Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 53 MINNINGAR hagaði forsjónin því svo til að þau urðu ekki fleiri. Ótal minningar sitja eftir um glaðar og góðar stundir en hæst ber þó minninguna um góðan dreng og heilsteyptan persónuleika sem unni heitt lífinu sem hann þurfti að yfirgefa allt of snemma. Við vott- um Líneyju og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð og þökkum fyrir samfylgdina. Hún var okkur dýrmæt. Anna og Jóhannes. Vinur okkar, Guðmundur Lúðvíks- son, er látinn, langt fyrir aldur fram. Guðmundur var alla tíð í okkar huga hann Gvendur á Raufinni, maðurinn hennar Líneyjar frænku. Gvendur var einstakur í okkar huga, sérstak- lega skemmtilegur, alltaf reiðubúinn með ævintýrasögur af skessum eða öðrum furðuhlutum og sátum við dol- fallin löngum stundum við að hlusta á hann. Og þegar við uxum úr grasi hafði hann óbilandi áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann var manna skemmtilegastur og í veislum gat hann alltaf fundið upp á einhverju skemmtilegu, leikjum eða þá hann tók fram nikkuna og spilaði og söng. Í minningunni er Gvendur með kaffibollann og pípuna við eld- húsborðið að ræða um veiðar og póli- tík. Heimili þeirra Líneyjar stóð okk- ur alltaf opið, bæði á Raufarhöfn og síðar á Akureyri. Fjölskylda okkar verður ekki söm eftir að Gvendur er horfinn á vit forfeðra sinna. Við viljum votta elskulegri frænku okkar og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúð. Minningin um góðan vin mun fylgja okkur um alla framtíð. Emil, Hrefna, Hallgrímur og Líney. Margt leitar á hugann þegar góður félagi og vinur er hrifinn á brott, fyr- irvaralaust horfinn af heimi. Mér eru fyrstu kynni okkar Guðmundar Lúð- víkssonar og fjölskyldu í fersku minni eins og þau hefðu gerst í gær. Var það þó í árdaga míns pólitíska stúss fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi. Ég kom á Raufarhöfn um miðjan dag og á heimili Guðmundar og Líneyjar sem þá stóð við Aðalbraut. Einhver erindi átti ég við félagana á Raufarhöfn og þarna var fyrsti viðkomustaðurinn. Guðmundur tók þegar til við að hella upp á sterkt kaffi og fljótlega í fram- haldinu að steikja svartfugl. Slegið var upp veislu og tíminn gleymdist og hvarf við gnægtaborð matar og þó ekki síður frásagnarlist húsbóndans. Heimsóknir mínar á heimili þeirra Guðmundar og Líneyjar, meðan það stóð á Raufarhöfn, áttu eftir að verða margar og samverustundirnar þar með. Guðmundur Lúðvíksson var frásagnarmaður af guðsnáð, óborg- anlega fyndinn og hafði þá stórkost- legu náttúru að geta gert hina hvers- dagslegustu hluti og atburði að skemmtiefni. Jafnvel svo einföld at- höfn eins og að eiga við hann bíla- viðskipti varð að viðvarandi skemmti- efni í okkar samskiptum. Guðmundur og Líney voru í kjarna öflugs hóps fólks sem dreif hlutina áfram og gerði Raufarhöfn að ótrúlega kraftmiklu samfélagi þegar best lét. Á síldarár- unum og uppgangsárum áttunda ára- tugarins var Raufarhöfn næstum að segja nafli alheimsins og ekki spillti að annar hver maður notaði ávarpið félagi á götu. Ekki að ástæðulausu að íbúarnir urðu þekktir í nágranna- byggðunum sem félagarnir. Nú er margt með öðrum brag og Raufar- höfn hefur sem byggðarlag gengið í gegnum erfiða tíma. Vonandi rætist þar úr. Efst í mínum huga er þakklæti fyr- ir allar ánægjustundirnar sem kynni við Guðmund gáfu af sér. Ógleyman- legir verða mér róðrarnir sem við reyndum um árabil að fara saman einn á hverju sumri. Ekki veit ég hvort sjóferðir þessar urðu til þess sérstaklega að bæta afkomu útgerð- arinnar en ómælda ánægju höfðum við af þeim báðir tveir, get ég fullyrt. Allt frá því að verið var að morgna sig eins og Gvendur orðaði það í eldhús- inu við