Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 32

Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 32
ÞAÐ er líklega ekki algengt en þó hefur frést af konum sem bera gyll- inæðarkrem undir augun. Tilgang- urinn er að fækka í hvelli hrukkum og minnka bólgu í kringum augun. Dr. Bolli Bjarnason húðsjúkdóma- læknir var spurður út í hversu hollt/ óhollt þetta væri. „Ætli tilgangurinn sé ekki að nýta sér sterana í kreminu til að draga úr bólgunni,“ sagði Bolli, sem þó hafði ekki heyrt um þessa undarlegu notk- un gyllinæðarkrems. „Þessir sterar eru ætlaðir til notkunar við bólgum í endaþarmi og eru miklu sterkari en húðin í kringum augun þolir,“ bætti hann við. Hann sagði jafnframt að slík notkun til lengdar þynni húðina og að þessi krem innihaldi einnig gjarnan deyfilyf sem hugsuð séu fyr- ir verki á endaþarmssvæðinu. Aðspurður hvort í lagi sé að gera þetta bara í eitt skipti sagði hann fullur efa: „Ætla má að einn stakur steraskammtur einu sinni sé án aukaverkana en þessir sterar eru miklu sterkari en þeir sem ætlaðir eru á húð í kringum augun. Kremin innihalda jú einnig deyfilyf og rot- varnarefni sem ekki eru æskileg í kringum augun. Um leið og farið er að nota þetta oftar en í eitt stakt skipti geta sterarnir valdið auka- verkunum. Þær eru m.a. nýmyndun æða eða þynning á húðinni í kringum augun sem leiðir m.a. til þess að blá- æðar verða meira áberandi og það getur leitt til þess að hvimleiður blá- leitur blær myndist í kringum aug- un. Ef sterarnir komast í snertingu við augun geta þeir valdið gláku og innihaldsefni í kreminu geta valdið snertiofnæmi í kringum augun. Þetta er alls ekki hugsað til þessara nota því þessir sterar eru alltof sterkir,“ sagði Bolli með þungri áherslu. „Stundum sest bjúgur en ekki bólga í kringum augun, t.d. vegna hormónabreytinga, en í slíkum til- fellum þarf aðstoð læknis til að finna mögulega skýringu.“ Bolli var spurður hvað væri þá til ráða við hrukkum í kringum augun eða í and- liti. „Til eru krem sem geta dregið úr hrukkumyndun í andliti en séu hrukkur þegar myndaðar þarf að meta hvað hentar í hverju tilfelli.“ Bolli segir að aðgerð sé stundum við- eigandi þegar um sé að ræða bjúg- kennd augnlok. „Eftir verkjadeyf- ingu með húðkremi hjá lækni er hægt að nota við hrukkum t.d. Botox og/eða efni sem eru til staðar í eðli- legri húð en sem minnka strax hrukkur sé þeim komið fyrir í auknu magni undir hrukkurnar í húðinni.“ Bolli segir að sér finnist íslenskar konur yfirleitt hafa mjög raunhæf markmið með hrukkumeðferð. „Meðferð snýst ekki um að gera fólk aftur að unglingum heldur að minnka leiðinlegar djúpar hrukkur sem t.d. myndast í kringum munn- inn og sem kljúfa stundum varalín- ur, hrukkur milli augabrúna eða hrukkur sem valda leiðinda fýlusvip er þær ganga niður frá munn- vikum.“ Ekki setja gyllin- æðarkrem í andlitið  HEILSA Reuters sia@mbl.is Þessir sterar eru ætlaðir til notkunar við bólgum í endaþarmi og eru miklu sterkari en húðin í kringum augun þolir. Daglegtlíf maí E plin sem neytendur kaupa úti í búð geta verið ársgömul án þess að það sjáist á þeim, því ákveðin efna- meðhöndlun getur aukið geymsluþol þeirra til muna. Göteborgs-Posten sagði frá þessu í vikunni og hefur fréttin vakið mikil viðbrögð neyt- enda í Svíþjóð. Efnið stöðvar þroska- og rotnunarferlið Aðferðin nefnist „Smartfresh“ og felst í því að strax eftir að eplin eru tínd af trjánum er sprautað í þau efn- inu 1-MCP sem stöðvar náttúrulegt þroska- og rotnunarferli ávaxtanna. Eplin sem eru meðhöndluð á þennan hátt eru ekki merkt þess efnis og það eru talsmenn sænskra neytenda