Morgunblaðið - 06.05.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.05.2006, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í DAG efnir Sinfóníuhljómsveit Íslands til ævintýralegra tónleika. Á tónleikunum verður leikin tónlist sem heillað hefur börn á öllum aldri, meðal ann- ars við ævintýrið um Öskubusku eftir Prokofíev, ævintýrið um Aladdín eftir Carl Nielsen, Gæsamömmu-svítan eftir Ravel ásamt fögrum lögum úr söngleikjunum Fríðu og dýrinu og Galdrakarlinum í Oz. Ung og hæfileikarík söngkona, Valdís G. Gregory, mun í fyrsta sinn syngja með Sin- fóníuhljómsveit Íslands á þessum tón- leikum. Hún er fædd árið 1985 og hóf korn- ung tónlistarnám í forskóla og kórskóla Langholtskirkju. Hún lærði klassískan söng hjá Signýju Sæmundsdóttur og lauk mið- stigi vorið 2004. Síðan hefur Valdís sótt einkatíma hjá Ingveldi Ýri Jónsdóttur þar sem áherslan hefur verið lögð á söng- leikjastíl. Síðastliðið sumar var hún í söng- leikjanámi í Summer Theatre Institute við DeSales University í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum og hlaut hæstu einkunn í náminu. Hún mun hefja söngleikjanám (Musical Theatre) við University of Hartford í Conn- ecticut í haust. „Þetta er mjög virtur skóli í hæsta gæðaflokki og ég er mjög ánægð með að hafa komist þarna inn,“ segir Valdís. „Söngleikjatónlist er það eina sem ég hlusta á og draumur minn hefur alltaf verið að syngja hana sjálf á sviði.“ Uppáhalds- söngleikir Valdísar eru Vesalingarnir og West Side Story. Tónleikarnir með Sinfóníunni eru fyrstu stóru tónleikar Valdísar og segist hún hlakka mikið til að fá að syngja við undir- leik hennar. „Ég er ekkert kvíðin, frekar spennt yfir að komast loks á svið með hljómsveitinni sem mig hefur dreymt um lengi að vinna með.“ Þetta eru fjölskyldutónleikar og eru áheyrendur, bæði börn og fullorðnir, hvattir til þess koma í ævintýrabúningum og hjálpa þannig til við að skapa rétta andrúmsloftið. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 í Há- skólabíói, hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba og kynnir verður Halla Vilhjálms- dóttir leikkona. Tónlist | Valdís G. Gregory syngur með Sinfóníuhljómsveitinni Ævintýralegir fjölskyldutónleikar Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Valdís G. Gregory syngur með Sinfóníu- hljómsveitinni á ævintýralegum tónleikum. UM ÞESSAR mundir eru margir kórar víðsvegar um land um það bil að ljúka vetrarstarfi sínu og halda af því tilefni uppskeruhátíðir sínar – vortónleikana. Nokkrir slíkir verða haldnir á næstunni; í dag kl. 17 heldur Selkórinn tónleika í Neskirkju til styrktar Ljósinu – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabba- meinsgreinda og aðstandendur þeirra. Efnisskráin verður af léttara taginu og leika nokkrir vel valdir hljóðfæraleikarar undir með kórnum. Á morgun efna eldri félagar Karla- kórs Reykjavíkur til vortónleika sinna kl. 17 í Digraneskirkju, en fjörutíu ár eru liðin síðan eldri félagar hófu starf við hinn 80 ára gamla karlakór Reykjavíkur. Stjórnandi er sem fyrr Kjartan Sigurjónsson. Flutt í fyrsta sinn hérlendis Kammerkór Seltjarnarneskirkju ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því hann vinnur nú í fjórða sinn með Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna undir stjórn Pavels Manásek og heldur tónleika í kirkjunni kl. 17 sem jafnframt eru lokaatriði á Listahátíð Seltjarnarneskirkju í ár. Flutt verður Dies irae fyrir kór, ein- söngvara og hljómsveit eftir barokk- tónskáldið Caldara og aríur eftir Mozart, Massenet og Donizetti. Ein- söngvari í aríunum er Viera Maná- sek, sópran, en tónleikarnir eru liður í einsöngvaraprófi hennar frá Nýja tónlistarskólanum. Einsöngvarar í Dies irae koma hins vegar úr röðum kórsins, en ekki er vitað til þess að Dies irae eftir Caldara hafi áður verið flutt á Íslandi. Þá ætlar kirkjukór Hafnarfjarð- arkirkju að halda árlega vortónleika sína í kirkjunni kl. 17 á morgun. Að þessu sinni hefur kórinn samvinnu við kirkjukór Lindasóknar, en stjórn- endur kóranna eru þau Svava Kristín Ingólfsdóttir og Hannes Baldursson. Flutt verða meðal annars verk eftir Gounod og Mozart. Útgáfutónleikar Duo Landon Duo Landon, sem skipað er fiðlu- leikurunum Hjörleifi Valssyni og Hlíf Sigurjónsdóttur, fagnar útkomu geisladisks sem inniheldur 44 dúó eft- ir Béla Bartók, sem