Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 11 FRÉTTIR Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 E N N E M M / S ÍA / N M 2 15 9 0 Saab Það er klassi yfir Saab 9-3 bílunum, enda á Saab sér áratugalanga sögu og er einn öruggasti bíll sem völ er á. Saab 9-3 er margverðlaunuð nýjung í klassíska Saab stílnum þar sem öryggi og mýkt í akstri er í fyrirrúmi. Stórkostleg hönnun, öflug vél og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum. *Og verðið er algert einsdæmi fyrir lúxusbíl í þessum gæðaflokki! Klassík á viðráðanlegu verði* 2.590.000 kr. Klassi, öryggi, stíll! Verðið miðast við beinskiptan 1.8 lítra,125 hestafla bíl. „ÉG geri mér grein fyrir því að skoð- anir eru skiptar um málefni Reykja- víkurflugvallar í öllum flokkum,“ seg- ir Björn Ingi Hrafnsson, efsti maður á lista X-B í Reykjavík. Tveir þing- menn Framsóknarflokksins, Hjálm- ar Árnason og Kristinn H. Gunnars- son, lýstu yfir efasemdum, í umræðum á Alþingi í vikunni, um innanlandsflugvöll á Lönguskerjum, en Framsóknarflokkurinn í Reykja- vík segist í stefnuskrá sinni fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor boða þjóðarsátt um nýjan innan- landsflugvöll á landfyllingum á Lönguskerjum. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, sagði eftir þessi ummæli þingmannanna að þau sýndu að lönguvitleysan um Löngusker væri sjálfdauð. Efast um þjóðarsáttina Hjálmar sagði aðspurður í um- ræðum á Alþingi um flugvöllinn: „Ég fagna því að félagar mínir í Fram- sóknarflokknum í Reykjavík vilji skoða þessa Lönguskerjaleið sem eina leið og athuga hvort um hana megi ná þjóðarsátt. Ég er ekki viss um að sú sátt náist.“ Hjálmar sagði að ef flytja ætti flugvöllinn úr Vatns- mýrinni væri skynsamlegast að nýta flugvöllinn í Keflavík. Kristinn H. Gunnarsson blandaði sér inn í umræðuna um innanlands- flugið og spáði því að flugvöllurinn yrði, þrátt fyrir allt, áfram í Vatns- mýrinni, þótt hugsanlega yrðu gerðar einhverjar tilfærslur á flugbrautun- um. Kristinn sagði að það væri reynd- ar eina skynsamlega niðurstaðan. Þá sagði hann að nær væri að flytja milli- landaflugið til höfuðborgarinnar en innanlandsflugið til Keflavíkur. Í máli hans komu einnig fram efasemdir um flugvöll á Lönguskerjum. Mismunandi skoðanir Björn Ingi segir í samtali við Morgunblaðið að á síðasta flokks- þingi framsóknarmanna hafi í um- ræðum um flugvallarmálið komið skýrt fram að ekki væri sátt um að hafa Reykjavíkurflugvöllinn á þeim stað sem hann væri. Einnig hafi kom- ið skýrt fram að menn vildu hafa inn- anlandsflugið í Reykjavík. Þá segir hann að algjör eining sé um Löngu- skerin meðal framsóknarmanna í Reykjavík. „Allir flokkar í Reykjavík, nema Frjálslyndi flokkurinn, vilja að flug- völlurinn fari úr Vatnsmýrinni. En það er örugglega hægt að finna þing- menn, utan af landi, í öllum flokkum, sem telja að hann eigi að vera í Vatns- mýrinni. Ég held að það sé ekki merki um neinn klofning. Málið er þannig vaxið að menn hafa á því mis- munandi skoðanir.“ Björn Ingi Hrafnsson, leiðtogi B-lista Skiptar skoðanir um málefni Reykja- víkurflugvallar Eftir Örnu Schram arna@mbl.is FÉLAG ábyrgra feðra afhenti í gær Birni Bjarnasyni, dómsmálaráð- herra, fyrsta eintakið af tímariti fé- lagsins, Ábyrgir feður. Að sögn Gísla Gíslasonar, for- manns félagsins, er þetta fyrsta tímaritið hér á landi sem fjallar um jafnréttisbaráttuna frá sjónarhóli karla. Um efnistök blaðsins sagði Gísli að fjallað yrði vítt og breitt um mál er varða feður, hvað upp á vantar í stjórnsýslunni og lagaum- hverfinu auk þess sem ítarleg grein er um Frakkland, en Frakkar eru að sögn Gísla mjög framarlega í jafnrétti í forræðismálum. Hann segir að fjallað sé um mál frá sjón- arhóli barna og feðra og bætti hann því að einnig væri fjallað um rétt barna til að búa hjá báðum for- eldrum en rannsóknir hefðu sýnt að ef barn nyti mikilla samvista við báða foreldra, einnig eftir skilnað, spjaraði það sig betur en þau sem alast upp eingöngu hjá öðru for- eldrinu. Hann sagði að með blaðinu vildi félagið sýna fram á það að feð- ur vilja vera feður og uppalendur barna sinna, einnig eftir skilnað. Gert er ráð fyrir að gefin