Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 39
GÓÐKUNNINGI hringdi til
mín á dögunum og spurði hvort
ég vissi hver ort hefði vísuna Reið
ég Grána. Ekki minntist ég þess
að hafa heyrt getið um höfund
þessarar prýðilegu ferskeytlu,
sem átt hefur virðulegan sess
meðal minna eftirlætis-ljóða.
Enda hefur mér jafnan þótt litlu
varða um höfund að verki, góðu
eða miður góðu. Það sem máli
skiptir er verkið sjálft. Og þegar
ég nú var spurður um höfund fal-
legrar stöku, kallaði ég smáu
spillt þótt hann arfleiddi sjálfan
snillinginn, íslenzka alþýðu, að
þessu vísukorni. Hvergi væri hún
betur komin.
Vísan sú arna er sprottin upp
úr íslenzkri draugatrú eins og sú
menningargrein verður þjóðleg-
ust. Sá sem spurði hafði heyrt
með hana farið á þessa leið:
Reið ég Grána yfir ána,
aftur hána færðu nú;
ljós við mána teygði’ hann tána.
Takk fyrir lánið, hringabrú.
Öll er hún skýr og vel kveðin að
hætti sinnar samtíðar, sem ekki
virðist mjög langt undan. Auðvit-
að má hugsa sér tildrög á ýmsa
vegu, og má það kallast meg-
inkostur hennar. Segjum til
dæmis að förusveinn hafi gist á
bæ og þegið að láni hjá húsfreyju
gráan fola til reiðar yfir varasamt
fljót. Annað fór þeim ekki á milli.
Og ekki spyrst af ferðum hans
fyrr en þá gestrisnu konu, sem
léð hafði gæðing sinn, dreymir á
dimma haustnótt, að maður komi
á glugga og fari með vísu þessa,
þar sem hann kveðst hafa riðið
þeim gráa yfir fljótið þegar nótt
var ljós af tungli, og skili hann nú
hánni (hrosshúðinni) með þökk
fyrir lánið. Má af þessu ráða, að
ferðalangur sá hafi ásamt hesti
drukknað í ánni, og nú sé draugur
hans kominn að skila húðinni, því
eina sem þekkja mætti af Grána.
Nú vildi svo til, að ég hafði
einnig heyrt vísu þessa hafða á of-
urlítið annan veg. Var þriðja
hending þá höfð svo:
fram á gljána teygði’ hann tána.
Er þá gert ráð fyrir að áin hafi
legið, en ótraust svell brostið og
maður og hestur horfið í vökina.
Má vera að þessi gerð vísunnar
þyki öllu voveiflegri og henti þeim
mun betur draugasögu, því fátt er
ískyggilegra en einmana ferð um
veikan ís yfir þungu straumvatni.
En þá hefur einhverjum þótt á
skorta að tunglið væri fullum
stöfum nefnt í vísunni, þótt ef til
vill megi svo kalla, að það komi
ókeypis inn í þetta dýrt kveðna og
myrka banastef. Og þá rámaði
mig í að hafa einnig heyrt farið
með vísuna þannig, að þriðja
hending varð:
undir mána teygði’ hann tána.
Og vel má vera að ýmsum þyki
sú einföldun vísunnar enn betri,
því þá verður orðskipan eðlilegri,
og svo hitt, að sú náttúru-
svipmynd, sem brugðið er upp,
má þykja enn draugalegri þegar
ekki er minnzt á „ljós“, heldur
það eitt, að kynleg rökkurskíma
mánans er alls ráðandi.
Gamall málsháttur segir:
„Sjaldan hittist feigs vök frörin.“
Og þá dettur mér í hug vísa, þar
sem þingeyskur bóndi leggur út
af þessu forna spakmæli af skáld-
legri snilld:
Eina þá sem aldrei frýs
útá heljar vegi
kringda römmum álnar ís
á sér vök hinn feigi.
Þessar tvær vísur eiga vissa
samleið, þótt ólíkar séu, og minna
hvor um sig á þann dýrmæta fjár-
sjóð íslenzkrar tungu, sem fólg-
inn er í orðskviðum og lausavís-
um alþýðusnillinga frá ýmsum
öldum.
