Morgunblaðið - 06.05.2006, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Til hamingju með daginn.
Verð á áli er búið aðvera mjög hátt síð-ustu misserin og
það er enn að hækka. Í
gær fór tonnið af áli upp í
2.908 dollara og hefur ekki
verið hærra frá því í júní
1988. Í ársbyrjun kostaði
tonnið tæplega 2.300 doll-
ara.
Þetta háa álverð kemur
ýmsum á óvart, en þegar
menn voru að taka ákvörð-
un um byggingu álvers á
Reyðarfirði og deila um
fjárhagslegar forsendur
fyrir verkefninu voru margir að
spá því að álverð myndi þokast nið-
ur á við. Þá kostaði tonnið af áli á
heimsmarkaði um 1.300 dollara.
Síðan hefur verðið meira en tvö-
faldast. Hrannar Pétursson, upp-
lýsingafulltrúi Alcan í Straumsvík,
sagði að reynslan sýni að mönnum
hafi gengið mjög illa að spá fyrir
um verðþróun á áli. Þetta væri
ekki í fyrsta skipti sem álverð hefði
hækkað þegar menn hefðu verið
að spá verðlækkun og stundum
þegar menn hafa átt von á verð-
hækkun hefur verðið lækkað.
Mikil eftirspurn
Hrannar sagði að ástæðan fyrir
verðhækkun á áli væri í sjálfu sér
einföld. Það væri mikil eftirspurn
eftir áli. Framleiðslan hefði verið
að aukast á síðustu árum um 3–4%
á ári, en það virtist ekki duga til.
Framleiðsluaukningin væri tals-
verð hjá álverum sem þegar væru
starfandi, í endurunnu áli og einn-
ig í nýjum álverum, en það hefðu
reyndar ekki mörg ný álver hafið
starfsemi á síðustu árum.
Ýmislegt hefur áhrif á stöðuna á
mörkuðunum. Þannig hefur ál-
framleiðsla í Kína verið minni en
búist var við. Þá hefur nokkrum ál-
verum í Evrópu verið lokað. Aukin
eftirspurn eftir áli er að hluta til
drifin af flugfélögum sem vilja
endurnýja flugflota sína með létt-
ari og langdrægari flugvélum. Allt
stuðlar þetta að hærra verði.
Stundum þegar verð á áli hefur
hækkað mjög mikið hafa menn í ál-
iðnaði haft ástæðu til að óttast af-
leiðingarnar vegna þess að þá hafa
kaupendur snúið sér að öðrum
hráefnum. Hrannar sagði að þessi
staða væri ekki uppi núna. Verð á
kopar hefði í gær farið upp í 7.800
dollara tonnið og hefði aldrei verið
jafn hátt frá því að viðskipti hófust
með kopar á markaði árið 1877.
Verð á plasti væri einnig hátt, en
sumir sem kaupa ál eru líka að
nota kopar eða plast í vörur sínar.
Afkoma álfyrirtækjanna sem
starfa á Íslandi hefur verið mjög
góð síðustu tvö árin og flest bendir
til að afkoman batni enn á þessu
ári. Á næsta ári hefur Alcoa-
Fjarðaál á Reyðarfirði framleiðslu
og gætu markaðsaðstæður tæp-
lega verið betri.
Eykur tekjur Landsvirkjunar
Hærra álverð er almennt já-
kvætt fyrir rekstur Landsvirkjun-
ar. Fyrirtækið horfir hins vegar
ekki á hvernig verðið þróast frá
mánuði til mánaðar heldur eru það
langtímaáhrifin sem skipta mestu
máli. Áður fyrr gerði samningur
Landsvirkjunar við Ísal í Straums-
vík (nú Alcan) ráð fyrir tengingu
orkuverðs við álverð, en í samn-
ingnum var hins vegar bæði gólf
og þak. Þegar álverð fór upp fyrir
ákveðin mörk hætti orkuverðið að
hækka og eins hætti það að lækka
þegar álverð fór niður fyrir viss
mörk. Nú gera orkusamningar
Landsvirkjunar við álfyrirtækin
ráð fyrir tengingu milli heims-
markaðsverðs á áli og orkuverðs,
en Landsvirkjun kaupir sér aftur á
móti tryggingu hjá fjármálafyrir-
tækjum sem tryggir fyrirtækinu
jafnara tekjuflæði. Þorsteinn
Hilmarsson, upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar, sagði að þetta
þýddi að Landsvirkjun tapaði af
einstökum toppum í álverði, en
þessi tekjutrygging væri hins veg-
ar nauðsynlegur þáttur í rekstri
fyrirtækisins til að lágmarka
áhættu.
