Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 46
46 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ingibjörg R. Ingadóttir skrif-ar: „... það fer afskaplega ítaugarnar á mér að af-greiðslufólk í verslunum og
skrifstofum er stundum farið að
ávarpa mann með orðunum: ‘Get
ég (eitthvað) hjálpað þér?’ – í stað
þess að segja: ‘Get ég aðstoðað?’
Þarna er auðvitað um að ræða áhrif
frá ensku en með þessu finnst mér
líka verið að breyta viðskiptavini í
skjólstæðing. Fólk leitar sér hjálp-
ar hjá heilbrigðisstarfsfólki, prest-
um, sálfræðingum, félagsþjónustu
o.s.frv. Manneskja sem gengur inn
í verslun og hefur í huga að eyða
þar peningum er hins vegar ekki í
stöðu skjólstæðings. Mig langar
eiginlega til að segja: ‘Ég er að
leita að vörum en ekki hjálp, ef ég
þarf hjálp fer ég til hjálparstofn-
ana’ – eða eitthvað álíka ... Á fleiri
sviðum smjúga inn erlend áhrif
þótt málfræðin sé íslensk. Í bakaríi
um daginn var kona með unga
dóttur sína og var sú stutta að
spyrja út í eitthvað en fékk ekki
svör. Sagði hún svo við móðurina:
‘Elskarðu svona kökur?’ Ég rak
upp stór eyru við þetta orðfæri
barnsins enda var ekki að heyra á
mæli fólksins að það væri af er-
lendum uppruna eða hefði verið
langdvölum erlendis. Jafnvel á
ensku myndi þetta nú hljóma frem-
ur einkennilega. A.m.k. talar það
fólk sem ég hef þekkt á Bretlands-
eyjum ekki svona.“
Umsjónarmaður þakkar Ingi-
björgu fyrir ábendingarnar og tel-
ur augljóst að hún hefur rétt fyrir
sér, hér er um að ræða áhrif frá
ensku, slík notkun sagnanna hjálpa
og elska getur ekki talist til fyr-
irmyndar.
Orðatiltækið e-ð riðar til falls á
rætur sínar í Nýja testamentinu og
vísar það til húss sem riðar til falls
(og fellur) þar sem það var byggt á
sandi. Venjulega er það notað um
eitthvað hlutstætt, t.d. um stjórn
eða fyrirtæki, en ekki um eitthvað
óhlutstætt eins og feril. Eftirfar-
andi dæmi hljómar því ein-
kennilega: Glæstur ferill John
Profumo [þ.e. Johns Profumos] rið-
aði til falls eftir að fjölmiðlamenn
komust á snoður [snoðir] um sam-
band hans við ... (Blaðið 11.3.06).
Með allmörgum orðasam-
böndum, sem vísa til óþágu, stend-
ur forsetningarliðurinn fyrir e-m/
e-u, t.d.: það blæs ekki byrlega fyr-
ir e-m; það er farið að syrta í álinn
fyrir e-m og e-ð bætir ekki úr skák
fyrir e-m. Í mörgum slíkra orða-
samband má annaðhvort nota fs.
hjá/(fyrir) eða hjá/fyrir, t.d.: það
hleypur á snærið hjá/(fyrir) e-m;
e-ð er komið er í óefni hjá/(fyrir)
e-m; e-ð fer/lendir í handaskolum
hjá/(fyrir) e-m;
það er farið að
halla undan fæti
hjá/(fyrir) e-m;
það stendur vel/
illa á fyrir/hjá
e-m og það ræt-
ist úr hjá/(fyrir)
e-m. Svo virðist
sem fs. hjá sæki
á í slíkum orða-
samböndum. Í
nútímamáli
bregður einnig
fyrir afbrigðum með fsl. fyrir e-n,
t.d.: Það er farið að syrta í álinn
fyrir KR-inga (‘fyrir/hjá KR-
ingum’). Slík dæmi samræmast
ekki málvenju.