Helgi Hálfdanarson
Reið ég Grána
rbyggðar.
rlar verk-
Ólafsson
dóttir, en
rrissonar,
gsstjóri í
ns, Önnu.
kt að þau
minningar
urðu hve-
nær við hygðumst opna safnið og
við sögðum 13. maí, kom í ljós að
Ólafur Sverrisson hefði einmitt orð-
ið 85 ára á þeim degi,“ segir Sigríð-
ur.
Fjöldi lista- og handverksmanna
kemur að setrinu og þeim munum
sem þar skýra söguna. Þeirra á
meðal eru Aðalheiður Eysteinsdótt-
ir myndlistakona, Axel Hallkell Jó-
hannesson leikmyndasmiður og yf-
irhönnuður sýningarinnar, Helgi
Björnsson útskurðarmaður og fjöl-
margir aðrir. Skálinn milli húsanna
var hannaður af VA arkitektum, en
tæknistjóri sýningarinnar er Ástr-
alinn David Walters, sem hefur
mikið unnið hér á landi við leikhús.
Sama aðferðafræði er notuð við
að leiða fólk gegnum báðar sýning-
arnar. Gestir fá Ipod-tæki afhent
við afgreiðsluborð, en á þeim er að
finna leiðsögn um viðkomandi sýn-
ingu á fimm tungumálum auk sér-
stakrar barnaleiðsagnar sem Ása
Hlín Svavarsdóttir, leikari og mót-
tökustjóri setursins, les undir hljóð-
mynd Hjartar Svavarssonar.
Leiðsögnin er um hálftími að
lengd og hefur verið unnið ná-
kvæmlega að því að leiða fólk gegn-
um safnið skipulega til að hver og
einn geti notið sýningarinnar sem
best. Þannig er fólk leitt í gegnum
mismunandi pósta sem rekja sög-
una. Eru póstarnir nákvæmlega
tímasettir svo rennsli sé sem liðug-
ast í gegnum sýningarnar.
En þótt farið sé yfir sýningarnar
tvær með sömu aðferðafræði eru
þær jafnólíkar og nótt og dagur.
Þannig er Landnámssýningin, sem
er á annarri hæð gamla pakkhúss-
ins, afar hátæknileg og er notast við
gagnvirka tækni þar sem hægt er
að skoða söguna á stórum flatskjám
og þrívíddarmódelum undir hljóð-
leiðsögn. Þá geta gestir t.d. skoðað
ættartölu Egils Skallagrímssonar
og séð, með aðstoð tölvu- og ljósa-
tækni, hvernig persónur í ætt hans
fléttast saman í Laxdælu, Egils
sögu og Gunnlaugs sögu Orms-
tungu, sem allar eiga sér sögusvið í
Borgarfirði.
Eins og í furðuhúsi
Sýningin um Egils sögu, sem er í
kjallara hússins, er hins vegar öll
unnin í tréskurði og öðru handverki
og unnið með mun ævintýralegri
hugmyndir. Öll umgjörðin er eins
og í nokkurs konar brúðuleikhúsi
eða furðuhúsi og m.a. má sjá út-
skorna trékarla sem settir eru upp í
senur úr Egils sögu og spennandi
tilfinning vakin. Þannig byggist
Landnámssýningin á sögu og stað-
reyndum, en í sýningunni um Egils-
sögu er ímyndunaraflinu gefinn
laus taumurinn og leikið með hug-
myndaflug og tilfinningu fyrir
sagnalist.
Í risi gamla pakkhússins er síðan
sagnaloft, þar sem flutt verða leikrit
og sögumenn koma fram. Þar verð-
ur einmitt á opnunardag Land-
námssetursins frumfluttur einleik-
urinn Mr. Skallagrímsson, sem
Benedikt Erlingsson leikur undir
leikstjórn Peter Engkvist.
Morgunblaðið/Eyþór
ðaþjónustu og hafa m.a. látið reisa ellefu vörður um helstu söguslóðir Egils sögu.
n verða opnuð í Borgarnesi eftir rétta viku
plifun í
ýningum
ðið/Eyþór
„SÝNINGIN er töluvert umfangs-
mikil. Hún er kannski ekki mjög
flókin, en það er í mjög mörg
horn að líta, töluverðar lagnir og
alls konar tengingar milli ljósa-
korta og mynda og fleira. Við er-
um t.d. með landakort sem sýnir
staðsetningar á bæjum og við
fáum myndir af bæjunum upp á
skjám,“ segir Ögmundur Jóhann-
esson, ljósahönnuður sýninganna,
en hann hefur starfað í Borg-
arleikhúsinu frá opnun þess.
„Sýningarnar eru mjög við-
kvæmar í lýsingu og það má ekk-
ert út af bera. Egils-sýningin er
líka mjög sérstök af því hún er öll
unnin í handverki og það þarf að
koma því til skila að handverkið
skili sér vel í lýsingunni. Hún þarf
að vera mjög stemmningsgef-
andi.“ Áhugavert er að skoða
marga sýningarmunina í þessu
ljósi, en m.a. má á Egilssögusýn-
ingunni sjá nokkurs konar lítil
leiksvið, þar sem litlir kastarar
varpa rauðu, grænu og bláu ljósi
yfir senurnar.
Ögmundur segir verkefnið hafa
verið afar spennandi og mikla
vinnu hafa verið unna við hönnun.
„Það er búið að vera mikið sam-
starf og samvinna í þessu öllu
saman,“ segir Ögmundur. „Þetta
er í raun fyrsta lýsingarverkefnið
sem ég vinn sem er ekki rifið nið-
ur nánast daginn eftir og ég held
að þetta sé fyrsta sögusýningin
sem er unnin á þennan hátt. Það
er ekkert lesmál, en fólk fær allt í
gegnum hljóðmynd og upplif-
unina hér inni. Upplifunin verður
allt öðruvísi en þegar það er mik-
ið lesmál.“
Umfangsmikil og
viðkvæm lýsing
Morgunblaðið/Eyþór
Ögmundur Jóhannesson, ljósahönnuður sýningarinnar, í góðum fé-
lagsskap fyrstu landnámsmannanna sem steyptir eru í ís fortíðarinnar.
BÆÐI sýningarrýmin í Landnáms-
setrinu eru sett upp í nokkurs kon-
ar völundarhússformi. Safngestir
eru leiddir gegnum þrönga ganga
þar sem blasa við alls kyns upplif-
anir, en með þessu nýtist rýmið í
Pakkhúsinu mjög vel.
„Það eru mikil viðbrigði að
vinna í svona löngu verkefni sem
mun líka standa áfram,“ segir Ax-
el Hallkell Jóhannesson, leik-
myndahönnuður og yfirhönnuður
sýninganna, en hann hefur und-
anfarið ár unnið ötullega að því að
skapa sviðsmyndir og sýning-
arhluti og móta stemmninguna á
sýningunum. Hann hefur ásamt
samverkamönnum sínum end-
urskapað m.a. Gunnhildi drottn-
ingarmóður, Kveldúlf afa Egils,
níðstöngina sem Egill reisti Gunn-
hildi og fleiri merkilega gripi sem
sjá má á sýningunum. „Ég er búinn
að vera að vinna í leikhúsi til fjölda
ára og það eru mikil viðbrigði að
fá að vinna verkefni sem stendur
lengur. Svo er þetta mjög mikil ná-
kvæmnisvinna. Í leikhúsinu gildir
máltækið „í fjarska fínt,“ þótt
vissulega þurfi munirnir að vera
mjög vandaðir, en nú erum við
með þetta alveg ofan í áhorfand-
anum, svo ekkert má út af bera.“
Ekki sést mikið í andlitin á þeim
persónum sem Axel Hallkell og
samverkamenn hans hafa vakið
upp frá dauðum og segir Axel það
vera með vilja gert, til að eitthvað
insögu,“ segir Axel. „Við viljum
koma sögunni til skila. Við erum
ekki að sýna muni frá ákveðnum
tíma, við erum að búa til söguna.
Aðal áskorunin hefur verið að
koma stórum hugmyndum fyrir í
litlu rými og það hefur verið mjög
skemmtilegt.“
sé skilið eftir fyrir ímyndunar-
aflið. „Ef einhverjir eru búnir að
búa sér til eigin myndir af persón-
unum þá haldast þær myndir
áfram fyrir viðkomandi. Við för-
um svolítið langt í þessari túlkun,
að leyfa goðsögninni að njóta sín,
svolítið eins og í Hringadrótt-
Leyfa
sögunni að
njóta sín
Morgunblaðið/Eyþór
Axel Hallkell Jóhannesson leikmyndahönnuður ásamt félaga sínum
Kveld-úlfi, sem ku vera hinn blíðasti dags daglega, þótt stundum bregði
skugga á annars ljúfan persónuleika hans.