Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 28

Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 28
28 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES ÁRBORG Stokkseyri | Áhugaaðilar um byggingu þriggja sívalra sex hæða íbúðaturna á Stokkseyri boða til al- menns kynningarfundar 9. maí vegna óska þeirra til Sveitarfé- lagsins Árborgar um turnbygg- ingar vestan Kaðlastaða á Stokks- eyri. „Þetta er angi af nýrri hugsun sem hefur búið um sig hér á Stokkseyri til þess að skapa nýja framtíð,“ sagði Björn Ingi Björns- son einn af áhugamönnunum um sí- valningana. Hann sagði hugmynd- ina byggjast á því að geta boðið upp á varanlega búsetu í húsum af þessu tagi ásamt því líka að geta leigt út húsnæði til skamms og lengri tíma, allt eftir þörfum fólks. „Þetta er talsvert nýstárleg hug- mynd því gert er ráð fyrir því að fólk geti komið að húsunum á kajak eða á litlum bátum og svo á vet- urna er hægt að fara beint út á frosna Löngudæl á skautum,“ sagði Björn Ingi. Hann sagði hugmynd- ina vera hluta af verkefninu Brennið þið vitar. Arkitektar gerðu ráð fyrir því að húsin féllu vel að umhverfinu. Sérstök skírskotun væri í húsunum til Knarrarósvita með því að hafa þau sívöl sem einn- ig gæfi stórkostlega útsýnismögu- leika. Það mætti einnig líkja þeim við rekadrumba sem hefðu verið reistir upp. „Þannig hefur þessi hugmynd djúpa skírskotun í söguna og umhverfið hér við ströndina. Við erum mjög bjartsýnir á þessa hug- mynd og gerum ráð fyrir að hún hljóti samþykki bæjaryfirvalda,“ sagði Björn Ingi Björnsson. Kynningarfundurinn um turnana verður haldinn í Menningarkaffi í Hólmaröst á Stokkseyri þriðjudag- inn 9. maí n.k. kl. 20.30. Á fund- inum munu upphafsaðilar málsins; Hrútavinir, verktakafyrirtækið Ís- tak og arkitektastofan Studio Granda gera grein fyrir málinu. Ævintýri Útlit turnanna samkvæmt tölvuteikningu. Áform um þrjá turna við ströndina Reykjanesbær | „Þetta er orðið eins og annað heimili manns,“ seg- ir Hrói Ingólfsson, fjórtán ára gamall línuskautapiltur í Keflavík. Svartholið sem er hjólabretta- og línuskautagarður í vélageymslunni í 88 húsinu í Reykjanesbæ hefur verið opnaður formlega. Settir hafa verið upp varanlegir pallar og húsið málað og skreytt á við- eigandi hátt. Hrói og frændi hans, Hafsteinn Fannar Barkarson hjólabrettast- rákur, höfðu frumkvæðið að því að Reykjanesbær kom upp þessari góðu aðstöðu. „Við erum búnir að vera að skauta lengi og vorum búnir að fara til bæjarstjórans og biðja oft um aðstöðu. Við bentum þeim á vef fyrirtækis sem fram- leiðir svona palla og fórum á marga fundi með þeim út af þessu. Svo pöntuðu þeir pallana og við hjálpuðum til eins og við gátum,“ segir Hrói. Hann getur þess að þeir félagarnir hafi komið með sínar hugmyndir að hjólabretta- og línuskautagarði en hann hafi ekki alveg passað inn í húsnæðið og bærinn beðið framleiðandann að finna góðan garð í staðinn. Strákarnir hjálpuðu til við að raða pöllunum saman og fleira. Faðir Hafsteins málaði gólfið og þeir fengu vin sinn til að skreyta veggina. Það var því mikill áfangi þegar Svartholið var opnað á föstudags- kvöldið fyrir viku. Hrói og Haf- steinn tóku að sér vígsluna með því að fara fyrstu ferðina og af- hentu síðan Árna Sigfússyni bæj- arstjóra blóm í þakklætisskyni fyr- ir aðstöðuna. Hátt í tvö hundruð manns var við dagskrána. Hrói segir að áður hafi þeir félagarnir þurft að fara til Reykjavíkur til að stunda íþrótt sína, ýmist í Loft- kastalann eða á Ingólfstorg. Síðan hafi þeir verið í bænum í Keflavík og á eigin pöllum heima hjá hon- um. Hrói segir að aðstaðan sé mikið notuð. Þessa fyrstu daga hafi alltaf verið þar fjörutíu krakkar í einu. „Við æfumst mikið á þessu.“ „Orðið eins og annað heimili“ Vígsla Hrói Ingólfsson brunar fyrstur niður pallana og Hafsteinn Fannar Barkarson fylgir á eftir á brettinu. Selfoss | Knattspyrnumenn á Sel- fossi hafa sett sér það metnaðarfulla markmið að byggja upp gott afreksl- ið í knattspyrnu sem geti verið góð fyrirmynd yngri árganga félagsins og hafi burði til að ná árangri í keppni og koma Selfossi á kortið sem knattspyrnubæ. „Við erum núna með mjög ungt lið þar sem eru strákar allt niður í 15 ára. Við vorum með ágætan hóp í fyrra en eftir keppnistímabilið hættu sjö strákar og þá var ekki um annað að ræða en stokka upp spilin og setja sér ný markmið. Við erum að styrkja þennan hóp og ætlum að efla keppnisandann til mikilla muna því hann er skilyrði þess að menn nái árangri, það