út kom fyrr í vet- ur. Geisladiskurinn hefur þegar hlot- ið góða dóma tónlistargagnrýnenda bæði hér í Morgunblaðinu og erlend- is, en nafn sitt dregur dúettinn af fiðl- unum sem þau leika á, sem eru úr smiðju franska fiðlusmiðsins Christ- ophe Landon. Tónleikarnir verða í Hafnarborg annað kvöld kl. 20. Raddbandafélag Reykjavíkur heldur síðan tónleika á mánudaginn kl. 20 í Laugarneskirkju, þar sem yf- irskriftin er „Létt og laggott“ og verður efnisskráin í stíl við hana, en hópurinn undirbýr um þessar mundir ferð til Rússlands. Kórar syngja inn vorið Duo Landon heldur útgáfutónleika í Hafnarborg á morgun. NORRÆNA húsið býður í dag og á morgun upp á óvenjulega leikhúsupplifun. Gestum er boðið í samískt leikhústjald þar sem sönglist og upplestur við kertaljós skapar óvenjulegt andrúmsloft. Leiksýningin heitir Skuolfi, eða Uglan, og er einskonar dæmisaga um mann sem finnst á fjöllum og hefur alist upp án tengsla við nútímasamfélag. Leikendur eru þrír en auk þeirra koma fram hljómlist- armenn og kór. Sýningarnar hefjast kl. 17. Samískt leikhús ÞAR SEM þessi útskriftarárgang- ur byrjaði í Nemendaleikhúsi með einni af bestu sýningum vetrarins, „Forðist okkur“ eftir Hugleik Dagsson, og fylgdi því eftir með hugmyndaríkri, kraftmikilli sýningu á „Þremur systrum“ eftir Anton Tjekov, þá kemur maður með mikl- ar væntingar á þessa þriðju sýn- ingu þeirra: Spunaverk úr íslensk- um þjóðsögum fyrir börn. Metnaðarfullt er viðfangsefnið eins og þau fyrri og þarft að miðla áfram þjóðsagnaarfi okkar til yngri kynslóða. Þjóðsögurnar sem spunnið er úr eru meðal annars Búkolla, sögur af Bakkabræðrum, Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður, Ása, Signý og Helga, Gilitrutt, Neyttu á meðan nefinu stendur, saga af Sæ- mundi fróða og tvær þulur eftir Theódóru Thoroddsen koma einnig við sögu. Heimska, kænska, gæska, vonska, leti og græðgi eru kjarninn í þjóðsögunum. Í fljótu bragði mætti ætla að sá einfaldi, alþýðlegi leikstíll sem Ágústa Skúladóttir hefur komið með inn í íslenskt leik- hús undir áhrifum frá Ítölum og Jaques Leqoc hæfði vel einföldum, skipulegum frásagnarmáta munn- mælasögunnar. Og hér getur vissu- lega að líta ýmsar bráðsmellnar hugmyndir og lausnir; nemend- urnir hafa tileinkað sér nokkrar brellur trúðs- og gamanleiks sem nýtast þeim til að draga upp gáska- fullar smámyndir af persónum. En allt verður það einhvern veginn að engu af því hér ríkir allsherjar óreiða. Og í óreiðunni er engin sögn. Þjóðsögum, söngvum og þul- um er hrært saman án nokkurs sýnilegs tilgangs eða merkingar líkt og væri maður bara kominn á skólaskemmtun í barnaskóla og að- alatriðið væri að það væri sungið svolítið, lesið svolítið og leikið svo- lítið. Túlkun hverrar sögu er einnig með afbrigðum grunn og vísar aldrei neitt út fyrir söguþráðinn. Nýting rýmisins, ofhleðsla leik- myndar og tímalausir samantíndir búningar styrkja óreiðuna og hafa það samt til síns máls að af þeim geta börnin lært að hvaðeina í um- hverfinu má nota í leikhús. Óreiðan hlýtur að skrifast á leikstjórann og einn af stærstu göllum okkar Ís- lendinga, dugnaðinn, sem ég hef áður í umsögn varað við. Taki menn að sér að setja upp fimm sýningar á einum vetri lenda þeir óhjákvæmilega í því að líkt og í ævintýri eða þjóðsögu gerist það einn daginn að í fremsta sæti situr barn sem endurtekið gegnum alla sýninguna spyr hástöfum: Hvað er þetta, mamma? Hvað er þetta, mamma? LEIKLIST Nemendaleikhús í samvinnu við Þjóðleikhús VERK byggt á þjóðsögum unnið í sam- vinnu leikhóps og listrænna aðstand- enda. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd og búningar: Frosti Friðriksson og Þórunn Sveinsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Tónlist: Ragnhildur Gísla- dóttir. Leikarar: Birgitta Birgisdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Halldóra Malín Pét- ursdóttir, Jörundur Ragnarsson, Magnea Björk Valdemarsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Sveinn Ólafur Gunnarson og Víðir Guðmundsson. Litla sviðið, Þjóð- leikhúsinu, 4. maí kl. 18.00 Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður Heimska, kænska, gæska, vonska, leti og græðgi eru kjarninn í þjóðsög- unum sem eru efniviður þessarar sýningar Nemendaleikhússins. María Kristjánsdóttir Fréttasíminn 904 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.