Morgunblaðið - 21.04.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 21.04.2006, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝ sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, stærsta lífeyr- issjóðs landsins, og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga meira en tvöföld- uðust milli ára og uxu úr 4,6 millj- örðum króna árið 2004 í 9,6 milljarða króna í fyrra eða um 5 milljarða króna, sem jafngildir því að 800 millj- ónir króna hafi verið lánaðar út í hverjum mánuði á árinu að meðaltali. Ný lán umfram uppgreiðslur lána jukust ennþá meira í fyrra en þessu nemur, þar sem verulega dró úr upp- greiðslum eldri lána hjá sjóðnum. Nettólánveitingar sjóðsins námu þannig 4,7 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 213 milljónir á árinu 2004, en það skýrist af gríðarlegum uppgreiðslum lána á síðasta þriðj- ungi ársins 2004 í kjölfar þess að bankarnir hófu innreið sína á lega skilyrði fyrir lánveitingum, lækkuðu vexti og hækkuðu hámarks- lánin innan þeirra marka sem lög heimila, en þeim eru sett ströng skil- yrði í þessum efnum, enda áttuðu þeir sig á því að þarna var um að ræða mikilvægan hluta af þeirra eignasafni sem myndi glatast ef þeir byðu ekki sambærileg eða betri kjör en aðrir aðilar á þessum markaði. Sumir sjóðir hættu til dæmis að lána eingöngu til sjóðfélaga og lána hverj- um þeim sem uppfyllti skilyrði um veð fyrir láninu, en áður fyrr var það almennt þannig að eingöngu sjóð- félagar gátu vænst þess að fá lán. Þá afnámu margir sjóðir skilyrði um há- mark lána og getur lánsupphæð gjarnan numið 65% af metnu mark- aðsverði viðkomandi eignar. Alþingi rýmkaði nýlega reglur í þessum efn- um og er nú lífeyrissjóðum heimilt að lána 75% af metnu markaðsverði íbúðahúsnæðis. Margir sjóðir enn með 4,15% fasta vexti á lánum Þá eru margir sjóðir enn með 4,15% fasta vexti á láninu, en vextir þessir hjá bönkunum hafa hækkað nokkuð, auk þess sem yfirleitt er ekki uppgreiðslugjald á lánum lífeyr- issjóðanna. Breytilegir vextir sjóð- anna hafa hins vegar hækkað nokkuð enda endurspegla þeir ávöxtunar- kröfu á markaði hverju sinni, sem hefur hækkað að undanförnu. Sjóðfélagalán lífeyrissjóðakerfis- ins í heild jukust enda nokkuð á síð- asta ári eða um 7,5 milljarða króna nettó. Þau námu 94,5 milljörðum króna í árslok 2005 og hækkuðu úr tæpum 87 milljörðum króna árið áð- ur eða um tæp 9%. fasteignalánamarkaðinn. Fram til þess að bankarnir hófu að lána til fasteignakaupa síðla sumars 2004 höfðu Íbúðalánasjóður og líf- eyrissjóðirnir verið nánast einráðir á þessum markaði. Innreið bankanna á þennan markað með tilheyrandi uppgreiðslum á öðrum lánum með hærri vöxtum varð til þess að fjöl- margir lífeyrissjóðir rýmkuðu veru- Sjóðfélagalán LSR meira en tvöfölduðust Sjóðfélagalánin jukust nettó um 4,7 milljarða samanborið við 213 milljónir 2004 vegna mikilla uppgreiðslna á því ári Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ÞAÐ VAR blíðviðri í gær á sumardaginn fyrsta í höfuðborginni og nutu fjölmargir þess að vera úti og fagna sumri. Í öllum hverfum borgarinnar safnaðist fólk saman og fór í skrúðgöngu, oft undir forystu skáta. Margir tóku þátt í dagskránni Ferðalangur en m.a. var boðið upp á skoðunarferðir í Reykjavík, hestaferðir í Hafnarfirði og voru mörg listasöfn opin gestum og gangandi til gagns og gamans. Á Akureyri var einnig mikið um hátíð- arhöld. Við Minjasafnið fengu krakkar að fara á hestbak og blásnar voru sápukúlur af mikl- um móð. Í Nonnahúsi var lesið úr einni Nonna- bókanna og krakkar fengu að föndra sín eigin sumarkort. Í húsnæði Zontaklúbbsins, við hlið Nonnahússins, var svo boðið upp á lummur framleiddar á staðnum, kakó og svalardrykki. Óvenjulegri viðburðir voru einnig á dag- skrá á sumardaginn fyrsta. Tíu gönguhópar á vegum kristinna safnaða fóru í bænagöngu í kringum Reykjavík. Bænahóparnir lögðu af stað frá nokkrum stöðum í borginni og komu þeir að húsi KFUM og KFUK um hádegið. Hver hópur hafði þá gengið fimm til sex km áleiðis kringum Reykjavík og numið staðar nokkrum sinnum á leiðinni og beðið fyrir borginni. Þá fór víðavangshlaup ÍR fram í 91. sinn en hlaupið er árlegur vorboði í borginni. Fjölbreytt dagskrá var víðsvegar um landið þó að misjafnlega viðraði á þátttakendur. Frost var víða um land klukkan 6 í gær- morgun en samkvæmt þjóðtrú veit það á gott sumar ef sumar og vetur frjósa saman. Ljósmynd/Hrund Axelsdóttir Sumargleði Tónabæjar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var vel sótt og barist var í víkingaskipinu. Sumarið hafið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sápukúlur blásnar í snjónum við Minjasafnið á Akureyri í gær í tilefni af sumardeginum fyrsta. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Beðið fyrir borginni í Breiðholti en bænaganga var gengin í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.