Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 49

Morgunblaðið - 06.05.2006, Side 49
fastur fyrir og ákveðinn, hafði sín- ar skoðanir á málunum. Árið 1994 varð hann og fjölskyld- an fyrir áfalli er faðir hans lést langt um aldur fram úr krabba- meini, sá missir var Ásbergi þung- ur, en hann tók honum af karl- mannlegri yfirvegun. En þrátt fyrir heilsuleysi og föð- urmissinn blés hann til sóknar kláraði skyldunámið og hélt til náms í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og útskrifaðist þaðan sem stúdent vorið 2002 með stuðn- ingi góðra manna. Margt spjallið áttum við saman við eldhúsborðið heima í Lambhaga yfir kaffibolla, þar var allt tekið fyrir menn, mál- leysingjar, hermt eftir, og hlegið, hann var harður stuðningsmaður enska fótboltaliðsins Liverpool. Það varð honum sönn ánægja er hann vaknaði eftir eina af mörgum höfuðaðgerðum sem hann fór í síð- ustu árin þegar Liverpool liðið var orðið Evrópumeistari. En nú hefur Gunnar Ásberg ver- ið leystur frá þrautum og haldið í veg feðranna, ég bið algóðan guð að umvefja hann kærleika sinum og friði. Minningin um góðan frænda lifir. Ég og fjölskylda mín vottum móður hans og systkinum samúð okkar. Viðar. Nú er kempan horfin vorum sjónum. Gunnar Ásberg vinur minn er látinn, þrjátíu ára að aldri. Líf hans var ekki aðeins stutt, heldur einnig gjörólikt lífi okkar flestra. Um fermingaraldur fékk Ásberg illkynja heilaæxli. Með aðgerð, lyfja- og geislameðferð tókst að eyða æxlinu. En dýr varð sú lækn- ing honum. Hann varð alblindur, ganglimir lamaðir og jafnvægis- skyn skert. Enga grein get ég gert mér fyrir því, hvernig 14 ára drengur hugsar við slíkar aðstæð- ur. En eitt veit ég, að ætíð var hann glaður og reifur og kvartaði ekki yfir hlutskipti sínu. Þetta þótti mér furðulegt. Líklega réð hér miklu um sú sérstaka umhyggja sem foreldrar og systkini sýndu honum alla tíð. Enn dundi ógæfan yfir. Faðir hans, sá góði drengur, andaðist ár- ið 1993 tæplega fimmtugur að aldri. Ásberg var góðum gáfum gædd- ur og vildi læra meira, ekki var nú íslenska menntakerfið í stakk búið til að sinna slíkum nemanda. Það var ekki fyrr en þáverandi mennta- málaráðherra Ólafur G. Einarsson, greip í taumana að Ásberg gat haldið áfram námi og hafi Ólafur þökk fyrir. Það var mikill gleðidag- ur í lífi Ásbergs er hann lauk stúd- entsprófi. Hann hugði á háskóla- nám, en sjaldan er ein báran stök. Nú kom í ljós nýtt æxli í höfði, sjálfsagt afleiðing fyrri geislameð- ferðar. Reynt var þrisvar að fjar- lægja það með skurðaðgerð en ár- angurslaust. Nú var augljóst hvert stefndi. Mánuðum saman dvaldi móðir hans eða eitthvert systkina hans hjá honum á sjúkrahúsinu þar til lífi hans lauk. Enn einn vottur þeirrar ástúðar er þau sýndu hon- um ætíð. Við Ásberg reyndum oft saman kunnáttu okkar í Njálu og valt á ýmsu. Hann mundi eftir landslagi á söguslóðum Njálu í Rangárþingi, en þegar hann var búinn að gleyma hvernig Njála byrjaði, vissi ég að nú væri ekki langt eftir. Það er huggun harmi gegn, hversu mikla alúð og vinsemd læknar og allt hjúkrunarfólk sýndi Ásberg í þessu langa stríði hans. Næstum allt þetta fólk varð vinir hans. Ég er þess fullviss að þetta góða fólk mun fyrr eða síðar fá umbun fyrir góð- mennsku sína og nærgætni. Við Sigrún kveðjum Ásberg vin okkar eins og ég kvaddi Helga föð- ur hans með orðum