Víkurbraut með höfnina bók- staflega utan við gluggann og til þess að komið var að landi og búið að ganga frá, stóð samfelld veisla. Veisla frásagna og eftirherminga við undir- leik múkkans og hásetinn meira og minna verklaus af hlátri allan tímann. Ég þakka mínum góða félaga og vini samfylgdina sem hefði svo sann- arlega mátt verða lengri. Ég votta Líneyju, börnunum og öllum að- standendum samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Lifi minningin um góðan dreng. Steingrímur J. Sigfússon. Það var döpur stund er kunningi minn Hrólfur Björnsson hringdi í mig laugardaginn 29. apríl og tjáði mér að frændi hans Guðmundur Lúð- víksson frá Raufarhöfn hefði orðið bráðkvaddur þá um morguninn. Já, skjótt hefur sól brugðið sumri. Ég kynntist Guðmundi er ég tók sæti í stjórn Landsambands smábátaeig- enda þar sem hann var fyrir. Varð fljótt mikil vinátta á milli okkar og hef ég ekki átt annan meiri að æsku- árum slepptum. Að starfa með Guð- mundi í stjórn Landsambandsins var eftirminnanlegt og lærdómsríkt, þar fór fjölmenntaður og reynslumikill félagsmálamaður, sem staðið hafði í fylkingarbrjósti fyrir hönd byggðar- lagsins og nú hin seinni ár fulltrúi Fonts í stjórn L.S. Og fátt mun hafa verið honum kærara á sviði félags- mála en að halda málstað Raufar- hafnar og Fonts til haga, sem og ann- arra þeirra sem eiga á brekkuna að sækja og þurfa á góðum talsmönnum að halda. Þar var Guðmundur, hann var enginn svokallaður. En þegar al- vöru fundanna lauk, hófst gjarnan sögu- og sagnastund hjá Guðmundi sem hann var slíkur meistari í að jafnvel myndir á veggjum brugðu svip er hæst stóð. Var þó efnið oftar en ekki hvunndagurinn eða ýmis aukaatriði sem fram komu í máli þeirra sem lengst töluðu á nýafstöðn- um fundi, þá gjarnan kryddað þekkt- um tilvitnunum í íslenskar bók- menntir og lausavísur sem hann kunni gnægð af. Svo að ég tali nú ekki um, ef gullið vín var haft á glasi sem fyrir kom, þá gat orðið kátt í höll gleðinnar þar sem Guðmundur var hinn ókrýndi kóngur. Síðast er við félagarnir heyrðumst í síma var hann hress og kátur að vanda og byrjaði samtalið eitthvað á þessa leið: „Heyrðu, félagi, af því að við ætlum saman til Þýskalands í sumar, þá held ég að sé rétt að við fé- lagarnir förum að kynna okkur Moz- elvín sérstaklega. Svo að menn geri enga vitleysu í ferðinni og fari að panta eitthvert franskt á borðið í mesta vínræktarhéraði Þjóðverja, slíkt má ekki fyrir koma.“ Elsku Líney, við Sigrún sendum þér og fjölskyldu þinni innilegar sam- úðarkveðjur og trúum því að minn- ingin um elskulegan eiginmann og föður verði ykkur huggun í harmi. Nú hefur vinur minn, Guðmundur Lúð- víksson, lagt úr höfn og haldið fyrir Gjögur og Hraunhafnartanga og lent fleyi sínu á Raufarhöfn, sem var þorpið hans. Þaðan verður gert út á hin ókunnu höf. Vinarkveðja. Hjörleifur Guðmundsson. Margt kemur upp í hugann við frá- fall Guðmundar Lúðvíkssonar. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Sveinungs- vík þar sem við vorum í sumardvöl á bernsku- og unglingsárum og á heimaslóðum hans. Þessi sumur skipa fremsta sess í minningunum um þennan tíma. Á Raufarhöfn var margt vaskra og hressilegra drengja og aðstæður til strákaleikja óaðfinn- anlegar. Gvendur Lúlla, eins og hann var jafnan kallaður, er órjúfanlega bundinn þessum minningum. Hann hafði alla kosti góðs leikfélaga, hug- myndaríkur, sterkur og áræðinn. Ekki er hægt að segja að öll okkar uppátæki hafi verið til fyrirmyndar, mörg í leyfisleysi fullorðinna. Og við höfðum „vit“ á að biðja ekki um leyfi sem vafasamt var að fengist. Við endurnýjuðum svo kynni okk- ar rúmum áratug síðar, þá orðnir for- menn verkalýðsfélaga á Þórshöfn og Raufarhöfn og fulltrúar þeirra