Þorsteinn sagði að það sem
mestu máli skipti væri langtíma-
verð á áli. Ef langtímaverðið væri
hátt leiddi það til þess að Lands-
virkjun ætti kost á að gera fram-
virka samninga við fjármálastofn-
anir á hærra verði en áður.
En það er fleira sem hefur áhrif
á afkomu Landsvirkjunar en verð
á áli. Mjög afgerandi þáttur í af-
komunni eru sveiflur á gengi
gjaldmiðla. Á undanförnum tveim-
ur árum hefur afkoma Landsvirkj-
unar verið mjög góð, m.a. vegna
þess að gengi krónunnar hefur
verið að styrkjast. Nú hefur gengi
krónunnar fallið um yfir 20% á
nokkrum vikum og skuldir Lands-
virkjunar hafa því hækkað um
marga milljarða. Heildarskuldirn-
ar, sem eru nær allar í erlendum
gjaldmiðlum, námu 122 milljörð-
um um síðustu áramót. „Hér fljúga
milljarðarnir inn og út um
gluggann,“ sagði Þorsteinn Hilm-
arsson þegar hann var spurður út í
áhrifin af gengisbreytingunum.
Hann sagði að miðað við núverandi
forsendur benti allt til þess að
Landsvirkjun yrði rekin með tapi á
þessu ári vegna gengisbreyting-
anna. Eftir sem áður væri hand-
bært fé Landsvirkjunar að aukast
um 5 milljarða á ári, en það end-
urspeglaði það sem reksturinn
skilaði.
Fréttaskýring | Verð á áli heldur áfram að
hækka á heimsmarkaði
Eftirspurn hef-
ur aukist hratt
Verð á áli hefur á þremur árum farið úr
um 1.300 dollurum tonnið í 2.900 dollara
Alcoa hefur framleiðslu á áli á næsta ári.
Stefnir í tap á rekstri
Landsvirkjunar í ár
Breytingar á gengi krónunnar
hafa afgerandi áhrif á afkomu
Landsvirkjunar. Fyrirtækið
skuldaði um síðustu áramót 122
milljarða og hefur verið að fjár-
festa mikið síðan. 20% lækkun á
gengi krónunnar í vor hækkar
því skuldirnar um yfir 25 millj-
arða. Allar líkur eru á að fyrir-
tækið verði rekið með tapi á
þessu ári vegna gengisbreyting-
anna. Eftir sem áður er rekst-
urinn að skila um 5 milljörðum í
handbæru fé á ári.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
OPIÐ ELDHÚS
VELKOMIN Í GLÆSILEGAN
SÝNINGARSAL OKKAR
AÐ LÁGMÚLA 8
sýningarhelgi
OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 11-17
OG SUNNUDAG FRÁ 13-17
LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800
- HTH eldhús eru ekki eins dýr og þau líta út fyrir að vera.
Ef þú ert að huga að nýju eldhúsi er upplagt að skoða kosti HTH. Í glæsilegum sýningarsal
okkar sérðu allt það nýjasta í eldhústækjum frá AEG fléttað saman við innréttingar frá HTH.
Þetta samspil HTH og AEG er ekki bara fallegt og vandað heldur er heildarlausn af þessu tagi
á góðum kjörum hjá Bræðrunum Ormsson.