Þórðar Narfa- sonar „Láti guð honum nú raun lofi betri“. Hrafnkell Helgason. „Gunnar Ásberg frændi minn er frjáls“ var það sem kom í hugann þegar ég frétti af því að hann hefði kvatt. Þessi fregn var í senn hryggðarefni yfir góðum frænda gengnum langt um aldur fram, en um leið ákveðinn léttir yfir því að hann væri laus frá þrautum sínum. Hann kvaddi eldsnemma á mánu- dagsmorguninn fyrir rúmri viku. Það var eins og englar hefðu und- irbúið komu hans, því mjúk silki- breiða af nýjum snjó var yfir öllu. Ég man fyrst eftir Gunnari Ás- berg þegar hann var um það bil 3–4 ára gamall og ég að komast á unglingsaldur. Það var á þeim ár- um þegar við fjölskyldan að norðan fórum í eina árlega heimsókn í Rangárvallasýslu, gjarnan í kring- um afmæli afa gamla. Á þessum ár- um bjó fjölskyldan í Lambhaga enn í gamla húsinu með torfþakinu. Þessar heimsóknir að Lambhaga hafa alla tíð verið mér mjög minn- isstæðar. Einkum fyrir tvennt. Kælda mjólk beint úr tankinum, eins og til siðs var til sveita á þeim tíma, og fjörkálfinn Gunnar Ás- berg. Hann var hlaupandi úti um allt, uppi á öllu, á hestbaki á öllum, sífellt hlæjandi og gerandi að gamni sínu. Hann var á þessum ár- um áreiðanlega það sem synir mín- ir myndu í dag kalla „ofurhetju“, sem er samheiti þeirra yfir helstu hetjur hvíta tjaldsins. Síðan liðu árin. Ég komst í full- orðinna manna tölu og ferðunum austur að Lambhaga fækkaði. Allt- af samt fylgst með öllum þessum frændgarði úr fjarlægð, þó ekki nema til að hafa á takteinum fréttir af nýjum væntum frændsystkinum. Gunnar Ásberg róaðist síðan held ég eins og gerist með börn almennt og hóf sína skólagöngu. Það var síðan stuttu fyrir ferm- ingu að mein í höfði gerði Gunnar Ásberg, svo að segja á einni nóttu, blindan og verulega hreyfihamlað- an. Þetta voru hörð og grimm örlög fyrir ungan dreng. Lengi var hald- ið í vonina um að úr rættist en meinið tók sig upp að nýju. Fáum árum eftir að Gunnar Ásberg varð fyrir áfallinu mátti fjölskyldan síð- an horfa á eftir heimilisföðurnum sem lést á fimmtugasta aldursári. Á þeim tíma sem liðið hefur síð- an þessi áföll dundu yfir hefur fjöl- skyldan í Lambhaga staðið saman eins og einn stór klettur. Gunnar Ásberg bjó nánast alla tíð heima í Lambhaga og þar var honum séð fyrir þeirri bestu aðstöðu og að- hlynningu sem völ var á og til marks um það, kláraði hann fyrir rest sína skólagöngu með stæl, allt til stúdentsprófs. Fótbolti og allt sem honum fylgir var uppáhald hjá Gunnari Ásberg og í þeim um- ræðum var hann á heimavelli. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt eina slíka upplifun með honum er ég tók hann eitt sinn með á landsleik á Laugardalsvelli. „Lengi má manninn reyna,“ seg- ir máltækið. Ef það á einhvers staðar við, er það klárlega í tilviki fjölskyldunnar í Lambhaga. Hún hefur með stolti og styrk sinnt þessu stóra hlutverki sem almættið úthlutaði henni og nýtur aðdáunar þeirra sem til þekkja. Sjöfn, frændsystkin öll og mak- ar, traustur drengur er genginn. Eftir situr minningin sem þið varð- veitið. Ég bið góðan Guð um að gefa ykkur enn meiri styrk og blessa minningu Gunnars Ásbergs. Í mín- um huga eruð þið „ofurhetjur“. Helgi Bragason. Kynni okkar Gunnars hófust fyr- ir um áratug. Ég tók að mér að út- vega honum verkefni í skólahléum, og við komumst fljótt að samkomu- lagi um að hann yrði