á þingum verkalýðssamtakanna. Gvendur var ekki aðeins harður bar- áttumaður í að bæta laun og kjör sinna umbjóðenda. Hann hafði mjög ákveðnar hugmyndir um afnám fjár- magnsþjóðfélagsins og þörfina fyrir róttækan flokk og öflugt málgagn. Á árunum um og fyrir 1970 þegar harð- ast var sótt að gamla Alþýðubanda- laginu, ekki síst af fyrri forustumönn- um þess, unnum við saman að vörn þess og endurreisn. Sú saga verður ekki rakin hér en ég fullyrði að þar vó framganga Guðmundar Lúðvíksson- ar þyngra en nokkurs annars í okkar kjördæmi. Guðmundur varð síðan mikill for- ustu- og áhrifamaður í sveitarstjórn- ar- og atvinnumálum á Raufarhöfn. Þar var samvinna okkar lengst af mikil, náin og ekki síst ánægjuleg. Auk þess að vera úrræða- og tillögu- góður var hann sérlega skapgóður og skemmtinn. Andstæðingar hans í þessum málum urðu ekki óvildar- menn hans, heldur persónulegir vin- ir. Guðmundi var margt gefið. Hann var myndarmaður að ásýnd, flug- greindur og fróður, hefði siglt hrað- byri á langskólagöngu hefði hann kosið sér þá leið. Hann var víkingur til starfa. Hann var mjög tónelskur og lék af mikilli smekkvísi á harm- oniku. Á skemmtistundum var hann í raun engum líkur. Hann var einstak- ur sögumaður, skýrmæltur, orðhag- ur og fundvís á gamanmál. Þurfti ekki mikið tilefni svo úr yrði krass- andi saga. Atvik og persónur voru oftast af Sléttunni, frá þeim sagði enginn eins og Gvendur Lúlla. Því miður mun ekkert hafa varðveist af þessu í upptökum. Oft var sest við spilaborðið á Rauf- arhöfn og með mörgum spilafélögum þar hef ég átt góðar stundir en eng- inn var skemmtilegri en Gvendur. Þá voru hlátrasköll mikil og kátína, hátt sagt, hratt spilað, hvergi horft í áhættur, enda urðu tölur oft háar og skyggði ekki á spilagleði hans þótt þær lentu honum til frádráttar. Að- finnslur og deilur voru ekki hans háttur. Eftir að við fluttum báðir frá Rauf- arhöfn, strjáluðust samskipti okkar um skeið en þráðurinn var svo aftur tekinn upp á Akureyri. Þau voru ófá skiptin sem hann færði okkur hjón- um hressilega af fiski í soðið. Sá síð- asti var reyndar snæddur á dánar- degi hans áður en við fréttum andlátið. Aldrei kom til mála að taka við greiðslu: „Fiskur var aldrei seld- ur á bryggjunum á Raufarhöfn, fé- lagi.“ Síðustu árin gekk hann ekki heill til skógar. Snöggt fráfall kemur ekki alveg á óvart en samt er erfitt að trúa því að hann sé af heimi genginn. Nokkur huggun er að hann skyldi ekki þurfa að veslast upp árum sam- an við aðgerðaleysi, vanheilsu og hrörnun, sem annars hefði kannski orðið. Í dag verður félagi lagður til hinstu hvílu á Höfðanum við Rauf- arhöfn, þar sem vorsólin skín bjart- ast á Íslandi. Hvar annars staðar? Elsku Líney, fjölskylda og ástvinir. Við Auður og fjölskylda vottum ykk- ur dýpstu samúð og hluttekningu á sorgarstund. En minningin um Gvend Lúlla skilur eftir yl og gleði í hjarta. Angantýr Einarsson. Fallinn er frá öðlingurinn ljúfi og sagnabrunnur hinn besti Guðmundur Lúðvíksson frá Raufarhöfn. Guð- mundi kynntist ég gegnum starf mitt þegar hann tók sæti í stjórn Lands- sambands smábátaeigenda 1996. Í henni sat Guðmundur sem fulltrúi Fonts – félags smábátaeigenda frá Kópaskeri til Vopnafjarðar. Það seg- ir allt sitt um hæfileika Guðmundar að þrátt fyrir að hann hefði flutt lög- heimili sitt til Akureyrar og hafið út- gerð frá Dalvík, kusu trillukarlar á norðausturhorninu hann áfram sem sinn mann. Þrátt fyrir fjarlægð fylgd- ist Guðmundur vel með því sem var að gerast hjá félögum sínum í Fonti og þó einkum í sinni heimabyggð Raufarhöfn. Það var mér alltaf sérstakt til- hlökkunarefni að sækja fundi í Fonti. Með þátttöku í þeim fékk ég ávallt greiddan sérstakan bónus sem var nærvera Guðmundar frá Akureyri til Þórshafnar. Við vorum fljótir að koma okkur í gegnum þjóðmálin og það sem efst var á baugi hjá fé- lagsmönnum LS. Varla komnir nema upp í Víkurskarðið, þegar Guðmund- ur kom sér þægilega fyrir við hlið mér í bílnum og hóf frásögn. Hann sagði mér frá veru sinni á Raufarhöfn. Lýsti mannlífinu með til- þrifum og það slíkum að ég átti stundum í erfiðleikum að fylgjast með akstrinum, en þá bætti hann gjarnan við á sinn góðlátlega hátt: „Örn minn, þarftu nokkuð að flýta þér?