Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 43

Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 43 UMRÆÐAN Sölumenn Hraunhamars á staðnum Glæsilegar sýningaríbúðir GLÆSILEGT FJÖLBÝLI Á 9 HÆÐUM 3ja og 4ra herb. íbúðir frá 98,5-130 fm Glæsilegt útsýni Lyftuhús Góð stæði í bílakjallara Vandaðar innréttingar og tæki Góður frágangur Traustir verktakar Afhending sumarið 2006 Íbúðir afhendast fullbúnar án gólfefna, baðh. og þvottah. flíslögð Drekavellir 18 Hafnarfirði – Opið hús í dag frá kl. 14:00–16:00 Magnús Emilsson löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði VIÐVÖRUNARBJÖLLUR gullu við í höfði mér er iðnaðarráðherra tal- aði með mikilli ánægju um hve langt undir Kyoto-mengunarviðmiðunum við Íslendingar værum, þó svo að mörg ný álver hefðu bæst við á Ís- landi. Mér sem sjálfstæðiskonu finnst þessi afstaða ekki nægilega femínisk eða í anda íslensku húsmóðurinnar, nema þá það að þetta hafi verið út- hugsað kvennaráð af ráðherrans hálfu til að fá meiri viðbrögð. Þó að maður sé sjálfstæð- ismaður þarf maður ekki alltaf endilega að vera í hópi þeirra sem græða mest, það er fullt af fyrrverandi komm- únistum sem græða á tá og fingri á frelsinu í dag. Nei, hagnaður eða gróði þarf ekki endilega að vera aðalsmerki sjálfstæðismannsins. Stolt hans felst fyrst og fremst í einstaklingseðlinu, að láta engan utan úr bæ segja sér hvað hreint á að vera hjá sér. M.ö.o. ef við Íslendingar höfum betri viðmið en út- lendingar í einhverjum málefnum þá á að halda þeim, ekki halda að maður sé að græða af því að maður á svo mikið loft eftir til að menga. Við t.d. höfum okkar eigin viðmið t.d. í fisk- veiðum af því að við höfum okkar eig- in rannsóknarstofur sem segja okkur hvað sé hæfilegt að veiða. Við Íslendingar höfum alltaf verið ákaflega stolt af okkar hreina og fal- lega landi og þrátt fyrir smæð okkar fengið það metnaðarfulla og ábyrgð- arfulla hlutverk að vera leiðandi afl í notkun mengunarlausrar orku í heiminum. Heita vatnið, vetni og raf- orkuver knúin af vatnsafli. Allt dásamlega yndislegt og einfalt eins og sagt er að lífið hjá greindu fólki sé, oft mun einfaldara en hjá þeim hin- um. Og eini metnaður okkar ætti líka bara að vera að geta verið sjálfbær í okkar þjóðarrekstri og láta alla sam- keppni við útlönd lönd og leið bara út af þeim einföldu forsendum að við er- um svo fá. Tölfræðilegar líkur eru á móti okkur. Auðvitað er það ánægju- legt þegar Íslendingar ná árangri en það er ekki þess virði að fórna öllu fyrir það – eðlilegu heimilislífi, skuldleysi og ómeng- uðum einstaklingum. Eflaust hefur skulda- staða landans (–181 í skuld, miðað við að t.d. Sviss er 141 í plús) áhrif á gang mála hér en ís- lenska ríkið á víst að vera að losna undan skuldasöfnun undanfar- inna áratuga svo að ákvarðanir teknar þar ættu að vera ólitaðar og ómengaðar af óheftri neyslulöngun almennings. Leyfa bara einstakling- unum að borga sínar skuldir í friði og ró án þess að vera að mála rósrauðan fyrir þeim himininn með gróða óreistra álvera, þá fara nú allir bara að eyða meir. Tillaga mín er sú að hreinsa ál- mengunina upp og setja okkar eigin viðmið sem eru náttúrlega lægri en Kyoto-viðmiðin svo að við þurfum ekkert að hafa af þeim að segja. Eins og góðar mömmur segja: „Þú mátt leika þér ef að þú tekur til eftir þig“. Thames var hreinsuð á sínum tíma í Englandi eftir iðnbyltinguna og fisk- ur farinn að ganga í hana aftur fyrir allmörgum áratugum. Getum við ekki betur í dag heldur en þeir þarna í gamla daga? Er rannsóknarstofa í nýju Vatnsmýrinni