Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 31

Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 31 MENNING opið: mán.–föstud. 11–18 laugard. 11–16 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 afmælisveisla 2 ára Full búð af spennandi afmælistilboðum 10–25% afsláttur TRYGGVA Ólafsson þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum og e.t.v. ekki fyrir Norðurlandabúum heldur en nú eru t.a.m. verk eftir Tryggva í eigu ekki færri en 16 listasafna á Norðurlöndunum. Hann sýnir nú ríf- lega þrjátíu olíumálverk í nýjum sýn- ingarsal hjá Galleríi Fold. Sýningin listamannsins er tileinkuð minningu bróður hans, Lofts Ólafsonar sem lést á síðasta ári. Miðað við tilkomu nýrra sölugall- ería á borð við Gallerí Turpentine og Gallerí Anima auk þessarar stækk- unar hjá Galleríi Fold virðist vera mikill uppgangur í sölu á íslenskri samtímalist og er það afar ánægju- legt. Þetta má án efa m.a. þakka til- komu vaxtalausra listaverkalána en eins og flestir vita er list góð fjárfest- ing. Einnig hlýtur innihaldsrík sam- tímalist að auðga líf eigenda sinna meira en hlutabréf gera. En inni- haldsrík er einmitt list Tryggva. Listamaðurinn er löngu orðinn þekktur fyrir sinn ákveðna, persónu- lega stíl sem mótaðist að hluta á tím- um popplistarinnar en hefur verið í þróun síðan. Uppbygging verka hans, viðfangsefni og úrvinnsla minnir allra helst á ljóð. Einstakir og aðskildir þættir koma saman á myndfletinum en afmarkaðar útlínur þeirra koma í veg fyrir að þeir skar- ist. Hér er ekki um eiginlega frásögn að ræða heldur uppástungur, stefnu- mót ólíkra þátta lífsins í fortíð og nú- tíð. Saman flétta þessir þættir, hin ýmsu form og samspil lita á mynd- fletinum, sögu sem áhorfandinn skrifar sjálfur, sögu án upphafs og endis, opið flæði sem skemmtilegt er að rýna í og lesa úr. Það er ljóðrænn léttleiki í mörgum mynda Tryggva sem minnir á dönsk „dægilegheit, heita sumardaga og hlýja golu“. En undir niðri lúrir íslenska örlagatrúin og vetrarmyrkrið sem enginn fær flúið. Það er ekki síst þetta samspil sem ljær verkum Tryggva kraft og persónulega nærveru, en þrátt fyrir næstum því stöðluð form og hreina og klára liti má jafnan greina hjarta listamannsins undir niðri. Tryggvi sýnir hér augljóslega að hann er eitt okkar betri ljóðskálda. Eitt verka Tryggva af umræddri sýningu í galleríi Fold. Stefnumót ólíkra þátta Ragna Sigurðardóttir MYNDLIST Gallerí Fold Til 14. maí. Gallerí Fold er opið daglega kl. 10–18, laugard. 11–17 og sunnud. 14–17. Málverk, Tryggvi Ólafsson DANINN Jørgen Svare hefur um langt árabil verið einn fremsti klarinettuleikari Norðurlanda þeg- ar dixiland og sving er annars veg- ar. Hann er Íslendingum að góðu kunnur og þá frekar fyrir sam- vinnu sína við Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson en Papa Bue, en með því frægasta dixilandbandi Norðurálfu lék hann í tæp þrjátíu ár. Þeir félagar hituðu upp með Rósettu, klassíkinni hans Earl Hines, og síðan blés Svare Sweet And Lovely eftir Gus Arnheim. Því miður var Svare ekki kominn í form og flutningurinn slakur, sér í lagi borinn saman við stórkostleg- an flutning tríósins á þessum tveimur ópusum á nýju Svare/ Thoroddsen skífunni: Sweet And Lovely. Það var eiginlega ekki fyrr en eftir einleikslag Björns, Over The Rainbow eftir Harold Arlen, að Svare tók flugið í verki Elling- tons: It Don’t Mean A Thing If It Ain’t Got That Swing, og sýndi okkur hvers hann er megnugur. Svona kallar eins og Svare þurfa yfirleitt hálft sett til að komast í gang, en honum tókst að töfra sal- inn með fyrsta flokks sjói atvinnu- mannsins. Gamla vögguvísan Hush-A-Bye, sem var fyrst gefin út í Bandaríkjunum 1765 og á ræt- ur að rekja til indjána, fékk balk- neska meðhöndlun hjá Svare og hann ýlfraði í klarinettið eins og búlgörsku klarinettuleikararnir gera gjarnan. Björn lék þarna ljúf- an og lýrískan sóló og svo kom Sweet Georgia Brown og salurinn klappaði taktinn. Jón Rafnsson tók nokkra sólóa þótt meiddur væri á hendi og var fínn í göngubassanum og það er á hreinu að hlustendur héldu glaðir heim á leið. Svingað með Svare/ Thoroddsen Vernharður Linnet DJASS Jazzhátíð Garðabæjar í Tónlistarskólanum Jørgen Svare klarinett, Björn Thoroddsen gítar og Jón Rafnsson bassa. Föstudagskvöldið 21. apríl. Svare/Thoroddsen tríóið Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.