Orðatiltækin lúta í lægra haldi
(fyrir e-m) og (þurfa/verða að) láta
í minni pokann (fyrir e-m) eru svip-
aðrar merkingar. Það gengur hins
vegar alls ekki að rugla þeim sam-
an eins og gert er í eftirfarandi
dæmi: Sögusagnir hafa verið uppi
um að A.K. sem lét í lægra haldi
fyrir B.I.H. ... leggi á ráðin (Blaðið
28.3.06). Í eftirfarandi dæmi virðist
einnig vera um bastarð að ræða:
Óeirðaalda síðustu daga ... hafa
[svo] varpað kastljósinu að miklum
vanda ... (Frbl. 7.11.05). Hér virðist
orðasamböndunum beina kastljós-
inu að e-u og varpa ljósi á e-ð rugl-
að saman.
Nafnorðið frágangssök, -sakar,
kvk., á rætur sínar í lagamáli. Það
vísar til þess er menn ganga frá
máli (þ.e. hverfa frá máli) sökum
þess hve óaðgengilegt það er.
Óbein merking er ‘fráleitur hlutur,
e-ð sem ekki verður gengið að’. Í
eftirfarandi dæmi þykir umsjón-
armanni vel að orði komist: og því
er frágangssök að hefja fram-
kvæmdir af nokkru tagi á svæðinu
(Mbl. 23.4.06). Í nútímamáli mun
algengast að nota frágangssök með
neitun, t.d.: Það er engin frágangs-
sök að ganga að tilboðinu og það er
engin frágangssök að ganga stutt-
an spöl í góðu veðri.
Úr handraðanum
Orðasambandið segja af eða á
(um e-ð) á rætur sínar að rekja til
lagamáls. Það vísar til þess er kvið-
ur ber sök á menn eða af honum.
Bein merking er ‘bera sök af e-m
eða á e-n, sýkna e-n eða sakfella’ en
yfirfærð merking er ‘segja já eða
nei; taka ótvíræða afstöðu til e-s.’
Beina merkingu orðasambandsins
er víða að finna í fornu máli, t.d. í
Njáls sögu: beiði búa ... fram-
burðar um kvið, bera annað
tveggja á eða af (142. kafli) og bera
annað tveggja af eða á (144. k.).
Hér merkir kviður ‘vitnisburður,’
sbr. einnig: mun óvinsælt verða
málið að bera af honum kviðinn;
Nú ber kviður af honum og á þann
að dæma fjörbaugsmann ef kviður
ber á hann. Af sama meiði eru
orðasamböndin bera e-ð á e-n
[áburður] ‘ákæra e-n, bera e-m e-ð
á brýn’ og bera e-ð af sér ‘neita
sakargiftum’. Bein merking hefur
verið gagnsæ í lagamáli allt fram á
síðustu öld en yfirfærð merking er
gömul, t.d.: sverja ... annað hvort af
eður á; Það er ýmist af eða á og
gefa e-m skýrt svar af eða á um e-ð.
Eftirfarandi dæmi eru því í góðu
samræmi vil málvenju: Þú verður
að ákveða þig, segja af eða á hvort
þú þiggur starfið og ... jafnvel þótt í
raun sé enginn vegur að sanna
hana [fullyrðinguna] af eða á (Mbl.
17.2.06).
Orðatiltækið
e-ð riðar til
falls á rætur
sínar í Nýja
testamentinu
og vísar það til
húss sem riðar
til falls (og fell-
ur) þar sem
það var byggt á
sandi.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 76. þáttur
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞAÐ vekur furðu að tunga Shake-
speares, Benjamíns Franklín og
Abrahams Lincolns skuli vera blóði
drifin í munni og málfari kristinna
Bandaríkjamanna. Það orð sem þeir
taka sér hvað oftast í munn er:
„Kill“. Hvað veldur því að varir
þessara kristnu þjóðarforingja eru
blóðugar? Þeir minna á Skugga-
Svein sem hrópaði „Drepum, drep-
um“.
