Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 45

Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 45 UMRÆÐAN AÐ GEFNU tilefni vil ég gera stutta grein fyrir afstöðu V-listans í sam- einuðu sveitarfélagi í Þingeyjarsýslum, til hugmynda um álver við Húsa- vík. Ekki þarf að fara í grafgötur um það að félag VG í hinu nýja sveitarfé- lagi, sem ásamt öðru félagshyggju- og umhverfisvernd- arfólki stendur að framboðinu, er sammála stefnu Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs og telur að frekari uppbygging stóriðju hér á landi komi ekki til greina. Varðandi þau áform sem nú eru til skoðunar um bygg- ingu álvers í nágrenni Húsavíkur hefur V-listinn varað mjög við því að sveitarfélagið setji allt sitt traust á þá framkvæmd. Framboðið einfaldlega hafnar því að menn sitji með hendur í skauti og bíði eftir álveri, og greinir sig þannig frá öðrum framboðum hvað þetta snertir. Allt tal í þá veru að menn þurfi „eitthvað stórt“ og ekki þýði að tala bara um „eitthvað ann- að“ er varhugavert. Með því er allt of lítið gert úr mörgu sem hér hefur verið áorkað og sömuleiðis úr þeim fjölbreyttu möguleikum sem fólgnir eru í mannauði, náttúru og auðlindum svæðisins. Það er eindregin skoðun okkar að næstu misseri verði að nota vel til að kanna alla þætti sem lúta að hugsanlegri byggingu álvers eins og þeir snúa að heimamönnum, samfélagi okkar og umhverfi. Ekki ber að gefa sér þá niðurstöðu fyrirfram slík risaframkvæmd verði byggðarlaginu ein- ungis til heilla eða sé réttlætanleg vegna áhrifanna á náttúru, umhverfi og ímynd svæðisins, annað atvinnulíf og hið mannlega samfélag. V-listinn mun ekki leggjast gegn skoðun á hugsanlegum álvers- framkvæmdum vegna þess að við teljum afar brýnt að fari fram ítarleg umræða um þetta mál þar sem allar upplýsingar séu uppi á borðinu, jafn- óðum og þær liggja fyrir. Í þeirri vinnu ætlum við að veita það aðhald sem nauðsynlegt er, til að hagsmunir samfélagsins, umhverfis og náttúru verði ekki fyrir borð bornir þegar taka þarf ákvarðanir um framhald málsins. Það er ekkert launungarmál að innan raða þeirra sem að framboðinu standa er margt fólk sem er andvígt fyrirhuguðum framkvæmdum vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem þær geta haft á náttúru, mannlíf og atvinnu- líf, ekki síst mikilvægar greinar á landsbyggðinni eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu. V-listinn vill jafnframt leggja þunga áherslu á það grundvallarsjón- armið framboðsins að ekki verði farið í frekari virkjanir á fallvötnunum í Þingeyjarsýslum vegna hugsanlegrar orkuöflunar fyrir stóriðju, þ.m.t. Skjálfandafljóti, Svartá, Suðurá, Laxá eða Jökulsá á Fjöllum. V-listinn telur mikilvægast að beita sér fyrir fjölbreytni í atvinnu- málum og að hið nýja sveitarfélag marki sér frá byrjun metnaðarfulla velferðarstefnu. Markmiðið verði fjölskylduvænt og öruggt samfélag sem nýti kosti búsetu á landsbyggðinni svo sem nálægð og persónulega þjón- ustu, möguleika til útivistar og samneytis við umhverfið, fjölbreytt mann- líf og menningu. Það eru hreinar línur. Við viljum ekki sitja og bíða Eftir Ásbjörn Björgvinsson Höfundur er forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík og skipar 1. sæti á V-listanum í Þingeyjarsýslum. HVAÐA mál vegur þyngst í komandi borgarstjórnarkosningum? Algeng- asta svarið, sem undirritaður hefur fengið að undanförnu, er staðsetning flug- vallarins. Flestir leggja áherslu á að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýr- inni. Um einkamál Reykvíkinga geti ekki verið að ræða, þar eð Reykjavík sé höfuðborg Íslands og öllum landsmönnum mikil nauðsyn að eiga sem greiðasta leið að og frá borginni. Björn Ingi & Co. í ex(it)bé framboðinu reyna í fáti að telja kjósendum trú um, með mjög kostnaðarsömum sjónvarps- áróðri, þar sem „staðreyndum“ er hagrætt að vild, að töfra- lausnin felist í að eyðileggja nýjuppgerðan flugvöllinn, ásamt því að rífa og brjóta niður öll mannvirki og byggingar honum tengdar. Byggja þess í stað gríðarstóra eyju í mynni Skerjafjarðar, ásamt með öllum þeim þjónustumannvirkjum sem aðalinnanlandsflugvelli landsins tilheyra og koma með stórkostlegum hagnaði út úr öllu bröltinu! Oft hefur maður heyrt um ævintýraleg „kosningaloforð“, en vafalaust slær þetta öll fyrri met. Fræg er sagan um frambjóðandann sem sagði við aðstoðarmann sinn, þegar honum fannst mikið liggja við að ganga í augun á væntanlegum kjósendum: „Skrifaðu eitt stykki flugvöll!“ Í þetta er gjarnan vitnað, sem dæmi um hversu langt menn hafa á stundum seilst í loddaraskap og hams- lausri viðleitni til atkvæðaveiða. Þeir ex(it)bé menn sjást greinilega ekki fyrir og gera sér í óðagotinu ekki grein fyrir að endanlegar ákvarðanir um stað- setningu flugvallar eru á valdi samgönguyfirvalda, auk yfirvalda þeirra sveit- arfélaga sem hlut eiga að máli. Bæjarstjórar nágrannasveitarfélaganna segja umrætt svæði utan lögsögu Reykjavíkur og finna að auki ýmsa augljósa meinbugi á málinu. Þetta brölt Björns Inga & Co. í ex(it)bé er hinsvegar í fullu samræmi við þá yfirlýsingu hans að nóg sé komið af „samræðustjórn- málum“. Nú sé þörf fyrir „athafnastjórnmálamenn“ og þeim flokki vilji hann tilheyra! Væntanlega telur hann því hreina tímasóun að eyða tíma í samræður við þá aðila, sem hlut eiga að máli! Taka kjósendur slíkan frambjóðanda al- varlega? Lönguskerjaframboð í vanda Eftir Svein Aðalsteinsson Höfundur skipar 7. sæti á F-listanum fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.