öðrum er önnuðust hann á einn eða annan hátt. Fyrir hönd Nýja tónlistarskólans, sem hann fylgdist með sem eigin af- kvæmi til dauðadags; mannsins míns, Ragnars Björnssonar heitins, dætra okkar og sjálfrar mín þakka ég Demetz af hjarta allan kærleik- ann, alla viskuna og alla gleðina sem hann veitti okkur. – Og fyrir blóm- SIGURÐUR VINCENZO DEMETZ FRANZSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.