sérstakur að- stoðarmaður minn. Seinna snerum við því við; ég varð sérstakur að- stoðarmaður hans. Saman fórum við til annarra landa. Í Finnlandi upplifðum við ævintýri. Fórum um þrönga skógarstíga, einbreiðar trjábolabrýr, rétt féllum útbyrðis af bát er fékk á sig slagsíðu. Skoð- uðum kastala. Og krá sem hafði upp á að bjóða mesta úrval af bjór er við nokkurn tíma höfðum séð og smakkað. Síðar um stræti London, og nutum lífsins. Gunnar var góður ferðafélagi, hann lét ekki stoppa sig þótt blindur væri og bundinn við stól. Hann átti góða að, og hafði óbilandi lífsvilja. Hann kvaddi of fljótt, enda sýndi hann með lífi sínu að það þarf ekki einungis „líkam- legt atgervi“ til að lifa með reisn, hugur, lífsvilji og lífsgleði skipta miklu. Í mínu lífi skipar Gunnar Ásberg stóran sess, bæði sem vin- ur og einn af athyglisverðari mönn- um sem ég hef kynnst. Og mun ég alltaf geta yljað mér við minningar af samverustundum okkar og ferðalögum. Ein er sú er oft kemur upp í hugann. Í kastala á Norður- Finnlandi hefur Ásberg staðið upp úr stólnum og stendur við fall- byssu, hann er eins og herforingi tilbúinn að hleypa af. Þannig háði hann sitt stríð við örlögin, geri aðr- ir betur. Sjöfn, systkini, aðstandendur og vinir, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðmundur Garðar. Að leika upp æskunnar ævintýr með áranna reynslu sem var svo dýr, er lífið í ódáins-líki. Ég gref allt hið liðna í gleðinnar skaut, ég gjöri mér veginn að rósabraut og heiminn að himnaríki. (Einar Benediktsson.) Góður vinur minn, Ásberg í Lambhaga, er dáinn og horfinn á braut langt um aldur fram. Langri baráttu við illvígan sjúkdóm er lok- ið. Ásberg í Lambhaga fæddist fyr- ir þrjátíu árum og lífið hló við hon- um. Barn hamingjusamra og duglegra foreldra, fæddur inn í samhentan og góðan systkinahóp. Hann bar elju og dugnað ættar sinnar í svipmóti sínu, áhugasamur um alla hluti, atorkubarn til sálar og líkama. Öllum mönnum sem fæðast eru ætluð örlög og barátta og gæðum lífsins er að okkar mati stundum undarlega misskipt. Fjölskyldan samhenta í Lambhaga hefur tekist á við mikla erfiðleika og veikindi. Helgi Jónsson, faðir Ásbergs, veiktist og dó í blóma lífsins; að honum var mikill missir og sökn- uður. Sjöfn stóð ein eftir með barnahópinn sinn á ungum aldri og stórt bú, en umvafin vinum og frændfólki. Í hönd fóru á ný erfið ár og barátta við illvígan sjúkdóm, Ásberg veikist af krabbameini um fermingu og varð fyrir áföllum aft- ur og aftur. Þrátt fyrir miklar að- gerðir, sem gáfu vonir um árangur, fór svo að lokum að dauðinn sigraði lífið. Góðu stundirnar sem gáfust á milli nýtti hann til að mennta sig og varð stúdent frá Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Ásberg var einstakur ungur maður sem alltaf átti sér lífsvon og sá, þrátt fyrir öll veikindin, björtu hliðar lífsins og átti einstakan lífs- vilja til að sigra. Allir sem honum kynntust dáðust að þreki hans og viljastyrk og hvernig líf hans varð, þrátt fyrir áföllin, að fallegri rósa- braut. Hann var hlýr í viðmóti og gaf öðrum styrk með glettnum til- svörum og lífsgleði sinni. Sá er þetta ritar átti hann að sem ein- stakan vin, ungan mann sem hafði alltaf eitthvað gott til málanna að leggja. Síðast bar fundum okkar saman við sjúkrabeðinn í síðustu og erfiðustu lotunni. Hann var dökkur á hár og brúnir þar sem