sem vinnur að lofthreinsun hér á landi? Það vita allir að afmengunarferli er dýrt, en mögu- legt og það vita líka allir. Ekki safna upp skít og fresta til morguns. „It́s now or never“. Hvort það séu fengnir einhverjir alþjóðlegir sjóðir til að styrkja hreinsunina eða bara hvort við Íslendingar ákveðum það af því að við viljum ekki láta segja okkur fyrir verkum í þessum efnum, það er ann- að mál. Að veru einu álveri undir lágmörk- um Kyoto-sáttmálans er ekki sigur. Persónulega vil ég ekki láta segja mér hvað ég má anda miklu af lofti að mér af mörgum ástæðum, ein gæti t.d. verið að minnast sigurs læknavís- inda á Íslandi yfir berklum hér áður fyrr. Að lokum langar mig að benda á Darling, en hann samdi góða bók sem er sannur innblástur fyrir „problem- solvara“ á 21. öldinni „Óbyggð og allsnægtir“. Þar er t.d. talað um hönnun í samvinnu við náttúruna eða „design with nature“. Skipulag og hönnun verða að vera „útpæld“, hugsuð og vistvæn í dag, það eru þær kröfur sem meðvitað nútímafólk ger- ir til stjórnvalda, framkvæmdaaðila, skipuleggjenda og hönnuða. Kyoto-sáttmálinn Vera Steinsen fjallar um mengun og Kyoto-bókunina ’Skipulag og hönnunverða að vera „útpæld“, hugsuð og vistvæn í dag, það eru þær kröfur sem meðvitað nútímafólk ger- ir til stjórnvalda, fram- kvæmdaaðila, skipuleggj- enda og hönnuða.‘ Vera Ósk Steinsen Höfundur er hönnuður og listgreinakennari, nemi í félagsvísindadeild HÍ. UMRÆÐUR um gerð Sunda- brautar hafa verið miklar und- anfarið og vonandi fæst niðurstaða fljótlega í það hvernig að þeim fram- kvæmdum verður staðið. Það er hins vegar ekki boðlegt að leysa það mál án þess að um leið verði mörkuð stefna um önnur vegamannvirki sem tengja höf- uðborgarsvæðið til norðurs og vesturs. Allir sjá að með tilkomu Sunda- brautar þarf nýjan veg að Hvalfjarð- argöngum. Fyrir fáum dög- um ók tíumilljónasti bíllinn um Hval- fjarðargöng, heilum tíu árum fyrr en áætlað var í upphafi, og meðalumferð um þau nálgast nú fimm þúsund bíla á dag. Augljóslega þarf að auka afköst þessa mannvirkis innan fjögurra til sex ára og það liggur í augum uppi að sú afkastaaukning þarf að stemma við tilkomu Sundabrautar. Hugmyndir liggja nú þegar fyrir um tvöföldun Hvalfjarðarganga. Þær framkvæmdir þurfa að haldast í hendur við tilkomu Sundabrautar ef vel á að fara. Hvalfjörður – Borgarfjörður Tilkoma afkastamikilla vega- mannvirkja frá höfuðborgarsvæðinu Sundabraut, hvað svo? Jóhann Ársælsson skrifar um umferðarmannvirki í tengslum við Sundabraut ’… framkvæmdaáætlunum lagningu Sunda- brautar, stækkun Hval- fjarðarganga og upp- byggingu fullnægjandi vegar með tveimur ak- reinum í hvora átt vestur fyrir Borgarnes.‘ Höfundur er alþingismaður. upp á Hvalfjarðarströnd kallar óhjákvæmilega á endurbætur vega að minnsta kosti þar til leið- ir greinast vestan Borg- arness. Það eru a.m.k. jafngóð rök fyrir tvöföld- un vega á þessari leið og veginum austur frá Reykjavík. Það er afar mikið í húfi að vel verði staðið að undirbúningi og ákvarðanatöku um þess- ar framkvæmdir en tím- inn til að huga að und- irbúningi er í raun runninn út. Krafan til stjórnvalda nú hlýtur að vera um framkvæmdaáætlun um lagningu Sundabrautar, stækkun Hvalfjarðarganga og uppbyggingu fullnægjandi vegar með tveimur ak- reinum í hvora átt vestur fyrir Borgarnes. Þessi áætlun þarf að liggja fyrir strax á þessu ári. Það er í raun áfellisdómur yfir stjórnvöld- um að heildstæð áætlun um Norð- vesturveg skuli ekki nú þegar vera til staðar. Jóhann Ársælsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.