Einn sjónvarpsmanna, sem ég
hlustaði nýlega á sagði: „Þegar við
höfum drepið þennan, þá ætlum við
að drepa hinn“. Þetta hljómaði eins
og hann væri að lesa upp matseðil
og telja upp réttina. Fyrst er súpa
og síðan kjötréttur. Þessir menn eru
flestir snyrtimenni. Klipptir, rakaðir
og ilma greinilega af Old Spice eða
Chanel Five, en blóðbragðið í munni
þeirra verður ljóst af orðum þeirra.
Ég minnist þess frá unglings-
árum að mannúðarmenn, svokall-
aðir húmanistar vitnuðu gjarnan í
Horst Wesselsöng nazista, sem
sungu: „Þegar gyðingablóðið af kut-
anum drýpur“. Enginn minntist á
það að í franska þjóðsöngnum kveð-
ur við svipaðan tón:
„Á storð, á storð, sem steypiflóð
skal streyma níðingsblóð.“
Þá var hverjum og einum í sjálfs-
vald sett að úrskurða hver var níð-
ingur og hver ekki.
Það er engum til prýði að hrópa á
blóð samtíðarmanna sinna þó hinir
sömu hrópi húrra fyrir frönsku bylt-
ingunni og blóðfórnum hennar.
„Drepist kúgunarvaldið“ hrópuðu
skagfirskir bændur og áttu þar við
Grím amtmann Jónsson, frænda
Gríms Thomsens og sveipuðu sig
rauðum treflum er þeir riðu til
Möðruvalla og gengu af amtmann-
inum dauðum skömmu síðar. Ég
held að Sigurður í Gönguskörðum
hafi verið einn þeirra. Ólafur Odds-
son hefur ritað skilmerkilega grein í
Blöndu, að mig minnir. Hér er til-
valið efni á Sæluviku Skagfirðinga.
PÉTUR PÉTURSSON,
þulur.
Er Skugga-Sveinn málfars-
ráðunautur Bandaríkjastjórnar?
Frá Pétri Péturssyni:
NÚ Á TÍMUM er til ágætis hugtak
sem heitir viðskiptajöfnuður. Þegar
hann er jákvæður er viðkomandi
þjóð að safna erlendri eign. Ef hann
er neikvæður er
verið að safna
skuldum. Það
gengur ekki mán-
uðum og árum
saman. Gengið
þarf á hverjum
tíma að vera
þannig að við-
skiptajöfnuður-
inn sé sem næst
núlli. Því ber að
fagna þeirri leiðréttingu á gengi
krónunnar sem orðin er á seinustu
dögum. Leiðréttingin varð af því að
braskbankarnir fengu skell, en ekki
vegna þess að hætt væri við stór-
iðjuframkvæmdir. Það er gaman að
hafa hátt gengi. Þá eru innfluttar
vörur og utanlandsferðir ódýrar.
Ríkissjóður fær þá líka marga pen-
inga. Þessu fylgja þó timburmenn
eins og öðru fylliríi. Hvert var upp-
hafið? R-listinn fann upp það snjall-
ræði að bjóða upp lóðir, þó með lág-
marksverði. Frjálsi
Fjárfestingarbankinn fjármagnaði
kaupin og bygginguna. Hann hafði
þó leppa. Þegar kom að sölu var
verðið svo hátt að hámarkslán frá
Íbúðalánasjóði að viðbættu því sem
einstaklingur átti dugði ekki. Á
árinu 2003 átti þessi banki hundruð
ef ekki þúsundir óseljanlegra eigna.