hann beið örlaga sinna í hvítu lín- sænginni, ljós á hörund, andlits- drættirnir fastmótaðir, svipurinn hreinn og festulegur, fallegur ung- ur maður. Ég fann að hann var að kveðja, vissi sem var að örlaga- stundin var að nálgast. Hann ræddi við mig um búskapinn í Lambhaga og sveitina sína kæru, fuglalífið og fegurðina á Rangárvöllum; hugur- inn var heima. Loks kom erindið sem var svo líkt honum. Hann spurði móður sína um gjöfina sem hann vildi færa mér að skilnaði, fal- lega leirkrukku, sem hann hafði sjálfur mótað og málað í grænum litum vorsins og vonarinnar. Krukkan var merkt flokknum okk- ar, sem hann bað mig að standa vörð um. Ógleymanleg stund, sem vitnar um þá miklu tryggð sem hann bar til vina sinna. Minjagrip- urinn er nú á arinhillunni minni og yljar mér um hjartarætur. Það er sárt að sjá ungan mann, sem átti svo sterka þrá til lífsins og mikla drauma, hverfa á braut. Við sem eftir stöndum syrgjum þennan unga mann, en trúum að lífið haldi áfram í landi eilífðarinnar eins og skáldið sagði: … þó ljósin slokkni og blikni blóm. – Er ei bjartara land fyrir stefni? Við trúum því einnig, kæri Ás- berg, að nú séu þín sár gróin, allar kvalir og veikindi að baki og þú dveljir í hinu fyrirheitna landi ljóssins, umvafinn ástvinum og seg- ir föður þínum frá mönnum og mál- efnum sem á daga þína drifu; þar verður frásagnarlist í fyrirrúmi og öllum borin vel sagan. Minningin um Ásberg Helgason er einstök. Baráttusaga hans er hetjusaga. Kæra Sjöfn, systkini Ásbergs og frændgarður, ykkar er sorgin dýpst en jafnframt minningarnar dýrmætastar. Hann var ljós í lífi ykkar, sem gefur ykkur styrkinn og gleðina á ný. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Guðni Ágústsson. Stundum er maður svo heppinn að kynnast manneskjum sem snerta hjarta manns með þroskaðri lífsýn, bjartsýni og einstöku æðru- leysi í veikindum sínum. Þannig var Ásberg. Við kynntumst fyrst á barnadeild Landakotsspítala fyrir 16 árum þar sem ég annaðist hann og höfum við haldið vináttu alla tíð síðan. Það var auðvelt að þykja vænt um hann og gaman að hlæja með honum. Á bak við Ásberg stendur ein- staklega heilsteypt, sterk og sam- heldin fjölskylda sem sjálf hefur þurft að þola ýmsa ágjöf í lífinu en staðið með sama æðruleysi og hann. Best kynntist ég Sjöfn móður Ásbergs og Hafdísi systur hans sem önnuðust hann af óeigingjarnri ást og umhyggju. Tryggð þeirra, vinátta og traust verður mér alltaf mikils virði. Elsku Sjöfn, Hafdís, Dagrún, Ómar, Nonni, Björgvin, fjölskyldur ykkar og aðrir ástvinir, ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum kærleiks- ljósið að vera ykkur nærri á meðan þið finnið takt út úr tómarúminu. Minning um Ásberg lifir í hjörtum okkar – minning um bjartsýni, þrautseigju og þroska. Brynja Laxdal. Erfiðri baráttu er lokið, ungur maður í blóma lífsins hefur lotið þungum örlögum. Barátta, æðruleysi og hugrekki voru aðalsmerki hans. Hann tók þátt í lífinu eftir getu, ásamt fjöl- skyldu sinni á milli þess, sem bar- ist var við illvígan sjúkdóm. Við sem fylgdumst með fylltumst stundum aðdáun á þrautseigju hans, dugnaði og glaðlyndi. Orðið uppgjöf virtist ekki til hjá honum né fjölskyldunni, sem stóð ætíð þétt við bak hans í blíðu sem stríðu. Ásbergi var lagið að koma með hnyttnar athugasemdir um lífið og tilveruna og lyfta andrúmsloftinu frá deyfð og