er alþekkt í öllum íþróttagreinum,“ sagði Einar Jóns- son, þjálfari Selfossliðsins. Liðið lék í 2. deild síðastliðið sum- ar og fyrsta markmið allra er að komast upp um deild og síðan vilja menn feta afreksstigann áfram upp. Efla afreksmenninguna Einn liðurinn í að byggja upp liðið er að fengnir hafa verið þrír nýir knattspyrnumenn í hópinn, tveir Bretar og einn Dani og væntanlegur er einn maður til viðbótar. „Við er- um að sækjast eftir reynslu sem þessir menn hafa, þeir eldri, og svo snerpu, áræðni og keppnisskapi þeirra yngri. Þetta er liður í að ná upp góðu keppnisliði en það er okk- ar markmið að byggja upp lið þar sem allir eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri,“ sagði Her- mann Ólafsson, formaður knatt- spyrnudeildar Selfoss. Hann sagði mennina fá vinnu á Selfossi og þeim yrðu tryggðar aðstæður varðandi húsnæði og aðbúnað. Hann sagði mikinn áhuga á Selfossi fyrir því að ná upp góðu liði í knattspyrnu og margir styrktaraðilar tilbúnir að leggja málinu lið. Þá væri staða fé- lagsins góð í yngri flokkum þar sem unnið væri gott starf og mikið af efnilegu ungu knattspyrnufólki, pilt- um og stúlkum. hópinn fyrir okkar stráka hér á svæðinu. Það er alveg klárt að menn verða að stefna að því að verða af- reksmenn til að ná árangri. Við fór- um í góða æfinga- og keppnisferð um páskana þar sem strákarnir sýndu vel að þeir eru tilbúnir að vinna að þessu markmiði okkar varðandi öflugt afrekslið og gera það að sínu,“ sagði Einar. Fyrsti leikur liðsins í Íslands- mótinu er 14. maí og auðvitað vonast Einar eftir góðum árangri og stuðn- ingi frá áhugasömum Selfossbúum og öðrum stuðningsmönnum liðsins. „Við þurfum líka stuðning frá al- menningi á leikjum liðsins, það er þekkt að áhorfendur og stuðningur þeirra getur skipt sköpum í þessari íþrótt,“ sagði Einar. „Þessir menn sem við erum að fá til liðs við okkur hafa góð meðmæli, bæði sem knattspyrnumenn og sem félagar utan vallar. Við erum að sækjast eftir því að efla knatt- spyrnumenninguna hér á Selfossi og við fáum inn nýja hugsun með þess- um mönnum sem eru með keppnis- og æfingahugsun sem nauðsynlegt er að heimamenn kynnist. Við erum með mjög góðan hóp ungra pilta sem hafa æft vel í vetur undir stjórn Einars Jónssonar þjálfara. Enn sem komið er eru þeir of fáir og við von- umst til að þeir eflist um leið og þess- ir nýju menn okkar koma inn í hóp- inn,“ sagði Hermann Ólafsson. Góður stuðningur lykilatriði „Ég vil fá góðar fyrirmyndir inn í Unnið að uppbyggingu öflugs afreksliðs Selfoss í knattspyrnu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stefnan mörkuð Hermann Ólafsson, formaður Knattspyrnudeildar Sel- foss, og Einar Jónsson, þjálfari Selfossliðsins, bera saman bækur sínar. Eftir Sigurð Jónsson Seltjörn | Reykjanesbær mun útbúa nýjan völl fyrir Flug- módelfélag Suðurnesja við Seltjörn. Kemur völlurinn í stað aðstöðu félagsins í Gróf- inni í Keflavík sem eyðilagðist þegar lagður var nýr vegur að iðnaðarsvæðinu við Helguvík. Að sögn Stefáns Bjarkason- ar, framkvæmdastjóra menn- ingar-, íþrótta- og tómstunda- sviðs Reykjanesbæjar, undirbyggðu áhugamenn um flugmódel flugbraut við Sel- tjörn fyrir nokkrum árum en urðu frá að hverfa vegna ann- arrar starfsemi á svæðinu. Meðal annars vann Starfs- mannafélag Íslenskra aðal- verktaka að uppgræðslu og trjárækt þarna og girti svæði sitt. Stefán segir að nú hafi aðstæður breyst og starfs- mannafélagið afsalað sér þessu landi. Þá hafi aftur opn- ast möguleikar fyrir því að koma upp aðstöðu fyrir áhugamenn um flugmódel. Bærinn mun útbúa góða braut þarna, á þeim grunni sem lagður var á sínum tíma. Stefán segir að aðstæður séu góðar á þessu svæði. Nefnir að hugsanlega geti flugmód- elmenn fengið sér sjóflugvélar til að lenda á vatninu og fleira. Nýtt flugvall- arstæði fundið ÍBÚAR Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss hafa fengið aðgang að rafrænu þjónustutorgi sem er hluti af Sunnan3 verkefninu. Torgið var kynnt og opnað í fyrradag. Meðal nýjunga eru gagnvirkar umsóknir þar sem allur ferill og af- greiðsla umsókna verður sjálfvirkur. Íbúar geta kannað stöðu fjármála og haldið utan um samskipti sín við sveitarfélagið, séð nýjustu skilaboð og spjallað beint við ákveðna starfsmenn sveitarfélaganna á netinu. Þarna verður unnt að hafa samskipti við grunnskóla, tónlistarskóla, frístunda- heimili og leikskóla, auk annars. Rafrænt þjónustutorg opnað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.