ekki sáttir við. Þeim finnst að neytendur eigi rétt á að vita af því að eplin sem þeir kaupa hafi verið efnameðhöndl- uð og geta valið að kaupa þau ekki, að því er fram kemur í GP. Fram kom að ein af aðalversl- anakeðjunum í Svíþjóð, Ica, selur Smartfresh-epli, en ekki aðrar. Að- ferðin hefur einnig verið reynd á banönum, plómum, lárperum eða avocado og ananas en er mest notuð á epli. Þurfa ekki að merkja vöruna Bandaríska fyrirtækið Agrofresh hefur þróað aðferðina og er hún við- urkennd af Evrópusambandinu. Við- urkenning ESB felur einnig í sér að verslanir þurfa ekki að sérmerkja ávexti sem meðhöndlaðir hafa verið með þessum hætti. Agrofresh telur að aðferðin geri eplin stökkari, safaríkari og bragð- meiri en Krav-samtökin um lífræna ræktun vísa því á bug og segja að að- ferðin geri ávextina þurrari og eyði- leggi C-vítamín í þeim. Í frétt GP segir að misvísandi rannsóknir liggi Morgunblaðið/ÞÖK Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is  NEYTENDUR | Geymsluaðferðirnar notaðar m.a. á eplin Jona Gold, Gala, Golden Delicious og Granny Smith fyrir á því hvaða áhrif efnið 1-MCP geti haft á heilsu fólks. Ekki hafa verið þróaðar aðferðir til að athuga hvort ávextir hafa verið meðhöndlaðir með Smartfresh- aðferðinni og því ekki hægt að gera rannsóknir á þeim eplum sem á boðstólum eru í verslunum. Enginn munur er sjáanlegur því Smartfresh-eplin líta út eins og hver önnur ný epli. Tuttugu og fjögur þúsund tonn Ekki liggja fyrir nákvæmar upp- lýsingar um hvaða lönd nota aðferð- ina, að því er fram kemur í GP, en svissnesk rannsókn leiddi í ljós að 24 þúsund tonn af eplum voru með- höndluð með 1-MCP 2005-2006. Þ.á m. voru eplategundirnar Gala, Jonagold, Golden Delicious og Granny Smith. Ávextir frá Evrópu hafa yfirleitt ekki verið meðhöndl- aðir með Smartfresh-aðferðinni en í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Chile, Mexíkó og S-Afríku hefur aðferðin verið notuð, skv. GP. Erum við að borða ársgömul epli? SAN Francisco er áhugaverð borg á vesturströnd Bandaríkjanna sem æ fleiri Íslendingar heimsækja nú. Í grein á vef New York Times er fjallað um staði sem vert er að heimsækja í þessari borg. Einn þeirra er ferjubyggingin við Embarcadero sem orðin er að tákni borgarinnar. Byggingin var tilbúin árið 1898 en hún var lengi ferða- mannamiðstöð borgarinnar, þ.e. staðurinn sem allir sem komu til og fóru frá borginni fóru í gegnum. Nú þjónar hún ekki þeim tilgangi leng- ur en er í staðinn minnismerki. Byggingin hefur verið gerð upp og var opnuð aftur endurnýjuð árið 2003. Þar eru nú veitingastaðir, matvöruverslanir og mat- vörumarkaður sem er vel sóttur af heimamönnum. Í grein NY Times er sérstaklega mælt með matvörubúðunum og veitingastöðunum Boulettes Larder, Cowgirl Creamery, Acme Bread og Far West Fungi. Þar ættu ferðamenn að kaupa sér bita og setjast svo á bekk við Ferjubygg- inguna og horfa yfir flóann. Í San Francisco eru líka öðruvísi skyndibitastaðir þar sem hráefnið er fyrsta flokks. Einn þeirra er Taylor’s Automatic Refresher þar sem m.a. er hægt að panta sér tún- fiskborgara með wasabi. Veitinga- staðirnir The Slanted Door og Hog Island Oyster Company fá líka með- mæli greinarhöfundar NY Times. Sá fyrrnefndi austurlenskur og sá síðarnefndi með ostrur sem rækt- aðar eru í nágrenninu á matseðl- inum. Túnfiskborgari við ferjubygginguna  FERÐALÖG | Áhugavert í San Francisco . http://www.ferrybuild- ingmarketplace.com/ ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS – Tuttugu manns borða skyndibita í mánuð 34

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.