drunga. Var hann í því enginn eftirbátur annarra fjöl- skyldumeðlima, er sest var við kaffiborð í Lambhaga eða verið annars staðar. Var jafnan staðið upp frá slíku spjalli og samveru- stund glaðari í sinni. Ég minnist Ásbergs sem ungs drengs; smávaxinn, knár og snagg- aralegur skaust hann frá einum stað til annars. Kappið og fram- kvæmdagleðin voru mikil, enda ær- ið að starfa. Þá var lífið leikur, framtíðin virtist bíða björt og bros- andi, heilbrigðum dreng og glaðri fjölskyldu. En skjótt skipast veður í lofti. Sjúkdómsbaráttan byrjaði vorið, sem hann átti að fermast. Gekkst hann þá undir fyrstu stóraðgerðina af fleirum. Fermingin beið til síðari hluta næsta sumars. Mér er minn- isstætt er foreldrarnir leiddu hann milli sín upp að altarinu í Odda- kirkju. Hve heitt var vonað og beð- ið að drengnum batnaði og allt yrði sem fyrr. Allnokkur bati kom næstu árin en sjónin kom ekki. Á næstu árum stundaði hann m.a. körfu- og brúðurúmagerð, eiga margir slíka muni frá honum. Hann hélt áfram námi, lauk stúd- entsprófi frá FSU vorið 2001. Hef- ur það verið honum, blindum, af- rek. Hann stefndi fram á við, setti merkið hærra og hugði á frekara nám. En um það leyti lét sjúkdóm- urinn enn á sér kræla og nú með sívaxandi krafti, þó voru stundir milli stríða, hann reis upp og tók þátt í lífi og glaðværð hversdags- ins. En enginn má sköpum renna, Ásberg laut í lægra haldi fyrir of- ureflinu að morgni dags 24. apríl, umvafinn fjölskyldu sinni. Svanborg Jónsdóttir. Með örfáum línum langar mig að minnast frænda og góðs vinar, Ás- bergs í Lambhaga. Við vorum bekkjarbræður í barnaskóla eða allt þar til Ásberg veiktist af þeim sjúkdómi sem nú hefur haft betur. Oft vorum við saman og bárum saman búskapinn heima hjá okkur. Ásberg stefndi á að verða bóndi þegar fram liðu stundir og því varð það honum mikið áfall þegar hann greindist með alvarlegan sjúkdóm sem varð til þess að hann missti sjónina, vorið sem hann átti að fermast, og var blindur æ síðan. Þetta breytti lífi hans varnalega en samt var undravert hvað Ásberg fékk áorkað þrátt fyrir mikla fötl- un. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands vorið 2001 og það var mikill persónu- legur sigur fyrir hann. Sá sigur efldi hann og Ásberg átti sér draum, líkt og ég og margir aðrir, um að læra meira. Sá draumur rættist því miður aldrei. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk fyrir allt. Elsku Sjöfn, Dagrún, Nonni, Ómar, Hafdís, Björgvin og fjöl- skyldur, við vottum ykkur innilega samúð og Guð veri með ykkur í sorginni. Jón Sæmundsson og fjölskylda. Fallinn er frá gamall vinur. Ásberg háði margra ára baráttu við sjúkdóm þann er hann laut í gras fyrir að lokum. Þó svo að síð- ustu misseri hafi verið orðið ljóst í hvað stefndi þá fá andlátsfréttir mann alltaf til að staldra við. Þegar við félagarnir lítum til baka til æskuáranna er margs að minnast: við vorum með strákalæti, spiluðum fótbolta og stunduðum SJÁ SÍÐU 50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 49 MINNINGAR Ásberg, takk fyrir að vera góður við okkur. Við munum alltaf muna eftir þér. Núna ertu kannski að leika við Blettu og ert að tala við afa og Skúla frænda, og þið eruð kannski að segja brandara og sögur. Þínar frænkur Ingibjörg Jónína, Helga Þóra og María Ósk. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.