“ „Nei, nei,“ svaraði ég og hægði ferðina. Brosti til hans og fékk hans einstöku svipbrigði á móti. Hann hélt áfram frásögn af mönnum sem hann hafði kynnst um ævina, pólitíkinni á Raufarhöfn og því sem hann sagði vera mestan dragbít á landsbyggðina – öfundinni. Mál sitt útskýrði Guð- mundur sannfærandi og studdi það gildum rökum. Raufarhöfn var Guðmundi afar kær. Hann opnaði augu mín fyrir feg- urð staðarins. Það var því ekki til- viljun að við hjónin gerðum okkur sérstaka ferð þangað frá Ásbyrgi sl. sumar. Vildi ég deila fegurð staðarins með mínum nánustu og reyna að gefa sem gleggsta lýsingu á staðháttum sem oftast var sótt í smiðju Guð- mundar. Því miður voru Guðmundur og Líney ekki í sinni paradís þennan dag, en Raufarhöfn heilsaði okkur með yndislegu veðri, blankalogni og sólskini. Það kom mér örlítið á óvart að kona mín upplifði ekki Raufarhöfn með sama hætti og ég. Skýringin er þó nokkuð ljós, hún hafði ekki notið einstakrar lýsingar frá okkar góða vini. Guðmundur sagði að þetta kæmi sér ekki á óvart, fegurðin væri þeim mun meiri sem dýpra væri á henni. Það er mér nú kærara en flest í minningu Guðmundar að ég skyldi þiggja heimboð þeirra hjóna á Rauf- arhöfn sl. haust á leið til aðalfundar Fonts. Tekið var á móti okkur Har- aldi í Núpskötlu og boðið til stofu. Guðmundur var í essinu sínu íklædd- ur svuntu sem sagði mér að matar- gerð stæði yfir. Hann greindi okkur frá að hún hefði hafist eldsnemma um morguninn og mundi hann bjóða upp á heimsins bestu fiskibollur. Hann lýsti kokkaríinu fyrir okkur í smáat- riðum á þann hátt að við hlógum okk- ur máttlausa. Þegar hann var spurð- ur um uppskriftina sagði hann hana vera vandlega geymda í bankahólfi með skýrum fyrirmælum um að hún gengi til elsta sonar í beinan karllegg að honum gegnum. Guðmundi Lúðvíkssyni þakka ég samfylgdina sem stjórnarmanni í LS, útgerðarmanni, trillukarli og fisk- verkanda sem benti mér á þætti sem huga þyrfti að í kviku starfsumhverfi trillukarla. Þar voru óæskileg af- skipti eftirlitsbáknsins ofarlega í hans huga. Síðast en ekki síst fyrir ógleymanleg kynni við mann sem húmor, fróðleikur, frásagnarsnilld og hlýir straumar geisluðu frá. Líney, börn og ættingjar – við Regína vottum ykkur dýpstu samúð. Guðmundur er skýr í minningunni og ekkert sem skyggir á hana í huga okkar. Söknuður vegna skyndilegs brott- hvarfs Guðmundar er mikill en hlý- hugur hans og persónuleiki munu lifa í minningu okkar. Örn Pálsson. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli Minningargreinum fylgir for- máli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsing- ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson GUÐBJÖRG HULD MAGNÚSDÓTTIR frá Dölum, Fáskrúðsfirði, síðar Bakka í Kelduhverfi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 10. maí kl. 15:00. Björg Gunnlaugsdóttir, Sverrir Ólafsson, Erla Óskarsdóttir, Magnús Gunnlaugsson, Ríkey Einarsdóttir, Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir, Stefán Óskarsson, Hulda Gunnlaugsdóttir, Gunnar Einarsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Páll Steinþórsson, Valdís Gunnlaugsdóttir, Vignir Sveinsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.