verði út 2-3 blöð á ári og sagði Gísli að blaðinu yrði dreift til fagfélaga, hægt væri að panta blaðið í gegnum félagið auk þess sem hægt er að hlaða blaðinu niður af heimasíðu fé- lagsins www.abyrgirfedur.is Fyrsta eintak tímaritsins Ábyrgir feður afhent Morgunblaðið/Eyþór Gísli Gíslason afhendir Birni Bjarnasyni fyrsta eintakið af tímaritinu. BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra segir ekkert í nýju frum- varpi sínu um Landhelgisgæsluna, sem nú er til umræðu í allsherj- arnefnd, gefa tilefni til að ætla að með því sé stefnt að verri kjörum flugmanna Gæslunnar eins og varaformaður FÍA hefur nefnt. „Við flugmenn Landhelgisgæsl- unnar erum sammála um nauðsyn þess, að Gæslunni séu sett ný lög, svo að hún sé betur fær um að svara kalli nýrra tíma,“ segir Björn. „Frumvarpið kallar á nýjar sam- skiptareglur milli ríkisins og flug- manna um kjaramál og er fullur vilji hjá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu að vinna að slíkum reglum í samráði við flugmenn og félag þeirra, og þar á fjármálaráðuneyt- ið einnig hlut að máli sem samn- ingsaðili fyrir hönd ríkisins. Ekkert í frumvarpinu gefur til- efni til að ætla, að með því sé stefnt að verri kjörum flugmanna Gæslunnar í bráð eða lengd heldur er verið að nútímavæða þessi sam- skipti eins og svo margt annað með frumvarpinu. Ef kjör flugmanna Gæslunnar eru ekki samkeppnisfær leita þeir væntanlega eftir störfum annars staðar – mér sýnist málið ekki flóknara en það. Ég er þess fullviss, að unnt verður að samþykkja þetta frum- varp á alþingi, án þess að laga- setningin verði til að spilla starf- semi Landhelgisgæslunnar, enda gengi það þvert á markmið frum- varpsins,“ segir Björn. Ekki stefnt að verri kjör- um flugmanna Gæslunnar HUGMYNDIR ríkisskattstjóra um að færa hluta þjóðskrár undir umsjá skattkerfisins hafa komið fram áður, og verið hafnað, segir Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að svo yrði þegar fyrir- tækjaskrá, hlutafélagaskrá o.fl. var flutt til skattayfirvalda árið 2003, en frá því hafi verið fallið með þeim rök- um að þjóðskráin ætti ekki samleið með starfsemi ríkisskattstjóra. Þótt skattayfirvöld séu óumdeilanlega stærsti notandi þjóðskrárinnar sé ekki þar með sagt að starfseminni sé best fyrir komið hjá skattayfirvöld- um. Nú sé stefnt að því að flytja þjóð- skrána frá Hagstofu Íslands til dómsmálaráðuneytisins, eins og fram komi í frumvarpi um þjóð- skrána sem nú liggi fyrir Alþingi, og ekkert komi fram í máli ríkisskatt- stjóra sem gefi tilefni til að endur- skoða það. Í máli ríkisskattstjóra kom einnig fram sú hugmynd að sameina mætti öll skattumdæmin í eitt. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra, sagði að ekki stæði til að gera neitt í þá veru, en Árni vildi ekki ræða málið frekar í gær. Þjóðskrá verði hjá ráðuneyti VÍSITALA neysluverðs hefur hækkað fjórfalt meira á Íslandi en í Svíþjóð á einu ári, og mun meira en á hinum Norðurlönd- unum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD- .Um er að ræða tímabilið frá mars 2005 til mars 2006. Vísitala neysluverðs hækkaði á þessum tíma um 4,4% á Ís- landi, samanborið við 2,4% í Noregi, 1,9% í Danmörku, 1,3% í Finnlandi og 1,1% í Svíþjóð. Af löndum innan OECD hefur hækkunin aðeins verið meiri í Slóvakíu, þar sem hún var 4,5%, og Tyrklandi, þar sem hún var 10,1%. Þegar einungis matarverð er skoðað hefur hækkun vísitöl- unnar á Íslandi numið 2,8%, en sá hluti vísitölunnar hefur hækkað um innan við 1% á hin- um Norðurlöndunum á sama tíma, og lækkað um 0,5% í Sví- þjóð. Í skýrslu OECD er vísitala neysluverðs annarra vara en matvæla og orku einnig skoðuð, en hækkunin nemur þá 4,6% á Íslandi, en á bilinu 0,4-1,5% á hinum Norðurlöndunum. OECD tekur einnig orkuverð sérstaklega út, en þar er hækk- unin á Íslandi með því minnsta sem gerist, 5,9% á tímabilinu. Aðeins í Ungverjalandi og Pól- andi hefur hækkunin orðið minni, 2,1% og 5%, en á hinum Norðurlöndunum hefur hækk- unin á orkuverði verið á bilinu 7,3-17,8% á tímabilinu, minnst í Danmörku en lang mest í Nor- egi. Vísitalan hækkað fjór- falt meira en í Svíþjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.