Þegar neyðin er stærst er hjálpin
næst. Nú sammæltist bankastóðið
um að bjóða hærri húsnæðislán og
skriðan fór af stað. Þessar eignir
seldust og annað húsnæði hækkaði
til samræmis. Fasteignamatið
hækkaði og gaf mönnum færi á að
taka meiri lán, að sjálfsögðu verð-
tryggð. Bankarnir fjármögnuðu
þessi lán með erlendum lánum sem
héldu genginu háu. Bankarnir tóku
ekki áhættu. Þessi húsnæðislán eru
verðtryggð og hækka því þegar
gengið lækkar og verðbólgan fer af
stað. Þessi lán eru allt að 100% sem
veldur því að húsnæðisverð getur
aldrei framar lækkað. Seðlabankinn
reyndi að sporna við þessu með
hærri stýrivöxtum en spriklaði í
lausu lofti eins og asni sem hangir á
eyrunum. Af þessu má draga lær-
dóm.
1. Hækkuð lán og hækkað húsnæð-
isverð jafngilda kjaraskerðingu.
Það er síst betra að búa í 30 millj-
ón kr. húsi heldur en í 15 milljón
kr. húsi, sérstaklega þegar það er
sama húsið.
2. Innstreymi á erlendum gjaldeyri í
formi lána má ekki hækka gengið.
3. Stýrivextir seðlabankans hafa lítil
áhrif þegar bankar geta fjár-
magnað sig án þess að skipta við
hann.
EINAR KRISTINSSON,
eðlisfræðingur og
fyrrverandi Tækniskólakennari
Braskið
Frá Einari Kristinssyni:
Einar Kristinsson
ÓTRÚLEGA margir eru þeir Ís-
lendingar sem nú vilja sækja um inn-
göngu Íslands í Evrópusambandið.
Við viljum öll vera
í bandalagi með
öðrum Evr-
ópuþjóðum. EB
er okkur svo vin-
samlegt að þeir
munu strax lækka
tolla á svo til öll-
um vörum o.s.frv.
Það er engu
líkara en þessir
Evrópusinnar séu að tala um að selja
Evrópuþjóðum nokkrar síld-
artunnur. Nei, það er ögn meira sem
hangir á spýtunni. Evrópuþjóðirnar
bæði góðar og vondar, ríkar og fá-
tækar, hyggjast fella niður tolla á
okkar útflutningsvörum. En þessir
höfðingjar ætla sko ekki að gefa okk-
ur neitt. Fyrst og fremst eru þeir að
leggja undir sig fiskveiðilögsöguna.
Og jafnvel þó að nú þegar þurfum
við að greiða skatt fyrir að fiska okk-
ur í soðið, þá vil ég af tvennu illu
heldur greiða íslenskum kvótagreif-
um þennan skatt en einhverjum ný-
lenduherrum úti í heimi. Nú svo
hyggjast þessir EB húsbændur
hirða iðnaðinn okkar, fossana okkar
og leggja landbúnaðinn okkar í leið-
inni í rúst. Og til að kóróna verkið
fáum við svo að greiða nokkra millj-
arða í þátttökugjald fyrir þann heið-
ur að fá að vera með í dásemdinni.
En allt þetta er samt ekki aðal-
atriðið. Aðalmálið er kannske frekar
það, hvort við viljum vera frjáls og
sjálfstæð þjóð eða undirokaður
leiguliði einhverra stórvelda. Þá sem
í dag berjast fyrir að selja sjálfstæði
okkar í hendur EB fyrir tollaíviln-
anir sæmi ég hiklaust nafnbótinni
föðurlandssvikarar. Sumir af þess-
um EB-agentum hrópa: „Viltu þá
frekar innlimast Bandaríkjunum?“
Þvílík þvæla. Ég vil einfaldlega að
við verðum áfram sjálfstæð þjóð.
Ríkjasamband sjálfstæðra ná-
grannaþjóða í norðri væri einna
helst framtíðarmöguleiki. Fyrst og
síðast vil ég sjálfstæði.
KARL JÓNATANSSON,
tónlistarkennari.
