Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EKKI GET ég neitað því að mér finnst undarleg umræðan um eign- arhald á fjölmiðlum, skylduaðild að þeim og illa grundaðar fyrirhugaðar ráðstafanir. Það hlýtur að flokkast sem ein- kennileg hugsun, að verði einhverjum það á að gefa út blað eða reka útvarpsstöð, sem meira en þriðjungur lands- manna vill lesa eða hlusta á, þá verði sá að selja 75% af hlutafé fé- lagsins til óskyldra að- ila. Augljóslega stenst þetta ekki ákvæði 72. gr. stjórnarskrár, um að eignarrétturinn sé friðhelgur og engan megi skylda til að láta eign sína af hendi nema almanna- þörf krefji. Vandséð er að almannaþörf krefj- ist þess að sá aðili sem fellur meira en þriðjungi landsmanna í geð, verði sviptur 75% eignar sinnar, eingöngu vegna þess að landsmönnum líkaði vel við það sem hann hafði fram að færa. Þessi hugsunarháttur er með hreinum ólíkindum og engu líkara en dómgreind höfunda þessa frumvarps hafi tekið sér frí og yfirgefið svæðið. Markmiðið er þekkt. En meðan rekstraraðilar fjölmiðla eru tveir eða fleiri, hlýtur traust og trúverðugleiki fjölmiðla fyrst og fremst að snúast um traust almennings á þeim sem þar starfa. Ef stór eignaraðili sterks fjöl- miðils ætlar að misbeita þeim fjöl- miðli, mun hann ekki komast upp með það ef starfsmenn annarra fjöl- miðla hafa ekki glatað trausti og trú- verðugleika hjá almenningi. Slíkt traust er algjörlega óháð eignarað- ilum. Það traust er algjörlega á milli starfsmannsins og almennings. Ný- legt dæmi hefur sýnt að starfsmenn fjölmiðils geta tapað tiltrú almenn- ings, jafnvel þó eignaraðilinn sé sterkur og umsvifamikill. Hugsunin í því að leysa ímyndaða hættu er því greinilega á algjörum villigötum. Ríkisútvarpið hf. Kynnt ástæða þess að breyta RÚV í hluta- félag er afar þokukennd og lýsir sterklega tak- markaðri yfirsýn og dómgreind. Ef mark- miðið væri að efla skil- virkni stjórnunar og ábyrgð stjórnenda, samhliða því að einfalda ákvarðanatökur, er afar einfalt að gera það inn- an núverandi rekstr- arforms, með smávægi- legum breytingum á núverandi lögum um RÚV. Ekkert hindrar að Alþingi taki ákvörðun um að leggja niður útvarps- ráð, kjósi 5 manna stjórn yfir RÚV, sem ráði útvarpsstjóra, sem beri fulla ábyrgð forstjóra fyrirtækis. Í 11. gr. frumvarps að fyrirhug- uðum lögum um Ríkisútvarpið hf. er ákvæði um skyldu allra skattskyldra manna til greiðslu gjalds til þess hlutafélags sem þarna er verið að stofna. Ég tel það orðið afar alvarlegt, þegar almenningur í landinu er nán- ast kominn í nauðvörn vegna þekk- ingarskorts alþingismanna á grund- vallarlögum lýðræðis okkar, sem er stjórnarskráin. Í fyrirhuguðum lög- um fyrir Ríkisútvarpið hf. er það tek- ið fram að um það gildi lög nr. 2/1995 um hlutafélög. Í þeim lögum er gert ráð fyrir að hluthafar séu einungis ábyrgir fyrir hlutafé sínu, en aðrar skuldbindingar félagsins séu per- sónulegum fjárreiðum hluthafa óvið- komandi. Þjóðin á RÚV og sam- Eignarhald fjölmiðla og skylduaðild? Guðbjörn Jónsson fjallar um fjölmiðla og frumvörpin, sem til umræðu eru Guðbjörn Jónsson Í ALÞJÓÐLEGUM samanburði hefur orkunotkun á Íslandi mikla sérstöðu. Orkunotkun á Íslandi er með því mesta sem þekkist. Á há- tíðarstundu eru ræður fluttar um okkar ást- kæra föðurland með óþrjótandi orkugjafa, endalaus fallvötn til að virkja svo ekki sé minnst á jarðhitann. En við gleymum því stundum að enginn orkugjafi er óþrjót- andi. Okkur ber að ganga vel um landið og spara orkugjafana eins og kostur er. Orkubúskapur Íslend- inga byggist ekki bara á vatnsafli og jarðhita. Hann byggist líka á inn- fluttu eldsneyti. Árið 2003 nam hlutur innfluttrar orku u.þ.b. 30% af heildarorkunotkun landsmanna. Notkun innfluttrar orku er að langstærstum hluta brennsla á ol- íu. Um 90% af olíunotkun lands- manna eru vegna samgangna og fiskveiðiflotans. Þau 10% sem eftir eru renna að mestu í gegnum bíl- vélar landans. Og nú er eldsneyt- isverð að hækka sem aldrei fyrr. Aldrei hefur verið eins dýrt að fylla á tankinn. Nú brosa þeir hringinn sem eiga sparneytna bíla. Og þeir mega brosa því þeir stuðla að minni eyðslu á orkugjafanum og minni mengun andrúmsloftsins. Hvernig hefur ríkistjórnin staðið að því að hvetja landsmenn til að fjárfesta í sparneytnum bílum? Svarið er einfalt. Afskaplega illa. Lög um vörugjöld af ökutækjum nr. 29 frá 1993 með áorðnum breytingum eru að mörgu leyti orðin úrelt og meingölluð. Þar er gjaldflokkum bifreiða til almenn- ingsnota skipt í tvennt eftir sprengirými vél- anna. Flokkur I gildir fyrir bifreiðar með sprengirými véla frá 0-2000. Af bílum í þessum flokki þarf að greiða 30% vörugjald. Flokkur II gildir fyrir bifreiðar með sprengi- rými véla yfir 2000. Af þessum bílum þarf að greiða 45% vörugjald. Þetta átti að hvetja fólk til að kaupa minni og eyðslugranna bíla. Flestir vita um breyt- inguna á lögunum frá 2003 þegar þáverandi fjármálaráðherra, Geir Haarde, færði pallbíla úr 30% gjaldflokki í 13% með einu penna- striki. Fólk hefur svo sannarlega nýtt sér þetta og flutt inn amer- íska pallbíla í gríð og erg á meðan dollarinn var í lágmarki. Þessir bílar eru nokkuð fyrir sopann, þ.e. olíusopann. Það er grátlegt að kaupendur þessara eyðslufreku bíla greiði lægra vörugjald en kaupendur eyðslugrannra bifreiða og þessi fáránleiki í lögunum er lítt hvetjandi til orkusparnaðar. Síðan þessi lög voru samin árið 1993 eru komnir mun eyðslu- grennri bílar á markaðinn, bæði bensínbílar og ekki síður dís- Íslenska orku- sóunarþjóðin Sólborg Alda Pétursdóttir skrifar um orkunotkun Íslendinga Sólborg Alda Pétursdóttir GUÐRÚNU Ögmundsdóttur þykir trúlega snjall leikur að leggja fram sérfrumvarp um giftingu sam- kynhneigðra – ekki með það eitt að markmiði að fá slíkar giftingar leiddar í lög, heldur kannski umfram allt til að skapa þá röngu ímynd, að stjórn- arfrumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, gangi ekki ýkja langt, enda sagðist hún í NFS-fréttum eiga „von á því að það fljúgi í gegnum þingið á næstunni“! Hún gaf þannig í skyn, að stjórnarfrumvarpið sé sjálfsagt, nú sé bara spursmál fyrir þingið að ganga mun lengra, eins og hún óski eftir með tillögu sinni. En þessi ímynd er röng, eins og fyrr sagði, því að stjórnarfrumvarpið stefnir að því að búa til afgerandi réttindi fyrir samkynhneigða til frumættleiðingar erlendra barna og tæknifrjóvgunar í trássi við það bezta sem vitað er um áhrif upp- eldis þessa hóps á börn í umsjá hans. Það er rangt, sem oft er fullyrt, að rannsóknir leiði engan mun í ljós á uppeldisháttum, hæfni eða árangri samkynhneigðra og gagn- kynhneigðra til farsæls barnaupp- eldis. Kenningunni um „engan mun“ hefur verið hafnað af ýmsum félagsfræðingum; ber þar ekki sízt að nefna dr. Judith Stacey, prófess- or við Kaliforníu-háskóla, og dr. Timothy Biblarz aðst.próf., s.st. (sem bæði eru og hafa verið ein- beittir stuðningsmenn samkyn- hneigðra) í frægri grein þeirra í American Sociological Review, apr- íl 2001, s. 159–183, sjá http:// www.e-noah.net/ASA/MO/articles/ stacey.pdf . Kalla þau fyrrnefnda kenningu „the ’no difference’ theory“, segja hana þarfnast end- urskoðunar og nefna mörg dæmi um það hvernig ýtarleg yfirferð þeirra yfir tuttugu og eina rann- sókn, sem gerð hafði verið um ár- angur samkynhneigðra í barnaupp- eldi, leiddi í ljós alvarlegar brotalamir á þeim rannsóknum, þar sem rannsakendurnir sjálfir reynd- ust hafa gert lítið úr því sem þeir komust að raun um („downplay findings“); en fyrrgreindar fullyrð- ingar, algengar í hópi félagsfræð- inga, um „engan mun“ höfðu ein- mitt byggzt á þessum sömu rannsóknum. Könnuðu Stacey og Biblarz ekki aðeins lokaniðurstöður rannsakenda, heldur frumgögn, úrvinnslu og ályktanir þeirra. Stakk þá einkum í augu, að hátíðlega kynntar ‘niðurstöður’ reyndust um margt í ósamræmi við það sem fyrir lá í sjálfum rann- sóknargögnunum. Oft var þar staðhæft að „enginn umtalsverður (significant) munur“ væri milli barna sam- og gagnkyn- hneigðra, þegar í raun var ýmist um nokkurn eða mikinn mun að ræða! – Hér er aðeins rúm til að nefna þrjú dæmi (þau eru mun fleiri): Rómuð rannsókn tveggja fræði- kvenna, Tasker og Golombok (1997) – eina félagsfræðikönnun á börnum lesbía, sem fylgdi þeim eft- ir allt til fyrstu fullorðinsára til að rannsaka kynlífshagi þeirra – leiddi í ljós, að 24% barna þeirra höfðu þá átt í samkynhneigðar-ástarsam- bandi, en 0% barna gagnkyn- hneigðra mæðra í samanburð- arhópi. Hjá þeim ungmennum, sem alin voru upp af lesbísku mæðr- unum, var þar að auki mjög al- gengt að þau höfðu hugsað til þess að hrífast af eða fara í ástarsam- band við aðila af sama kyni. Var þar um áberandi mun að ræða: 64% þeirra barna lesbía, sem ný- orðin voru fullorðin, kváðust hafa íhugað samkynja sambönd (áður, þá eða í framtíð), samanborið við aðeins 17% nýfullorðinna afkvæma gagnkynhneigðu kvennanna. Þá áttu dætur lesbíanna verulega miklu fleiri rekkjunauta frá kyn- þroskaaldri fram á fullorðinsaldur heldur en dætur hinna – þær fyrr- nefndu reyndust m.ö.o. kynferð- islega virkari og ævintýragjarnari, en lausari við skírlífi (St.& B., 171, o.v.). Eina samanburðarrannsóknin á kynhneigðarlíkingu milli feðra og sona (Bailey o.fél. 1995) sýndi að þónokkuð meira var um að synir homma væru samkynhneigðir, þeg- ar þeir komust á fullorðinsaldur, heldur en synir gagnkynhneigðra (St.& B., 169, 171). Þessar upplýs- ingar eru þeim mun merkilegri sem arfgengi samkynhneigðar hef- ur hvorki sannazt með erfðavísa- né tvíburarannsóknum. Rannsókn R. Green o.fél. (1986) sýndi 15 áberandi dæmi (4 hjá pilt- um og 11 hjá stúlkum) um umtals- verðan mun í kynhegðun og kyn- áhuga, eftir því hvort þau áttu lesbíska móður eður ei. – Samt full- yrtu þessir frumrannsakendur, Green o.fél. og Tasker og Golom- bok, í þeim ‘niðurstöðum’ sínum, sem birtar voru opinberlega, að um „engan umtalsverðan mun“ væri að ræða, og þær síðarnefndu notuðu enn sterkari orð sem villtu um fyr- ir lesendum þeirra og fjölmiðlum. Og nú eru þessir frumrannsak- endur meðal helztu fræðimanna sem Rannveig Traustadóttir fé- lagsfræðingur höfðar til í þeirri rit- gerð sinni, ‘Hvað segja rann- sóknir?’ í bókinni Samkynhneigðir og fjölskyldulíf (2003) sem er að- algrundvöllur stjórnarfrumvarps- ins! Við öll þessi orð get ég staðið og býð fjölmiðlamönnum að spyrja mig út úr um fleiri og furðulegri fleti þessa máls. Einnig má vísa til vefsíðu minnar http://kirkju.net/ index.php/jon þar sem efni hefur birzt um aðra þætti þessara mála. Nú dugir ekkert hálfkák né vitlaus vinnubrögð: það verður að fella þetta stjórnarfrumvarp í róttæk- ustu atriðum þess, frumættleiðingu og tæknifrjóvgun; fyrir þeirri nauð- syn eru margvísleg önnur gild rök að auki. Samkynhneigðir jafnhæfir til barnauppeldis og aðrir? Jón Valur Jensson fjallar um hjónavígslu samkynhneigðra ’Nú dugir ekkert hálf-kák né vitlaus vinnu- brögð: Það verður að fella þetta stjórnarfrum- varp í róttækustu atrið- um þess.‘ Jón Valur Jensson Höfundur er guðfræðingur. Í YFIRSTANDANDI orrahríð og moldviðri áróðurs og pólitískra yfirboða sem tengjast væntanlegum borgarstjórnarkosningum hér í Reykjavík keppa allir aðilar hver við annan um að ausa yfir okkur misjafnlega vel grunduðum og fá- ránlegum stefnulof- orðum. Þetta á við um framboðsátök allra flokka, þótt gervi- mennskan og fárán- leikinn sé ekki alls staðar á sama stigi. Oftast þarf ekki sér- stakar ofurgáfur eða innsýn til að sjá gegn- um sýndarmennskuna og hismið. Allir virðast þó framboðsflokkarnir sammála um sæmilega vel útjask- aðar klisjur varðandi velferð aldr- aðra, jöfnuð kynja og launa og að mestu í menntamálum, en þá kem ég að hinum arfavitlausu en mjög fyrirferðarmiklu yfirborðsmálum: Sundabraut, tónlistarhús, hátækni- sjúkrahús (hvað er nú það??) og ekki síst rúsínan í pylsuendanum, flugvöllurinn. Auðvitað eru allar yf- irlýsingar, stefnumörk og yfirboð, sem varða þessi efni tengd því, sem hlutaðeigandi pólitískum framapot- urum er hverju sinni hugleiknast sem minnisvarði um framsýni, póli- tískt þor og dugnað. Umfram allt eru þetta þó málefni, sem ber að hefja yfir þras og skapa um þverpólitískt samstarf og samstöðu, og síðan ákvarðanir sem byggjast á skyn- samlegri ígrundun og greiningu. Mesta dellu- umræðan er um bless- aðan flugvöllinn; þar á metið einn flokkur frambjóðenda, sem ítrekað eyðir stórfé (hvaðan?) í sjónvarps- auglýsingar, sem sýna okkur, hvernig moka megi grjóti undan Öskjuhlíð og út í Skerjafjörð. Ekki verður séð, að þessi hópur setji annað mál í meiri forgang! Allt hjal um flugvöll útí Skerjafjörð, uppá Hólmsheiði eða suðurfyrir Hafnarfjörð er bull. Það er nýlega búið að endurbyggja Reykjavíkurflugvöll fyrir allnokkra miljarða og hann mun vera í mjög góðu standi; að fara að brjóta hann upp nú á næstu misserum eða árum væri algjört óðs manns æði. Því bið ég (og mjög margir með mér) ykkur, frambjóðendur allra flokka: Látið nú allt tal um flugvöll- inn niður falla og snúið ykkur að af- loknum kosningum, í samsátt og einingu, að því að bæta aðbúnað aldraðra, og æskunnar, efla mennta-og skólamál, löggæslu og fíkniefnaforvarnir, allt efni, sem þið virðist vera svo einlæglega sam- mála um! Moldviðri áróðurs og pólitískra yfirboða Ásmundur Brekkan fjallar um stefnuloforð stjórnmálaflokka ’Látið nú allt tal um flug-völlinn niður falla og snú- ið ykkur að afloknum kosningum, í samsátt og einingu, að því að bæta aðbúnað aldraðra, og æskunnar, efla mennta- og skólamál, löggæslu og fíkniefnaforvarnir…‘ Ásmundur Brekkan Höfundur er prófessor emeritus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.