Inngangur í Evrópusambandið
Frá Karli Jónatanssyni:
Karl Jónatansson
ÍSLANDSVINIR, Náttúruvaktin og
Náttúruverndarsamtök Íslands vilja
skýr svör um stefnu flokkanna í um-
hverfismálum og boða því til fundar
með frambjóðendum allra flokka í
borgarstjórnarkosningum á laugardag-
inn, 6. maí, kl. 14 í Reykjavík-
urakademíunni, Hringbraut 121, 4 hæð.
Náttúran skiptir líka máli
Mikið hefur verið rætt undanfarið um
aldraða, leikskólana, sundabraut og
flugvöllinn, en varla orði minnst á
umhverfismál. Öll þessi mál þarf að
ræða og skiljanlegt að það sé gert en í
ljósi þess hvað borgin hefur mikil
áhrif á það sem gerist hjá Lands-
virkjun og Orkuveitunni hafa borg-
arstjórnarkosningar áhrif á stór-
iðjustefnu ríkisstjórnarinnar og
hversu langt hún nær fram að ganga.
Fyrir því þurfum við borgarbúar að
vera vakandi þegar við kjósum. Nátt-
úra Íslands er í okkar höndum.
Atkvæði okkar í sveitarstjórn-
arkosningum ráða heilmiklu um það
hvernig farið verður með landið og
náttúruna á komandi árum og ber
okkur því að ræða þau mál hreint út,
skýrt og skilmerkilega við frambjóð-
endur. Margir Íslendingar eru nú
orðnir uggandi yfir gangi mála og
finnst of nærri náttúru Íslands geng-
ið með stóriðjuframkvæmdum. Í vax-
andi mæli er fólk farið að hafa
áhyggjur af útstreymi gróðurhúsa-
lofttegunda og þykir ástæða til þess
að stjórnvöld lands og bæja móti sér
stefnu um hvernig draga megi úr því.
Orkuveitan skilar hagnaði og við
þurfum að vita hvort verðandi borg-
arfulltrúar hafi hugsað sér að einka-
væða hana eins og stefnan er hjá
sumum með ýmsa aðra grunnþjón-
ustu, eða halda henni og Lands-
virkjun í þeim tilgangi að stuðla að
ábyrgri notkun náttúruauðlinda í
þágu þjóðarinnar.
Á síðustu dögum og vikum hafa
okkur borist þær fregnir að nú eigi að
flýta framkvæmdum í átt að stóriðju
bæði í Helguvík og á Húsavík og er
það gert til þess að koma í veg fyrir
að við, lýðurinn, fáum tækifæri til
þess að kjósa um frekari fram-
kvæmdir í alþingiskosningum á
næsta ári. Nú á að hraða fram-
kvæmdunum til þess að koma í veg
fyrir að kjósendur muni hafa nokkuð
um þetta að segja, því nú er rík-
isstjórnin að verða hrædd um að
landinn fari að setja náttúru Íslands í
efsta sæti í næstu kosningum. Lýð-
ræðið er svæft og öll umræða um sér-
staka þjóðaratkvæðagreiðslu er
kæfð. Nú er það í okkar höndum,
kæru Íslendingar, að huga að með-
ferð náttúrunnar og varðveita hana
fyrir komandi kynslóðir. Þess vegna
þurfum við að fá skýr svör frá fulltrú-
um flokkanna í Reykjavík, því kom-
andi borgarstjórn mun hafa mikið að
segja um hvort allar ár landsins verði
virkjaðar og hálendið notað undir
stóriðju. Að sjálfsögðu þurfa kjós-
endur úti á landi líka að fá skýr svör
verðandi fulltrúa sinna í þessum mál-
um og er vonandi að alls staðar verði
þessi umræða tekin fyrir með skýr-
um hætti.
F.h. Íslandsvina,
ANDREA ÓLAFSDÓTTIR,
háskólanemi og Íslandsvinur.
Íslands- og náttúruvinir vilja
skýr svör frambjóðenda
Frá Andreu Ólafsdóttur: